Morgunblaðið - 12.02.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Kjartan verður 55 ára á þessu ári og finnst
sumir jafnaldrar sínir of gamlir fyrir hans
smekk.
„Ég hef gaman af því að láta eins og fífl; ég hef
það frá mömmu minni. Hún hoppaði með mér á
„jetski“ og var til í hvað sem er. Ég er að reyna
að halda í barnið í mér og það heldur mér ung-
um. Ég elska að læra af fólki sem er yngra en ég
og að umgangast það í þjálfun eða bara í lífinu.“
Kjartan segir að þótt hann sé mjög mikill
karl í sér sé hann ekki karlremba, en hins vegar
geti margir harðir karlar orðið pínu kjánalegir í
kringum hann.
„Ég er ekki með neitt rugl í gangi í kringum
mig. Ég drekk ekki áfengi og borða hollan mat
sem ég reyni að velja af kostgæfni. Ég er dug-
legur að hreyfa mig og ekki að þykjast vera
eitthvað sem ég er ekki. Við höfum öll verið í
alls konar ferli, og það er allt í lagi, en að verja
bullið og halda í það; því nenni ég ekki. Ég er
ekki góður þjálfari fyrir þannig fólk.“
Kjartan hefur misst fleiri ástvini en margir
aðrir á hans aldri. Hann segir sársaukann við
að missa einhvern sem maður elskar sáran og
nístandi en talsvert góðan kennara í því hvern-
ig ber að umgangast þá sem enn þá eru á lífi.
„Já það er ekki til betri áminning um lífið en
dauðinn sjálfur. Við höldum að við eigum börn-
in okkar eða manneskjurnar sem við elskum en
í raun og veru eigum við ekki neitt. Við erum
með fólkið okkar að láni. Með því að hugsa til
fólksins okkar með þessu hugarfari verðum við
þakklátari og auðmýkri. Eins hefur það hjálpað
mér að njóta betur líðandi stundar með fólki.
Við getum ekki stjórnað fortíðinni og vitum
ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, svo við eig-
um stundina núna og þurfum að nýta hana vel.“
Mikilvægt að nota orkustöngina rétt
Kjartan segir að ef hann vorkenni fólki þá sé
hann yfir það hafinn og ef hann tekur ekki þátt
í umræðunni þá sé hann andfélagslegur.
„Ef ég leik Palla peppara og klára kallinn, þá
er ég ekki skemmtilegur og fæ þá ekki að vera
með í næsta partíi. Ef ég segi sem minnst og
hlusta og sýni skilning er möguleiki á að fólk
heyri talið sitt og endurskoði sjálft hugsanir
sínar. Ég held það sé besta leiðin til að styðja
við að fólkið í kringum okkur þroskist.
Ef við höldum eitthvað og viljum síðan fá
staðfestingu á því að við höfum rétt fyrir okkur
þá hringjum við ekki í þá sem eru ósammála
okkur heldur tölum við þá sem eru okkur sam-
mála. Þannig verðum við fullviss um eigin sann-
færingu. Ég mæli þó ekki með að hringja í mig,
því ég hoppa ekki svo auðveldlega um borð í
þína sannfæringarlest.“
Það er áhugavert að ræða um orku við Kjart-
an, því hann trúir á hið óútskýrða og oft ogt-
íðum eitthvað sem augun ekki sjá.
„Ég trúi því að við séum með mismikinn kraft
og að við séum mismeðvituð um þetta vegna þess
að sum okkar eru búin með fleiri æviskeið en
önnur. Mér finnst fallegasta konan í herberginu
vera sú sem er ómeðvituð um eigin fegurð og
finnst ekkert fallegra en þegar fólk þorir að vera
það sjálft. Af þessum sökum er
ég einn þeirra sem heillast ekki
af því sem fólk er að gera á In-
stagram. Það forrit hjálpar ekki
fólki með kynþokka sinn.
Kannski finnst mér þetta því ég
er gamaldags, eða kannski
vegna þess að ég hrífst af sann-
leikanum.“
Kjartan talar um ákveðna
orkustöng sem okkur er öllum
úthlutað daglega í lífinu.
