Morgunblaðið - 08.03.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 08.03.2021, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 Lengjubikar karla Valur – HK................................................ 2:2 Afturelding – KA...................................... 1:7 Grindavík – Víkingur Ó............................ 3:2 FH – Þór ................................................... 4:0 KR – Kórdrengir ...................................... 3:1 Selfoss – Vestri ......................................... 1:0 Fylkir – Leiknir R. ................................... 0:1 Lengjubikar kvenna Keflavík – ÍBV.......................................... 2:1 Tindastóll – FH ........................................ 4:5 Þór/KA – Breiðablik................................. 0:2 England Burnley – Arsenal ................................... 1:1  Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 68 mínúturnar með Burnley.  Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik- mannahópi Arsenal. Sheffield United – Southampton ............ 0:2 Aston Villa – Wolves ................................ 0:0 Brighton – Leicester................................ 1:2 WBA – Newcastle .................................... 0:0 Liverpool – Fulham.................................. 0:1 Manchester City – Manchester Utd....... 0:2 Tottenham – Crystal Palace.................... 4:1 Staðan: Manch. City 28 20 5 3 56:19 65 Manch. Utd 28 15 9 4 55:32 54 Leicester 28 16 5 7 48:32 53 Chelsea 27 13 8 6 42:25 47 Everton 26 14 4 8 39:33 46 Tottenham 27 13 6 8 46:28 45 West Ham 26 13 6 7 40:31 45 Liverpool 28 12 7 9 47:36 43 Aston Villa 26 12 4 10 38:27 40 Arsenal 27 11 5 11 35:28 38 Leeds 26 11 2 13 43:44 35 Wolves 28 9 8 11 28:37 35 Crystal Palace 28 9 7 12 30:47 34 Southampton 27 9 6 12 33:44 33 Burnley 28 7 9 12 20:36 30 Newcastle 27 7 6 14 27:44 27 Brighton 27 5 11 11 27:35 26 Fulham 28 5 11 12 22:33 26 WBA 28 3 9 16 20:56 18 Sheffield Utd 28 4 2 22 16:45 14 West Ham – Chelsea................................ 0:2  Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. B-deild: Millwall – Blackburn............................... 0:2  Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn með Millwall. Þýskaland Freiburg – Bayern München.................. 1:5  Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Bayern á 76. mínútu. Hoffenheim – Eintracht Frankfurt....... 2:0  Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Eintracht á 25. mínútu. Ítalía Inter Mílanó – Napoli .............................. 0:0  Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með Napoli, Lára Kristín Pedersen kom inn á sem varamaður á 59. mínútu. B-deild: Venezia – Brescia .................................... 0:1  Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tím- ann á varamannabekk Venezia, Óttar Magnús Karlsson var ekki í hópi.  Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Brescia og Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Frakkland Fleury – Le Havre ................................... 1:0  Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir léku allan leikinn með Le Havre. Rússland CSKA Moskva – Akhmat Grozní ........... 2:0  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA og Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu. Holland Vitesse – AZ Alkmaar............................. 2:1  Albert Guðmundsson lék fyrstu 76. mín- úturnar með AZ Alkmaar. Pólland Pogon Szczecin – Lech Poznan ............. 0:1  Aron Jóhannsson lék fyrstu 73 mínút- urnar með Lech Poznan. Katar Al-Arabi – Qatar SC ................................ 1:0  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Danmörk Midtjylland – AGF ................................... 0:1  Mikael Anderson kom inn á sem vara- maður hjá Midtjylland á 81. mínútu.  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 83. mínúturnar með AGF. Bröndby – FC Köbenhavn ...................... 