Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú í morgunsárið fer Mývatn, þota Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX, frá Keflavíkurflugvelli til Kaupmannahafnar í fyrsta áætl- unarflugi félagsins á vélum þess- arar gerðar eftir að um það bil tveggja ára kyrrsetningu þeirra var aflétt. Önnur vél sömu gerðar, Búlandstindur, verður tilbúin á næstu dögum, en þessar vélar og þrjár aðrar til viðbótar voru frá haustinu 2019 í geymslu suður á Spáni. Þeim var flogið til Íslands í síðasta mánuði og hafa síðan þá farið í gegnum ítarlega skoðun og prófanir sem gáfu grænt ljós. Því er allt til reiðu og flugtak heimilt! Þrjár vélar í framleiðslu Alls verða Max-vélarnar í flota Icelandair 12 talsins. Þrjár bíða áfram á Spáni og aðrar þrjár hjá verksmiðjum Boeing í Seattle í Bandaríkjunum. Þrjár eru í fram- leiðslu og verða afhentar síðar. Fyrir Kaupmannahafnarflugið í dag var farið í undirbúningsferð á laugardaginn, þar sem ýmsir stjórn- endur og starfsmenn Icelandair, auk fulltrúa fjölmiðla, voru um borð. Ferðin sem var útsýnisflug yfir Suð- urland gekk að óskum og var meðal annars notuð til þess að prófa ýmsa þjónustu, svo sem nettengingar og afþreyingarkerfi. Flugstjóri í ferð- inni var Kári Kárason og Eiríkur Haraldsson flugmaður. Hljóðlátar vélar og hreyfingar mjúkar Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair, var með í för og segist bjartsýnn á framhaldið. MAX- vélarnar séu af tveimur stærðum, það er 160 og 178 farþega, og henti vel fyrir leiðakerfi félagsins. Með nýjum reglum á landamærum Ís- lands frá og með 1. maí næstkom- andi vonist hann til þess að um- fang leiðakerfisins og starfseminnar aukist á vordögum. Þá komi sér vel að vera með Bo- eing MAX sem séu hagkvæmar vélar með lægri rekstrarkostnað en eldri vélar í flota Icelandair. Slíkt geti búið til ný tækifæri, svo sem nýja áfangastaði inn í leiða- kerfið, þótt engar ákvarðanir hafi verið teknar um slíkt. „Ég hef kynnst MAX í flug- hermi og sem farþegi. Þetta eru hljóðlátar vélar og hreyfingarnar allar mjög mjúkar, svo sem í ókyrrð,“ segir Linda Gunnars- dóttir, yfirflugstjóri Icelandair. Hún segist vel geta sett sig í spor þeirra sem bera kvíðboga fyrir flugi með MAX-vélunum, sbr. ástæðu kyrrsetningar vélanna á sínum tíma. „Boeing 737 eru mest flognu flugvélar í heiminum og reynslan er góð. Nú hafa MAX- vélarnar farið í gegnum ítarlega skoðun færustu sérfræðinga í flugi og gerðar hafa verið breytingar á hugbúnaði vélanna og kröfum um þjálfun flugmanna. Því er engin ástæða til að óttast að fljúga með þessum flugvélum. Sennilega eru þetta öruggustu flugvélar heimsins í dag.“ Alls 12 flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Boeing MAX í rekstur og frá afléttingu kyrrsetningar hafa yfir 9 þúsund ferðir verið flognar, samtals hátt í 19 þúsund flugtímar. Rekstur vélanna hefur gengið vel hjá öllum flugfélögunum. Öruggustu flugvélar heimsins  Boeing MAX á grænu ljósi  Kyrrsetningu aflétt  Flogið til Kaupmannahafnar í dag  Hag- kvæmar vélar skapa ný tækifæri í rekstri  Breyttur hugbúnaður og kröfur um þjálfun flugmanna Vestmannaeyjar Undirbúningsflugið sl. laugardag var einstakt. Horft yfir Heimaey og flugvöllurinn fremst. Flugstjóri Engin ástæða til að ótt- ast, segir Linda Gunnarsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lending MAX-inn kom yfir miðborgina inn á Reykjavíkurflugvöll. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Boeing MAX í rekstur og allt gengur vel. Forstjóri Hagkvæmar vélar, segir Bogi, sem talaði við farþega. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skipulags- og byggingarráð Hafnar- fjarðarbæjar hefur ákveðið að aug- lýsa breytingu á deiliskipulagi við Krýsuvíkurberg, á þann veg að út- sýnispalli sem til stendur að setja upp á bjargbrúninni verður hliðrað til um tíu metra og gönguleiðir sem að pall- inum eiga að liggja verða færðar til samræmis við það. Þessu ræður helst að skoðun og greining á svæðinu kallaði meðal ann- ars á tilfærslu á palli og breytingar í hönnun til að tryggja megi öryggi mannvirkisins á þessum stað. Við jarðskjálftann í október sl., sem markaði upphaf yfirstandandi hrinu, hrundi fylla úr bjarginu, ekki langt frá þeim stað þar sem pallurinn á að vera, auk þess sem sprungur mynd- uðust við bjargið. Í kynningu á vef Hafnarfjarðarbæjar er breyting þessi sögð óveruleg, en auki öryggi. Mikið fuglalíf í bjarginu „Þessi breyting verður auglýst og svo þarf að tryggja fé til fram- kvæmda. Við erum í undirbúnings- fasa og ekki er ákveðið hvenær fram- kvæmdir hefjast. Framhaldið verður svo að sjálfsögðu metið út frá þeim aðstæðum sem verða þegar fram- kvæmdir geta hafist. Við vonum að jarðskjálftar og umræða um mögu- legt eldgos á svæðinu verði yfirstaðin þá,“ segir Árdís Ármannsdóttir, sam- skiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar. Örstutt er frá Suðurstrandarvegi fyrir austan Grindavík að Krýsuvík- urbergi, þó fara verði um ruddaveg fram á bjargbrún. Þetta er einn fárra staða við suðurströndina þar sem er formsterkt bjarg; sem á þessum stað er um 7 km langt. Mikið fuglalíf er í bjarginu. Krýsuvíkursvæðið er innan landamæra Hafnarfjarðar, slitið að öðru leyti frá Hafnarfjarðarbæ, sem eignaðist staðinn árið 1941. sbs@mbl.is Útsýnispallurinn færður á skipulagi  Tryggja öryggi á Krýsuvíkurbergi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Krýsuvíkurbergið Horft til vesturs, út eftir 7 kílómetra löngu bjarginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.