Morgunblaðið - 23.02.2021, Blaðsíða 10
Síðasti hlutinn á reitnum Norðurhluti gömlu höfuðstöðvanna hjá WOW bíður niðurrifs.
Bleika skrifstofuhúsið í Bríetartúni í Reykjavík var um
hríð táknmynd ferðaútrásarinnar. Þar var flugfélagið
WOW air með höfuðstöðvar og gekk reksturinn svo vel
að stjórnendur félagsins hugðust reisa nýjar höfuð-
stöðvar í Kársnesi í Kópavogi og hótel þar við hlið.
Eftir mótbyr og niðurskurð fór svo að WOW air hætti
starfsemi 28. mars 2019. Við tók hægur bati í ferðaþjón-
ustunni og svo hrun út af kórónuveirufaraldrinum.
Í stað gamla kennileitisins á Höfðatorgi rís íbúðaturn
með um hundrað íbúðum. Eykt mun byggja turninn en
félagið hefur selt 91 af 94 íbúðum í Bríetartúni 9-11 en
það eru brúnlituðu húsin á myndunum. baldura@mbl.is
Morgunblaðið/Baldur
Höfðatorg Vesturhluti gamla Fossbergshússins enn uppistandandi. Sjá má safnaðarhús Fíladelfíu til austurs.
Sagan hverfur Höfuðstöðvar WOW prýddu þau orð Paulos Coelhos að ekkert væri ómögulegt.
WOW-húsið jafnað við jörðu
Gamalt og nýtt Á lóðinni rísa nýbyggingar sem eru lokahluti Höfðatorgs.
Lóðamörk Hér má sjá hversu djúpt niður í jörðina bílakjallarinn nær.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
án.-m. kl. 9-18, fs. kl. 9-180, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-1
Kolibri trnur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavrum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Norsk stjórnvöld hafa heimilað veið-
ar á 1.278 hrefnum í ár og er það
sami kvóti og síðustu ár. Í fyrra
stunduðu 13 norsk skip hrefnuveiðar
og komu að landi með 503 dýr, sem
var aukning frá árinu áður. Síðustu
þrjú ár hefur kvótinn verið sá sami,
1.278 hrefnur, en aflinn öll árin verið
vel innan við helmingur hans.
Fram kemur í frétt á heimasíðu
Norges sildesalgslag að í norskri
lögsögu séu um 100 þúsund hrefnur.
Kvótinn sé ákveðinn með hliðsjón af
reiknilíkani vísindanefndar Alþjóða-
hvalveiðiráðsins.
Haft er eftir Odd Emil Ingebrigt-
sen, sjávarútvegsráðherra í Noregi,
að hvalveiðar Norðmanna snúist um
réttinn til að nýta náttúruauðlindir
og veiðunum sé stjórnað á grund-
velli vísindalegrar þekkingar og
sjálfbærni. Að auki sé hvalkjöt holl-
ur og góður matur og Norðmenn
vilji hafa hrefnukjöt í kvöldmat.
Segist Ingebrigtsen vonast til að
aukin neysla á hvalkjöti haldi áfram
á þessu ári.
Hrefnuveiðar hafa ekki verið
stundaðar hér við land tvö síðustu
ár. aij@mbl.is
Leyfa veiðar á 1.278
hrefnum við Noreg
Sjálfbærar veiðar Hollur matur
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hrefna á Faxaflóa Veiðar hafa ekki verið stundaðar hér við land í tvö ár.