Morgunblaðið - 08.03.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Karítas Ríkharðsdóttir
Jón Sigurðsson Nordal
„Ég myndi segja að mjög margir
foreldrar séu að vakna við vondan
draum núna og átta sig á því að veik-
indi sem börnin þeirra hafa verið að
glíma við eru út af þessari myglu,“
segir Magnús Pálmi Örnólfsson, fað-
ir stúlku í Fossvogsskóla, í samtali
við Morgunblaðið. Hann segist sjálf-
ur nýlega hafa áttað sig á því að
dóttir sín væri lasin vegna myglunn-
ar og hefur þegar gert kröfu um að
dóttur sinni verði ekki kennt í
ákveðnum stofum skólans.
Foreldrar stilla saman strengi
„Við höfum kannski gert allt of lít-
ið af því hingað til að stilla saman
strengi og tala saman. Nú er búið að
virkja alla árganga, foreldrar eru að
safna saman upplýsingum um þessi
veikindi, vegna þess að borgin hefur
aldrei verið til í það að kanna um-
fang veikindanna,“ segir Magnús.
Hann segir skólann ekki hafa vilj-
að gefa foreldrum upplýsingar um
veikindi barna sem liggja fyrir og
bera fyrir sig persónuverndarsjón-
armið.
„Sjöfaldaðu fjöldann“
„Foreldrar safna nú saman þess-
um upplýsingum og ég myndi halda
að það liggi fyrir frekar fljótlega í
þeirri viku sem er að fara af stað.
Hingað til hefur verið talað um ör-
fá börn – fimm til tíu – ég myndi
halda að miðað við það sem ég hef
séð muni koma í ljós að þetta séu um
fimm til tíu í hverjum árgangi, þann-
ig að sjöfaldaðu fjöldann.“
Magnús segir ljóst að sú álma
skólans sem heitir Austurland sé
langsamlega verst farin af myglu.
„Ef þú lest greiningar Náttúru-
fræðistofnunar Íslands á þessu ógeði
sem er í þessum skóla, þá getur þú
ekki komist að annarri niðurstöðu en
bara að innsigla skólann núna og
finna lausn. Þú bara getur ekki sett
350 börn í þetta ógeð á hverjum
degi.
Það á að loka í skólanum núna –
hvernig við leysum málið síðan, í
samhengi hlutanna, er nánast auka-
atriði,“ segir Magnús.
Enn einn „samráðsfundurinn“
Í dag er fyrirhugaður samráðs-
fundur skólaráðs Fossvogsskóla,
fulltrúa skóla- og frístundasviðs og
umhverfis- og skipulagssviðs
Reykjavíkurborgar um mál Foss-
vogsskóla. Í skólaráði eiga sæti
skólastjóri, tveir fulltrúar foreldra,
tveir fulltrúar kennara og tveir
fulltrúar starfsfólks. Magnús segist
ekki vongóður um að slíkur fundur
skili neinu, fyrir honum sé þetta
„bara enn einn fundurinn“.
Karl Óskar Þráinsson, formaður
foreldrafélags Fossvogsskóla, segir
að kallað hafi verið eftir því að í
framhaldi af fundinum verði haldinn
annar slíkur fyrir foreldra og skóla-
samfélagið til að upplýsa hvað standi
til að gera, bregðast við og svara
fyrirspurnum.
„Borgin hefur ekki nýtt þessa
skólaráðsfundi sem raunverulega
samráðsfundi. Þetta hafa verið fund-
ir þar sem við höfum verið upplýst
um hvað þau hafa fundið og hvað þau
ætla að gera og við höfum ekki haft
mikil áhrif á það nema þeim henti.
Samráðið hefur verið algjörlega
undir þeim komið og það hafa liðið
allt að níu mánuðir á milli þessara
svonefndu samráðsfunda vegna þess
að það hefur ekki hentað að við séum
með í ráðum,“ segir Karl Óskar.
Upplýsingum haldið eftir
„Skólaráð kallaði eftir samráði
vegna vandamála sem voru að grein-
ast í skólanum í nóvember 2019. Við
fengum fund í lok maí 2020. Þá höf-
um við meira að segja fengið lög-
fræðing með okkur í lið til þess að
kalla eftir upplýsingum frá borginni
sem þau neituðu að afhenda,“ segir
Karl Óskar.
