Morgunblaðið - 12.02.2021, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 12.02.2021, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 Eyravegi 29 • Selfossi • Sími 482 1800 dömufatnaður Bjóðum fatnað í stærðum 36-54Glæsilegur 20% afmælis- afsláttur af nýjum vörum tiskuverslun.is S igrún sinnir rannsóknum og kennslu í Háskóla Íslands. Hún stofnaði meðferð- arþjónustuna Tengsl ásamt fleirum árið 1982 og hefur frá upphafi starfrækt hana reglulega í hlutastarfi. Sigrún segir að á seinni hluta síðustu aldar, þegar ’68-hugarfarsbylt- ingin hafði sem sterkust áhrif, urðu mikil átök í fjölskyldum og í nánum samböndum, meðal annars um hvort konur gætu orðið sjálfstæðar innan ramma hjónabands. „Þá jafnt og nú var varla hægt að tala um skuldbindingu, lauslæti og ást öðruvísi en að tengja það menningu og samfélagi. Í flestum samfélögum ríkja líka ákveðnar hugmyndir og gildi varðandi mannleg samskipti og náin tengsl. Nú á 21. öldinni ríkja líka allt aðrar hug- myndir um trúnað, gildi varanleikans og um lauslæti en á fyrri öldum. Rannsóknum og klín- ískri reynslu ber sem dæmi saman um að framhjáhald eða lausung virðist almennari en áður var, bæði meðal karla og kvenna. Sigrún á að baki fjölbreyttan starfsferil, fyrst við félagsþjónustu og barnavernd, síðar geðheilbrigðis-þjónustu og á sviði réttarfélags- ráðgjafar. Hún var yfirfélagsráðgjafi á geð- deild Landspítalans um 20 ára skeið áður en hún tók við akademískri stöðu og uppbyggingu náms í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. „Auk meðferðarstarfs og handleiðslu fag- fólks á einkastofu sinni ég lítilsháttar kennslu í HÍ og vinn núna að undirbúningi 3ja missera diplómanáms í handleiðslufræðum fyrir reynt fagfólk. Á haustmánuðum kom út hjá Háskóla- útgáfunni bókin Handleiðsla – til eflingar í starfi sem ég ritstýrði. Aðalverkefni mitt núna er innleiðing á nýju úrræði til forvarnar í skilnaðarmálum: SES- Samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Verk- efnið fellur vel að hugmyndum ogniðurstöðum sem voru kynntar í bók okkar Sólveigar Sig- urðardóttur, 2013, Eftir skilnað. Um foreldra- samstarf og kynslóðatengsl. Telur alla þurfa einhvers konar nánd Sigrún er ekki með ákveðna skoðun á ást- arsamböndum en hefur þekkingu á þeim og sækir í reynslubrunn sem hefur mótast á þeim áratugum sem hún hefur starfað með fjölskyldum, pörum og hjónum. „Ég get þó sagt kannski meira sem tilvist- arlegt sjónarhorn, að hver mannleg vera þarf að eiga sér einhvers konar nánd við aðra mann- eskju. En, jafn mikils virði og það er að vera tengdur annarri mannveru þá er það líka ein forsenda persónuþroska og vellíðunar að geta verið aleinn með sjálfum sér, verið sjálfum sér nógur og tekið ábyrgð á tilvist sinni.“ Hún segir að í allri meðferðarvinnu sé það foresenda að hafa traustan fræðilegan grunn til að byggja á, en að það eitt og sér sé ekki nóg. „Meðferðaraðili þarf auk starfsþjálfunar undir handleiðslu að læra að þekkja sjálfan sig til að geta beitt sér sem verkfæri. Þá er rýnt í eigin nálgun og sótt bæði í persónulega reynslu og mótunaráhrif frá öðrum. Þess vegna er þess krafist í meðferðarréttindanámi að hafa sótt eigin námsmeðferð (e. training therapy) þar sem rými fæst í traustu meðferðarsambandi til að greina sína eigin persónu, tengslamynstur, sársauka, vonbrigði og sigra auk þess að átta sig á eigin þroskagloppum og varnarháttum. Þannig er hægt að verða meðvitaður um til- finningar og viðbrögð sem oft geta nýst óbeint í meðferðarvinnu með öðrum en líka hvernig stundum þarf að halda þeim vel aðgreindum og hafa þjálfað næmi fyrir hvað á við og hvað get- ur verið óviðeigandi. Þessi aðgreining persónu- lega sjálfsins og fagsjálfsins er jafnframt hjálp- leg til að geta skilið á milli, aðgreint, og samnýtt meðvitað eigin tilfinningar og sett því mörk um leið, þannig að skerpa og sköpun haldist.