Morgunblaðið - 23.02.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
„Við erum bara að vonast til að geta
haldið Þjóðhátíð í ágúst,“ svarar
Hörður Orri Grettisson, fram-
kvæmdastjóri ÍBV, spurður út í
hver staðan sé á skipulagi Þjóð-
hátíðar í Eyjum fyrir sumarið 2021.
Hann segir skipulag Þjóðhátíðar
2021 fara fram með ákveðnum
fyrirvörum. „Við vorum búin að
teikna upp margar mismunandi
sviðsmyndir í fyrra og búum að því
[…] en að skipuleggja eitthvað sem
þú veist ekkert um – það getur ver-
ið erfitt,“ segir Hörður.
Hann segir skipulag hafið en það
sé svipað á milli ára. „Skipulagið er
til, það er búið að halda Þjóðhátíð í
svo mörg skipti og við erum því
ekki að finna upp hjólið á hverju
ári.“
Höfundur þjóðhátíðar-
lags fundinn
Hörður Orri segir að þegar hafi
verið samið við höfund um að semja
þjóðhátíðarlag. Þjóðhátíð í Eyjum
var ekki haldin í fyrra sökum sam-
komutakmarkana. Þó var búið að
teikna upp áætlun þar sem stuðst
var við sóttvarnahólf. Aðspurður
hvort raunhæft sé að halda Þjóð-
hátíð með slíku fyrirkomulagi segir
Hörður erfitt að meta það en ÍBV
hafi löngum verið þekkt fyrir að
halda uppi öflugri og sýnilegri
öryggisgæslu á Þjóðhátíð. Hörður
segist bjartsýnn á að samkomu-
takmarkanir verði með þeim hætti í
sumar að hægt verði að halda upp á
Þjóðhátíð, miðað við hvernig sótt-
varnalæknir talaði á síðasta upplýs-
ingafundi almannavarna.
Fiskidagurinn
annaðhvort af eða á
Stjórn Fiskidagsins mikla mun
funda í næstu viku og ræða stöð-
una. Fiskideginum var aflýst með
nokkrum fyrirvara í fyrra.
„Við munum ekki stökkva af stað
ef það er einhver áhætta í gangi.
Við bara bíðum,“ segir Júlíus Júl-
íusson, framkvæmdastjóri hátíð-
arinnar. Hann segir að skipulag
Fiskidagsins væri í venjulegu ár-
ferði komið töluvert af stað á þess-
um tíma árs og endanleg ákvörðum
þarf að liggja fyrir með nokkrum
fyrirvara. Hann segist ekki sjá fyrir
sér neina smækkaða útfærslu:
„Þetta er bara af eða á.“
Reiknað með Bíladögum
Bílaklúbbur Akureyrar stendur
fyrir Bíladögum á Akureyri ár
hvert í kringum 17. júní. Þeim var
þó sleppt alfarið í fyrra. Í samtali
við Morgunblaðið segir Einar
Gunnlaugsson, formaður klúbbsins,
að vel mætti halda helstu dagskrár-
liði Bíladaga undir um þúsund
manna samkomutakmörkunum.
Hátíðir skipulagðar af
bjartsýni með fyrirvörum
Flestar sumarhátíðir sem aflýst var í fyrra á dagskrá
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Mannfjöldi Þjóðhátíð var síðast haldin í Vestmannaeyjum sumarið 2019.
Friðrik Jónsson, skrifstofustjóri í
utanríkisráðuneytinu og formaður
Félags háskólamenntaðra starfs-
manna stjórnarráðsins (FHSS),
býður sig fram til formennsku í
Bandalagi háskólamanna (BHM).
Nýr formaður bandalagsins verður
kjörinn á aðalfundi BHM sem hald-
inn verður 27. maí, en Þórunn
Sveinbjarnardóttir formaður leitar
ekki endurkjörs og hyggst bjóða
sig fram til þings á ný.
Áður en ljóst varð að Þórunn
færi ekki fram hafði Maríanna H.
Helgadóttir, formaður Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga (FÍN),
boðað mótframboð líkt og 2019, en
þá laut hún í lægra haldi.
Friðrik er forstöðumaður GRÓ,
þekkingarmiðstöðvar þróunar-
samvinnu, og situr í embættis-
mannanefnd
norðurskauts-
ráðsins. Hann
hefur mikla
reynslu af al-
þjóðavettvangi,
m.a. hjá Atlants-
hafsbandalaginu,
Alþjóðabank-
anum, Alþjóða-
liðinu í Afganist-
an (ISAF), Sameinuðu þjóðunum og
sendiráðum Íslands ytra.
Friðrik er með MA-gráðu í
alþjóðasamskiptum og herkænsku-
fræðum og BA-gráðu í alþjóða- og
ríkjasamskiptum, auk MBA í al-
þjóðaviðskiptum.
Friðrik er kvæntur Elínborgu
Þóru Þorbergsdóttur og eiga þau
fjögur börn.
