Morgunblaðið - 23.02.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021
✝ Jón ÓlafurSkarphéðins-
son fæddist í
Reykjavík 15. sept-
ember 1956. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 11. febr-
úar 2021.
Foreldrar hans
eru Halla Oddný
Jónsdóttir, f. 14.
júní 1935, og
Skarphéðinn Bjarnason, f. 21.
febrúar 1927, d. 10. september
2006. Yngri sonur þeirra er
Friðgeir Bjarni, f. 1960. Fyrri
eiginkona hans var Margret
Hallgrímsson, f. 1953, d. 2015.
Seinni eiginkona Friðgeirs
Bjarna er Sigrún Rafnsdóttir, f.
1960. Halla Oddný og Skarp-
héðinn skildu. Seinni kona
Skarphéðins var Sigríður Karls-
dóttir vaktstjóri, f. 17. sept-
ember 1944, d. 23. janúar 2018.
Synir þeirra eru Karl, f. 1968,
eiginkona Sara Gylfadóttir,
Hjálmar, f. 1969, eiginkona Elín
Ólafsdóttir, og Óskar Bjarni, f.
1980, eiginkona Dóra Bergrún
Ólafsdóttir.
syni og hóf þar doktorsnám sem
fjallaði um áhrif ósjálfráða
taugakerfisins og ýmissa lyfja á
stjórn blóðflæðis. Hann varði
doktorsritgerð sína við Gauta-
borgarháskóla árið 1988 og var
ráðinn lektor við hjúkrunar-
fræðideild Háskóla Íslands
sama ár. Frá 1995 starfaði hann
sem prófessor í lífeðlisfræði og
kenndi við flestar deildir heil-
brigðisvísindasviðs. Hann
stundaði jafnframt fjölbreyttar
rannsóknir á sviði lífeðlisfræða.
Hann tók virkan þátt í félags-
málum og sat m.a. í háskóla-
ráði.
Jón Ólafur var í sveit sem
barn, fyrir norðan og sunnan,
og var mikill náttúruunnandi.
Fyrir nokkrum árum festi hann
ásamt öðru góðu fólki kaup á
landi í Borgarfirði. Jón Ólafur
naut þess að fara í fluguveiði.
Hann var félagi í Ármönnum –
félagi um stangveiði og sat um
tíma í stjórn þess.
Jón Ólafur var mikill áhuga-
maður um tónlist en blúsinn var
í uppáhaldi og var hann tíður
gestur á Blúshátíð í Reykjavík.
Útför hans fer fram frá Foss-
vogskirkju 23. febrúar 2021
klukkan 13. Vegna sóttvarna
verður gestum boðið, en athöfn-
inni verður streymt á, stytt slóð:
https://tinyurl.com/3rf8lfys
og má nálgast virkan hlekk á:
https://www.mbl.is/andlat
Eiginkona Jóns
Ólafs er Hólm-
fríður Jónsdóttir, f.
4. ágúst 1959, og
giftust þau 24. apr-
íl 2004 eftir 23 ára
sambúð. Foreldrar
Hólmfríðar voru
Margrét Péturs-
dóttir Jónsson, f.
1928, d. 2004, og
Jón Gestsson, f.
1924, d. 1961.
Jón Ólafur og Hólmfríður
eignuðust þrjú börn: Jón Börk,
f. 24. janúar 1983, d. 16. júní
2001, Unu Björk, f. 20. maí
1991, og Ásu Karen, f. 16. maí
1994.
Jón Ólafur ólst upp í Hlíð-
unum og gekk í Hlíðaskóla og
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1976 og BS-prófi í líffræði frá
Háskóla Íslands árið 1979. Sam-
hliða náminu stundaði hann
rannsóknir undir leiðsögn Jó-
hanns Axelssonar og kenndi líf-
eðlisfræði við Háskóla Íslands.
