Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 20

Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 K jartan leggur ríka áherslu á að staðna ekki í lífinu og þótt hann sé mjög sterkur og þjálfaður í karlorkunni segir hann að sköpun, nátt- úran og að vera andlega þenkjandi hafi sótt á sig að undanförnu. Kjartan er kominn yfir fimmtugt en stað- hæfir að hann sé í betra formi en flestir 25 ára menn í landinu. Hann segir ástæðuna forvitni sína og fúsleika til að vera alltaf að læra eitt- hvað nýtt í lífinu. „Ég er sífellt að endurskoða hver ég er. Stór hluti af mínum persónuleika er að læra eitthvað nýtt. Svo ég er ekki latur og ekki þessi persónu- leiki sem staðnar með árunum. Ef hugurinn er þannig, þá fylgir líkaminn hugsuninni um að halda alltaf áfram og gera örlítið betur.“ Kjartan á eins og margir vita sigra að baki sem kraftlyftingamaður, í vaxtarrækt, hreysti, skotfimi, aflraunum og hestamennsku. Viðtalið er hins vegar um það sem Kjartan hefur hingað til ekki haft opið á að ræða við landsmenn; ástina, þroskann og nýfundinn áhuga á listrænni tjáningu. „Lífið skiptir máli og hvernig maður lifir því. Ég vil fækka mistökum í daglega lífinu og tak- ast á við eitthvað nýtt. Að víkka sjóndeildar- hringinn í hugsun og fagmennsku; bæði hvað varðar einkalíf og vinnu.“ Kjartan hefur ferðast víða um heim. Hann er nýkominn frá Spáni þar sem hann dvaldi í nokkra mánuði að þjálfa og að mála. „Mér finnst erfitt að fá eldsneyti á hug- myndatankinn hér heima. Því leita ég utan í það. Mér finnst við of takmörkuð hér í hugsun og í svo mikilli samkeppni og í þannig um- hverfi þorum við ekki að prófa okkur áfram og berskjalda okkur. Ég er með 35 ára reynslu í einkaþjálfun og geri kröfur til mín þar, en það sem ég hef mikinn áhuga á er að lesa andlega hlið skjólstæðinga minna og því má segja að ég sé orðinn meiri lífsþjálfari en einkaþjálfari í dag.“ Vantar fleiri hvata til að lækna fólk Kjartan kennir fólki aðferðir sem hann hef- ur tileinkað sér á eigin lífsferðalagi. „Ég geri það með því að hrista upp í undir- meðvitund fólks og stytti því þannig leið í að ná markmiðum sínum. Mín skoðun er sú að bestu breytingarnar í lífinu komi innan frá en ekki úr umhverfinu og til að ná því fram þarf stundum að nota orð sem hreyfa við hugmyndum fólks. Ég er á því að breytingar á viðhorfum leiði til langvarandi breytinga, í staðinn fyrir að fólk breyti einvörðungu hegðun sinn og þjálfun út frá einhverju sem gerist í umhverfinu.“ Kjartan er með ákveðnar kenningar um hvers vegna staðan er eins og hann upplifir hér. Hann segir veðráttuna og einsleitnina í af- þreyingu og til æfinga hluta af vandanum. „Líkamsræktarstöðvarnar eru eins konar stefnumótastaðir á Íslandi, þar sem fólk mætir á staðinn sinn, fær sér að borða, æfir og hittir fólk. Staðirnir hér eru góðir og gjöldin hófleg miðað við aðstöðuna sem boðið er upp á en það skortir fjölbreytni. Ég tel að það sé ástæðan fyrir eltingaleiknum við nágrannann sem er al- veg ferlega óspennandi; samanburðurinn og að setja fólk undir sig, sem er nokkuð sem ég vil forðast. Svo breytumst við í dómara í kommentakerfunum og keppumst við að hlaupa upp Esjuna á góðum tíma; í stað þess að ganga í rólegheitunum, tala við áhugavert fólk og stinga upp í okkur berjum og einhverju æti- legu og fallegu úr náttúrunni okkar. Mér finnst þessi keppni ekki áhugaverð og svo finnst mér skortur á samtali okkar á milli sem ein- staklingar en einnig okkar á milli sem sérfræð- ingar. Sem er ekki gott. Ef einstaklingur slas- ast sem dæmi, þá fæ ég hann til mín í styrktarþjálfun þegar hann hefur verið hjá lækni og sjúkraþjálfara. Þetta er slæm leið að mínu mati. Því við sérfræðingar þurfum að mynda heildrænt teymi í kringum viðkomandi einstakling. Eins finnst mér vanta hvata í heil- brigðiskerfið til að lækna og útskrifa fólk.“ Mikilvægt að markmiðin séu skýr Kjartan segir mikilvægt að vinna í fortíðinni en svo verði fólk einhvern tíma að hætta því og halda áfram með líf sitt. „Við hugsum of lítið í lausnum og erum að gutla í einhverju en ekki með skýra framtíð- arsýn. Hver eru sem dæmi markmið okkar sem þjóðar gagnvart heilsunni? Ég er ekki allt- af viss um að við séum með kerfi sem hefur það að markmiði að gera fólk heilt að nýju, lækna það. Mér finnst kerfið okkar virka öfugt.“ Kjartan Guðbrandsson er án efa einn þekktasti þjálfari landsins. Hann er einn af þeim sem vilja lifa það sem þeir kenna og er í stöð- ugri þróun með sjálfan sig í lífinu. Hann segir að stundum geti kreditkort og Range Rover haldið fólki saman í ástarsambandi, þótt það hafi aldrei virkað fyrir hann. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg SJÁ SÍÐU 22 Kjartan segir bestu keppnina vera við okkur sjálf, en ekki annað fólk. Kjartan Guðbrandsson er í betra formi nú að verða 55 ára en margir aðrir sem eru helm- ingi yngri að aldri en hann. Maður þarf að æfa sig í ástinni rétt eins og í bekkpressu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.