2:1  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. Vejle - OB.................................................. 2:0  Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 79. mín- úturnar með OB, Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í hóp. Hvíta-Rússland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: BATE Borisov – Vitebsk......................... 2:1  Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með BATE Borisov.  KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Dominykas Milka var stigahæstur Keflvíkinga þegar liðið heimsótti Þór frá Þorlákshöfn í toppslag úr- valsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Icelandic Glacial-höllina í Þorlákshöfn í gær. Milka skoraði 21 stig og tók sex fráköst en leiknum lauk með sex stiga sigri Keflavíkur, 94:88. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og leiddu Þórsarar með einu stigi í hálfleik, 41:40. Keflvíkingar unnu þriðja leikhluta með sex stiga mun og náðu að halda út í fjórða leikhluta. Hörður Axel Vilhjálmsson átti einnig mjög góðan leik fyrir Kefla- vík, skoraði 19 stig og gaf tólf stoð- sendingar, en hjá Þórsurum var Styrmir Snær Þrastarson stiga- hæstur með 15 stig.  Tyler Sabin átti enn einn stór- leikinn fyrir KR þegar liðið heim- sótti Tindastól á Sauðárkrók. Sabin gerði sér lítið fyrir og skor- að 36 stig fyrir Vesturbæinga, ásamt því að gefa sjö stoðsendingar en leiknum lauk með 104:99-sigri KR. KR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik en Tindastóll leiddi með tveimur stigum fyrir fjórða leik- hluta, 75:73. Sabin kom KR yfir 79:77 með þriggja stiga körfu þegar níu mín- útur voru til leiksloka og Stólarnir náðu ekki að snúa leiknum sér í vil eftir það. Matthías Orri Sigurðarson skor- aði 14 stig fyrir KR en Nikolas Tmsick var stigahæstur í liði Tinda- stóls með 22 stig.  Stjarnan slapp með skrekkinn þegar liðið heimsótti Hött á Egils- staði en Austin Brodeur tryggði Garðbæingum eins stigs sigur þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka. Hattarmenn leiddu með sjö stig- um í hálfleik, 52:45, en Garðbæing- um tókst að jafna metin í þriðja leik- hluta og var staðan 71:71 fyrir fjórða leikhluta. Liðin skiptust á að skora á loka- mínútunum og Matek Karlovic fékk tækifæri til að vinna leikinn fyrir Hött með flautukörfu en brást boga- listin. Ægir Þór Steinarsson var stiga- hæstur Garðbæinga með 23 stig og ellefu fráköst en Karlovic var at- kvæðamestur í liði Hattar með 27 stig.  Þór frá Akureyri vann sinn fjórða leik í deildinni í vetur þegar liðið fékk Grindvík í heimsókn í Höll- ina á Akureyri. Lokatölur urðu 101:98, Þórsurum í vil, Ivan Aurrecoechea átti stórleik fyrir Þórsara, skoraði 36 stig og tók fimmtán fráköst. Þórsarar leiddu með einu stigi í hálfleik, 53:52, og þeir juku forskot sitt í fimm stig í þriðja leikhluta. Grindavík leiddi með þremur stig- um þegar tvær mínútur voru til leiksloka, 93:91, en þá hrukku Þórs- arar í gang á nýjan leik og innbyrtu sigur. Ingvi Þór Guðmundsson skoraði 19 stig gegn sínum gömlu félögum en Dagur Kár Jónsson var stiga- hæstur Grindvíkinga með 24 stig. Keflavík vann toppslaginn  Stjarnan þurfti að hafa fyrir sigrinum Morgunblaðið/Þórir Tryggvaso Öflugur Grindvíkingar réðu illa við Ivan Aurrecoechea á Akureyri. Nevena Tasic úr Víkingi gerði sér lítið fyrir og varð þrefaldur Íslands- meistari í borðtennis þegar Íslands- mótið 2021 var haldið í TBR- íþróttahúsinu í gær. Nevena bar sigur úr býtum í ein- liða-, tvíliða- og tvenndarleik. Nevema lagði Sól Mixa, BH, að velli í úrslitaleik í einliðaleik kvenna og í tvíliðaleik höfðu hún og Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi, betur gegn Harriet Cardew og Sól Mixa úr BH. Í tvenndarleik unnu hún og Ingi Darvis sigur gegn Magnúsi Gauta Úlfarssyni og Sól Mixa. Í einliðaleik karla varð Magnús Gauti Úlfarsson hlutskarpastur eft- ir sigur gegn Inga Darvis úr Vík- ingi. Magnús Gauti varð einnig Ís- landsmeistari í tvíliðaleik karla þar sem hann og Birgir Ívarsson höfðu betur gegn Inga Darvis og Magnúsi J. Hjartarsyni. Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Þrenna Nevena Tasic varð þrefaldur Íslandsmeistari í TBR-húsinu. Þrefaldur meistari Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti stórleik fyrir ÍBV þegar liðið fékk Fram í heimsókn í stórleik úr- valsdeildar kvenna í handknattleik, Olísdeildarinnar, í Vestmannaeyjum í elleftu umferð á laugardaginn. Leiknum lauk með 26:24-sigri ÍBV en Hanna skoraði átta mörk. „Þrátt fyrir að vera með tveggja eða þriggja marka forskot voru leik- menn ÍBV aldrei í rónni enda Fram- liðið virkilega sterkt. Eyjakonur hægðu vel á leiknum og reyndu að drepa niður hraðann í Framliðinu. Það gekk ágætlega en ÍBV tapaði boltanum ekki mikið til Framara án þess að koma skoti á markið. Leikurinn var ótrúlegur þó fyrir þær sakir að engin tveggja mínútna brottvísun leit dagsins ljós, sem verður að teljast ótrúlegt í hörkuleik sem þessum. Oft á tíðum fengu leik- menn hrindingar en línan hélt þó út allan leikinn og verður að hrósa dómurum leiksins fyrir það,“ skrif- aði Guðmundur Tómas Sigfússon m.a. í umfjöllun sinni um leikinn. KA/Þór náði eins stigs forystu í deildinni þrátt fyrir 27:27-jafntefli gegn Haukum í KA heimilinu á Ak- ureyri. Úrslitin réðust á lokamín- útum leiksins en Rut Jónsdóttir fór mikin í liði KA/Þórs og skoraði ell- efu mörk.. „Þrátt fyrir að KA/Þór hafi verið yfir stærstan hluta leiksins þá geta Akureyringar þakkað fyrir að hafa náð stiginu miðað við hvernig loka- sóknirnar spiluðust. Vörn heima- kvenna var langt frá sínu besta í leiknum og markvarslan ekki góð,“ skrifaði Einar Sigtryggsson m.a í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Stjarnan vann sannfærandi sigur á Val, 30:23, og liðin höfðu því sæta- skipti í fjórða og fimmta sætinu og HK vann nauman sigur á FH, 24:23, í Kaplakrika. Fyrsti sigur ÍBV gegn Fram síðan 2018 Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Sigurvíma Fagnaðarlæti Eyja- kvenna voru ósvikin í leikslok.  Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir kom fyrst í mark á sprettþrautarmóti í Clermont í Flórída í gær. Það var bandaríska þríþrautar- sambandið sem stóð fyrir mótinu en í sprettþraut synda keppendur 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Guðlaug Edda kom í mark á tím- anum 58:20,6 mínútum og var tæp- lega einni og hálfri mínútu á undan næstu konu. Guðlaug Edda hefur dval- ið í Flórída að undanförnu þar sem hún æfir en hún mun keppa í Sarasota um næstu helgi.  Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður Barcelona á Spáni, varð bikarmeistari með liðinu í gær eftir átta marka sigur gegn Adem- ar León í úrslitaleik í Madríd fyrir framan 1.500 manns. Sigur Barcelona var aldrei í hættu en liðið leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 20:13, og fagn- aði 35:27-sigri í leikslok. Aron skoraði eitt mark í leiknum, en þetta var í fjórða sinn á fjórum árum sem Aron verður bikarmeistari með liðinu. Barcelona hefur unnið bikarkeppnina undanfarin átta ár í röð og hefur alls orðið bikarmeistari í 25 skipti.  Íslandsmeistarar Breiðabliks gerðu góða ferð norður á Akureyri þar sem liðið vann 2:0-sigur á Þór/KA í Bog- anum í deildabikar kvenna í knatt- spyrnu, Lengjubikarnum, í gær. Agla María Albertsdóttir kom Breiða- bliki yfir á 12. mínútu með skalla af stuttu færi og varamaðurinn Bergþóra Sól Ásmundsdóttir skoraði með skoti úr markteig eftir fyrirgjöf frá Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur á 66. mínútu og þar við sat. Breiðablik er með fjög- ur stig eftir jafntefli við Fylki í fyrsta leik. Þór/KA er með þrjú eftir sigur á FH í fyrstu umferð.  Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark PAOK þegar liðið fékk Aris í heimsókn í nágrannaslag í grísku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær. Sverrir Ingi minnkaði muninn fyrir PA- OK í stöðunni 2:0 á 87. mínútu og það var svo Vierinha sem jafnaði metin fyr- ir PAOK í uppbótartíma og lokatölur 2:2. Sverrir hefur skorað fimm deild- armörk á leiktíðinni, en hann hefur aldrei áður skorað eins mikið á einu tímabili í deildakeppni. Fjögur mark- anna hafa komið eftir áramót. PAOK er í 3. sæti með 47 stig en Olympiacos er efst með 64 stig. Eitt ogannað Aron Pálmarsson Agla María Albertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.