Morgunblaðið - 08.03.2021, Side 2

Morgunblaðið - 08.03.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 opið alla daga kl. 10–21 25. febrúar - 14. mars Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nokkuð var um öfluga skjálfta á Reykjanesskaga yfir helgina, en sá stærsti varð klukkan 2:02 aðfaranótt sunnudags. Hann mældist 5,0 að stærð og voru upptök hans við Fagradalsfjall. Einungis tuttugu mínútum áður varð jarðskjálfti að stærð 4,1 á sömu slóðum, og klukku- tíma fyrir þann skjálfta reið yfir ann- ar minni, 3,8 að stærð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir skjálftahrinuna sem skók bæinn yfir sunnudagsnótt- ina hafa verið afar áberandi. „Ég held að það hljóti nú langflestir fullorðnir Grindvíkingar að hafa vaknað við þennan skjálfta, hann var öflugur og svo komu margir skjálftar í kjölfar- ið,“ sagði Fannar við mbl.is. Þórólfur varð ekki skjálftans var Kröftugur jarðskjálfti varð svo klukkan 17:06 í gær, en hann mældist 4,2 að stærð. Svo vildi til að upplýs- ingafundur almannavarna stóð sem hæst þegar skjálftinn reið yfir, en að- spurður af blaðamanni mbl.is sagðist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem hélt fundinn ásamt Víði Reynis- syni yfirlögregluþjóni, ekki hafa orðið var við hann, enda var hann í miðju svari við spurningu sama blaða- manns. Þá mældust sex skjálftar yfir 3 að stærð á skaganum aðfaranótt laug- ardags, en stærstur þeirra var 3,6 og reið yfir klukkan 4:11. Undanfarið hefur virknin verið bundin við Fagra- dalsfjall að mestu. Á laugardag mældust rúmlega 2.600 skjálftar á svæðinu og rétt áður en blaðið fór í prentun í gær höfðu þeir mælst 2.564 þann daginn. Heildarfjöldi skjálfta frá því hrinan hófst fyrir tólf dögum er kominn upp í rúmlega 25 þúsund. Áframhaldandi skjálftahviður Aukin dreifing jarðskjálfta á svæð- inu gerði það að verkum að elds- uppkomunæmi breyttist talsvert á milli laugardags og sunnudags. Þann- ig fjölgaði mögulegum gossvæðum, og eru nú sjö svæði nefnd sem hugs- anleg upptök ef til goss kemur. Öll eru svæðin fjarri íbúðabyggð, en langmestar líkur eru taldar á því að eldur kæmi upp á Fagradalssvæðinu komi til goss. Önnur gossvæði eru Trölladyngja-Djúpavatn, austan við Fagradalsfjall og Þorbjörn, Sýlinga- fell og Stóraskógfell vestan við fjallið. Í tilkynningu frá almannavörnum, sem birt var í gær, segir að kvika flæði nú inn í jarðlög undir Fagra- dalsfjalli, sem myndar þannig spennu í norður-suðursprungum austan og vestan við umbrotasvæðið. Þegar næg spenna hefur myndast, þá hrökkva sprungurnar og við það koma skjálftahrinur, segir enn frem- ur. Eftir þær kemur slökun og tíma- bil minni skjálfta þar til spennan verður aftur of há og svipuð hrina kemur. Því megi gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftahviðum, ef gangurinn heldur áfram að myndast. jonn@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Keilir Björgunarsveitarmenn horfa í átt að Keili. 25 þúsund skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst fyrir 12 dögum. Stórir skjálftar og fjölgun mögulegra gossvæða  Enn mælist gríðarlegur fjöldi skjálfta á Reykjanesskaga Oddur Þórðarson Jóhann Ólafsson Mögulegt hópsmit af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar er í upp- siglingu eftir að tveir greindust síð- ustu tvo daga utan sóttkvíar með það afbrigði, sem talið er meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði á upplýsingafundi al- mannavarna í gær að farþegi hefði komið hingað til lands 26. febrúar með neikvætt PCR-próf og nei- kvæða fyrri skimun á landamærum. Seinni skimun, fimm dögum eftir komuna til landsins, hefði hins veg- ar verið jákvæð og viðkomandi með breska afbrigði veirunnar. Sá sem kom að utan virðist hafa smitað tvo í sóttkvínni en Þórólfur segir þrátt fyrir það að ekki sé að sjá í rakningu að viðkomandi hafi brotið