„Við höfum val um að eyða orkunni á mismun-
andi hátt. Við getum eytt henni í útlitið, áhyggj-
ur, með því að dæma aðra og með því að vilja
vera einhvers staðar annars staðar. Við getum
eytt orkustönginni okkar í lyf eða óreglu, svefn-
leysi og alls konar matarvenjur. Það skiptir
miklu máli hvar þú ert og hvernig þú eyðir tíma
þínum. Allt sem þú velur þér í lífinu tekur stóran
bita af þinni orkustöng, en á morgun er þér út-
hlutað nýrri. Hvernig ætlarðu að fara með hana
þá? Valið er þitt og lánið eða ólánið líka.“
Kjartan er reyndar á því að við höfum ekki
öll sama val í lífinu.
„Sumir gera margt rétt, en lenda svo í ein-
hverju sem á einu augnabliki veldur því að þeir
lamast eða veikjast. Það er erfitt að horfa upp á
slíkt og mín skoðun að við getum aldrei sett
okkur í spor þeirra sem eru að upplifa eitthvað
sem við höfum ekki upplifað sjálf.“
Hvað er það erfiðasta sem þú hefur upp-
lifað?
„Ég held að það erfiðasta í mínu lífi sé að
vera 100% heiðarlegur alltaf. Heiðarleiki hef-
ur reynst mér erfiðastur. Það dugar mér ekki
að vera 90% heiðarlegur, því þá sofna ég ekki
sáttur.“
Kjartan er á því að vani, vanþekking og van-
máttur við að taka ábyrgð sé
stærsta hindrun okkar mann-
fólksins. Eins séum við of mikið í
að láta annað fólk og stofnanir
segja okkur hvað okkur sé fyrir
bestu.
„Við sjálf berum ábyrgð á öllu
því sem við gerum.“
Það besta að vera pabbi
Hvaða ráð áttu fyrir þá sem
langar í gott form en telja það
einungis fyrir annað fólk?
„Þú ert annað fólk. Ég elska að vinna með
fólki sem er einmitt búið að uppgötva að það
er þetta annað fólk og það geti því komist í
form rétt eins og aðrir. Við verðum að muna
að við eigum öll okkar upplifun í lífinu og hún
er ólík okkar á milli. Það getur enginn sagt þér
hvernig lífið er; það er þitt að finna bestu leið-
ina til að lifa því. Ef þú vilt lifa því í samkeppni
við náungann, þá er það þinn raunveruleiki.
Ég er hins vegar á því að eina holla sam-
keppnin í lífinu sé samkeppni við okkur sjálf
og ef við gerum alltaf aðeins betur á morgun
en í dag, þá verðum við betri í lífinu.“
Þegar Kjartan talar um son sinn lifnar yfir
honum. Hann segir soninn Sindra Val besta
vin sinn.
„Sindri Valur er tónlistarvinur minn og
kvikmyndavinur minn, æfingafélagi og skot-
félagi. Ég á auðvelt með að fá hann út fyrir
þægindarammann sinn og að veita honum
aðhald. Eins átta ég mig á því að ég er ein af
hans mestu fyrirmyndum. Ég vildi að ég gæti
gert ennþá meira með honum, en þegar for-
eldrar búa hvort í sínu lagi verða aðstæð-
urnar takmarkaðar af því. Ég er hins vegar á
því að ekkert af því sem ég geri yfir daginn
sé mikilvægara verkefni en að vera með hon-
um. Af þeim sökum stefni ég alltaf á að gera
betur á morgun en ég geri í dag þegar kemur
að því að vera pabbi. Svo fljúga dagarnir
áfram og allt í einu verða börnin okkar tán-
ingar og síðan fullorðið fólk sem við getum
tekið okkur til fyrirmyndar og lært af.“
Mikilvægt að elska sig til
að geta elskað annað fólk
Hvað vinskap varðar segir Kjartan það
koma sér sífellt á óvart hvað vináttan er brot-
hætt og að stundum þurfi lítið rask til að fólk
missi vinskapinn við annað fólk.
„Ég vil ekki vera tækifærissinni né þurfa
að afsaka hver ég er. Af þessum sökum vil ég
vera vinur sem þarf ekki að afsaka af hverju
ég er ekki sem dæmi búinn að hringja. Ég
þekki ákaflega marga en á fáa vini. Þeir vita
best hvernig vinur ég er og hvað ég er tilbú-
inn að gera fyrir vini mína.“
Hvað með ástina?
