Morgunblaðið - 08.03.2021, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021
✝ Guðrún HelgaSigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
16. september
1963. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 20. febr-
úar 2021. Guðrún
Helga var dóttir
hjónanna Sigurðar
E. Guðmunds-
sonar, fv. fram-
kvæmdastjóra
Húsnæðisstofnunar, f. 18. maí
1932, d. 6. janúar 2019, og Al-
dísar Pálu Benediktsdóttur,
sérfræðings í útlánaeftirliti
Landsbankans, f. 8. júlí 1940, d.
12. júlí 2007. Systkini Guðrúnar
Helgu eru Benedikt, f. 19. apríl
1965, og Saga Emelía, f. 23.
febrúar 1971.
Guðrún Helga giftist Friðriki
Friðrikssyni 27. desember
2014. Foreldrar hans voru Frið-
rik Guðmundsson, f. 22. mars
1917, d. 12. mars 2005, og Elín
Kristbergsdóttir, f. 1. nóv-
ember 1929, d. 10. apríl 2017.
Guðrún Helga og Friðrik
kynntust í Finnlandi, bjuggu
þar í 10 ár og í Hafnarfirði í
tæp 30 ár. Börn þeirra eru: 1)
Aldís Eva, f. 26. janúar 1990,
sambýlismaður hennar Nebo
Kospenda. Dóttir Aldísar er
’04-’09 blaðamaður á Frétta-
blaðinu, ’09-’11 ritstjóri sjón-
varpsdagskrárinnar Birtu, ’10-
’11 ritstjóri vikublaðsins
Reykjavík og byggði hún blaðið
upp frá grunni. ’11 ritstjóri frí-
blaðsins Hafnarfjörður, Garða-
bær, Álftanes. ’12 fréttamaður
á fréttastofu RÚV, ’09 til dags-
ins í dag var hún blaðamaður
Arbeidsliv i Norden, sjálfstætt
starfandi blaðamaður og öku-
leiðsögumaður. Árið 2014 kem-
ur út bókin Traditional Ice-
landic Food: A Gastronomic
Guide to Iceland eftir Guðrúnu
Helgu á spjaldtölvu og síðar í
kilju. Guðrún Helga tók einnig
virkan þátt í félagsmálum, ’93-
’98 var hún stjórnarmaður í
Suomifélaginu, vináttufélagi Ís-
lands og Finnlands, ’96-’02 var
hún ritari í stjórn Blaðamanna-
félags Íslands, ’02-’03 varafor-
maður Blaðamannafélags Ís-
lands, ’03-’07 blaðafulltrúi
Sundfélags Hafnarfjarðar, ’09-
’10 stýrði hún þjóðmálahópnum
í Deiglunni í Hafnarfirði. ’09-
’11 var hún formaður Félags
fjölmiðlakvenna (FFK). ’10-’15
var hún í kjörnefnd Blaða-
mannafélags Íslands, ’14-’16 í
ritnefnd Félags leiðsögumanna.
Útför Guðrúnar Helgu fer
fram í dag, 8. mars 2021, klukk-
an 13. Aðstandendur og vinir
eru velkomnir á meðan húsrúm
leyfir.
Slóð á streymi: https://
promynd.is/gudrunhelga
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
Emelía Rut Viðars-
dóttir. 2) Dagur
Páll, f. 6. desember
1991, sambýlis-
kona hans Timeea
Durubala.
Guðrún Helga
starfaði lengst af
sem blaðamaður og
leiðsögumaður.
Hún útskrifaðist
frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík 1983, fer í kjölfarið í fjöl-
miðlafræði og stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands í eitt ár.
Frá ’85-’89 var hún í finnsk-
unámi í háskólanum í Helsinki
samhliða námi í blaðamennsku.
