Morgunblaðið - 08.03.2021, Qupperneq 12
Mörg stærstu fjármálafyrirtæki
Bandaríkjanna gætu hagnast tölu-
vert á kuldakastinu sem gekk yfir
suðurhluta landsins í febrúar.
Bloomberg greinir frá að heppnir
og naskir fjárfestar hafi farið vel út
úr vogunarviðskiptum með raf-
magn og eldsneyti en orkuverð
rauk upp meðan á kuldakastinu
stóð. Þegar verst lét var t.d. gas-
verð í Oklahoma 300 sinnum hærra
en í venjulegu árferði. Í Texas kost-
aði kílóvattstundin af rafmagni um
9.000 dali en kostar alla jafna undir
30 dölum.
Áætlar Bloomberg að bæði Gold-
man Sachs og Morgan Stanley
kunni hvor fyrir sig að græða um
200 milljónir dala á slíkum við-
skiptum.
Er þó óvíst að fjármálarisarnir
geti innleyst allan hagnaðinn enda
voru öfgarnar sem sköpuðust á orku-
markaði slíkar að líkur eru á að mörg
fyrirtæki í orkugeira verði gjald-
þrota. Eins er talið sennilegt að von
sé á inngripum stjórnvalda og dóms-
málum þar sem reynt verður að af-
skrifa eða minnka greiðslur til þeirra
sem uppskáru ofsahagnað vegna
ástandsins sem skapaðist. Hefur
Bloomberg eftir stjórnendum innan
Goldman að þeir áætli að takast
muni að innleysa um helming þess
hagnaðar sem varð til í bókum bank-
ans vegna kuldakastsins. ai@mbl.is
Bandarískir fjármálarisar
stórgræða á kuldakasti
AFP
Röskun Kuldakastið olli miklum
vandræðum á sumum svæðum.
Dómsmál og inngrip stjórnvalda munu saxa á hagnaðinn
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
STUTT
● Nýjustu tölur sýna að mikill vöxtur
var í útflutningi frá Kína í febrúar-
mánuði miðað við sama tímabil í fyrra.
Mælt í bandaríkjadölum var virði kín-
versks útflutnings 154,9% hærra í
febrúar síðastliðnum en í sama mánuði
í fyrra.
Reuters segir þessar tölur m.a. litast
af þeirri röskun sem varð á framleiðslu í
Kína í byrjun síðasta árs vegna út-
breiðslu kórónuveirunnar. Þegar fyrstu
tveir mánuðir ársins eru taldir saman er
vöxtur útflutnings 60,6% miðað við
sama tímabil í fyrra. Er þetta langt um-
fram spár sérfræðinga sem væntu að
jafnaði 38,9% aukningar.
Að sögn kínverskra tollayfirvalda
njóta útflytjendur þar í landi m.a. góðs
af því að framleiðslugeirar bæði í Evr-
ópu og Bandaríkjunum hafa náð sér á
strik, s.s. vegna örvunaraðgerða, og
þurfi á kínverskum aðföngum að
halda. Einnig benda kínversk stjórnvöld
á að meirihluti verksmiðjustarfsfólks lét
það vera að taka sér frí frá störfum sín-
um þegar kínverska nýárið gekk í garð í
febrúar og gátu framleiðendur því af-
hent fyrr pantanir sem alla jafna hefði
ekki verið hægt að afgreiða fyrr en að
nýárshátíðinni lokinni.
Innflutningur í janúar og febrúar
jókst um 22,2% miðað við sama tímabil
fyrir ári en sérfræðingar höfðu reiknað
með 15% vexti. Kínverska hagkerfið óx
um 2,3% á síðasta ári og hefur ekki
vaxið hægar í 44 ár. Á þessu ári stefna
ráðamenn í Peking að a.m.k. 6% hag-
vexti. ai@mbl.is
Kippur varð í útflutningi
frá Kína í febrúar
Verksmiðja Mikil eftirspurn hefur t.a.m.
verið eftir kínverskum andlitsgrímum.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Að mati Víkings Grímssonar er allt
of algengt að íslensk fyrirtæki sinni
ekki stjórnun viðskiptatengsla sem
skyldi og hætt við að það muni valda
þeim verulegu tjóni til lengri tíma
litið. Víkingur er verkefnastjóri við-
skiptatengsla hjá bílaumboðinu
Öskju en hann lauk MBA-námi frá
Háskóla Íslands þar sem hann skrif-
aði lokaritgerð sína um stjórnun við-
skiptatengsla (e. CRM – Customer
Relationship Management).
Víkingur segir stjórnun viðskipta-
tengsla ekki síst snúast um að við-
halda sambandi
við viðskiptavin-
inn og halda
áfram að sinna
þörfum hans eftir
að viðskipti hafa
farið fram svo að
hann leiti síður til
keppinautanna og
að viðskiptasam-
bandið vari jafn-
vel fyrir lífstíð.
„Gott dæmi um
stóran geira í íslensku atvinnulífi þar
sem virðist mega sinna viðskipta-
tengslum betur er tryggingageirinn
og vel þess virði að skoða hvers
vegna það er útbreiddur vani hjá Ís-
lendingum að hafa samband við öll
tryggingafélögin á nokkurra ára
fresti til að leita tilboða. Ég er viss
um að tryggingafélögin eru öll með
CRM-kerfi en stjórnun viðskipta-
tengsla virðist samt sem áður ábóta-
vant ef viðskiptavinurinn er reiðubú-
inn að færa sig annað með nokkurra
ára millibili. Kannski er allt sem þarf
að þjónustufulltrúi hringi í þá sem
þegar eru í viðskiptum hjá viðkom-
andi félagi, athugi hvort þeir séu
ánægðir með tryggingarnar sínar og
leiti leiða til að koma enn betur til
móts við þarfir þeirra.“
Samkvæmt fræðunum er þumal-
puttareglan sú að það sé fimmfalt
ódýrara að halda í viðskiptavini með
vandaðri stjórnun viðskiptatengsla
en að laða að nýjan viðskiptavin.