„Ástin er þrautabraut, ef hún væri það
ekki þá yrði vináttan nóg. Fyrir suma er vin-
átta nóg og hjá öðrum getur kreditkort og
Range Rover haldið samböndunum saman.
Mér finnst heilbrigt samband vera hárfín
lína. Þessi lína trausts, en ekki eignarhalds
og afbrýðisemi. Maður þarf að æfa sig í ást-
inni rétt eins og þegar maður tekur bekk-
pressu. Þegar maður framkvæmir vinnuna
þá sjáum við árangur, en það tekur tíma og
maður þarf að æfa sig stöðugt í lengri tíma.“
Kjartan er ástfanginn í dag og segir kær-
ustuna sína frábæra manneskju.
„Hún kennir mér meira um samskipti en ég
henni. Ég hef komist að því að þegar karlmenn
svara umræðu með þögn þá er það þokukennt
ofbeldi. Ég tjái mig meira í dag um lífið og mín-
ar tilfinningar en ég gerði áður. Ég er að gera
betur, sem ég finn og hún líka. Það sem skiptir
mig mestu máli í nánum samskiptum er traust
og góður húmor, kynlíf og virðing sem mér
finnst eðlilegt að maður sýni í hegðun og tali.“
Hann segir mikilvægt að fólk haldi í þann
möguleika að geta þroskast í samböndum og
því sé heilbrigð fjarlægð einnig mikilvæg.
„Það skiptir mig máli að við getum gert
hluti hvort í sínu lagi án vandræða.
Reyndar er mjög hollt fyrir eðlileg sam-
bönd að einstaklingar geri hluti hvor í sínu
lagi. Svo er forsenda þess að geta elskað
annað fólk að einstaklingur elski sjálfan sig
því þú hefur ekki á neinu að byggja ef þú
elskar ekki sjálfan þig.“
Hvaða litlu hluti gerir þú daglega fyrir
fólkið sem þú elskar?
„Ég gef knús að morgni og það skiptir mig
máli. Síðan gef ég athygli og tek þátt í degi
þess sem ég elska. Ég held sambandi, með
síma og finnst gaman að hittast í kaffi eða
mat yfir daginn. Síðan er ég mikið fyrir knús
að kveldi. Svo ætli það sé ekki réttast að
segja að maður þurfi að taka þátt í sambandi
svo það virki.“
Málverkin munu taka yfir einn daginn
Kjartan er farinn að mála falleg listaverk
og segir hann listræn sköpun alltaf hafa ver-
ið hluti af lífinu hans.
„Guðbrandur Magnússon langafi minn var
ritstjóri Tímans var einn þeirra manna sem
uppgötvaði Kjarval á sínum tíma. Hann var
magnaður kappi og mikill kraftur í honum.
Það er eins listafólk allt í kringum mig svo
ég man eftir mér sem dreng að fara á lista-
sýningar með foreldrum mínum.
Að mála í dag, veitir mér ótrúlegan innri
frið. Ég geri það nú til að kjarna mig líkt og
ég fór á fjöll eða á jeppanum mínum út í nátt-
úruna.
Það er áhugavert að spá í litum og þeir
hafa áhrif á okkur. Það er mikið að gera hjá
mér í málverkunum og er ég kominn með
vinnustofu heima og hef opið hús einu sinni í
viku þar sem ég tek á móti fólki, býð upp á
kaffi og kanilsnúða og tala við gesti og gang-
andi um lífið og tilveruna.
Ég veit að málverin munu taka yfir einn
daginn, þó þjálfunin taki meira af tímanum
mínum í dag.“
Hvernig veistu það?
„Ég bara finn það.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kjartan segir
óþarfi að staðna í
lífinu, í raun geti
allir orðið betri ef
þeir vilja.
Ef ég leik Palla
peppara og
klára kallinn,
þá er ég ekki
skemmtilegur
og fæ þá ekki
að vera með í
næsta partíi
Listaverkin sem Kjartan
gerir eru litrík og kröftug.
Kjartan dvaldi á Spáni í
lok síðasta árs og nýtti
tímann í listsköpun.