Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 10

Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 stöðu hjá svissnesku lækningatæknifyrirtæki. Hún þurfti að hætta í því starfi vegna stoðverkja og var hún óvinnufær í 7 mán- uði vegna verkja. Eftir það tók hún við sem framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins InfoMentor í Sviss. Ári síðar lagði hún til að fyrirtækið réði frekar framkvæmdastjóra í Þýskalandi til að spara kostnað og lét þá af störfum. Vill aðstoða konur við að ná draumum sínum Árið 2014 stofnaði Sigrún ráðgjafarfyrirtæki í Sviss með það að markmiði að aðstoða konur við að byggja upp þekkingarfyr- irtæki á netinu. Á aðeins sjö árum hefur Sigrún byggt upp al- þjóðlegt ráðgjafar-fyrirtæki sem áætlað er að haldi sínum árlega 30% vexti. Viðskiptavinir Sigrúnar eru yfir 3.000 talsins og hún hefur aðstoðað konur á öllum aldri og frá öllum heimshornum við að byggja fyrirtæki frá engu og upp í hundruð milljóna króna í tekjur. Hennar tilgangur er að stuðla að jafnrétti með því að val- defla konur. „Konur í öðrum löndum hafa ekki haft sama uppeldi og kona á Íslandi og hafa ekki upplifað jafnrétti á sama hátt og ég hef gert. Með því að vinna með konum út um allan heim hef ég meiri áhrif á jafnrétti í heiminum. Hver einasta kona sem fer á námskeið hjá mér lærir ekki bara að búa til þekkingarfyr- irtæki á netinu, hún lærir líka að setja sig í fyrsta sæti, að hennar draumar eru einhvers virði og síðast en ekki síst fer hún að trúa á sjálfa sig. Það er það besta við þetta allt saman. Ég gef konum þá trú að þær geti allt.“ Sigrún hefur gaman af því að tala um peninga og segir að það eigi ekki að vera skömm yfir því. „Konur eiga að hugsa meira um veltutölur því þá getum við saman stuðlað að meira jafn- rétti. Það kostar að hafa áhrif og breyta heiminum og konur eru betri í því að láta peninga gera góða hluti. Ég hef haft yfir milljarð í tekjur á sjö ár- um. Ég býst við yfir milljarði í tekjur á þessu ári. Ég er ekki að afla tekna til að sitja á pen- ingunum heldur til að hafa áhrif og breyta heiminum, á sama tíma mun ég auðvitað láta drauma mína rætast.“ Sigrún býr með eiginmanni sínum Martin Uetz rétt fyrir utan Zürich í Sviss og kann því vel að vera með eigin fyrir- tæki og þannig stjórna því sem hún gerir daglega. „Við eigum að finna tilgang okkar og finna út hvernig við getum lifað af því að lifa okkar tilgang. Þetta hljómar betur á ensku með orðum Oprah: „You’ve got to follow your pas- sion. You’ve got to figure out what you love, who you really are and have the courage to do that. I believe the only courage anybody ever needs is the courage to follow your own dream.“ Konur verða að hugsa stærra Ef Sigrún ætti eina ósk í dag þá væri það helst ósk um jafn- rétti. „Konur verða að hugsa stærra. Of margar konur sætta sig við litlar tekjur og lítil fyrirtæki. Fleiri og fleiri konur stofna fyrir- tæki í dag en þau eru lítil og oft svo lítil að konur hafa ekki al- mennilegar tekjur af þeim og því skapast heldur engar eignir. Margar konur halda að stærra fyrirtæki sé meiri vinna en því er einmitt öfugt farið. Eftir því sem fyrirtæki mitt stækkar minnk- ar vinnan mín. Ég get ráðið fólk til að gera það sem mér finnst ekki gaman að gera eða vil ekki gera. Stærra fyrirtæki skapar meiri tekjur og þá skapast alvöru verðmæti í formi eigna. Með stærra fyrirtæki hef ég efni á að gera hluti sem ég áður lét mig bara dreyma um. Sem dæmi borgaði ég á síðasta ári niður 10 milljóna króna íbúðalán af íbúð sem ég keypti fyrir 19 árum. Ég borgaði niður 10 milljóna króna námslán og keypti nýja íbúð. Á sama tíma er að ég gefa til baka og hjálpa konum sem lentu í erf- iðleikum vegna kórónuveirunnar. Það er hægt að byggja upp eignir og hjálpa öðrum í leiðinni, en bara ef konur hugsa stærra.