Morgunblaðið - 12.02.2021, Side 45

Morgunblaðið - 12.02.2021, Side 45
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 MORGUNBLAÐIÐ 45 ÁRANGUR Rakagefandi Örvar endurnýjun húðar Vinnur á litabreytingum húðar HYDRA PEELING ÁVAXTASÝRUMEÐFERÐ SNYRTISTOFUR: GUINOT.IS GUINOT HYDRA PEELING andlitsmeðferð hentar öllum húðgerðum og aldurshópum sýn, meðal annars um hve miklu það skiptir að rýna í eigin uppvöxt og mótun. Hvernig fyrstu tengsl leggja grunninn að því hversu auðveld eða þyrnum stráð vegferðin áfram verður. Ég hef séð betur og betur gildi sannreyndra tengslakenninga um hvernig ákveðin tengsla- mynstur mótast út frá frumtengslum til full- orðinsára. Stundum er talað um tengsl barns og foreldris, eða umönnunaraðila, sem fyrstu ástina, fyrsta parið, eða fyrstu parmyndunina (e. first couple). Þessi frumtengsl eru undir- staðan fyrir hæfni einstaklings til að geta myndað náin tengsl, notið og sýnt fölskvalaust traust til annarra síðar meir, en í því felst líka að geta tekið við og tjáð ást og kærleika. Þess vegna vitum við nú hvers virði það er að for- eldrar eigi möguleika að styrkja samband sitt á meðgöngu og á fyrstu þroskaárum barnsins. Það er því ánægjulegt að fagfólk og ungir verð- andi foreldrar leita nú leiða með margvíslegum hætti til að efla þessa áherslu.“ Ástin er afl lífsins Hvernig skilgreinir þú ást? „Í stuttu máli er ástin í upprunalegu merk- ingunni afl lífsins, „jáið“, lífs- og kynhvötin, afl gleðinnar, hins góða, jákvæða, frjóa, upp- byggilega − líbídó. Hið gagnstæða er afl dauð- ans, „neiið“, dauðahvötin „death instinct“, afl hins neikvæða og illa, eyðileggingar og niður- rifs. Að bera jákvæðar tilfinningar til annarrar manneskju og finna hið sterka uppbyggilega afl beinast að henni er lífsneistinn og forsenda þroskaðra tengsla. Þetta ber í sér aðdráttarafl − andlegt og tilfinningalegt, líkamlegt og kyn- ferðislegt. Hið góða er hlý næring úr brjósti eða faðmi móðurinnar, en andstæða þess er vonskan, höfnunin. Ungbarnið þroskast síðan af stöð- ugum og nánum tengslum sem veita stundum unað en stundum andbyr frá sömu manneskju. Heilbrigður einstaklingur, sá sem er fær um að höndla ástina, lærir að ráða við hvort um sig, aðlagast og geta fundið það samræmast í sömu persónu. Þannig er ást foreldris til barns og síðan tengsl foreldris og barns líklega frumástin (e. first couple) og hún er forsenda þess að geta upplifað aðra ást; að gefa og taka við í öðrum tengslum. Samskiptafræðingurinn Erik H. Er- ikson fjallaði um þetta afl sem nánast með- fædda, eðlislæga eða líffræðilega (foreldra) hvöt (e. generativity) sem við greinum bæði hjá mönnum og dýrum. Þegar ekki næst að rækta þessi tengsl innan fjölskyldu eða þegar sam- félagsáhrif stuðla að firringu í nánum tengslum, vináttu og öðrum mannlegum sam- skiptum, þá er það beinlínis ógn við ást og ham- ingju. Nýjustu rannsóknir um pörun og makaval beinast að taugalíffræðilegum efnaboðskiptum og þætti þeirra í kviku og kjarna ástarinnar. Ég tel að þessar rannsóknir geti leitt okkur áfram og jafnvel auðveldað fólki afdrifaríkar ákvarðanir þegar tilfinningar blossa og spennu augnabliksins er teflt gegn skynsemi og dauf- um tónum hins örugga og venjubundna hver- dagslífs. Þessu fyrirbæri er lýst á áhrifaríkan hátt í nýjustu skáldsögu Sigríðar Hagalín, Eld- arnir.“ Ekki ást að vanvirða og misnota Hvað er ekki ást að þínu mati? „Það er í raun og veru einfaldlega ekki ást að láta sig ekki varða annað fólk og að vanvirða eða misnota mannleg tengsl og þarfir þeirra sem eru í stöðu hins minni máttar bæði í þröngri og víðari merkingu.“ Hvað ættum við öll að hugsa og jafnvel gera fyrir Valentínusardaginn? „Ég hef ekki mikla trú á einstökum dögum til að ná raunverulegri vellíðan til lengri tíma. Hins vegar má nota slík tækifæri til að glæða upp minningar um verðmæti fyrri gleði og vel- líðunar; með ýmsum tilfinningalegum gjöfum, örlæti og tilbreytingu. Þótt það sé „banalt“ að segja það þá getur hugsunin sem þar liggur að baki oft kynt upp í ofninum á ný og sáð nýjum fræjum til betra samlífs. Það getur vart skaðað nema þegar markaðurinn skerst of skarpt í leikinn.“ Sigrún segir erfitt að alhæfa um sam- bandsstöðu landsmanna, en það sé margt í menningu okkar og sögu sem hefur búið okkur út með þannig arf að við getum sýnt seiglu og þol þegar á reynir. „Ef við missum þá söguvitund og tilfinn- inguna fyrir gildi tengsla og samvista með eldri kynslóðum eða ef skilningur okkar á aðstæðum og lífskjörum annars fólks dofnar þá rýrnar innistæðan í þessum menningararfi og við stöndum ráðalausari eftir. Ég held að margir af styrkleikum okkar í dag speglist í vaxandi vit- und ungs fólks um gildi fjölbreytileikans og ör- lætis gagnvart bágstöddum samfélögum. Við erum aflögufær.“ Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.