Morgunblaðið - 08.03.2021, Page 14

Morgunblaðið - 08.03.2021, Page 14
Byggt á lista Forbes fyrir 2020 Valdamestu konur heims 1 Kanslari Þýskalands Angela Merkel 2Christine Lagarde Forseti evrópska seðlabankans 3Kamala Harris Varaforseti Bandaríkjanna 4Ursula von der Leyen Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 5 Melinda Gates Góðgerðarstofnun Bills og Melindu Gates 6Mary Barra Framkvæmdastjóri General Motors 7Nancy Pelosi Forseti neðri deildar Bandaríkjaþings 8 Ana Patricia Botin Forseti framkvæmda- stjórnar Santander Heimild: Forbes, Des 2020, Myndir: AFP Stjórnmál Góðgerðarmál Viðskipti Fjármál 10 Forseti og framkvæmdastjóri Anthem Gail Boudreaux Framkvæmdastjóri Fidelity Investments Abigail Johnson9 FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðlegur baráttudagurkvenna er í dag, 8. mars. Íár eru 110 ár frá því aðbaráttudegi kvenna var fyrst fagnað hinn 29. mars 1911, og eitt hundrað ár frá því að 8. mars var sérstaklega helgaður baráttu fyrir jafnrétti kynjanna af Komintern, al- þjóðasambandi kommúnista. Deg- inum var fyrst um sinn haldið á lofti af vinstrimönnum og verkalýðshreyf- ingunni og var því mismunandi eftir löndum hversu vel hans var minnst. Féll 8. mars í nokkra ládeyðu á tímum síðari heimsstyrjaldar, en árið 1945 ákvað nýstofnað alþjóða- samband lýðræðissinnaðra kvenna á stofnfundi sínum að gera daginn að baráttudegi kvenna fyrir friði. Árið 1977 samþykktu svo Sameinuðu þjóð- irnar að hann yrði þaðan í frá alþjóð- legur kvennadagur samtakanna. Mikið hefur áunnist í jafnréttis- baráttunni á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því að 8. mars var fyrst fastsettur sem baráttudagur kvenna, en engu að síður er enn langt talið í land. Samkvæmt nýrri rannsókn sem World Economic Forum stóð að mun til að mynda launamunur milli kynja ekki útmást að ráði á næstu áratug- um. Í ár er dagurinn m.a. helgaður konum í leiðtogahlutverkum víða um heim sem og konum í framlínunni gegn kórónuveirunni en báðir hópar hafa hlotið lof í baráttunni gegn kór- ónuveirunni. Þá er dagurinn einnig tileinkaður því hvaða hlutverki konur geta gegnt við uppbygginguna eftir að faraldrinum lýkur. Faraldurinn komið verr niður á konum en körlum Í samantekt World Economic Forum, sem m.a. stendur fyrir Da- vos-ráðstefnunni, kemur fram að konur hafi fundið meira fyrir sam- drættinum sem kórónuveirukreppan hefur haft í för með sér, en um 54% af öllum störfum sem glatast hafa í far- aldrinum voru unnin af konum, þrátt fyrir að konur séu einungis um 39% af vinnuafli heimsins. Þá hefur farald- urinn neytt fleiri konur til að láta af störfum til að sinna heimili og ólaun- uðum störfum frekar. Í samantekt WEF er ennfremur rakið að í maí 2020, þegar fyrsta bylgja faraldursins var í hámarki, hafi 21 ríki verið með konu í hlutverki þjóðhöfðingja eða leiðtoga ríkis- stjórnar. Sumar þeirra, líkt og Jac- inda Ahern, forsætisráðherra Nýja- Sjálands, hafi fengið mikið lof fyrir aðgerðir sínar gegn kórónuveirunni. Hins vegar er einnig bent á að konum í áhrifastöðum þurfi að fjölga, þar sem einungis um fjórðungur allra þingmanna sé kvenkyns, og rétt rúm- lega 21% allra ráðherra. Þá er sér- staklega bent á það að á meðan 70% af heilbrigðisstarfsfólki séu konur sé einungis um fjórðungur allra heil- brigðisráðherra í heiminum kven- kyns. Segir í samantektinni að mun- urinn á milli kynjanna sé því einna mestur í „pólitískri valdeflingu“ kvenna, og þar næst komi þátttaka þeirra í efnahagslífinu og svo jöfn tækifæri. Þykir brýnt að jafna þenn- an mun á milli kynjanna sem fyrst, þar sem það standi öllu samfélaginu fyrir þrifum þegar raddir kvenna fá ekki að heyrast. Um leið benda skýrsluhöfundar á að áhrif öflugra kvenfyrirmynda í forystu séu nú farin að hafa áhrif á bæði þau völd sem konur fá og þau laun sem þeim eru greidd. Það séu því