Friðrik Jónsson í formannsframboð BHM
Friðrik Jónsson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Loðna hefur veiðst víða fyrir sunn-
an land og austan á vertíðinni og er
unnið á sólarhringsvöktum þar sem
mest umsvif eru. Fyrir helgi frétt-
ist af loðnu við Grímsey og um
helgina voru fregnir af loðnu í
grennd við Flatey á Skjálfanda.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmunds-
son var í gær á leið á þessar slóðir
til að kanna hversu mikið af loðnu
er þarna á ferðinni.
Birkir Bárðarson, fiskifræðingur
á Hafrannsóknastofnun, segir allt-
af erfitt að meta hvort marktækt
magn sé á ferðinni samkvæmt
fréttum sem berist frá veiðiskip-
um. Fréttirnar frá Grímsey og úr
Skjálfanda hafi hins vegar verið
þess eðlis að ákveðið hafi verið að
kanna það nánar. Því hafi verið
ákveðið að gera hlé á leiðangri
Bjarna Sæmundssonar, sem var
við umhverfismælingar, og halda
norður fyrir land. Það ætti því að
skýrast á næstu dögum hversu
mikið af loðnu er þarna á ferðinni.
Loðnan snemma á ferðinni
Eins og áður sagði hefur loðna
veiðst víða undanfarið, norsk skip
hafa verið fyrir austan land og aðr-
ir hafa veitt með ágætum árangri í
Skeiðarárdýpi, austan og vestan
við Vestmannaeyjar og í Grinda-
víkurdýpi út af Reykjanesi. Birkir
segir það ekki koma alveg á óvart
miðað við mælingar vetrarins að
loðnu sé víða að finna. Hann segir
það hins vegar sérstakt núna hvað
loðnan er snemma á ferðinni.
Eftir ágætan gang við veiðar síð-
ustu daga eru menn farnir að huga
að hrognavinnslu, sem gæti byrjað
um eða eftir helgi. Áhersla er lögð
á að hámarka verðmæti takmark-
aðrar vertíðar, en kvóti íslenskra
skipa er samtals tæplega 70 þús-
und tonn og heildarkvótinn 127.300
tonn. Einhverjar útgerðir hafa
hægt á veiðum meðan beðið er eft-
ir hrognavinnslu, en það er mis-
jafnt eftir kvótastöðu og vinnslu-
möguleikum.
Kemur til frádráttar
Á vef Norges sildesalgslag kem-
ur fram að Landhelgisgæslan hafi
tilkynnt tafarlausa stöðvun loðnu-
veiða norskra skipa klukkan 19.38
síðasta föstudagskvöld. Þar kemur
fram að þá hafi skipin verið búin að
veiða 42.373 tonn eða 565 tonn um-
fram heimildir upp á 41.808 tonn.
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæslunnar hafði eitt norskt
skip verið að veiðum þegar stöðv-
unin var tilkynnt. Tilkynntur afli
úr sjó hafi þá verið alls 42.038 tonn
og það sem sé umfram veiðiheim-
ildir dragist af heildarkvóta næsta
árs.
Kanna fréttir um meiri loðnu
Vart við loðnu við Grímsey og Flatey á Skjálfanda Rannsóknaskip kannar
hversu mikið magn er á ferðinni Norðmenn luku veiðum á föstudagskvöld
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Vertíð Nótin dregin um borð í Víking AK rétt utan við Landeyjahöfn í síðustu viku, Vestmannaeyjar í baksýn.
„Við teljum okk-
ur vera með
sönnunargögn í
málinu þótt þau
séu missterk,“
sagði Margeir
Sveinsson, að-
stoðaryfirlög-
regluþjónn hjá
lögreglunni á höf-
uðborgarsvæð-
inu, í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hann sagði
húsleitum lokið að sinni og að lög-
regla teldi sig vera með alla þá sem
komu að Rauðagerðismálinu í haldi
ef miðað væri við þau sönnunargögn
sem lögregla hefur undir höndum. Í
því máli var Albani skotinn til bana á
heimili sínu fyrr í mánuðinum.
Næstu dagar munu að mestu fara
í yfirheyrslur og úrvinnslu gagna.
Margeir sagði að lögregla fengi betri
mynd á málið með hverjum deg-
inum. Ekki síst sé það með skoðun
símagagna. Sú vinna krefst nokk-
urrar vinnu af starfsfólki embættis-
ins og er tímafrek.
Spurður hvers vegna svo margir
væru í haldi sagði Margeir að verið
væri að setja saman hver hlutur
hvers og eins er í málinu. „Við erum
enn að kanna hvort þetta séu ein-
staklingar, fámennur hópur eða
skipulagðir hópar sem hafa átt í ein-
hverjum deilum,“ sagði Margeir.
vidar@mbl.is
Missterk
sönnunar-
gögn
Allir grunaðir
þegar í haldi
Margeir
Sveinsson