Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 42
langt frá okkur, sem við elskum að
heimsækja á sumrin. Það sem mér
finnst mest heillandi við borgina hins vegar eru öll fallegu kaffi-
húsin sem gott er að tylla sér á, fá sér góðan hafralatte og vinna.
Mitt allra mesta uppáhaldskaffihús er Pom och Flora sem er
rétt hjá mér. Göturnar og húsin í miðbænum eru líka alveg ein-
staklega falleg og að hlusta á gott hlaðvarp og ganga um götur
og virða fyrir sér fegurðina er alveg ótrúlega róandi og gott.“
Áttu þér uppáhaldstískumerki?
„Upp á síðkastið hef ég verið að versla í Arket og Samsøe en
ég finn mér alltaf eitthvað fallegt þar. Þar sem ég æfi mjög mik-
ið er ég mestalla vikuna í íþróttafötum og klæðist langmest Lu-
lulemon sökum þæginda og hversu falleg þau eru, bæði sniðin
og litirnir.“
Segir dásamlegt að hreyfa sig úti
Ertu mikið úti á sumrin?
„Já, að búa í Stokkhólmi á sumrin er dásamlegt og maður tím-
ir varla að vera inni í góða veðrinu þannig að ég reyni að finna
mér staði til að sitja úti í skugga á daginn til að vinna. Ég tók
upp Withsara-æfingu úti síðasta sumar sem lýsir sænska sumr-
inu einstaklega vel.“
Er þetta draumalífið?
„Já, ég á heilbrigð börn og heilbrigða fjölskyldu. Fyrir mig er
verðmætt að geta stjórnað tíma mínum sjálf og að fá að gera það
í svona fallegri borg sem hefur upp á mörg tækifæri að bjóða er
æðislegt. Það getur verið krefjandi að byggja upp fjölskyldu og
fyrirtæki í öðru landi en sínu heimalandi og svo söknum við vina
og fjölskyldu mikið. Ég er mjög þakklát fyrir þann stað sem ég
er á í lífinu.“
S
ara Snædís Ólafsdóttir er fædd og uppalin í Foss-
voginum. Hún er tveggja barna móðir, unnusta og
eigandi Withsara.
Sara er með mikla ástríðu fyrir heilsu.
Hún er búsett í Stokkhólmi og ver miklum tíma í
að styðja við vöxt og reka síðuna Withsara.is.
„Þar býð ég upp á heimaæfingar í áskrift til að hjálpa konum
um allan heim að byggja upp styrk og jafnvægi í heilsu og mat-
aræði. Dagarnir mínir eru mjög fjölbreyttir en ég tek upp mik-
ið af æfingum fyrir síðuna, funda með fólki sem hjálpar mér að
gera upplifun Withsara enn betri og sé um heimilið og stelp-
urnar mínar.“
Jafnvægi er grunnurinn að góðu lífi
Hvað er grunnurinn að góðu lífi að þínu mati?
„Það er jafnvægi. Að finna jafnvægi er minn útgangs-
punktur þegar kemur að heilbrigði og góðu lífi. Jafnvægi í
mataræði, hreyfingu, vinnu, sálarlífi og félagslífi. Þegar jafn-
vægi er náð ertu komin á þægilegan stað og getur notið þess
sem þú gerir enn betur.“
Hvað getur þú sagt mér um það sem þú starfar við og hve-
nær fannstu jóga fyrst?
„Ég stofnaði Withsara í mars árið 2020. Fram að því var ég
að kenna við stærsta „boutique“-stúdíóið í Stokkhólmi. Þar
var ég yfirþjálfari og byggði meðal annars upp nýtt barre-
æfingakerfi þar og sá um að þjálfa nýja og núverandi kenn-
ara. Ég starfa einnig sem jógakennari bæði í stúdíói og sem
einkakennari. Ég byrjaði að æfa jóga fyrir alvöru rétt eftir
tvítugt og hefur það síðan þá alltaf verið stór partur af mér
og minni hreyfingu.“
Segir lífið gott í Stokkhólmi
Sara Snædís hefur búið í Stokkhólmi frá því haustið 2017.
„Við búum í hjarta Stokkhólms, í Vasastan. Það er æð-
islegt hverfi og búum við upp við einn fallegasta almenn-
ingsgarð í Stokkhólmi. Hér er mikið líf og fjör og við getum
gengið eða hjólað allt sem við þurfum að fara þannig að við
höfum ekki átt bíl frá því að við fluttum frá Íslandi.“
Hvað er barre-þjálfun og hvernig er að kenna slíkt?
„Barre er byggt á pílates-, ballett- og hreystiæfingum. Unnið
er að því að styrkja djúpvöðva líkamans með fjölbreyttum og
krefjandi æfingum. Í mínum tímum gerum við flestar æfingar í
takt við tónlist en það heldur manni við efnið, hvetur áfram og
skapar skemmtilega stemningu. Tímarnir eru allir „low-impact“
þannig að það er ekkert hopp og skopp heldur alltaf einn fótur á
jörðu. Æfingarnar styrkja, tóna og lengja vöðva líkamans og
gefa aukna vellíðan og betri líkamsstöðu. Ég elska að kenna
barre og í tímunum mínum hjá Withsara nota ég mjög mikið af
barre-æfingum sem gera tímana krefjandi og skemmtilega.“
Varstu í ballett hér áður?