Árið 1987 fær hún gráðu í so-
cionom-blaðamennsku frá
Svenska social- och komm-
unalhögskolan við Helsingfors
Universitet. Árið 1991 fær hún
pol. kand.-próf í stjórn-
málafræði með áherslu á al-
þjóðastjórnmál frá háskólanum
í Helsinki. ’86-’93 starfaði hún
sem fréttaritari RÚV í Finn-
landi, ’93-’97 var hún blaða-
maður á DV, ’97-’00 starfaði
hún á Degi/Tímanum síðan
Degi sem vaktstjóri, ’02-’04
hafði hún umsjón með vefsíð-
unni heimur.is, ’00-’04 var hún
blaðamaður á Frjálsri verslun,
Elsku mamma mín. Þá er
þessari stuttu en erfiðu baráttu
lokið. Þú sagðir við mig að þú
vildir góðar minningargreinar og
ég efast ekki um að það verði
raunin. Þetta er mitt framlag. Ég
hef notið þeirra forréttinda að
vera alin upp af þér. Bestu vin-
konu minni og mömmu sem hægt
er að finna. Þú studdir við mig á
allan hátt, ég fékk að njóta þess
besta en líka þess versta með
þér. Þú varst með mér þegar ég
náði ýmsum áföngum í lífinu. Þú
varst líka með mér í fæðingum
beggja barnanna minna. Sóttir
mig til London þegar ég endaði á
spítala. Þú hefur syrgt með mér í
mínum verstu raunum. Elskaðir
mig af öllu hjarta, með tilheyr-
andi kossum og knúsum. Stund-
um svo mikið að litla barnið ég
fékk nóg en fullorðna dóttirin
fékk aldrei nóg. Ég átta mig á
hvað ég hef verið með eindæm-
um heppin. Að fá að vera alin upp
af svo sanngjarnri og góðri konu.
Að vita af heilum hug og hjarta
að foreldri manns er stolt af
manni. Ég er líka stolt af þér. Ég
er stolt af öllu sem þú hefur gert
og af öllu sem þú hefur fórnað.
Þú hefur alltaf hlegið mikið og
var það í miklu uppáhaldi hjá
mér þegar við hlógum saman og
þá þegar önnur hvor okkar hafði
sagt einstaklega lélegan brand-
ara. Þá hlógum við mest. Eða þá
þegar við mættum í frænku-
klúbbinn og hlógum að látunum í
restinni af frænkunum.
Þú hefur alltaf sýnt öllum svo
mikla hjartahlýju og skilning, al-
veg óháð því hvaðan fólk kemur.
Ég er nokkuð viss um að ég fæ
það beint frá þér hvaða starfs-
vettvang ég valdi mér. Við höfum
alltaf verið nánar en þá sérstak-
lega eftir að Emelía Rut kom í
heiminn og varð hún fljótt uppá-
haldsmanneskjan þín. Emelía
segir stolt frá því að þú sért lífið
hennar og hún elski þig. Þú
kenndir mér að vera frábær
mamma og mun ég stefna að því í
lífi mínu að komast með tærnar
þar sem þú hefur hælana í móð-
urhlutverkinu.
Mér hefur alltaf þótt vænt um
þennan sálm sem þú fórst með
fyrir mig sem barn þegar þú
svæfðir mig á kvöldin og ég held
áfram að fara með fyrir Emelíu
Rut.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Takk fyrir að styðja alltaf við
mig. Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið mér. Takk fyrir allan tíma
okkar saman, þótt alltof stuttur
hafi verið. Takk fyrir allt elsku
mamma mín. Kysstu og knúsaðu
Júlíönu og hugsaðu vel um hana
fyrir mig. Hún er í öruggum
höndum hjá þér. Hvíldu í friði.
Þín dóttir,
Aldís Eva Friðriksdóttir.
Elsku mamma, þetta var erfitt
ár, örugglega erfiðasta ár ævi
minnar en það ár sem ég óskaði
að myndi aldrei ljúka. Ég sakna
þín svo sárt, sakna þess að fara í
bíltúr með þér og kjafta enda-
laust á meðan þú hlustaðir í
hljóði og varst besta vinkona ein-
mana unglings. Ég sakna þess að
horfa á handboltaleiki með þér
og bregða þegar spennan tók yf-
ir. Ég sakna þess að heyra
kóngulóar-ópið þitt. Ég sakna
þess að koma heim og finna lykt-
ina af bananabrauðinu sem þú
bakaðir af því að þú vissir að það
væri uppáhaldið mitt. Ég sakna
þess að koma með þér að þrífa
stóra bílinn fyrir ferð. Ég sakna
þess að liggja hjá þér og kjafta.
