Morgunblaðið - 08.03.2021, Side 16

Morgunblaðið - 08.03.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Haldið er upp á al- þjóðlega kvennadaginn í miðjum heimsfar- aldri. Segja má að Co- vid-19-kreppan hafi konuandlit. Faraldurinn hefur aukið á þrálátan og djúpstæðan ójöfnuð sem konur og stúlkur glíma við. Hann hefur þurrkað út árangur sem náðst hefur á mörgum árum í átt til jafnréttis kynjanna. Konur eru líklegri til að vinna í þeim greinum sem harðast hafa orð- ið úti í faraldrinum. Konur eru fjöl- mennastar í framlínustörfum. Marg- ar þeirra tilheyra hópum sem eru jaðarsettir sökum kynþáttar eða uppruna og eru neðstir í efnahags- legri goggunarröð. Ógreidd umönnun aukist Konur eru 24% líklegri til að missa vinnuna og verða fyrir tekju- hruni. Kynbundinn launamunur, sem var verulegur fyrir, hefur enn aukist, þar á meðal í heilbrigðisgeir- anum. Ógreidd umönnun hefur aukist verulega vegna fyrirskipana um að halda sig heima og lokunar skóla og barnagæslu. Milljónir stúlkna munu kannski aldrei snúa aftur í skóla. Mæður, sérstaklega einstæðar, hafa mátt þola skelfilegt andstreymi og kvíða. Faraldurinn hefur verið olía á eld samhliða faraldurs kynbundins of- beldis. Mikill vöxtur hefur hlaupið í heimilisofbeldi, mansal, kynferð- islega misnotkun og barna- hjónabönd. Konur vinna – karlar ákveða Jafnvel þótt konur séu meirihluti heilbrigðisstarfsmanna bendir nýleg rannsókn til að aðeins 3,5% Co- vid-19-átakshópa séu jafnt skipuð konum og körlum. Í heimsfréttum af faraldrinum er aðeins fimmti hver sérfræðingur sem vitnað er til kven- kyns. Öll slík útilokun felur í sér neyðar- ástand. Þörf er á alheimsátaki til að koma konum í forystu og tryggja jafna þátttöku. Og það er ljóst að slíkt átak kæmi öllum til góða. Þar sem konur eru í forystu Viðnámið við Co- vid-19 hefur sýnt fram á afl og skilvirkni kvenna þar sem þær eru í forystu. Síðast- liðið ár hefur tíðni smita verið minni í ríkj- um sem stýrt er af kon- um og þau eru oft betur í stakk búin til að tak- ast á við endurreisnarstarf. Kvennasamtök hafa víða hlaupið í skarðið þar sem skortur hefur verið á þýðingarmikilli þjónustu og upp- lýsingum. Hvarvetna þar sem konur hafa stýrt ríkisstjórnum hefur verið fjár- fest meira í félagslegri vernd og bar- áttu gegn fátækt. Þar sem konur sitja á þingi hafa ríki samþykkt ákveðnari aðgerðir í loftslagsmálum. Þar sem konur eiga sæti við samn- ingaborðið í friðarviðræðum er frið- ur varanlegri. Engu að síður eru konur aðeins fjórðungur þingmanna á löggjaf- arþingum í heiminum, þriðjungur sveitarstjórnarmanna og fimmt- ungur ráðherra. Miðað við núver- andi þróun næst jöfnuður á þjóð- þingum fyrir 2063. Taka mun heila öld að jafna stöðuna í forystu rík- isstjórna. Jafnrétti í forystu Sameinuðu þjóðanna Takast verður á við þetta ójafn- vægi til að bæta framtíðina. Konur hafa jafnan rétt til að tala af ábyrgð um þær ákvarðanir sem snerta líf þeirra. Ég er stoltur af því að segja frá því að jafn margar konur og karl- ar eru í forystusveit Sameinuðu þjóðanna. Endurreisnin að loknum faraldr- inum gefur okkur tækifæri til að marka nýja og jafnari braut. Stuðn- ings- og hvataáætlunum ber að beina sérstaklega að konum og stúlkum, þar á meðal með því að auka fjárfestingu í innviðum umönn- unar. Formlega hagkerfið virkar eingöngu vegna þess að það er nið- urgreitt í krafti ógreiddrar vinnu kvenna við umönnun. Eftir því sem við réttum úr kútn- um eftir kreppuna ber okkur að feta okkur áfram í átt til grænni og óbrotgjarnari framtíð fyrir alla. Ég hvet alla leiðtoga til að huga að sex grundvallaratriðum: Sex forgangsatriði Í fyrsta lagi að tryggja jöfnuð kynjanna hvort heldur sem er í stjórnum fyrirtækja eða á þjóðþing- um, í æðri menntun eða opinberri stjórnsýslu með sérstökum