Hann segir að á síðasta skólaráðs-
fundi, sem var í febrúar, hafi verið
farið á hundavaði yfir stóran glæru-
pakka úr skýrslu sem látið var vinna
seint og illa. Þegar spurt var hvers
vega skýrslan lægi ekki fyrir var því
svarað til að hún væri of stór til að
birta í heilu lagi en lofað að fundin
yrði lausn. „Það er búið að birta brot
úr henni á vefnum og við eigum ekki
von á að komi mikið meira.“ Þá segir
Karl Ólafur að fyrirfram ákveðin
verkáætlun hafi verið lesin upp og
skólaráð ekkert fengið um hana að
segja, né hafi hún verið birt svo að
hægt sé að rýna hana. „Meirihlutinn
í borginni hefur þagað þunnu hljóði
við okkur fram á þennan dag og við
höfum bara verið í samskiptum við
skóla- og frístundasvið. Fyrir okkur
lítur þetta þannig úr að umhverfis-
og skipulagssvið sé að draga lapp-
irnar og vilji ekki mæta þessu
vandamáli á forsendum barnanna.“
Minnihlutinn ósáttur
Marta Guðjónsdóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík og aðalmaður í skóla- og
frístundaráði borgarinnar, segir
skýrslu Verkís um niðurstöður sýna-
taka ekki hafa verið kynnta ráðinu
fyrr en minnihlutinn óskaði sérstak-
lega eftir því.
„Okkur leið eins og það ætti að
draga það að kynna skóla- og frí-
stundaráði skýrsluna,“ segir Marta
við Morgunblaðið. „Það er verulega
ámælisvert að sviðsstjóri skóla- og
frístundasviðs hafi ekki sent kjörn-
um fulltrúum ráðsins þessa skýrslu.
Þrátt fyrir að skýrslan hafi borist 5.
febrúar síðastliðinn var málið ekki
sett á dagskrá fundar skóla- og frí-
stundaráðs 9. febrúar og ekki minnst
einu orði á að skýrslan um Fossvogs-
skóla væri tilbúin,“ segir hún. „Það
er engan veginn viðunandi að kjörnir
fulltrúar fái upplýsingar um jafn al-
varlegt mál fyrst í fjölmiðlum.“
Skóla- og frístundaráð starfar í
umboði borgarráðs, og er skóla- og
frístundasviði falið að annast fram-
kvæmd stefnu og verkefna ráðsins.
„Við í skóla- og frístundaráði berum
náttúrlega ábyrgð á öllu skólastarfi í
Reykjavík og höfum ríka eftirlits-
skyldu með því starfi. Okkur ber að
tryggja börnum heilsusamlegt hús-
næði, svo það hefði átt að boða til
fundar strax til að kynna skýrsluna
og niðurstöður hennar fyrir okkur,“
segir Marta.
Ekki náðist í Skúla Helgason, for-
mann skólaráðs, Helga Grímsson,
sviðsstjóra skólasviðs borgarinnar,
eða Diljá Ámundadóttur Zoega, full-
trúa Viðreisnar í skólaráði, við
vinnslu fréttarinnar. Elín Oddný
Sigurðardóttir og Alexandra Briem,
fulltrúar VG og Pírata, afþökkuðu að
tjá sig um málið. Það gerði skóla-
stjóri Fossvogsskóla sömuleiðis.
Þolinmæði foreldra á þrotum
Foreldrar í Fossvogsskóla safna nú upplýsingum um umfang veikinda barna Formaður foreldra-
félagsins segir borgina bjóða upp á sýndarsamráð Kjörnir fulltrúar fengu fréttirnar í fjölmiðlum
Morgunblaðið/Eggert
Fossvogsskóli Ráðist hefur verið í miklar framkvæmdir í Fossvogsskóla til þess að reyna að uppræta myglu í húsi skólans. Enn finnast þó myglugró.
Fossvogsskóli tók til starfa í
október 1971 og fagnar því 50
ára afmæli í ár. Hann skiptist í
þrjár álmur; Austurland, Meg-
inland og Vesturland en Aust-
urland var tekið í notkun fyrir
20 árum. Skólinn er hverf-
isskóli fyrir 6-12 ára börn
(1.-7. bekk) í Blesugrófar- og
Fossvogshverfi. Í skólanum
eru um 360 börn og 50 starfs-
menn.
Í febrúar varð ljóst að enn
greinast skaðleg myglugró í
húsnæði skólans þrátt fyrir að
ráðist hafi verið í gríðarlega
miklar framkvæmdir síðasta
sumar þar sem kostnaður
hleypur á hundruðum milljóna.
Náttúrufræðistofnun Íslands
greindi sýni sem tekin voru í
desember og lágu niðurstöður
fyrir í janúar en hvorki birtar
foreldrum né opinberlega.
Fossvogsskóla var fyrst lokað
vegna myglu árið 2019.
Skólinn 50
ára í ár
FOSSVOGSSKÓLI