Morgunblaðið - 23.02.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Víðtækt flugbann var í gær og fyrradag sett á Bo- eing-777-flugvélar í framhaldi af því að annar hreyfillinn á einni þotu United Airlines af þessari gerð sprakk í tætlur skömmu eftir flugtak í Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum á laugardag. Nær bannið til B-777 með Pratt & Whitney-hreyfla en flugmönnum United-þotunnar tókst að snúa við og lenda aftur heilu og höldnu í Denver án þess að nokkurn sakaði um borð. Mælti Boeing með banni við flugi 777-flugvéla um heim allan með hina tilteknu hreyfla. Náði það til samtals 128 flugvéla United í Bandaríkjunum, ANA og JAL í Japan og Asiana Airlines í Suður- Kóreu. Yfirvöld í viðkomandi löndum lögðu einnig blátt bann við notkun flugvélanna þar til rannsókn væri lokið á ástæðum þess að kviknaði í hreyflinum og hann sprakk. Í myndbandi sem tekið var innan úr þotunni mátti sjá loga í hægri hreyflinum sem vaggaði á vængfestingunum. Um borð voru 231 farþegi og 10 manna áhöfn. Vélarhlífin rifnaði af og féll til jarðar í borg- arhlutanum Broomfield ásamt frekara braki úr þotunni. Stærsta stykkið skall til jarðar aðeins tveimur til þremur metrum frá útihurð íbúðarhúss. Brak dreifðist einnig yfir íþróttavöll en enginn varð fyrir hrapandi flugvélarhlutum, að sögn lög- reglu. Farþegar United-þotunnar, flugs United 328, skýrðu frá „mikilli sprengingu“ skömmu eftir flug- tak. „Þotan tók að hristast ofsalega og lækkaði flugið hratt,“ sagði farþegi að nafni David Delucia. Hann bætti við að þau hjónin hefðu stungið seðla- veskjum sínum í vasann svo kennsl mætti bera á þau færist flugvélin, sem var á leið frá Denver til Honolulu á Havaí-eyjum. Í framhaldi af óhappinu hefur bandaríska flug- málastjórnin (FAA) fyrirskipað aukaskoðun á öll- um Boeing 777-þotum með Pratt & Whitney 4000- hreyflana áður en þær verða teknar í notkun aftur. „Við skoðuðum öll fáanleg gögn úr flugvélinni í framhaldi af atvikinu,“ sagði forstjóri FAA, Steve Dickson. „Á grundvelli fyrstu upplýsinga höfum við ákveðið að tíminn milli flughæfisskoðana á blás- arablöðum þotuhreyflanna skuli styttur en hol hreyfilblöðin er ekki að finna í neinum öðrum flug- vélum sem Boeing smíðar. Bann til bráðabirgða á þotuhreyflana Áformaður var fundur FAA með vélarframleið- andanum og Boeing í gær. Frumniðurstöður at- hugunar samgönguöryggisstofnunar Bandaríkj- anna (NTSB) á hreyflinum eftir lendingu voru að mestar skemmdir hefðu orðið af völdum tveggja hreyfilblaða sem brotnuðu af og stungust í skrokk þotunnar. Hafi búktjónið verið óverulegt. Bretar ákváðu í gær að banna í lofthelgi sinni allt flug Boeing 777-flugvéla með sömu þotuhreyfla og flugvélin sem þurfti að snúa aftur til Denver. Sam- gönguráðherrann Grant Shapps sagði bráða- birgðabannið ná til Pratt & Whitney 4000-112- hreyfla. Kvaðst hann myndu vinna náið með breska loftferðaeftirlitinu vegna málsins. Bresk flugfélög eiga hvorki né reka flugvélar með við- komandi hreyfli. United Airlines er eina banda- ríska flugfélagið sem hefur B-777-þotuna í rekstri. Öllum Boeing-777-þotum með Pratt & Whitney- hreyfla ber að forðast lofthelgi Japans með öllu þar til annað verður ákveðið. Þetta á við um flugtak, lendingu og flug yfir landinu. Hefur japanska stjórnin samþykkt að flugfélögin JAL og ANA hætti ótímabundið notkun þessara flugvélarteg- unda sinna. Í nýliðnum desember neyddist 777-þota frá JAL til að snúa aftur og lenda á Naha-flugvelli vegna ótilgreindrar bilunar í vinstra hreyfli. Hún var jafngömul þotunni sem hreyfillinn sprakk í sl. laugardag eða 26 ára. Árið 2018 brotnaði hægri hreyfill United Airlines-þotu af sömu gerð rétt fyr- ir lendingu í Honolulu. Var það niðurstaða NTSB að sprunga eftir endilöngu hreyfilblaði hefði orsak- að bilunina. Hið dramatíska flug United-þotunnar er nýtt áfall fyrir stærstu flugvélasmiðju heims. 737 MAX- þotur hennar voru kyrrsettar frá mars 2019 eftir að 346 manns fórust í tveimur slysum með stuttu millibili; með þotum Lion Air í Asíu 2019 og þotu Ethiopian Airlines árið eftir. Niðurstaða rannsak- enda var að gallaður stjórnbúnaður, svonefndur MCAS-búnaður, hefði valdið slysunum. Varð Bo- eing að lagfæra það frá grunni og umskrifa þjálfunarbækur flugmanna. 