aðgerð- um og kvótum. Í öðru lagi að fjárfesta umtalsvert í umönnun og félagslegri vernd. Endurskoða ber útreikning þjóð- arframleiðslu með það í huga að heimilisstörf verði sýnileg og tekin með í reikninginn. Í þriðja lagi að fjarlægja hindr- anir fyrir fullri þátttöku kvenna í efnahagslífinu. Ryðja þarf hindr- unum úr vegi fyrir aðgangi að vinnu- markaði, tryggja fullan eignarrétt og greiða fyrir sérstökum lánum og fjárfestingum. Í fjórða lagi ber að fella úr gildi löggjöf sem felur í sér mismunun. Þetta á við um atvinnuréttindi, rétt- indi til landareignar, persónulega stöðu og vernd gegn ofbeldi. Í fimmta lagi ber hverju ríki að hrinda í framkvæmd neyðaráætlun til að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum með fjármögnun, stefnu- mörkun og pólitískum vilja til að binda enda á þennan ófögnuð. Í sjötta lagi þarf að breyta hug- arfari, vekja almenning til vitundar og skora á hólm kerfisbundna for- dóma. Veröldin hefur tækifæri til að snúa baki við kynslóðagamalli, djúp- stæðri og kerfisbundinni mismunun. Það er kominn tími til að byggja upp framtíð á grunni jafnréttis. Kreppan hefur konuandlit Eftir António Guterres » Síðastliðið ár hefur tíðni smita verið minni í ríkjum sem stýrt er af konum og þau eru betur í stakk búin til að takast á við endurreisn- arstarf. António Guterres Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Um nokkurt skeið hefur ráðherra sjávar- útvegs haft í vinnslu og undirbúningi, frumvarp um kvóta- setningu á grásleppu. Að hans sögn hefur þó skort stuðning við þetta mál og lítill hvati komið frá hags- munaaðilum. Sl. sum- ar lýsti meirihluti þeirra sem fengist hafa við grásleppuveiðar, und- anfarin u.þ.b. tíu ár, eindregnum stuðningi við þetta frumvarp. Þessi stuðningsyfirlýsing hefði átt að duga ráðherranum og atvinnuvega- nefnd til að koma málinu í höfn. En það virðist ekki duga til. Í haust var sambærileg tillaga borin upp á aðalfundi félags sem eitt sinn var Landssamband smá- bátaeigenda. Þar var tillagan felld, þannig að skilaboðin sem koma frá þessum félagsskap er alls ekki stuðningur við málið og þessi, mjög svo, misvísandi skilaboð virðast vera vatn á myllu þeirra sem, í at- vinnuveganefnd, eru málinu mót- fallnir. Þessi afgreiðsla þessa aðalfundar er hins vegar sambærileg við að t.d. úrsmiðir greiddu atkvæði um aðbúnað trésmiða. Grásleppusjó- menn eiga ekkert erindi lengur í þennan félagsskap á meðan þeir fá ekki einir að greiða atkvæði um sín mál. Þeir hljóta því að leita ann- arra leiða fyrir sína hagsmuni. Ef þeir fá ekki sérstaka deild innan LS geta þeir ekki annað en stofnað eigin samtök eða leitað til annarra samtaka. Meðferð LS á þessu máli, bæði nú og oft áður jafngildir því að húðstrýkja þessa aðila. Spurn- ingin er hve lengi þeir láta sér það líka? Sömu sögu er að segja um skila- boðin úr þinginu, tilteknir þing- menn taka fullan þátt í þessari „húðstrýkingu“. Hluti atvinnuvega- nefndar getur a.m.k. stært sig af því að halda þessari útgerð í gísl- ingu. Meðan umræðan um kvóta er á sveimi, án þess að klárast, þá sit- ur allt fast í þessum útvegi. Það geta jafnvel ekki orðið eðlileg við- skipti með báta né heldur veiðileyfi því enginn veit hver staðan verður á morgun. Einn margra kosta kvótasetningarinnar er fyrirsjáan- leiki og ákveðið „rekstraröryggi“ svo langt sem það getur náð þegar náttúran er annars vegar. Það er vonandi ekki algengt að kjörnir fulltrúar séu eingöngu til óþurftar og flækist með þessum hætti fyrir málum sem eru ein- göngu til bóta fyrir fólk og um- hverfi. Það getur ekki lengur verið umdeilanlegt að fyrir hagsmuni umhverfisins og þeirra sem að þessu koma þá sé kvótasetningin eini kosturinn. Það hvernig fór um síðustu ver- tíð hefði átt að duga sem óyggjandi rök fyrir því að klára