Ég sakna brandaranna þinna,
sama hvað aðrir segja, ég hló
alltaf. Ég sakna þess að sama
hvaða vitleysa mér datt í hug, þá
stóðst þú alltaf við bakið á mér.
Ég sakna þess að þú talaðir aldr-
ei undir rós, þú sagðir bara sann-
leikann. Það er svo ótal margt í
þessu lífi sem þú gerðir fyrir mig
sem ég mun sakna, þú varst
besta vinkona mín og enginn
mun geta komið í þinn stað.
Þú varst yndisleg mamma, þú
varst blíð og góð en hafðir líka
aga þegar þurfti. Ég get ekki
ímyndað mér neitt sem þú gætir
hafa gert betur. Þú varst ekki
bara móðir mín, þú varst líka vin-
kona mín, þegar illa gekk eða ég
var einmana, þá varst þú alltaf
tilbúin í spjall.
Hvíldu í friði elsku mamma, ég
veit ekki hvað ég geri án þín.
Dagur Páll Friðriksson.
Stóra systir mín er fallin frá
langt fyrir aldur fram eftir stutta
og snarpa viðureign við illvígan
sjúkdóm – horfin á vit mæðra
sinna, sem henni varð oft hugsað
til í baráttu sinni undanfarna
mánuði, móður og ömmu, sem
báðar fengu einnig banvænan
sjúkdóm.
Hún var ekki nema einu og
hálfu ári eldri en ég, og við geng-
um saman í gegnum súrt og sætt
í uppvextinum í Breiðholtinu –
og oft var þá gott að geta skýlt
sér á bak við hana þegar veröldin
varð framandi og óskiljanleg
litlum dreng. Hún stjórnaði þá
ferðinni og henni var treyst fyrir
því að hafa vit fyrir okkur báð-
um, og stóð undir því eins og
öðru í sínu lífi.
Hún var vel gefin og góð
manneskja og vinsæl í stórfjöl-
skyldu okkar og á meðal vina.
Hún hafði ríka réttlætiskennd og
var skapmikil og tilfinningarík
eins og hún átti kyn til, bæði hið
reykvíska og hið þingeyska. Hún
var kærleiksrík við sína nánustu
og vinsamleg í garð annarra.
Hún var ákveðin, dugleg og þol-
góð – og dálítið þrjósk – og gafst
ekki upp þótt á móti blési eins og
sannaðist vel í baráttunni við
sjúkdóminn.
Strax á menntaskólaárunum
fékk hún brennandi áhuga á að
starfa við blaðamennsku, fúskaði
ekkert við það en hélt að loknu
stúdentsprófi til Finnlands á
skóla og lærði fagið, og starfaði
svo lengst af við það á ýmsum
fjölmiðlum.
Í Finnlandi kynntist hún eig-
inmanni sínum, Hafnfirðingnum
Friðriki Friðrikssyni, og er heim
kom frá námi stofnuðu þau heim-
ili sitt „suðrí Firði“, en svo kall-
aði Reykvíkingurinn pabbi heit-
inn Hafnarfjörð. Hún var lánsöm
að eiga góða fjölskyldu, traustan
og vandaðan mann, og tvö vel
gerð og efnileg börn – það var
hennar ríkidæmi.
Hún var mér ætíð góð og
skilningsrík systir, og sýndi
væntumþykju sína bæði í orði og
verki. Það er mér ómetanlegt og
því mun ég aldrei gleyma.
Benedikt Sigurðsson.
Guðrún Helga verður alltaf
minnisstæð okkur frændfólki
hennar, enda sönn kjarnakona
og leiðtogi sem skilur eftir sig
stórt skarð meðal allra sem
þekktu hana. Hún var lífsglöð og
fjörug kona sem var heilbrigðið
og hreyfingin uppmáluð.