„Óskastaðan væri sú að fyrirtæki
setti sig í samband við viðskiptavin-
inn rétt áður en hann fer að leiða
hugann að því að færa viðskipti sín
annað og viðhaldi þannig góðu sam-
bandi. Þegar viðskiptavinur er aftur
á móti byrjaður að svipast um eftir
því sem keppinautarnir hafa upp á
að bjóða þá er fyrirtækið sem hann
hefur átt í viðskiptum við í raun
komið á núllpunkt og búið að missa
mikið af því forskoti sem það annars
hefði haft í baráttunni um viðskipti
þessa tiltekna einstaklings.“
Snýst um vinnubrögð
frekar en forrit
Alls konar hugbúnaðarlausnir eru
í boði sem hjálpa fyrirtækjum að
nálgast stjórnun viðskiptatengsla
með markvissum hætti og t.d.
geyma á einum stað viðskiptasögu
fólks og fyrirtækja eða setja af stað
sérstaka ferla og viðvaranir ef við-
skiptavinur lendir oft í vandræðum
með vöru eða þjónustu. Víkingur
segir það þó útbreiddan misskilning
að stjórnun viskiptatengsla snúist
um að hafa réttu forritin því hugbún-
aðurinn sé aðeins verkfæri og geri
lítið gagn ef ekki er gerð breyting á
vinnubrögðum. Dýrustu og flottustu
kerfi virki ekki vel ef þau eru ekki
notuð rétt. „Allt of oft einblína
stjórnendur á dýr CRM-kerfi en
furða sig svo á að ekkert batni þegar
gleymst hefur að ráðast í nauðsyn-
lega breytingastjórnun á vinnu-
staðnum.“
Eins og með allar breytingar get-
ur það verið töluvert átak að innleiða
bætta stjórnun viðskiptatengsla og
ekki óalgengt að starfsmenn haldi að
CRM kalli á að bæta mikilli vinnu við
þeirra daglegu verkefni. „Í tilviki
míns vinnustaðar þurfti að halda
reglulega fundi og fylgja því vand-
lega eftir að hver deild væri að nota
CRM-kerfið rétt. Vissulega var
þetta átak í fyrstu en ávinningurinn
kom fljótt í ljós og gerði störfin létt-
ari ef eitthvað er,“ segir Víkingur og
bætir við að innleiðing stjórnunar
viðskiptatengsla sé langhlaup sem
kalli á sífellda þróun.
Líftímavirði viðskiptavinar
Víkingur leggur ríka áherslu á að
árangurinn af stjórnun viðskipta-
tengsla komi ekki alltaf strax í ljós
og að stjórnendur nálgist verkefnið
með röngu hugarfari ef þeir vænta
mikils gróða strax og CRM-kerfi
hefur verið tekið í notkun. „Stjórnun
viðskiptatengsla snýst um það að
vera með sem besta þjónustu og við-
halda viðskiptum, og ávinningurinn
ekki endilega sá að salan aukist um
leið heldur gæti frekar birst í þeirri
mynd að núverandi viðskiptavinir
haldi tryggð við fyrirtækið í ár og
áratugi. Frekar en að snúast um
skammtímaábata snýst stjórnun við-
skiptatengsla um líftímavirði hvers
viðskiptavinar.“
Að mati Víkings þurfa íslensk
fyrirtæki að vera á varðbergi því
markaðurinn er að taka hröðum
breytingum og samkeppnin við er-
lenda aðila harðnar með hverju
árinu. Gömlu vinnubrögðin dugi því
ekki lengur. „Sum fyrirtæki eru vön
því að viðskiptavinirnir hreinlega
gangi inn um dyrnar hjá þeim án
þess að hafi verið sérstaklega fyrir
því haft, en það er reglan í öðrum
löndum að seljendur laða til sín
kaupendur með mun virkari hætti.
Erlend fyrirtæki sem taka stjórnun
viðskiptatengsla föstum tökum –
með Amazon í broddi fylkingar – ná
til íslenskra neytenda sem aldrei
fyrr, en að auki er líklegra en ekki að
þeir sem huga ekki rétt að stjórnun
viðskiptatengsla muni smám saman
fara halloka fyrir þeim innlendu
keppinautum sem sinna þessum
málum rétt.“
„Vön því að viðskiptavinirnir
hreinlega gangi inn um dyrnar“
Fyrirtæki dragast aftur úr keppinautum ef stjórnun viðskiptatengsla er ábótavant
AFP
Langtímasamband Afgreiðslukassar í bandarískri matvöruverslun. Víða erlendis er stjórnun viðskiptatengsla
sinnt með miklu markvissari hætti en hefð er fyrir á Íslandi og allt gert til að ríghalda í viðskiptavinina.
Víkingur
Grímsson
8. mars 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.12
Sterlingspund 177.17
Kanadadalur 100.88
Dönsk króna 20.561
Norsk króna 14.973
Sænsk króna 15.009
Svissn. franki 138.21
Japanskt jen 1.1827
SDR 183.14
Evra 152.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.6503
Hrávöruverð
Gull 1696.05 ($/únsa)
Ál 2169.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.16 ($/fatið) Brent