Morgunblaðið - 12.02.2021, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 12.02.2021, Qupperneq 51
anlega hæf til að breyta og bæta líf okkar og líðan.“ Er streita alltaf sýnileg, eða getur hún legið djúpt í undirmeðvitund okkar? „Vandamálið við streitu er að hún er lúmsk og læðist aftan að okkur. Það getur tekið mörg ár fyrir streituna að safnast upp og því tekur það líka mislangan tíma fyrir okkur að læra að stjórna henni. Annaðhvort stjórnar streitan okkur eða við henni. Streitan er eins og ísjakinn, mögulega eru aðeins 10% af streitunni á yfirborðinu, restin kraumar undir niðri. Þar sem hún er ekki sýnileg getur hún legið djúpt í undirmeðvitund okkar og hreiðr- að um sig, jafnvel náð undirtökunum ef við er- um ekki vakandi fyrir viðvörunarbjöllunum. Fræðsla er besta forvörnin gegn streitu og vanlíðan hvers konar – þess vegna eru ein- kunnarorð okkar í Streituskólanum: „Fræðsla til forvarna“.“ Streita hefur áhrif á svo margt Hver eru helstu einkenni streitu? „Streita hefur áhrif á allar þær þrjár stoðir heilsu sem þurfa að vera í lagi til þess að við getum talist vera heilbrigð. Það er líkamleg, andleg og félagsleg heilsa. Það er því ekki nóg að vera í góðu formi líkamlega ef við upplifum sálarpínu. Ekki nóg að líða vel með sjálfum sér ef við getum ekki átt í samskiptum við annað fólk enda eru samskipti óumflýjanleg. Að síðustu er ekki nóg að vera vinsæll og vel liðinn félagslega ef líkaminn er lélegur. Helstu einkenni streitu eru þreyta, höf- uðverkur, vöðvabólga, hraðari öldrun, svef- nerfiðleikar, athyglisbrestur, neikvæðni, dep- urð, kvíði, lágt sjálfsmat, samskipta- erfiðleikar, viðkvæmni og jafnvel einangrun, einmanaleiki og þunglyndi. Einkennin eru missterk eftir því hversu streitt við erum: Það er gott að hafa smá streitu til að keyra sig í gang á morgnana en um leið og við erum farin að glíma við kulunun eða sjúklega streitu (e. Exhaustion Disorder) þá þarf að líta í eigin barm og grípa til viðeigandi ráðstafana. Góðu fréttirnar eru þær að það er tiltölulega ódýrt og einfalt að vinna sig út úr streitu. Í Streitu- skólanum styðjum við einstaklinga í því ferli auk þess sem við höldum fyrirlestra í fyrir- tækjum, þá með fræðslu til forvarna gegn streitu og vanlíðan hvers konar.“ Aldís Arna segir neikvæða streitu algenga og alvarlega. „Streita hefur áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu þar sem hún getur hvort tveggja valdið og ýtt undir sjúkdóma. Flestir þeirra sem fara til heimilislæknis fá þá skýr- ingu að streita og álag sé orsök veikinda þeirra og eða vanlíðunar. Streita veldur því heilsutjóni, vanlíðan, vinnutapi, kostnaði og skaða fyrir allt sam- félagið. Streita hefur í för með sér mikla lífs- gæðaskerðingu fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur þeirra sem og verðmætaminnkun fyrir hagkerfi heimsins. Það er því til mikils að vinna að ná tökum á streitunni og lifa í jafnvægi og sátt. Þá ber hvert okkar ábyrgð á að líta í eigin barm og skoða sitt streitustig.“ Að hvíla heilann er mikilvægt Áttu fimm góð ráð að deila með okkur, til að minnka streitu og auka vellíðan? „Við þurfum að huga að hugarfari. Streitu- viðbragðið okkar virkjast fyrst og fremst af hugsunum okkar og því er mikilvægt að veita viðhorfum okkar og hugsunum athygli. Til- einkaðu þér uppbyggilegt viðhorf til sjálfs þín og getu þinnar til að takast á við viðfangsefni lífsins. Það nennir enginn að ferðast með leið- indapúka svo vertu skemmtilegur og hvetj- andi ferðafélagi. Verður hver með sjálfum sér lengst að fara. Það fyrsta sem ég bið nýja skjólstæðinga um er að svara hvort þeir ætli að standa með sér í ferlinu og bera 100% ábyrgð á líðan sinni. Þegar það er í höfn get- um við fyrst haldið