“ Hún segir mikilvægt að leggja áherslu á tekjurnar, áður en farið er í mikinn kostnað og að gott sé að fá viðskiptavininn til að fjárfesta áður en farið er í viðskiptaþróun. Tímakaup hennar sem viðskiptaráðgjafi gefur til kynna vel- gengni hennar, en sem stendur kostar klukkustund með henni 2.500 bandaríkjadali. Í janúar á þessu ári seldi hún tæplega fimm hundruð konum og nokkrum körlum SOMBA (Sigrun’s Online MBA) netnám- skeiðið sitt og bjó þannig til tæplega 150 milljónir íslenskra króna í tekjur. Nú er námskeiðið rekið af teyminu hennar á með- an hún skipuleggur næstu markaðsherferð. Tilgangur hennar er að valdefla aðrar konur til að láta drauma sína rætast í gegnum fyrirtækjarekstur og ná þannig fram meira jafnrétti. Enda segir hún ekkert vit í því að vinna við eitt- hvað sem ekki er hægt að lifa almennilega á. Hún segir að í fyrsta skiptið sem hún bjó til mikla peninga hafi hún fengið samviskubit sem hún skoðaði með ráðgjafa og komst yfir. Í dag á hún skilið að eiga fullt af peningum enda kostar heil- mikið að breyta heiminum. Hún er hamingjusamlega gift og klæðist alltaf rauðu. En svona hefur lífið hennar Sigrúnar ekki alltaf verið. Alin upp við að trúa á sjálfa sig ,,Ég var alin upp við að trúa á mig og fékk aldrei á tilfinn- inguna að ég gæti ekki gert eitthvað. Ég hef alltaf verið námfús og sem dæmi um það er norðlenski hreimurinn sem ég tileinkaði mér á leikskólanum. Ég tók þennan hreim upp frá leikskóla- kennara sem ég kunni að meta og var að norðan. Ég hef eins allt- af elskað sögur og sagði ég sjálfri mér sögur þegar ég var stelpa. Í raun var ég búin að ákveða að ég ætlaði að verða rithöfundur um leið og sagan mín sem ég skrifaði í sex ára bekk var valin í upplestur í Ríkisútvarpinu á sínum tíma. Mér snerist þó fljótt hugur þegar ég heyrði af því að fáir rithöfundar gætu lifað af tekjunum sínum. Þá ákvað ég að verða kennari, þar til kenn- araverkfallið skall á og ég uppgötvaði að kennarar væru með mjög lág laun.“ Í grunnskóla elskaði Sigrún einnig að teikna, svo hún tók upp á því að teikna falleg hús fyrir samnemendur sína. Þau voru ekki af verri endanum; flest voru með sundlaugum og sum með hesta- búgörðum ef því var að skipta. Námskeiðið sem breytti lífi hennar En af hverju velur Sigrún að hugsa svona stórt? „Ég valdi að fara í Menntaskólann í Reykjavík. Á þessum tíma gekk ég í fatnaði sem ég saumaði sjálf. Mig langaði að læra að sníða eins og sérfræðingur og skráði mig því í námskeið hjá móður Sævars Karls. Þetta námskeið breytti lífi mínu. Við vorum átta talsins og allt konur komnar yfir fertugt að mér undanskilinni sem var sextán ára. Námskeiðið var kvöld- námskeið sem stóð yfir í átta vikur og ræddu konurnar einlægt um líf sitt og tilgang. Það sem þær áttu sameiginlegt var að þær höfðu allar fórnað lífinu fyrir drauma eiginmanna sinna og barna. Ég