merki um að eftir því sem konum fjölgar í sýnilegum opinberum hlut- verkum fjölgi þeim jafnframt í æðri stöðum í einkageiranum. Dagurinn helgaður konum í forystu 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Samtök iðnaðar-ins héldu árs-þing sitt í lið- inni viku. Í ályktun Iðnþings kemur fram að samtökin leggi til að stjórn- völd slíti fjötrana af atvinnulífinu með markvissum hætti á næstu mánuðum svo að hægt verði að fara hraðar, skapa eftirsótt störf og aukin verðmæti. Leið vaxtar sé farsælasta leiðin, leið aukinnar skattlagningar muni hins vegar hefta vöxt at- vinnulífsins og tefja endurreisn- ina. Í samtali við Morgunblaðið sagði Árni Sigurjónsson, formað- ur samtakanna, að hindranir og fjötrar hefðu því miður allt of lengi tilheyrt starfsumhverfi ís- lensks atvinnulífs. „Okkur hefur gengið illa að komast úr slíku hugarfari við setningu laga og reglugerða eða álagningu óhóf- legra skatta og gjalda, þrátt fyrir að engin augljós nauðsyn kalli á hindranir eða fjötra. Nú þegar margir eru án atvinnu og verð- mætasköpun í lágmarki er mikið í húfi. Allt eru þetta mannanna verk sem hægt er að breyta, eink- um nú þegar aðstæður krefjast þess,“ sagði hann, og bætti við: „Við þekkjum að afgreiðsla erinda í bygginga- og skipulagsmálum tekur oft langan tíma og hið opin- bera á oft á tíðum erfitt með að vinna saman þvert á stofnanir og ráðuneyti. Flækjustig í reglu- verki eru mörg og stafræn afgreiðsla á ýmsum sviðum er ekki komin í gagnið sem vera skyldi, þótt boltinn sé farinn að rúlla annars staðar.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar og fleiri málaflokka, flutti erindi á Iðnþingi sem var mjög í sama anda. Hún sagði að fyrir þrjátíu árum eða svo mætti segja „að bylting hafi hafist á Íslandi sem leysti okkur úr mörgum gömlum viðjum. Hún er oftast kennd við frjálshyggju og gekk aðallega út á að draga ríkisvaldið út af mörgum sviðum þar sem það hafði verið alltumlykjandi, og auka frelsi einkaframtaksins til að eiga viðskipti og skapa verð- mæti.“ Hún sagðist næst vilja sjá „eiga sér stað á Íslandi einföld- unarbyltingu“ og að við hefðum komið okkur upp alltof flóknu regluverki. Þetta má til sanns vegar færa, en skýringin er því miður iðulega sú að Ísland hefur talið sig verða að innleiða allt regluverkið frá Brussel bókstaflega og rúmlega það. Í stað þess að leita einföld- ustu leiða við innleiðingu, eða láta innleiðingu eiga sig eigi hún ekki við eða sé andstæð hagsmunum Íslands, þá er farin öfug leið. Brýnt er að viðhorf til þessara mála breytist sé ráðamönnum al- vara með að einfalda regluverk og örva hagvöxt. Minni fjötrar og lægri skattar eru leiðin út úr kórónu- kreppunni} Einföldun á Iðnþingi Í samtali við Morg-unblaðið um helgina ræddi dr. Ragnar Árnason hagfræðingur þróun landsframleiðsl- unnar hér á landi og sagði ánægjuefni ef landsframleiðsla hefði minnkað minna í kórónukreppunni en spáð hefði verið, eða um 6,6% eins og bráðabirgðatölur bentu til. En hann benti einnig á að landsfram- leiðsla á mann hefði dregist sam- an um 8,2%. Þá benti Ragnar á að síðasta áratuginn hefði landsframleiðsla á mann aðeins aukist um 1% á ári þó að landsframleiðslan án tillits til fólksfjölda hefði aukist um 2,5% að jafnaði. Þetta stafar af því hve landsmönnum fjölgar hratt, aðallega vegna innflytj- enda. Þá nefnir Ragnar að lands- framleiðslunni í fyrra hafi verið haldið uppi með lántökum hins opinbera og að þær lántökur verði að greiða til baka. Þetta kann að virðast augljóst en gleymist stundum. Það gleymist líka stundum að það skiptir máli hverju atvinnugreinar skila. Um- fang þeirra er ekki það eina sem máli skiptir, virðisaukinn er mikilvægur. Ragnar Árnason nefndi ferða- þjónustuna og benti á að vöxtur hennar hefði staðið undir þorr- anum af hagvext- inum á árunum 2014-2019, þegar greinin fór úr um 2-3% af