Hann flutti síðan út til Svíþjóð-
ar 1983 ásamt konu sinni og
Góður drengur er fallinn frá.
Jónsi frændi, eins og hann var
jafnan kallaður í fjölskyldunni,
var einstakur mannkostamaður.
Hann var öðlingur, hlýr og hjálp-
samur, náttúruunnandi og dýra-
vinur. Hann var rólyndur, en
hrókur alls fagnaðar á góðra vina
fundi.
Við frændurnir vorum alltaf
perluvinir og áttum saman marg-
ar góðar stundir.
Nú hefur sláttumaðurinn
slyngi höggvið stórt skarð í fjöl-
skylduna. Jón Ólafur lést á líkn-
ardeild LHS eftir erfiða og hetju-
lega baráttu við illvígt
krabbamein.
Stóra sorgin í lífi hans var son-
armissirinn. Jón Börkur einka-
sonur hans lést í kjölfar flugslyss
í Skerjafirði sumarið 2000. Þá
sýndi Jón Ólafur vel hvílíkan
mann hann hafði að geyma. Yf-
irveguð barátta hans fyrir sann-
leikanum og réttlætinu var aðdá-
unarverð.
Orð mega sín lítils. Elsku Hófý
og dætur: Megi góður Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Óli Hilmar Briem.
Djúp rödd og karlmannleg.
Hlý og mjúk. Hún hljómar í hug-
anum þegar ég minnist vinar
míns Jóns Ólafs Skarphéðinsson-
ar. Jónsi var glæsilegur maður,
hávaxinn og herðabreiður, nef-
mikill með falleg brún augu. Þau
lýstu af greind og festu. Á góðum
stundum geisluðu þau af gleði og
kærleika. Við kynntumst á síð-
asta ári okkar í menntaskóla. Við
Þór bróðir vorum þá svo lánsamir
að tengjast hópi félaga sem höfðu
orðið samferða í gegnum skóla-
kerfið og hnýtt sterk vinabönd
sín á milli. Sjálfir höfðum við alist
upp í mörgum löndum og höfðum
því ekki sömu rótfestu. Þetta
voru einkar vingjarnlegir og
skemmtilegir einstaklingar, for-
vitnilegir hver á sinn hátt, ekki
síst Jónsi. Þeir tóku okkur opnum
örmum og fyrir það ber að þakka.
Það var gaman að skemmta sér
með þessum hópi, fara í Kvik-
myndaklúbbinn, Tjarnarbúð eða
sitja í heimahúsum, hlusta á tón-
list og spjalla um heima og geima.
Áhugi á náttúrunni var áberandi í
hópnum og á ég góðar minningar
af útilegum í Botnsdal og við
Hlíðarvatn.
Á námsárunum eftir stúdents-
prófið leigðum við Jónsi saman í
tvo vetur. Fyrri veturinn deildum
við íbúð með vinum okkar, Gísla
Víkingssyni og Ingólfi Guðnasyni,
meðal annarra. Þeir Jónsi og Gilli
voru þá á öðru ári í líffræði við
Háskóla Íslands. Það var oft
gaman að hlusta á þá spjalla um
námið. „Lífið er efnahvarf,“ er
setning sem situr eftir í minninu
frá þessum vetri. Þeir áttu báðir
eftir að verða merkilegir vísinda-
menn, hvor á sínu sviði líffræð-
innar. Það er því ánægjulegt að
rifja upp samræður þeirra sem
ungra manna sem voru rétt að
byrja að feta leið sína í lífinu.