„Já, ég æfði ballett frá unga aldri og alveg fram yfir tvítugt.
Ég lærði dans í London eftir menntaskóla og nota ég reynslu
mína úr dansinum mikið við kennslu enn þann dag í dag.“
Átti mjög góðar meðgöngur
Hvernig leið þér á meðgöngunni og hvernig var að byggja
upp líkamann eftir barneignir?
„Ég átti mjög góðar meðgöngur og leið vel á þeim báðum.
Eftir seinni meðgönguna fann ég sérstaklega hvað líkami minn
var á miklum upphafspunkti og þurfti að verja miklum tíma og
orku í að byggja hann upp aftur. Ég gerði mjög einfaldar og
hægar barre-æfingar í margar vikur og byggði hægt og rólega
ofan á þær. Það skiptir svo miklu máli að fara varlega af stað í
hreyfingu eftir barnsburð og taka það rólega til þess að byrja og
leyfa líkamanum að jafna sig almennilega. Inni á Withsara er ég
fljótlega að fara að bjóða upp á byrjendanámskeið sem henta vel
fyrir konur sem hafa nýlega eignast barn eða eru óléttar. Marg-
ar teygjuæfingar og jógatímarnir inni á Withsara eru full-
komnir fyrir konur eftir barnsburð.“
Sara Snædís segir fjölskyldunni líða mjög vel í Stokkhólmi.
„Það er yndislegt að vera með börn hérna enda Stokkhólmur
mjög fjölskylduvæn borg. Við elskum bíllausa lífsstílinn og að-
allega vegna þess að það er alltaf svo stillt veður hér svo það er
auðvelt að valsa um borgina án þess að þurfa að berjast á móti
vindi.
Í Stokkhólmi eru margir fallegir almenningsgarðar sem við
elskum að fara í, sérstaklega á sumrin. Það eru einnig nokkrar
fallegar strendur í borginni sem eru hálffaldnar og ekki svo
Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér?
„Ég elska morgunmat og góðan smoothie, chiagraut með
alls konar ofan á og gott súrdeigsbrauð með avókadó. Mað-
urinn minn er heimsins besti kokkur og gerir sem dæmi besta
geitaostasalat í heimi, grænmetislasagna og pítsur.“
Heilbrigði að kunna að sinna sér
Þegar kemur að snyrtivörum þá er hún með alls konar
áhugaverðar vörur í snyrtitöskunni.
„Í snyrtibuddunni er ég með Telescopic-maskarann sem ég
hef notað í mörg ár, Gimme brow-gel frá Benefit, Goof Proof
brow pencil frá Benefit, Hoola-sólarpúður, Margin-kinnalit frá
Mac, varasalva og þegar ég þarf á því að halda skelli ég á mig
hyljara frá Benefit. Ég nota ekki oft meik en það sem ég nota er
frá Make up forever. Það gefur svo fallega og náttúrulega
áferð. Ég get aldrei farið að sofa án þess að hreinsa húðina vel
og bera á mig góð krem. Ég nota mest vörur frá Ordinary og
svo er lífrænt merki úti í Svíþjóð sem heitir Maria Akerberg og
hef ég notað olíur og fleira þaðan.“
Sara Snædís segir að ef konur vilji koma rútínu á hreyf-
inguna – finni sig oft í tímaþröng en vilji taka eitt skref í rétta
átt – ættu þær að skoða Withsara.
„Ég býð meðal annars upp á vikulega dagskrá, sem er vin-
sælast inni á Withsara, þar sem ég er búin að setja upp vikuna
fyrir meðlimi sem inniheldur fjölbreyttar æfingar á hverjum
degi sem taka allar 30 mínútur eða minna. Markmiðið er að
styðja við heilbrigði kvenna og vera hvatning fyrir þær til þess
að finna ánægjuna og vellíðan við að hreyfa sig. Þess vegna er
Withsara einföld í notkun og býður vikulega upp á nýjar æfing-
ar sem hægt er að gera hvenær sem er án fyrirhafnar.
Markmiðið með hreyfingu er að auka vellíðan og sjálfstraust,
styrkja líkamann og láta hreyfinguna vera hluta af þínum lífs-
stíl. Hreyfing ætti ekki að vera kvöð heldur ætti hún að skapa
tilhlökkun og ánægju og fylla á orkubú líkamans.“
Hreyfing á að
auka vellíðan
Sara Snædís Ólafs-
dóttir er jógakennari
sem býr í Svíþjóð.
Telescopic-mask-
arinn er frá L’Oréal.
Snyrtivörur frá
Ordinary.
Margin-
kinnalitur
frá Mac.
Bauga-
hyljari frá
Benefit.
Kinnalitur
frá Hoola.
Farði frá
Make up
Forever.
Sara Snædís er á því
að hreyfing eigi að
vera skemmtileg.
Sara Snædís segir að góð hreyfing gefi lífinu gildi. Hún er með
einstakan smekk og alltaf fallega til fara. Í viðtalinu deilir hún
leyndarmáli sem mun fá konur til að vilja hreyfa sig reglulega.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Goof Proof-
augabrúnalitur
frá Benefit.
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021