Morgunblaðið - 23.02.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021 Af hverju gerir maður sjálfum sér það, ár eftir ár, að bera taugar til liðs í ensku úrvals- deildinni? Ég hef haldið með Liv- erpool frá því ég man eftir mér og það er vissulega erfiðara í dag en oft áður. Kannski er mað- ur of góðu vanur eftir almennt dekur frá lærisveinum Jürgens Klopps undanfarin þrjú tímabil. Maður hefur svo sannarlega gengið í gegnum hæðir og lægð- ir sem stuðningsmaður Liver- pool en í minningunni hefur liðið þó alltaf átt einhvers konar draumaleiki inn á milli sem hafa gefið manni veika von og rifið mann upp úr sófanum. Samfélagsmiðlar eru í að- alhlutverki hjá knattspyrnu- félögum í dag og hjá Liverpool FC er það ekkert öðruvísi. Þar á bæ byrja menn að hita upp fyrir leiki vikunnar þremur til tveimur dögum fyrir leikdag. Þar spila menn myndbandsklippur af fræknum sigrum, stórkostlegum markvörslum og varnarleik, og auðvitað frábærum sóknarleik. Eftir leikinn gegn Everton fékk ég nóg og sendi félaginu tölvupóst. Ég bað þá vinsamleg- ast um að hætta þessari eilífð- arupphitun frá „dásemdardög- unum“ og birta frekar myndbönd af einhverjum eld- gömlum 7:0-töpum svo maður gæti í það minnsta sett sig í stellingar fyrir það sem koma skyldi. Ég hef ekki fengið neitt svar enn þá. Það er samt erfitt að kvarta og kveina núna, enda liðið orðið Evrópumeistari, heimsmeistari og Englandsmeistari á undan- förnum árum. Ég slökkti samt á sjónvarpinu um helgina og leyfði drengnum að halda áfram að horfa á Bubbi byggir, eftir að Everton fékk vítaspyrnu undir lok leiksins. Það eru alla vega þroskamerki, áfram gakk. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is mína hjá félaginu við forráðamenn Bröndby og það á ekki að fara í fjöl- miðla sem okkur fer á milli. Núna er ég fyrst og fremst að hugsa um að standa mig eins vel og mögulegt er fyrir félagið og við tökum svo bara stöðuna að tímabili loknu. Ég er búinn að vera hérna í fimm ár og kannski er kominn tími til þess að reyna fyrir sér annars stað- ar og prófa eitthvað nýtt. Þá er ég sjálfur í góðri stöðu persónulega, að vera að renna út á samningi, en mér hefur liðið virkilega vel í Danmörku. Ég framlengdi samning minn við fé- lagið sumarið 2018 því ég var ánægður hérna en það hefur aðeins verið mín saga hjá félaginu að ég hef verið að spila vel og svo hefur það komið upp í umræðuna að þeir vilji breyta til og prófa eitthvað nýtt.“ Mikill uppgangur hjá félaginu Miðvörðurinn varð bikarmeistari með Bröndby árið 2018 og þá hefur hann leikið í þremur bikarúrslita- leikjum með liðinu á tíma sínum í Danmörku. „Ég hef þurft að sanna mig nokkrum sinnum hérna og verið í hálfgerðum eltingarleik um sæti í liðinu sem hefur alveg tekið á líka. Það hefur verið mikill uppgangur innan félagsins síðan ég kom 2016 og liðið hefur verið á meðal bestu liða Danmerkur undanfarin ár. Ég er að nálgast 150 leiki fyrir félagið og ég hef reynt að skila mínu eins vel og kostur er fyrir félagið og það er með þetta eins og allt annað, maður vill vera metinn að verð- leikum sem hefur kannski ekki allt- af verið raunin. Af þeim leikmönnum sem eru í hópnum í dag hef ég verið lengst hjá félaginu og það hefur verið sér- stakt að sjá marga góða leikmenn hverfa á braut, sérstaklega síðasta árið. Það bjuggust margir við því að félagið myndi fara í eitthvert upp- byggingarstarf á tímabilinu og vera í miðjumoði en það hefur ekki verið raunin. Í gegnum tíðina hafa for- ráðamenn félagsins vonast eftir árangri í Evrópukeppnum sem hef- ur ekki verið raunin og spurningin núna hvort þeir vilja yngja upp leik- mannahópinn hjá sér.