Guðrún Helga var fyrsta
barnabarn Guðmundar Kristins-
sonar og Guðrúnar Elímundar-
dóttur og sem elsta barnið var
hún ævinlega mikill foringi og
leiðtogi mjög samrýnds frænd-
systkinahóps sem eyddi miklum
tíma saman í Bökkunum í Breið-
holti. Þar fengu allir að vera
saman og mikið passað upp á að
vel væri séð um hvern og einn af
krökkunum. Þegar þessi börn
uxu úr grasi hélt þessi frænd-
rækni hennar áfram og ávallt
mætti hún í öll boð ásamt því að
hafa veg og vanda af skipulagn-
ingu árlegs jólaboðs fjölskyld-
unnar og ýmissa annarra fjöl-
skylduviðburða.
Þá var Guðrún mjög farsæll
blaðamaður áður en hún venti
kvæði sínu í kross og gerðist leið-
sögumaður. Hún rak fyrirtæki
með Friðriki eiginmanni sínum
og gekk það mjög vel, enda naut
hún sín afar vel í leiðsögumanns-
hlutverkinu. Bæði var hún fróður
og góður sögumaður en einnig
var hún mikil útivistarmann-
eskja sem elskaði náttúruna og
brann af áhuga að sýna útlend-
ingum Ísland. Hún var líka
íþróttamanneskja og var lengi
vel ansi liðtæk í langhlaupum og
tók oft þátt í Reykjavíkurmara-
þoninu, m.a. í heilu maraþoni.
Við munum alltaf minnast
hennar sem manneskju sem allt-
af var til í að hjálpa, vildi alltaf
halda góðu sambandi innan fjöl-
skyldu sinnar og sem ástríkrar
móður og eiginkonu. Hugur okk-
ar er hjá Friðriki og börnum
þeirra, Aldísi Evu, Degi Páli og
fjölskyldum. Við sendum þeim
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Kristinn R. Guðmundsson,
Guðmundur Kristinsson,
Guðrún Kristinsdóttir,
Ragnar Kristinsson.
Látin er kær vinkona og
frænka, Guðrún Helga Sigurðar-
dóttir, langt fyrir aldur fram.
Leiðir okkar lágu saman frá
blautu barnsbeini, við vorum
systkinadætur og hún einungis
ári eldri. Fram undir tvítugt
bjuggu fjölskyldur okkar nálægt
hver annarri, fyrst á Meistara-
völlum og síðan Kóngsbakka í
Neðra-Breiðholti. Föðurfjöl-
skylda hennar, móðurfjölskylda
mín, var samheldin og samgang-
ur mikill. Amma okkar og frændi
bjuggu einnig á Kóngsbakka og
þangað sóttum við öll, þar á með-
al þau systkinin þrjú og við syst-
urnar tvær.
Mér eru minnisstæðar margar
góðar stundir, svo sem þegar við
gistum hjá ömmu, röltum í bóka-
bílinn eða tókum strætó á bóka-
safnið, fórum í sund og á skíði. Á
sumrin dvaldi Guðrún Helga oft
hjá móðurfólki sínu á Grímsstöð-
um á Fjöllum. Var hún þá dugleg
að skrifa okkur, eins og síðar frá
Finnlandi.
Guðrún Helga var einstaklega
atorkusöm og alla tíð mikil
íþrótta- og útivistarkona, æfði
ung handbolta og frjálsar íþrótt-
ir með ÍR og stundaði á fullorð-
insárum líkamsrækt, hlaup og
fjallgöngur af miklu kappi.
Að loknu stúdentsprófi hélt
hún til Finnlands og dvaldist þar
í áratug við nám og störf. Það
voru heillaspor og tími sem hún
minntist með mikilli ánægju. Þá
eins og jafnan síðar tókst hún
óttalaus á við ný verkefni og
áskoranir, enda sérlega víðsýn
og fordómalaus manneskja.
Í Helsinki aflaði hún sér
menntunar á sviði blaða-
mennsku, finnsku og stjórnmála-
fræði, auk þess að kynnast eig-
inmanni sínum, Friðriki
Friðrikssyni arkitekt. Þar fædd-
ist líka eldra barn þeirra hjóna
árið 1990, dóttirin Aldís Eva, sál-
fræðingur. Ári seinna voru þau
komin til Íslands og eignuðust
soninn Dag Pál, lækni. Barna-
barnið Emelía Rut kom til sög-
unnar árið 2011 og varð sannkall-
aður sólargeisli í lífi þeirra allra.