lands- framleiðslunni í 8-9%. „Á hinn bóginn er óhætt að segja að ferðaþjónustan hafi vaxið meira af kappi en forsjá. Landið var opnað fyrir eins mörgum ferðamönnum og vildu koma og meira horft á magn en gæði,“ sagði Ragnar og benti á að fjöldinn hefði verið umfram af- kastagetu Leifsstöðvar og hefði valdið átroðningi á ferðamanna- stöðum. Þá hefðu tekjur á hvern ferðamann verið tiltölulega lágar sem og virðisaukinn sem hefði birst í lágum launum og slakri af- komu fyrirtækjanna. Ragnar tel- ur mikilvægt að nota lægðina nú til að endurskoða stefnuna í þess- um málaflokki með það að mark- miði að auka tekjur á hvern ferða- mann og vernda náttúrugæðin. Með áherslu á hágæða ferðaþjón- ustu sé hægt að auka framleiðni í greininni svo um munar. Þetta eru ábendingar sem ráðamenn ættu að hlusta á. Markmiðið með ferðaþjónustunni hér á landi ætti ekki að vera að stefna að stöðugt fleiri ferða- mönnum. Þess í stað ætti áhersl- an að vera á þau raunverulegu verðmæti sem þeir skilja eftir í landinu. Nú er tækifæri til að laga það sem aflaga fór í uppbyggingu ferðaþjónustunnar} Áhersluna á virðisaukann L andhelgisgæslan er ein af grunn- stoðum öryggis þjóðarinnar og hlutverk hennar verður seint of- metið. Á það erum við stöðugt minnt þegar náttúruöflin láta til sín taka. Við höfum ætíð búið við ógn af völd- um náttúrunnar og verið meðvituð um afl hennar frá því að land byggðist. Mikilvægt er að Landhelgisgæslan búi yfir öflugum tækjakosti og búnaði til að sinna ör- yggishlutverki sínu. Að mati Gæslunnar verða á hverjum tíma að vera til staðar a.m.k. tvö öfl- ug og haffær varðskip og einnig hefur verið talin þörf á eflingu þyrluþjónustunnar. Ég er fullmeðvituð um að úrbóta er þörf og það fyrr en seinna. Nýlega kom í ljós alvarleg bilun í vél varð- skipsins Týs og við slipptöku í janúar blasti við að ráðast þyrfti í enn frekari viðgerðir á skip- inu til að gera það siglingarhæft á ný. Áætlaður heildar- viðgerðarkostnaður varðskipsins hleypur á hundruðum milljóna króna á næstu árum. Það er óviðunandi staða og brýnt að bregðast við með skjótum og öruggum hætti. Nýsmíði er ekki kostur vegna þess hve langan tíma hún tekur auk þess sem staða á mörkuðum fyrir kaup á hent- ugum skipum, t.d. þjónustuskipum úr olíuiðnaðinum, er talin einkar góð um þessar mundir. Að mati Landhelgisgæslunnar er unnt að kaupa nýleg, vel búin skip fyrir um 1-1,5 milljarða króna. Til saman- burðar má gera ráð fyrir að nýtt skip eins og varðskipið Þór myndi kosta 10-14 milljarða króna. Í ljósi hagstæðra skilyrða á mörkuðum með skip taldi ég bæði skynsamlegt og rétt að stíga það skref að hefja nú þegar undirbúning að kaupum á öflugu skipi til að sinna verk- efnum Gæslunnar til hliðar við varðskipið Þór. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag tillögu mína þess efnis og þegar hef- ur verið hafist handa við undirbúning málsins. Ég vænti þess að nýtt skip verði komið í gagnið áður en næsti vetur gengur í garð. Auk framangreinds liggur fyrir að ný björgunarþyrla mun á næstunni leysa TF- LIF af hólmi. Þá verða þrjár nýlegar og öfl- ugar björgunarþyrlur til staðar í landinu. Næsta haust ætti þá Landhelgisgæslan að vera einkar vel búin tækjum og búnaði til að takast á við sín mikilvægu öryggis- og gæslu- störf. Nafnahefð skipa Landhelgisgæslunnar á rót í menn- ingarsögu þjóðarinnar og nöfnin eru sótt í norræna goða- fræði. Skip Gæslunnar hafa borið nöfn ásanna og er ég mjög fylgjandi þessari hefð. Tel ég þó nú tíma kominn til að rétta hlut ásynja í nafnahefðinni þannig að gyðja ástar og frjósemi og dóttir sjávarguðsins Njarðar, Freyja, muni stilla sér upp við hlið hins öfluga Þórs, enda er frjó- semi hafsins grunnur þess samfélags sem við nú byggj- um. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Fósturlandsins Freyja Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.