Eftir árshlé þar sem ég dvaldi
erlendis leigðum við Jónsi aftur
saman, nú með Þór bróður, Jó-
hönnu Þórhalls vinkonu, Völundi
Óskars og Guðbjörgu, eiginkonu
minni. Þá var Jónsi útskrifaður,
farinn að vinna við rannsóknir og
kenna við háskólann. Hann var
þegar orðinn metnaðarfullur vís-
indamaður, ekki nema tuttugu og
þriggja ára. Við hin vorum að fást
við ólíka hluti, en nutum þess að
hlusta á Jónsa segja frá rann-
sóknunum sem hann tók þátt í,
meðal annars á margvíslegum
undrum sléttra vöðva. Einhvern
tímann þennan vetur tók hann
heim með sér af tilraunastofunni
tvær hvítar mýs sem urðu þar
með hluti af heimilisfólkinu. Hann
hafði gaman af þessum dýrum og
það var eftirminnilegt hvað hann
umgekkst þau af mikilli virðingu
og væntumþykju.
Oft tók maður eftir því að kon-
ur voru spenntar fyrir Jónsa,
enda var hann bæði stórmynd-
arlegur og séntilmaður. Þegar
líða tók á þennan seinni vetur fór
ung og fögur mær með flauels-
brún augu að venja komur sínar á
heimili okkar. Það var Hófí. Þótt
hún væri vinkona okkar allra átti
hún sérstakt erindi við Jónsa.
Tókst með þeim ást sem varði
ævina á enda.
Árin liðu og stundum var langt
milli endurfunda. En sambandið
hélst og það var alltaf gott að
hitta Jónsa, finna vináttuna og
hlýjuna sem streymdu frá hon-
um. Ég votta Hófí, dætrunum
Unu Björk og Ásu Karen, móður
Jónsa, bræðrum og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð. Eftir
lifir minningin um traustan og
góðan mann.
Torfi H. Tulinius.
Býsna sundurleitur en þó sam-
rýndur hópur manna hefur
stundað vorveiði í Vatnsdalsá um
árabil. Jón Ólafur Skarphéðins-
son var þar einn veiðimanna,
fremstur meðal jafningja.
Jónsi var góður veiðifélagi.
Hann kunni að njóta þess að vera
úti í náttúrunni og hafði unun af
veiðiskap og skipti þá ekki öllu
þótt fiskurinn væri tregur til að
taka. Hann kunni einnig manna
best að kætast í góðra vina hópi
og það var oft glatt á hjalla í
veiðihúsinu að afloknum veiði-
degi.
Jónsi var skarpgreindur og
skemmtilegur. Hann hafði sterk-
ar skoðanir og var ekkert að fela
þær, stundum á hlutum sem eng-
inn annar hafði skoðanir á. Hann
vildi ræða málin og brjóta til
mergjar. Hans sjónarhorn var oft
allt annað en annarra, enda hafði
Jónsi bakgrunn í vísindum og
þankagangur hans bar þess
glöggt vitni. Honum var alveg
sama þótt ekki væru allir eða
jafnvel enginn honum sammála.
Í vor mun einn veiðimann
vanta í Vatnsdalshópinn.
Hans verður sárt saknað.
Fjölskyldu Jónsa og ástvinum
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd veiðifélaga úr
Vatnsdalsá,
Ingólfur Eldjárn og
Sveinn Agnarsson.
Í örfáum orðum vil ég minnast
samstarfsmanns til margra ára
við Háskóla Íslands, nú þegar
hann hefur kvatt okkur eftir erfið
veikindi. Við Jón Ólafur Skarp-
héðinsson hófum störf sem kenn-
arar í lífeðlisfræði við Háskóla Ís-
lands á svipuðum tíma, en
komum úr nokkuð ólíkum áttum.
Hann hafði stundað sitt nám við
Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, ég
í enskumælandi löndum. Þótt við
værum ekki alltaf sammála um
hlutina eða hefðum sömu sýn, var
fróðlegt að bera saman bækur
sínar og heyra hvernig rannsókn-
ir og kennsla voru unnin á ólíkum
stöðum. Ég tel að við höfum báðir
haft hag af því. Við höfðum báðir
áhuga á starfsemi taugakerfisins
en að vísu ólíkum hlutum þess.