737 MAX sló í gegn hjá flugfélögum og seldist hraðar en nokkur önnur þota Boeing þar til flug- bannið var sett á hana, en því var nýlega aflétt. Með kórónuveirufaraldrinum hrundi eftirspurn eftir flugvélum og afpöntuðu félög hundruð MAX- véla. Yfirvöld í Hollandi sögðust í gær vera að rann- saka hreyfileld í Boeing 747-400-flutningaþotu sem lét braki rigna niður yfir lítinn bæ, Meerssen, í Hollandi á svipuðum tíma sl. laugardag og hreyfill United-flugvélarinnar eyðilagðist í eldi. Hollenska þotan var nýfarin í loftið á Maastricht-Aachen- flugvellinum skammt frá Meerssen í suðurhluta Hollands er atvikið átti sér stað. Slösuðust tveir menn er þeir urðu fyrir fallandi braki úr þotunni sem var á leið til New York með vörur og lyf. Notar 747-400-þotan smærri útgáfu af Pratt & Whitney- hreyflinum sem var í B-777-þotunni í Denver. AFP Brak Hurð skall nærri hælum er fremsti hluti hreyfilkápunnar og annað smábrak hrapaði niður á ein- býlishússlóð í Broomfield skammt frá Denver. Á svipuðum tíma rigndi braki einnig niður í Hollandi. B-777-þotur Boeing kyrrsettar  Annar hreyfla B-777-þotu United Airlines sprakk rétt eftir flugtak  Braki úr log- andi hreyfli B-747-þotu rigndi nær samtímis niður í Hollandi þar sem tveir slösuðust Síðasta sólarhring fór tala látinna af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkj- unum upp fyrir hálfa milljón frá því kórónufaraldurinn blossaði upp fyrir rösku ári. Vaxandi vonir eru um að bólusetning sé að verða almennari og afkastameiri víða um heim. Þar sem bólusetningar eru komnar á skrið í Bandaríkjunum eru vonir bundnar við að úr tíðni dauðsfalla dragi fljótt. Þá hefur nýsmiti fækkað síðustu daga. Joe Biden forseti segir manninn með ljáinn við störf og var- aði hann við því að allt að 600.000 manns gætu látist áður en kórónu- veiran yrði kveðin í kútinn. „Þetta er hræðilegt og sögulegt. Við höfum ekki séð neitt í líkingu við þetta í yfir hundrað ár, eða frá faraldrinum 1918. Það fær á mann að horfa á þessar töl- ur, nær ótrúlegar en samt sannar,“ sagði Anthony Fauci, aðalráðgjafi Bidens varðandi kórónuveiruna, við NBC-stöðina í gær. Í gærmorgun stóð tala látinna í 498.897 manns, að sögn Johns Hopk- ins-háskólans sem haldið hefur saman gögnum um útbreiðslu kórónuveir- unnar. Er heildardauði á heimsvísu að nálgast 2,5 milljónir manns. Að sögn sóttvarna Bandaríkjanna (CDC) hefur rúmlega 61 milljón manna fengið fyrri skammt bóluefnis gegn kórónuveirunni í Bandaríkjun- um. Eiga 18 milljónir eftir að fá seinni skammtinn. Hefur Biden forseti haft það í forgangi að ná því að bólusetja 100 milljónir manna fyrstu 100 dag- ana sem húsbóndi í Hvíta húsinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerði breska þinginu í gær grein fyrir áætlun um afnám aðgerða gegn kórónuveirunni í áföngum sem gætu þýtt að Bretar komist undan oki veirunnar í sumarlok. Til afar strangra aðgerða var gripið í byrjun janúar er upp kom í Bretlandi af- brigði af kórónuveirunni sem þótt hefur illskeyttara og dreifa sér hraðar en frumgerð veirunnar. Hálf milljón látin í Bandaríkjunum  Bretar stefna að tilslökunum í júní AFP Nottingham Bólusetningar ganga vel í Bretlandi og vilja Bretar slaka á aðgerðum sínum fljótlega. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trumps fyrrver- andi Bandaríkja- forseta um að lagt yrði bann við því að skatt- framtöl hans yrðu afhent sak- sóknurum í New York. Dómarar Hæstaréttar létu ógert að útskýra ákvörðun sína en Trump hefur hefur háð harða bar- áttu fyrir dómstólum gegn því að Cyrus Vance saksóknari Manhatt- an fengi að komast í skatt- framtölin. Vance hefur viljað fá framtölin allt aftur til 2011 vegna athugunar á ætluðum peningagreiðslum til tveggja meintra hjákvenna Trumps. Hefur það leitt til frekari skoðunar á hugsanlegu undanskoti hans á sköttum svo og trygginga- og bankasvindli, að sögn AFP- fréttastofunnar. BANDARÍKIN Mega afhenda framtöl Trumps Donald Trump Sendiherra Ítalíu í Austur-Kongó, Luca Attanasio, beið bana í árás á bílalest Mat- vælahjálpar Sam- einuðu þjóðanna við Goma í aust- urhluta Kongós í gær. Auk sendiherr- ans beið einnig ítalskur lög- reglumaður bana í árásinni. Lýsti ut- anríkisráðherrann Luigi Di Maio hryggð sinni og sorg vegna atviks- ins. Sat hann á fundi í Brussel er árásin spurðist út og sneri þegar í stað til Rómar. Hét hann því að allt yrði gert til að komast til botns í málinu. Attanasio var 43 ára og var fulltrúi Ítalíu í Kinshasa frá 2017. Hann hóf störf í ítölsku utanrík- isþjónustunni 2003 og hafði m.a. starfað í Sviss, Marokkó og Nígeríu. AUSTUR-KONGÓ Luca Attanasio Sendiherra Ítalíu skotinn til bana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.