bæri málið fyrir næstu vertíð. Nú heyrist hins vegar að til standi að bregðast við því með svæðiskvótum. Bara að heyra þetta nefnt kallar fram í hugann hámörkun á sóðaskap um auðlindina. Meira kapphlaup, meira netaslit, meira brottkast á ónýtum þorski, aukin sókn í slæmum veðr- um. Aðallega vegna þess að menn munu verða að hefja veiðar fyrr og munu þá glíma við lakara tíðarfar. Reynt verður, í lengstu lög, að halda netunum í sjó ef veiðitíminn stjórnast af dagafjölda. Og sameig- inlegur heildarkvóti mun svo toppa vitleysuna. Kostir og gallar: Vantar plast í hafið? Þeir sem til þekkja vita að kvótasetningin hefði óteljandi kosti, bæði fyrir umhverfið og þá sem að þessu munu koma. Það skilar sér svo til „þjóðarinnar“ í heild. Hvað er búið að skilja mikið eftir af girni úr gráslepp- unetum á botninum vegna þess eins að menn vilja ekki draga netin upp fyrir stórar brælur? Svo eru það brælur úr annarri átt, átt sem ekki eyði- leggur netin, en koma í veg fyrir að þau séu dregin og liggja því „opin“ og drepa meðafla, einkum þorsk. Hvað verður um þann þorsk þegar litlir bátar geta loksins vitj- að? Nýliðun í greininni væri mjög af því góða en til þess að svo geti orð- ið þá þarf rekstrargrundvöllurinn og aðstæðurnar að vera freistandi. Kvótasetningin treystir rekstr- argrundvöllinn og getur gert veiði- skapinn að alvöru atvinnu. Óbreytt staða er öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir nýliðun. Það er skrýtið að sjá andmæl- endur kvótasetningar nefna sam- þjöppun enn einu sinni þegar það er skýrt í frumvarpsdrögunum að hver útgerð geti aðeins haft til um- ráða 2% heildarhlutdeildarinnar. Ef útgefið aflamark væri t.d. 4.500 tonn þá væru þetta 90 tonn. Það gæti verið áhugavert magn fyrir eina sumarvertíð á góðum bát, jafnvel þrír menn um borð. Það er nú öll samþjöppunin sem er svo „hættuleg“. Í því kerfi sem nú er við lýði eru jafnvel þrjú leyfi á sömu hendi og kannski, í góðu ári, sömu 90 tonn en þrír bátar í rekstri og margfalt netaslit sem hlýst af „sóknarmarki“. Hefur einhver heyrt frasann: „Þeir sem liggja best við fiskimið- unum fá ekki að nýta auðlindina, því kvótinn hefur, verið rifinn burt“? Með kvótasetningu á grá- sleppu þá mun þetta snúast við. Að grásleppuveiðar muni hafa áhrif á byggðaþróun er langsótt en sjálf- sagt munu aflaheimildirnar á löngum tíma leita þangað sem út- gerð er hagstæðust. En fer þá allt til fjandans? Að sjálfsögðu eru þeir margir sem, í þessu tiltekna máli, óttast að grásleppusjómenn fái þarna ríflega „starfslokasamninga“. Þetta atriði er sjálfsagt meginástæða þess að þorri félagsmanna LS stingur fé- laga sína reglulega í bakið og ályktar gegn kvótasetningu. Um þetta atriði er það að segja að til skamms tíma gengu veiðileyfin kaupum og sölum. Það að grá- sleppukvóti verði eitthvað verð- meiri en þau er afar langsótt. Núna er uppistaða grásleppuveiði- manna gamlir „furðufuglar“ og ekki séð að eftirspurn eftir þessu aflamarki verði einhver. Engin eft- irspurn þýðir, eðlilega, ekkert verð. Gallar við kvótasetningu eru engir. Að einhver ímynduð „róm- antík“ fari úr veiðunum er bara grín. Undirritaður hefur verið við- loðandi grásleppuveiðar á ytra svæðinu í Breiðafirði í nokkur ár eða síðan 1978. Rómantíkina, við að snúa ofan af netum sem annars eru full af þöngli, hefur hann aldrei séð. Og þegar netið á að heita klárt þá kemur í ljós að girnið vantar. Hvar er það? Grásleppusjómenn húðstrýktir Eftir Gísla Gunnar Marteinsson Gísli Gunnar Marteinsson Höfundur er grásleppusjómaður. » Það er skrýtið að sjá andmælendur kvóta- setningar nefna sam- þjöppun enn einu sinni þegar það er skýrt í frumvarpsdrögunum að hver útgerð geti aðeins haft til umráða 2% heild- arhlutdeildarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.