Jón Ólafur var margfróður í fag-
inu, og fylgdist vel með því nýj-
asta á sínu sviði, og var vel að sér
í nýjustu aðferðum við kennslu í
lífeðlisfræði, bæði bóklegum og
ekki síður verklegum æfingum í
kennslu sem hann hafði mikinn
áhuga á. Þær rannsóknaraðferðir
sem Jón Ólafur beitti notaði hann
af mikilli nákvæmni og vand-
virkni, oft svo unun var á að
horfa, og það var alltaf hægt að
leita til hans um ráð og úrræði ef
þurfti, jafnvel ef um var að ræða
aðferðir sem hann hafði ekki not-
að mikið sjálfur í eigin rannsókn-
um. Þegar talið barst að tölfræði
og aðferðafræði var Jón Ólafur
ávallt með góð ráð og lausnir. Jón
Ólafur hafði frumkvæði að því að
sett var á stofn Lífeðlisfræði-
stofnun innan Háskóla Íslands
sem samstarfsvettvangur um
kennslu og rannsóknir á sviði líf-
eðlisfræði, og var um skeið for-
stöðumaður þeirrar stofnunar.
Sem starfsfélagi var Jón Ólafur
þægilegur í samskiptum þótt oft
þætti honum vanta skynsemi í
það sem var lagt til eða gert, og
lá ekki á þeim skoðunum ef hann
taldi það nauðsynlegt. Hann hafði
gott skopskyn, og samtöl við
hann voru þess eðlis að maður
var bæði sáttur og margfróðari
þegar þeim lauk, og tilveran
ánægjulegri en fyrir spjallið. Það
er því með miklum söknuði og
þakklæti sem ég kveð Jón Ólaf
Skarphéðinsson og votta ættingj-
um hans og fjölskyldu mína
dýpstu samúð á erfiðum tímum.
Þór Eysteinsson.
Jón Ólafur – Jónsi – og lífeðl-
isfræðin eru gersamlega sam-
tvinnuð í huga mér. Við vorum
hluti af Grensásvegargenginu,
ungum lífeðlisfræðingum sem
gengu óhikað hver í annars störf
við rannsóknir og kennslu á
Rannsóknarstofu HÍ í lífeðlis-
fræði. Hún var til húsa á Grens-
ásvegi 12, ansi út af fyrir sig og
við sáum aldrei neinn nema hóp-
inn og nemendurna. Á þessum
tíma, seint á áttunda áratugnum,
var engin föst stöðugildi að hafa
og við vorum öll stundakennarar í
miklu meira en fullu starfi. Þetta
var eins og að fara á vertíð á vet-
urna, enda þurfti að kenna lífeðl-
isfræði í fjölmörgum deildum inn-
an Háskólans og utan … og
kennslan löguð að hverjum nem-
endahópi. „You name it, we teach
it“ var slagorðið í þessum geð-
góða hópi, og alltaf var einhver
tilbúinn að hlaupa í skarðið ef á
þurfti að halda.
Þarna tókum við Jónsi okkar
fyrstu skref sem kennarar, ýmist
í fyrirlestrum eða endalausum
verklegum æfingum um tilbrigði
raflífeðlisfræðinnar. Þessar æf-
ingar gátu staðið í 10 tíma, enda
minnast fornir nemendur þeirra
enn. Það þurfti oft að leysa úr
tæknilegum bráðavanda, eða
hjálpast að við að finna skýringu
á undarlegri útkomu, áratugum
fyrir tíma gúglsins. Við svona að-
stæður myndast traust og vænt-
umþykja sem endast ævina út.
Hjá okkur Jónsa bættust við
ferðir í góðum hópi austur á Hér-
að og vestur til Kanada, að leita
skýringa á misjöfnu heilsufari Ís-
lendinga og frændfólks þeirra
vestan hafs. Ekkert vinnueftirlit
hefði náð utan um þessar tarnir –
og hvað þá aðbúnaðinn! Við sváf-
um í flatsæng svo vikum skiptir –
stelpurnar venjulega inni í kústa-
skáp. En okkur fannst þetta fínt
– og enn styrktust böndin.
