Morgunblaðið - 12.02.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 12.02.2021, Síða 8
S igrún hefur að mestu búið, stundað nám og starfað erlendis eftir að hún lauk námi í arkitektúr við Tækniháskólann í Karlsruhe, Þýska- landi og upplýsingaarkitektúr við Tækniháskólann í Zürich, Sviss. Í kjölfarið hóf hún störf sem upplýsingaarkitekt og síðar deildarstjóri hjá Landmat, sem sérhæfði sig í viðskiptalegri hagnýtingu land- upplýsinga. Sigrún hóf nám með vinnu í tölvunarfræði eftir að hafa tekið þátt í FrumkvöðlaAuði þar sem hún lærði að gera viðskipta- áætlanir. Þaðan lá leiðin í stjórnendastörf hjá upplýsingatæknifyrir- tækjum á Íslandi, fyrst hjá veffyrirtækinu Innn þar sem hún sneri 7 ára í taprekstri á skömmum tíma í hagnað. Eftir þá reynslu tók hún við stjórn Tæknivals aðeins 33 ára gömul uns það var selt 15 mánuðum síðar. Eftir það tók við frekari uppbygging á Innn uns fyrirtækið var selt til 365 árið 2007 og síðar sama ár til Kögunar, sem sameinaði það veffyrirtækinu Eskli. Eftir sameiningu Eskils og Innn lá leið Sigrúnar til London til að klára Executive MBA-nám sem hún hafði stundað með vinnu. Sigrún útskrifaðist með EMBA árið 2008 og flutti í kjölfarið til Sviss þar sem hún tók við framkvæmdastjóra- Áætlar að velta milljarði á þessu ári Á síðustu sjö árum hefur Sigrún Guðjónsdóttir haft yfir milljarð í tekjur af því að hjálpa konum úti um allan heim að byggja upp þekkingarfyrirtæki á netinu. Sigrún á og rekur alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki í Sviss. Hún er alþjóðlegur viðskiptaráðgjafi (e. business coach) og TEDx-fyrirlesari. Hún framleiðir hlaðvarpið The Sigrun Show, er með vikulegan þátt á YouTube og er reglu- legur viðmælandi úti um allan heim. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Eggert  SJÁ SÍÐU 10 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.