Guðrún Helga var stoð og stytta
eiginmanns síns, barna og barna-
barns og naut gæfuríks fjöl-
skyldulífs. Missir þeirra er mikill
og systkina hennar einnig.
Hún starfaði lengi sem blaða-
maður, fréttaritari og ritstjóri
hjá ýmsum fjölmiðlum, svo sem
Fréttablaðinu og RÚV. Jafn-
framt menntaði hún sig og starf-
aði sem leiðsögumaður, m.a.
ráku þau hjónin ferðaþjónustu-
fyrirtæki við góðan orðstír. Já-
kvæðni og glaðlyndi voru
ríkjandi þættir í skapgerð Guð-
rúnar Helgu. Hún var líka hug-
myndarík og drífandi, lagði jafn-
an gott til mála og varð því fljótt
vinmörg og vel látin.
Á síðari árum stofnuðum við
ásamt fleiri frænkum okkar
saumaklúbb og áttum þar góðar
samverustundir. Fyrir tveimur
árum fórum við Guðrún Helga
svo saman til Svíþjóðar og er sú
ferð ógleymanleg. Þá voru ófá
matarboðin sem við hjónin sátum
hjá þeim Friðriki í Kelduhvammi
í Hafnarfirði, en nýverið fluttu
þau í glæsilega íbúð við Skipalón.
Fyrir ári greindist Guðrún
Helga með mein sem ekki varð
yfirunnið en tókst á við það af
sama kjarki og endranær. Í
þeirri baráttu naut hún tak-
markalausrar umhyggju fjöl-
skyldu sinnar.
Það er sannarlega skarð fyrir
skildi þegar þessarar sterku og
hlýju konu nýtur ekki lengur við.
Blessuð sé minning vinkonu
minnar og frænku, Guðrúnar
Helgu Sigurðardóttur.
Elín Guðjónsdóttir.
Þetta byrjaði allt þegar ég
frétti í hvaða landi ég myndi eyða
næsta ári lífs míns, Íslandi.
Stjörf af ótta og full af vonum
samþykkti ég og ævintýrið byrj-
aði. Ég hefði aldrei getað ímynd-
að mér að þegar ég kæmi til
landsins myndi ég hitta konuna
sem yrði móðir mín það ár og frá
þeim degi, önnur móðir allt mitt
líf.
Takk kærlega fyrir þolinmæð-
ina, kærleikann, fyrir að gefast
aldrei upp á þeirri von að ég
myndi læra íslensku og allan
lærdóminn sem ég fékk frá þér.
Það eru alltaf fleiri staðir til að
skoða, matur til að smakka og
sögur til að segja. Hjarta mitt og
hugur er fullt af minningum,
hlátri og ást þegar ég hugsa til
þín og ég mun geyma það að ei-
lífu.
Það var í gegnum þig sem ég
varð ástfangin af Íslandi, landinu
sem er mitt annað heimili og þín
vegna á ég aðra fjölskyldu allt
mitt líf.
Ég geymi minninguna um þig
í hjarta mínu þar til við hittumst
aftur, því ég veit að þetta er ekki
okkar seinasta kveðja.
Cecilia Zurita.
Blikið í bláum augunum,
snögga brosið, hláturinn hennar.
Tryggðin við okkur vinkonurnar.
Lífsgleðin og eljan, forvitnin um
allt milli himins og jarðar, sam-
viskusemin og hlýjan. Röggsemi
blaðamannsins og með báða fæt-
ur á jörðinni. Ekkert vafðist fyrir
henni, gekk bara í verkin. Þetta
og svo ótal margt annað stendur
upp úr í minningunni um ein-
staka konu sem fallin er frá langt
fyrir aldur fram.