“ Bjartir tímar fram undan Hjörtur á að baki 18 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað eitt mark en hann var í lokahópi ís- lenska landsliðsins sem fór á EM í Frakklandi 2016. „Landsliðið er alltaf ofarlega í huga manns en maður þarf fyrst og fremst að standa sig vel með fé- lagsliði sínu til þess að spila fyrir landsliðið. Það var frábært að fá þessa leiki sem ég fékk með lands- liðinu í undankeppni EM 2020 og svo kom Gulli [Guðlaugur Victor Pálsson] inn í þetta og stóð sig frá- bærlega. Þannig á þetta að vera og ég hef ekkert nema gott að segja um heilbrigða samkeppni innan landsliðsins. Ég hef rætt við Arnar [Þór Viðarsson, nýráðinn landsliðs- þjálfara] um þá stöðu sem ég er í og það er gott að vita til þess að þeir séu meðvitaðir um það hvað ég er að hugsa. Eins er gott að fá að heyra þeirra skoðun á því hvernig málin standa. Arnar og Eiður [Smári Guðjohn- sen] gerðu frábæra hluti með U21- árs landsliðið og þeir eru með mjög spennandi hugmyndir fyrir A- landsliðið. Ég fékk aðeins að kynn- ast Arnari þegar hann kom inn í þetta gegn Belgum í Þjóðadeildinni í október 2020 þegar allt þjálfara- teymið var í sóttkví. Maður hefur fylgst lengi með Eiði, það var frá- bært að vera í kringum hann á EM 2016 þegar hann var í hópnum, og næstu ár gætu orðið mjög spenn- andi hjá landsliðinu,“ bætti Hjörtur við í samtali við Morgunblaðið. Tekið á að vera í eltingarleik um sæti í byrjunarliðinu  Samningur Hjartar Hermannssonar við Bröndby í Danmörku rennur út í sumar Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Hjörtur Hermannsson lék fjóra landsleiki í haust og var í byrjunarliðinu í báðum leikjum Íslands og Englands í Þjóðadeildinni. DANMÖRK Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Hjörtur Hermannsson hefur ekki átt fast sæti í liði danska úrvalsdeildar- félagsins Bröndby á leiktíðinni. Varnarmaðurinn, sem er 26 ára gamall, gekk til liðs við danska fé- lagið frá PSV í Hollandi sumarið 2016 og er því á sínu fimmta tíma- bili í Danmörku. Hjörtur hefur komið við sögu í tólf af sautján leikjum Bröndby á tímabilinu en aðeins byrjað sex þeirra, þá hefur hann verið í byrj- unarliðinu í síðustu tveimur leikj- um liðsins, en samningur hans við danska félagið rennur út í sumar. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan hjá mér persónulega,“ sagði Hjörtur í samtali við Morg- unblaðið. „Liðinu hefur gengið gríðarlega vel og eins og gefur að skilja þá er samkeppnin mjög hörð hjá klúbbi eins og Bröndby. Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segja að ég hefði verið til í að vera búinn að spila mun meira en ég hef gert á tíma- bilinu, sérstaklega fyrir jól. Hvort það spili eitthvað inn í að ég sé að verða samningslaus skal látið ósagt en ég hef allavega reynt að sinna minni vinnu eins vel og kostur er, bæði í leikjum og á æfingasvæðinu. Sú vinna hefur skilað sér, alla- vega eins og staðan er í dag, því ég hef verið í byrjunarliðinu í undan- förnum leikjum. Á sama tíma hef ég komið við sögu í flestum leikjum á tímabilinu þótt það hafi kannski ekki alveg verið mínúturnar