Við hlæjum enn að því, að það
var ekki hægt að láta Jónsa taka
hjartalínurit eða mæla blóðþrýst-
ing hjá ungum stúlkum, hann var
svo goðumlíkur og fagur að þær
mældust allar með háþrýsting og
aukaslög. Um leið og ég tók við
mælingunum urðu allar heilbrigð-
ar.
Svo kom hlé á samvinnunni
meðan við vorum erlendis við
nám, en einn góðan veðurdag
hófst nýr kafli, þegar við vorum
bæði komin með stöðu við Hjúkr-
unarfræðideild, og enn gátum við
gengið hvort í annars störf. Jónsi
er einhver alhjálpsamasti vinur
sem ég hef átt. Það var sama
hvað ég leitaði til hans með, hann
leysti málið umsvifalaust. Og
miklu meira: hann tók af mér öll
leiðinlegustu verkin – eins og að
reikna út einkunnir sem saman-
standa af mörgum þáttum sem
vega mismikið. „Láttu mig um
þetta Guðrún mín – ég er enga
stund að því.“ Þegar ég fór í
rannsóknarleyfi bætti hann minni
kennslu á sig, og hafði þó miklu
meira en nóg að gera. Hafði alltaf
tíma til að útskýra flókna hluti á
sinn íhugula og stillilega hátt.
Bóngóður og ósérhlífinn vinur í
raun.
Gegnum þessa áratugi dýpkaði
vinátta okkar svo að hann varð
Jón Ólafur
Skarphéðinsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN ÖRN KRISTJÁNSSON,
Lækjasmára 8,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 13.
Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm og aðstæður leyfa.
Guðbjörg K. Guðjónsdóttir Stefán Þórisson
Ólafur Jón Guðjónsson Eyrún Ásta Bergsdóttir
Katrín Guðjónsdóttir
Erla Björk Guðjónsdóttir Gunnar Ólafsson
Örn Már Guðjónsson Sigrún Svava Gísladóttir
og barnabörn
Eiginkona mín,
BERGLJÓT THORODDSEN ÍSBERG,
Gullsmára 7,
lést á heimili sínu 16. febrúar.
Hún verður kvödd í kyrrþey.
Arngrímur Ísberg
Óttar Ísberg
Gerður Ísberg Viðar Geirsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT ÞORBJÖRG
JAFETSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Eir,
áður til heimilis að Ársölum 3,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 18. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Óskar Ólafsson
Björg Þorsteinsdóttir
Jafet Óskarsson María Hrund Sigurjónsdóttir
Þórólfur Óskarsson Kristjana Skúladóttir
Hrafnhildur Óskarsdóttir Jens Jensson
ömmubörn og langömmubörn
Hjartkær eiginkona mín,
INGIBJÖRG BERGSVEINSDÓTTIR,
Sævargörðum 7,
Seltjarnarnesi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Seltjörn
sunnudaginn 21. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Magnús Erlendsson
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
TÓMAS BÖRKUR SIGURÐSSON,
Kassörsgatan 10,
54334 Tíbró, Svíþjóð,
lést á spítalanum í Skövde í Svíþjóð
25. janúar. Útförin fer fram í Kyrkefalla-
kirkju í Tíbró 26. febrúar klukkan 14.
Sigurður, Elín og Emil Daði,
tengdabörn og barnabörn
Okkar ástkæra
KRISTÍN HELGA WAAGE
lést 16. febrúar á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ. Útförin fer fram frá Seljakirkju
fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á heimasíðu
Seljakirkju.
Matthías Waage Bryndís F. Sigmundsdóttir
Yngvi Ármannsson
Elísabet Arnardóttir
Helga Arnardóttir Ragnar Friðbjarnarson
ömmubörn