sóttvarnareglur. Fólkið hafi búið í sama stigagangi í fjölbýli. Þessir tveir gætu hafa smitað nokk- urn fjölda, innan Landspítala og á tónleikum í Hörpu, en annar þeirra sem smituðust fór á tónleika hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni í Hörpu á föstudagskvöld. Í dag býðst tónleikagestum að mæta í sýnatöku gegn því að þeir bóki tíma. 800 gestir voru á tónleik- unum, en salurinn tekur venjulega 1.600 manns í sæti. Í núgildandi samkomutakmörk- unum segir um sviðslistir, bíósýn- ingar og aðra menningarviðburði að heimilt sé að taka á móti allt að 200 sitjandi gestum í bókuð sæti, en börn fædd 2005 og síðar teljast ekki með þeim fjölda. Skyldugt er að hafa eins metra bil hið minnsta á milli ótengdra aðila. Gestum er skylt að nota andlitsgrímu í sæti. Hlé er leyfilegt, en áfengissala er óheimil. Framhaldið ræðst á þriðjudag Þórólfur segir þetta sýna hversu lítið þurfi til að ný bylgja fari af stað en mikilvægt sé að bregðast hratt við og reyna að kæfa dreifileiðir smits. Sóttvarnalæknir segir enn fremur að næstu tveir sólarhringar skipti sköpum varðandi stöðuna. Í fram- haldinu verði hægt að sjá hversu út- breitt smitið er og hvort þá þurfi að grípa til harðari aðgerða. „Ég held að við þurfum að sjá hvað skimunin á Landspítalanum leiðir í ljós og það hafa verið fleiri svona úti í bæ sem sendir hafa verið í skimun og svo er fólk sem var í Hörpu að fara í skimun. Þannig að eftir morgundaginn munum við sjá betur hvernig staðan er. Þannig að ef enginn greinist í því þá getum við bara verið ánægð með það en þetta sýnir hvað þetta er við- kvæm staða og hvað einn einstak- lingur getur verið fljótur að dreifa þessu út um allt,“ sagði Þórólfur við blaðamann Morgunblaðsins að fundi loknum. Þórólfur segir að ekkert bendi til þess að innanlandssmitin sem greindust í fyrradag megi rekja til gáleysis einhverra sem komu nýlega til landsins. Þó sé ljóst að breska af- brigði veirunnar hafi smogið í gegn- um landamærin. „Og það sem við gerum núna, þegar fólk greinist með þetta breska afbrigði, er að það er sent í farsóttarhús. Í mörgum til- fellum munum við aldrei vita hvað fór úrskeiðis, hvað gerðist.“ Niðurstöður skimana ráða úrslitum  Á morgun ræðst hvort Ísland sé á barmi nýrrar faraldursbylgju  Fjöldi fólks skimaður fyrir veir- unni í dag og í gær  Sóttvarnalæknir segir ekkert benda til gáleysis þeirra sem áttu að vera í sóttkví Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónleikar 800 manns voru á tónleikum Víkings Heiðars á föstudagskvöldið, en annar hinna smituðu sótti þá. Andrés Magnússon andres@mbl.is Halldór Jónsson, formaður kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur sagt af sér, en kjördæm- isráðið hefur það hlutverk að velja á lista flokksins og bera hann fram fyrir kom- andi alþingis- kosningar í haust, en það hefur jafn- framt kosninga- baráttuna með höndum. Erillinn í starfi þess er því einna mestur um þessar mundir, en talið er að flokkurinn viðhafi próf- kjör í kjördæminu í vor. Afsögnina tilkynnti Halldór í bréfi og skýrði tildrög hennar, en ástæðan er tilkynning Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, varafor- manns Sjálfstæðisflokksins og ráð- herra, um að hún sæktist eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Það gerir einnig þingmaðurinn Haraldur Benediktsson, sem hreppti það sæti þegar haldið var prófkjör fyrir næst- síðustu kosningar. Halldór er stuðningsmaður Har- aldar, sem hann telur „óumdeildan leiðtoga sjálfstæðismanna í kjör- dæminu“, og leggst gegn því að vara- formaðurinn felli þingmanninn úr sæti. Í bréfinu kemur fram að hann tel- ur slík átök um efsta sætið geta fellt annað hvort þeirra af þingi og veikt vígstöðu flokksins fyrir kosningar. Afsögn í aðdrag- anda prófkjörs  Hiti færist í oddvitaslag í NV-kjördæmi Halldór Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.