sem ég hefði viljað því auðvitað vill maður byrja alla leiki,“ sagði Hjörtur sem er uppalinn hjá Fylki í Árbænum. Líður vel í Danmörku Hjörtur hefur verið orðaður við brottför frá Bröndby í dönskum fjölmiðlum en það gæti vel farið svo að leikmaðurinn verði áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð. „Sem knattspyrnuáhugamaður þá fylgist maður vel með íþrótta- fréttum og það er oft meira sem býr að baki en það sem er skrifað um í fjölmiðlum. Ég hef rætt stöðu Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR náði langbesta árangri íslenskrar konu í kúluvarpi frá upphafi á sunnudaginn þegar hún vann yfirburðasigur í greininni á há- skólamóti innanhúss í Birmingham í Alabama-ríki í Bandaríkjunum. Erna kastaði kúlunni 16,95 metra, rúmum tveimur metrum lengra en næsti keppandi, og bætti eigið Ís- landsmet innanhúss um hvorki meira en 76 sentimetra. Fyrra metið sem hún setti í Houston í Texas í janúar 2020 var 16,19 metrar. Þá er kast Ernu 42 sentimetrum lengra en Íslandsmetið utanhúss í greininni en það setti Ásdís Hjálms- dóttir haustið 2019 þegar hún kast- aði 16,53 metra í Gautaborg. Erna er aðeins tvítug að aldri og hennar besti árangur utanhúss er 16,13 metrar en því kasti náði hún í Houston fyrir tæpum tveimur árum og setti þá stúlknamet, U19 ára, í greininni. Það er þriðji besti árang- ur Íslendings utanhúss en auk Ás- dísar hefur Guðbjörg Hanna Gylfa- dóttir kastað lengra en Erna utanhúss, 16,33 metra árið 1992. Erna, sem keppir fyrir Rice- háskólann í Texas, er nú með níunda besta árangur tímabilsins í banda- rísku háskólunum í vetur og á því góða möguleika á að fá keppnisrétt á meistaramóti háskólanna, NCAA, í vor. Þá er þetta 29. lengsta kast í Evrópu á þessu ári en hún hefur þegar náð lágmarki fyrir Evr- ópumótið utanhúss fyrir 23 ára og yngri sem fram fer í Bergen í Nor- egi í sumar. Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Best Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur tekið miklum framförum á síðustu árum og er orðin fremsti kúluvarpari landsins í kvennaflokki í dag. Langbesta kast íslenskrar konu  Erna Sóley kastaði 16,95 metra  Al-Arabi tapaði 3:2 gegn toppliðinu í efstu deild í knattspyrnunni í Katar, Al-Sadd, í gær. Freyr Alexandersson stýrði Al Arabi í fjarveru Heimis Hall- grímssonar sem er með kórónuveir- una eins og fram hefur komið. Til stóð að Aron Einar Gunnarsson myndi byrja inn á en lék svo ekki með þegar til kastanna kom. Mun hann hafa orðið fyrir meiðslum í upphitun. Al-Arabi komst tvívegis yfir í leiknum en sú staða breyttist í uppbótartíma þegar toppliðið skoraði tvö og vann 3:2.  Cristiano Ronaldo er orðinn markahæsti leikmaður ítölsku A- deildarinnar í knattspyrnu á þessu tímabili eftir að hafa skorað tvívegis fyrir Juventus í 3:0-sigri á Crotone. Ronaldo hefur þar með gert 18 mörk í deildinni í vetur, einu meira en hinn belgíski Romelu Lukaku hjá Inter Míl- anó.  Kvennalið ÍBV hefur fengið liðs- auka frá Trínidad og Tóbagó fyrir komandi keppnistímabil í fótbolt- anum. Liana Hinds, landsliðskona karabíska eyríkisins, er gengin til liðs við ÍBV. Hinds hefur leikið með lands- liði Trínidad og Tóbagó frá árinu 2014.  Belginn Christian Benteke tryggði Crystal Palace 2:1-útisigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni með marki á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.