Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 43
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 MORGUNBLAÐIÐ 43
Húðlæknastöðin kynnir til leiks hina margverðlaunuðu meðferð; Profhilo,
sem sléttir, þéttir og eykur ljóma húðarinnar með hreinni hyaluronic sýru.
Profhilo er fullkomin meðferð fyrir einstaklinga sem eru farnir að finna
fyrir slappleika í húðinni og vilja byggja upp þéttleika hennar. Meðferðin
örvar nýmyndun kollatgens og elastíns í húðinni og byggir þannig upp
og styrkir húðina, eykur þéttleika og teygjanleika hennar ásamt því að
vera mjög rakagefandi.
Frekari upplýsingar á www.hls.is
Smáratorg 1, 201 Kópavogur | 520 4444 | timabokun@hls.is | www.hls.is
..í öruggum höndum
HÚÐLÆKNASTÖÐIN
HÚÐMEÐFERÐIR í fremstu röð
PROFHILO
H
vað finnst þér einkenna förðunar-
tískuna vorið 2021?
„Hin ótrúlega „dewy-húð“ og
áferðin minnir helst á seli. Grímu-
skylda út um allan heim hefur áhrif
á förðunartrendin og fyrir utan húðina er aðal-
áherslan á augun, vera með sterkan liner, graf-
ískar línur eða sterka liti,“ segir hún.
Hefur veiran kennt fólki að nota öðruvísi
snyrtivörur en áður?
„Já, mér finnst mest áberandi að flestir eru að
hugsa betur um húðina sína hvort sem það er
vegna þess að fólk gefur sér meiri tíma í „self-
care“ eða vegna þess að „maskne“ er að verða al-
gengara. Exem og bólur undan grímunni,“ segir
Karin.
Hvað finnst þér fólk leita helst eftir að eignast
þegar kemur að snyrtivörum?
„Á þessum Covid-tíma hefur verið meira um
húðvörur, serum og maskar fara vel og fólk er yf-
irhöfuð að gefa sér meiri tíma í húðrútínuna.“
Hvernig hugsar þú um húðina?
„Ég hef alltaf hugsað mjög vel um húðina, þríf
og næri húðina vel kvölds og morgna með mis-
munandi vörum og nota húðvörn
daglega (spf). Ég hef aldrei reykt
og var mjög ung þegar ég fattaði
að það er ekki smart að bera á sig
babyolíu í sólbaði, það kæmi bara í
bakið á mér seinna.“
Hvernig er morgunrútínan þín?
„Ég þríf húðina með köldu
vatni, nota rakasprey, serum,
rakakrem og húðvörn. Svo nota ég
yfirleitt litað dagkrem (Skin Tint
frá ILIA), hyljara, greiði í gegnum augabrúnir
og set á mig maskara og sólarpúður og
mögulega smá ljóma á kinnbein.“
Hvað gerir þú til þess líta betur út?
„Mér finnst ég alltaf líta mun betur
út ef ég er úthvíld og svo er nauðsyn-
legt að nota Glow Drops (Pestle &
Mortar) út í rakakremið, þá fæ ég húðlit
og ferskara yfirbragð. Svo er gott að taka góða
kvöldstund í að setja á sig maska og nota A-
vítamín krem. Ef ég er að fara eitthvað spari
reyni ég að hvítta tennurnar.“
Karin hefur notað Dermaroller í nokkur ár.
Hún segir það vera góða
leið til þess að hressa upp
á útlitið. En hvað er
dermaroller?
„Dermaroller eru pínu-
litlar nálar sem þú rúllar
á andlitið einu sinni í viku.
Með þessu ertu að senda
húðinni skilaboð
um að hún sé
með sár og
hún fer á
fullt að mynda kolla-
gen og gera við. Húðin er
mjög opin og móttækileg eftir
rúllun og þá er frábært að dæla í
húðina góðu rakaserumi, best ef
það inniheldur hýalúrónsýru
og/eða peptíð og gott raka-
krem. Svo þarf að skipta um
rúllu á ca. 3 mánaða fresti því
nálarnar verða bitlausar með
tímanum,“ segir hún og bætir
við:
„Ég keypti fyrstu rúlluna mína fyrir nokkrum
árum. Ég nota hana ekki alveg einu sinni í viku
en gríp reglulega í hana. Þá passa ég að vera með
hreina húð og er búin að spritta dermarúlluna og
rúlla laust yfir allt andlitið, mynda eins konar
stjörnu.“
Hvað finnst þér dermaroller gera fyrir andlit-
ið?
„Mér finnst húðin verða fyllri og húðholur ekki
eins sjáanlegar. Þetta er ofsalega gott fyrir ör,
slit og slappa húð.“
Gefur þú þér alltaf tíma til að farða þig fal-
lega?
„Ég reyni að gefa mér smá tíma ef ég er að
fara eitthvað fínt. Þá finnst mér gaman að gera
húðina svolítið ljómandi, nota stök augnhár og er
líklegri til að skipta varasalvanum út fyrir gloss.“
Hvernig farðar þú þig þegar þú hefur lítinn
tíma?
„Þegar ég hef lítinn tíma þá geri ég helst
þrennt: ILIA Skin Tint, hyjari og glært gel á
augabrúnir. Þá erum við kannski að tala um max
fimm mínútur. Húð og augabrúnir eru möst hjá
mér.“
Karin
Kristjana
Hindborg
Fólk hugsar miklu
betur um húðina
eftir veiruna
Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, segir
að húðrútína fólks hafi breyst vegna veirunnar og nú hugi fólk betur að húð-
inni. Hún notar dermaroller helst einu sinni í viku til að fríska upp á húðina.
Marta María | mm@mbl.is