“ Gerir mest gagn í náinni meðferðarvinnu Málin sem Sigrún vinnur með eru marg- vísleg. „Áhersla mín hefur þróast gegnum árin. Mest gagn finnst mér ég gera í náinni meðferð- arvinnu með einstaklingum sem eru að fást við þroskahindranir og flókna, oft erfiða reynslu. Það er mikil tilfinningavinna. Fátt er eins gef- andi og að sjá manneskju losna undan gömlu hnútafari og þroskahöftum, að finna og þróa eigin „stjórnstöð“, „locus of control“. Það veitir ekki bara styrk heldur líka frelsi til að rækta ábyrgð á eigin hamingju, „velja“ sér leið og vinna og lifa eftir því. Að geta þannig fundið auðlindina í sjálfum sér og náð að blómsta, hvort sem er sem einstaklingur, foreldri eða í parsambandi, vinnur oftast saman og myndar heildaráhrif. Það er öðruvísi að vinna með parasambönd, en ekki síður mikil áskorun. Þar kemur líka námið í einstaklingsmeðferð að góðu gagni. Stundum þurfa pör að vinna sérstaklega með sig sjálf, aðgreint eða samhliða paravinnunni. Það fer eftir eðli vandans og trausti sambands- ins. Parsambandið er að vissu marki sjálfstæð eining, lífvera sem vex og þroskast líkt og ein- staklingur, fer í gegnum lífsskeiðaátök og verk- efni þeim tengd. Á öllum skeiðum skiptir miklu að átta sig á stöðunni, eins og ferðamaður í náttúrunni. Að vega og meta færar leiðir, sjá möguleika, styrkja eða breyta um búnað og stíl. Hér kemur sem dæmi hugtakið hjóna- bandssamningur (e marital contract) til sög- unnar. Hann er oft ómeðvitað kerfi sem parið vinnur eftir og sækir sér upplýsingar um mörk og viðmið. Þegar verkefni, heilsa, þarfir og langanir breytast á lífsskeiðunum er hjóna- bandssamningur sú grunnlína sem þróunin hefur breytt og hægt er að hefja endursköpun á eftir breyttum forsendum. Þarna koma oft til hugmyndir um sjálfstæði, tryggð og rými, sem snerta viðhorf til ábyrgðar, jafnræðis og ein- staklingsfrelsis.“ Sigrún segir nýja lífs- og starfshætti eiga sinn þátt í því að fólk lifir fjölbreytilegra lífi og verður stöðugt fyrir nýjum áreitum og áhrif- um. Möguleikarnir geta verið ógnandi og við þannig aðstæður reynir á stöðugleika og trún- að á allt annan hátt en áður. „Tætingslegur lífsstíll og framandi sam- félagsáhrif róta upp gömlum gildum og skapa óöryggi um sjálfstæða forgangsröðun í per- sónulegu lífi. Þróun nándar og mannlegra samskipta hef- ur líka breyst á djúpstæðan hátt með aukinni tækni, rafrænum tengslum bæði í einkalífi, starfi og á vefmiðlum. Mörkin verða óljós og óörugg og margs konar efasemdir um tilfinn- ingalegar og persónulegar skuldbindingar knýja á. Þetta birtist í hátæknivæddum sam- félögum sem ótti við snertingu og nánd, en ný- legar tölur frá t.d. Japan sýna ugg og óöryggi ungs fólks gagnvart kynlífi og fjölskylduskuld- bindingu. Fólk býr eitt í vaxandi mæli, velur að eignast ekki börn eða skýtur á frest slíkum skuldbindingum og þeim tilfinningalega krefj- andi verkefnum sem þær geta falið í sér.“ Hvaða áhrif hefur það haft á þig í gegnum árin að fást við sambönd, samskipti og ástina? „Það hefur haft mikil áhrif á viðhorf mín og „Framhjáhald eða lausung virðist almennara en áður var“ Sigrún Júlíusdóttir prófessor emeritus við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands er með mikla reynslu af sögum sambanda í landinu. Hún segir Valentínusardaginn góðan dag, en ekki vettvang til að hafa langtímaáhrif á ástarsambandið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Dr. Sigrún Júlíusdóttir er vel menntuð fræðikona með áratuga reynslu af meðferðarstarfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.