viðtalinu áfram. Síðan þarf að gæta að hóflegri hreyfingu. Hreyfing bætir, hressir og kætir þar sem hún framleiðir vellíðunarhormónið endorfín. Þegar við erum undir miklu álagi er hins vegar ekki rétti tíminn að stunda hreyfingu með há- marksákefð, eins og hröð hlaup og lyftingar þar sem þá hækkar streituhormónið kortisól. Þá er ákjósanlegra að stunda rólegri hreyf- ingu, svo sem göngutúra í núvitund. Þegar um hægist aftur getum við tekið meira á því í hreyfingu. Við verðum ævinlega að hafa ríkjandi streitustig í huga til þess að stíga öld- una rétt. Eins eru hamingjustundir mikilvægar. Eitt besta mótefnið gegn streitu er hormónið ox- itósín sem oft er kallað ástar- eða kelihorm- ónið. Við virkjum það með því að tjá okkur við góðan vin, fagaðila eða skrifa niður hugrenn- ingar okkar á blað. Einnig við sjálfsumhyggju og með því að styðja og knúsa aðra. Finna að við elskum og erum elskuð; að við tilheyrum og erum ekki ein. Við þekkjum það flest hvað manni léttir mikið þegar maður er búinn að segja hlutina upphátt og fá virka hlustun og skilning. Slíkt ferli auðveldar okkur að gang- ast við tilfinningum okkar og halda áfram veginn þrátt fyrir áskoranir og erfiðleika lífs- ins. Síðan verðum við að huga að hvíld. Ef full- orðið fólk kynni að anda rétt þá væri streita ekki ein helsta heilsufarsógn 21. aldarinnar. Við getum alltaf aðeins ýtt á „pásutakkann“ og dregið djúpt inn andann til þess að róa Fjölskyldan er í fyrirrúmi hjá Aldísi Örnu.  SJÁ SÍÐU 52 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 MORGUNBLAÐIÐ 51 Ef þér finnst húðin vera orðin líflaus, þreytt eða slöpp má alltaf bæta ástand hennar. Í boði eru húðmeðferðir sem örva framleiðslu kollagens og elastíns í dýpri lögum húðarinnar. Árangur er þá að koma fram í hálft til tvö ár og endurspeglast í þéttari húð og grynnri andlitslínum. Aðrar meðferðir eru í boði þar sem unnið er meira með ysta húðlagið og þá sérðu fyrr árangur með auknum raka, ljóma og frísklegri húð. Ef þú ert að leita eftir meðferð sem skilar strax árangri og endist í lengri tíma eru Restylane fylliefni mögulega eitthvað fyrir þig. Þetta er hálfgerð töframeðferð sem frískar upp á útlitið á augabragði. Notaðar eru rakabindandi hýalúrónsýrur sem draga úr hrukkum og fyllir í svæði sem hafa rýrnað með aldrinum. Vinælt er m.a. að setja fylliefni í munnvik, í línu frá nefi að munnvikum og í varir. Það sem er frábært við hýalúrónsýru fylliefnin er að stundum þarf lítið magn til að sjá mikla breytingu. Tökum sem dæmi varir sem hafa rýrnað með árunum og myndað línur á efri vörinni. Með því að setja örlítið magn í varirnar fæst oft ágætis fylling en sléttir um leið úr línunum. Við leggjum áherslu á að setja ávallt minna en meira magn af fyllefni svo náttúrulegt útlit haldist. Það sem skiptir mestu máli er að kúnninn sé ánægður og sjái góðan árangur án þess að breyta útliti. Á stofunni eru einungis notuð hágæða efni frá Restylane sem innihalda 99% hýalúrónsýru ásamt deyfi- efnum til að gera meðferðina þægilegri. Eins höfum við þjálfað okkur í tækni sem þarf færri stungur og hefur minni líkur á aukaverkunum. skin clinic Ef þig langar að hressa upp á þig en ert ekki viss hvað hentar þér, þá bjóðum við upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf og getum lagt upp áætlun með þér allt eftir þínum hug. Við tökum hlýlega á móti öllum. Húðin skin clinic er í Hátúni 6b, 105 Reykjavík. Hægt er að bóka tíma á vefsíðunni www.hudin.is eða með því að hringja í síma 519-3223. Til að þér líði vel í eigin skinni Í HÚÐIN skin clinic er lagður metnaður í að halda náttúrulegu útliti með meðferðum sem draga úr öldrunareinkennum og gefa frísklegt yfirbragð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.