kom mjög reið út af þessu námskeiði. Ég var ekki reið út í konurnar sjálfar heldur samfélagið. Af hverju skiptu draumar karla meira máli en draumar kvenna? Það var á þess- um tímapunkti í lífinu sem ég ákvað að eignast ekki börn og ég hef staðið við það. Í raun var ég svo reið að ég leyfði ekki einu sinni karlmönnum að halda hurðum opnum fyrir mig. Þetta tímabil stóð yfir í nokkur ár og ég man eftir því að hafa verið boðið að ganga í gegnum dyraop, en að hafa afþakkað pent fyrir og opnað mínar dyr sjálf.“ Allt frá því Sigrún fór á sníðanámskeiðið ákvað hún að verða hreyfiafl fyrir aðrar konur í lífinu. Það tók hana stóran hluta af lífinu að komast að því hvernig hún gæti gert það, en í sjö ár; eða allt frá stofnun Sigrun.com hefur hún leitt konur áfram í frum- skógi nýsköpunar. Sigrún segir leiðina sem virkar vera hluti sem hún gerði eftir margar tilraunir af einhverju sem ekki gekk upp. Hún segir að þó fólk hafi áratuga reynslu og mikla menntun þá sé allt öðruvísi að beisla hæfileikana sem búa innra með okkur og laða til sín við- skiptavini sem eru tilbúnir að kaupa það. Hún segir að þó að það sé auðvitað gott að kunna að gera viðskiptaáætlanir og markaðs- setningu, þá sé algjör óþarfi að fjárfesta of mikið í slíkri þekk- ingu áður en þú veist hvað fólk vill kaupa af þér. Þegar viðskipta- vinirnir mæta og kaupa, sé góður tími til að búa til vöruna. Laðar fólk til sín en ekki öfugt ,,Ég laða fólk til mín í gegnum netið. Ef fólki líkar vel við mig þá getur það unnið með mér, annars finnur það einhvern annan að vinna með sem hentar því betur. Ég hef gert yfir fjögur hundruð hlaðvarpsþætti og mörg hundruð vefkynningar og deili því eigin reynslu af því sem virkar í stað þess að vísa í dæmi sem aðrir mæla með að gera.“ Sigrún hefur fjölhæfa reynslu sem stjórnandi í fyrirtækjum annarra. Hún lærði upprunalega arkitektúr í Þýskalandi, og starfaði síðan við tölvunarfræðideild Háskólans í Karlsruhe áður en henni var boðið að koma til Sviss og læra tölvutengdan arki- tektúr. Það var þar sem hún fékk fyrst brennandi áhuga á upp- lýsingatækni. Árið 2000 ákvað Sigrún að hún vildi koma heim aftur og eftir nokkur atvinnutilboð fékk hún starf hjá Landmat. Hún missti það starf árið 2002 og fór þá á þriggja mánaða námskeið hjá FrumkvöðlaAuði. Á þessum tíma var systir Sigrúnar að starfa fyrir upplýsinga- fyrirtækið Innn og réð Sigrún sig þangað sem ráðgjafa í vef- málum. ,,Innn var með góðan viðskiptavinahóp og varð ég fljótt verk- efnastjóri yfir sölumálum þeirra. Eftir ár í starfi var Innn selt, en það var eitt af þrjátíu fyrirtækjum sem Jón Ólafsson seldi á Íslandi á sínum tíma. Ég vissi lítið stöðuna á fyrirtækinu þá, en ég og systir mín höfðum haldið utan um öll sölumál um tíma, þar sem framkvæmdastjórinn var í hlutastarfi. Eftir að hafa rætt við nokkra aðila, þar á meðal fjölskylduna mína, ákvað ég að reyna að fá starf sem framkvæmdastjóri. Ég hafði samband við Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur sem hafði verið nágranni minn í æsku og spurði hana hvort hún vissi eitthvað hver myndi taka við fyrirtækinu. Til að gera langa sögu stutta þá gerði ég tveggja síðna minnisblað um stöðuna og framtíðarsýn, Sigrún ætlar að velta milljörðum íslenskra króna á þessu ári.  SJÁ SÍÐU 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.