Morgunblaðið - 12.02.2021, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Sigríður Helga Gunnarsdóttir sérfræðingur
„Ég myndi segja aðalatriðið að líða vel í fötunum. Ég hef alltaf verið fata-
kona og hef óskaplega gaman af því að fylgjast með tískunni. Einu sinni
gat maður nánast farið í allt en með aldrinum þá er bara ýmislegt sem fer
yngri stúlkum og konum betur svo það þarf að velja úr hvað hentar manni.
Það er svo margt smart í tískunni sem hægt er að pikka út sem er unglegt
og ferskt en samt ekki eins og þú sért í samkeppni
við ungu stúlkurnar. Litir og munstur gera miklu
meira fyrir mann á sextugsaldri en svart og grátt.
Við ættum eins ekki að vera hræddar við að blanda
alls konar flíkum saman, enda er tíska ekkert háal-
varlegt mál, bara skemmtileg tjáning, og það þarf
ekkert öllum að finnast það sama flott. Aðalatriðið
er að þú kunnir vel við þig í fötunum. Aðrir skynja
það og ert töff að mínu mati.“
Bára Hólmgeirsdóttir fata-
hönnuður og eigandi Aftur
„Mér finnst mikilvægt að fylgja sínum stíl og
hlaupa ekki á eftir tískustraumum. Einnig að huga
að velferð jarðarinnar.“
Hildur Hafstein hönnuður
„Mestu máli skipta klæðileg snið, þægindi og fal-
leg efni og litir. Annars verða góðar gallabuxur
oftast fyrir valinu hjá mér.“
Anna Margrét Jónsdóttir
ferðamálafrömuður
„Mestu máli skipta að mínu mati flottir og vandaðir skór
og belti. Annars hafa peningur ekkert að gera með stíl – flottast er að
vera eins og manni líður best. Þá er maður töff. Ég er náttúrlega skósjúk
og á allt of mörg skópör og allt of margar yfirhafnir. Þetta er áhugamál
hjá mér en í leiðinni veikleiki.“
Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi og
eigandi Skot Productions
„Það er merki um bæði þroska og góðan smekk að klæða sig eftir veðri
og aðstæðum.
Fatavalið fylgir klárlega tískustraumum að einhverju leyti en ég vil samt
ekki klæðast fötum sem fara mér ekki vel bara af því þau eru „trendy“.
Mér hefur reynst vel að velja flíkur úr vönduðum efnum sem endast vel.
Sumt af því sem ég nota í dag keypti ég jafnvel fyrir hrun.
Annars fæ ég oft einhver föt á heilann og klæðist fáu öðru en akkúrat
þeim yfir ákveðinn tíma. Núna er ég til dæmis með svartan ullarsamfest-
ing á heilanum. Er í honum daginn langan, alsæl og ekkert kalt, sama
hvort ég er úti í tökum, leikhúsi eða bara heima. Kannski er ég að verða
eins og Churchill. Hann var alltaf í samfestingi. Enda smekkmaður.
Svo virðist ég hafa minni þolinmæði fyrir háum hælum eftir því sem ég
eldist og fagna til dæmis stígvélum með lágum hæl en helst þó öllum
þessum þúsundum af fallegum strigaskóm sem eru komnir á mark-
aðinn.“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
nýsköpunarráðherra
„Ég er með heldur vesenslausan eða afslappaðan stíl. Ég klæði mig svo-
lítið eftir skapinu sem ég er í. Mér finnst skipta máli að máta flíkur við
vaxtarlag og karakter. Þá reyni ég ekki að klæðast flíkum sem
fara mér ekki þótt þær séu töff á öðrum.
Annars er þetta ekki mjög úthugsað. Ég sé Dísulegar flíkur og
vel þær. Hef aukið töluvert val á íslenskri hönnun enda fram-
boðið meiri háttar og gaman að klæðast henni.“
Marta Nordal
leikhússtjóri Leik-
félags Akureyrar
„Mér finnst aðalatriðið að velja föt
sem klæða mann vel og draga fram
það besta á líkamanum. Ekki elta
tískustrauma í blindni sem hugsan-
lega passa manni ekki eða vera í snið-
lausum fötum sem hanga afstöðulaus
utan á skrokknum. Bara einhverjar
brjóstalausar mjónur geta púllað
slíkt en venjulegar konur eins og ég
verða eins og tunnur. Ég vel alltaf föt
sem eru „tailored“ eða undirstrika
línurnar án þess að vera þröng því of
þröng föt eru ekki sérstaklega klæði-
leg á miðaldra konum. Ég nota mjög
mikið „blazera“ því þeir teikna vel
efri hlutann og gefa skemmtilegt við-
horf, svo er ég hrifin af beltum, flott-
um blússum, stuttum pilsum, galla-
buxum og hælaskóm, svona „french chic“. Mér þykir mikilvægt að vera alltaf
í vönduðum skóm og með vel hirt hár. Alveg sama hversu fínt þú ert klædd
þá geta ljótir og ódýrir skór eða slitið og þurrt hár eyðilagt heildarútlitið.
Svo má skreyta með flottum fylgihlutum og töskum. Ég legg líka áherslu á
að kaupa frekar vönduð hversdagsföt en eyða fúlgu í einhvern síðkjól sem þú
ferð í einu sinni á ári. Eyða meiru í það sem maður notar daglega enda er það
mitt mottó að hlutur er ekki dýr ef þú notar hann.“
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir
GDRN tónlistarmaður
„Það sem skiptir máli í fatavali er að vera óhræddur að tjá sig með fatn-
aðinum sem maður klæðist, og númer eitt, tvö og þrjú að klæðast því sem
lætur manni líða vel.“
Gríma Björg Thorarensen
innanhússhönnuður
„Það skiptir mig máli að velja föt með sniði sem passar mér vel og föt úr góð-
um efnum sem endast vel. Ég kaupi mér ekkert voðalega oft föt og vel að
eiga færri og vönduð föt en fullan skáp af dóti sem ég nota aldrei.“
Best klæddu
konur Íslands
Ísland er fullt af fallega klæddum konum. Les-
endur Smartlands völdu þær allra smekklegustu
þegar kemur að klæðaburði. Í framhaldinu voru
þessar best klæddu teknar tali og deila þær
hugmyndafræði sinni þegar kemur að því að
raða fötum þannig að heildarmyndin verði góð.
Anna Margrét
Jónsdóttir.
Hildur
Haf-
stein.
Marta Nordal.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bára
Hólmgeirs-
dóttir.
Ljósmynd/Saga Sig
GDRN.
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir.
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Inga Lind
Karlsdóttir.
Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson.
Gríma
Björg
Thor-
arensen.
SJÁ SÍÐU 26
Sigríður
Helga
Gunn-
arsdóttir.