„Er ekki kominn tími á hitt-
ing?“ birtist reglulega á fésbók-
arsíðu hópsins sem sumar okkar
kölluðu „Gáfukvennahópinn“ og
aðrar „Dagskonur plús ein und-
anvilla“ (þótt það væru reyndar
fleiri en ein í hópnum sem aldrei
unnu á Degi). Guðrún Helga
safnaði okkur í kringum sig, átta
blaða- og fréttakonum á öllum
aldri sem hún þekkti frá hinum
ýmsu fjölmiðlum sem hún vann á
í gegnum tíðina. Hún var drif-
fjöðrin í hópnum, sú sem hóaði
okkur saman í hádegismat,
kvöldstundir eða dagsferðir
hingað og þangað.
Eftirminnileg er ferð okkar
um Suðurland í tilefni afmælis
Fríðu. Guðrún Helga leiðsögu-
maður settist upp í sinn fjallabíl
og ók með hópinn fyrst til að
sækja Fríðu í Þorlákshöfn og svo
vítt og breitt um Suðurlandið,
þar sem við m.a. skáluðum óvænt
við ferðamenn úti í guðsgrænni
náttúrunni. Önnur skemmtileg
ferð var þegar Heiður átti af-
mæli og þá var skálað í bleiku
kampavíni sem Guðrún Helga
galdraði fram á einum staðnum
sem stoppað var á. Allt varð ein-
hvern veginn auðvelt og skýrt
þegar Guðrún Helga var við
stýrið.
Við minnumst Guðrúnar
Helgu með aðdáun enda var hún
heilsteypt, eldklár og sönn vin-
kona vina sinna. Blaðamennskan
var henni ástríða sem hún sinnti
af fagmennsku. Hún var óhrædd
við breytingar og að takast á við
nýjar áskoranir, lagði t.d. ein
síns liðs í mikla ævintýraferð til
Norður-Rússlands í þriggja
mánaða leyfi frá blaðamennsku
til að ná sér í forvitnilegt efni til
að skrifa um.
Í kjölfar efnahagskreppunnar
fór hún út í ferðamennsku og trú
sjálfri sér gerði hún það af heil-
um hug, skellti sér í meirapróf og
rútupróf og keypti sér fólksflutn-
ingabíl. Margir eiga góðar minn-
ingar eftir þær ferðir og betri
skilning á sögu lands og þjóðar.
Guðrún Helga lét þetta ekki
duga heldur skrifaði skemmti-
lega bók fyrir útlendinga um
mataræði Íslendinga.
Á föstudagskvöldi í byrjun
febrúar bauð hún okkur öllum til
sín í nýju fallegu íbúðina þeirra
Friðriks. Þrátt fyrir veikindin
sótti hún það fast að við mættum,
sem við gerðum allar og nutum
útsýnisins, góðra veitinga og fé-
lagsskaparins. Við skáluðum fyr-
ir vináttunni og það var glatt á
hjalla og gleði yfir að fá loksins
að hittast. Heimsóknin var okkur
öllum dýrmæt. Tveimur dögum
síðar var hún lögð inn á sjúkra-
hús í hinsta sinn.
Guðrúnar Helgu verður sárt
saknað. Við þökkum fyrir sam-
fylgdina með kærri vinkonu og
sendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar.
Eygló Stefánsdóttir,
Fríða Björnsdóttir,
Gunnþóra Gunnarsdóttir,
Heiður Helgadóttir,
Lóa Pind Aldísardóttir,
Marín Guðrún Hrafnsdóttir,
Sigrún María Kristinsdóttir,
Vigdís Stefánsdóttir.
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTMANN KRISTMANNSSON
frá Ísafirði,
lést sunnudaginn 28. febrúar. Útförin fer
fram frá Kópavogskirkju föstudaginn
12. mars klukkan 13. Í ljósi aðstæðna eru þeir sem ætla að vera
viðstaddir útförina beðnir að láta fjölskylduna vita.
Athöfninni verður streymt á: https://youtu.be/wNaAU-yKcW4
Einnig verður hægt að nálgast virkan hlekk á mbl.is/andlat/
Hólmfríður Sigurðardóttir
Hulda Kristmannsdóttir Stefán Þór Ragnarsson
Arna Kristmannsdóttir Ingvaldur L. Gústafsson
Linda Kristmannsdóttir Geir Þorsteinsson
Kristmann Kristmannsson Ásgerður H. Ingibergsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn