Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 það byrjar allt með fjórum fræjum ENN HOLLARI OLÍA OMEGA 3 & 6 + D- & E-VÍTAMÍN Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Jarðhræringar á Reykjanesskaga að undanförnu réðu því að Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokks- ins, sem býr að Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, flýtti uppsetn- ingu kross – hins heilaga tákns – á kirkju sem hann hefur reist við íbúðarhús sitt og stendur til að vígja í sumar. Krossinn var settur upp sl. laugardag. „Þetta er ákall og bæn til Drott- ins um að hemja náttúruöflin. Hér skelfur og við höfum ekki náð heil- um svefni lengi,“ segir Birgir sem er guðfræðingur að mennt. Vatnsleysuströnd getur verið í hættu komi til eldgoss á Keilissvæð- inu, segir Birgir. Gleymst hafi í um- fjöllun að undanförnu að á strönd- inni sé byggð í aðeins um tíu kílómetra fjarlægð frá hugsanlegum gosstað. Byggðin standi á hrauni sem fyrir þúsundum ára rann frá dyngjunni sem heitir Þráins- skjöldur; óróasvæðinu sem oft hefur verið nefnt í fréttum að undanförnu. Þá tilheyrir Minna-Knarrarnesi skák á hraununum við Keili, meðal annars við fjallið Nyrðri-Keilis- bróður en þar er talið að annar endi kvikugangsins sé. Framkvæmdir við kirkjubygg- inguna á Minna-Knarrarnesi hófust árið 2015 þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætis- ráðherra, tók fyrstu skóflustung- una. Óli Jóhann Ásmundsson er arkitekt kirkjunnar sem er 5 x 8 metrar að flatarmáli eða 40 fermetr- ar og mun taka um 40 manns í sæti. „Hlutföllin eru gullinsniðið fræga, sem jafnvel er sagt vera grundvöll- ur fagurfræði heimsins. Þó enginn sé turninn er fyrirmyndin að nokkru Búðakirkja á Snæfellsnesi,“ segir Birgir. Smiðirnir og hálfbræð- urnir Ásgeir Þórisson og Arnar Leifsson úr Reykjanesbæ reistu kirkjuna og klæddu að innan. Senn verða svo settir upp bekkir, altari, handrið og fleira sem þjóðhaginn Ólafur Sigurjónsson í Forsæti í Flóa smíðar. Úr óhöggnum steinum „Ég hef eftir megni reynt að vinna í þessu sjálfur. Það er mik- ilvægur hluti af þessu. Finnst slíkt vera hvíld frá erilsömum þing- störfum. Meðal annars hlóð ég grjótgarðinn sem er hér í kringum kirkjuna, það tók tvö sumur. Fljót- lega þarf svo að koma inn stórum ferhyrndum 300 kílóa steini sem ég fann hér niðri í fjöru og verður alt- ari kirkjunnar,“ segir Birgir. Í þessu sambandi vitnar hann til fimmtu Mósebókar 27. kafla, hvar segir: Úr óhöggnum steinum skaltu reisa altari Drottins, Guðs þíns. En getur máttur trúarinnar dug- að til að stöðva náttúruöflin; jarð- hræringar sem nú skekja Suður- nesin og hafa skotið fólki þar skelk í bringu? „Trúin er sterkt afl og get- ur breytt miklu,“ segir Birgir og minnir þar meðal annars á hina frægu eldmessu sem Jón Stein- grímsson, eldklerkur á Kirkjubæj- arklaustri, flutti árið 1783. Trúarhiti orða hans var talinn eiga þátt í því að hraunelfurin frá Lakagígum stöðvaðist áður en byggð eyddist. Svo fór líka að í kjölfar messunnar fór kraftur Skaftárelda að dvína. Fleiri dæmi um að trúin flytji fjöll megi vafalaust tiltaka. Blessun og bæjarprýði Kirkjan í Minna-Knarrarnesi er svokölluð bændakirkja og verður fyrst og fremst til einkanota. „Þessi kirkja er reist með það fyrir augum að vera þakklætisvottur fyrir bless- un í lífinu, vitnisburður um trú og vera bæjarprýði. Þarna gætu verið athafnir svo sem skírnir og gift- ingar. Sjálfur ætla ég svo að koma mér upp vinnuaðstöðu á kirkjuloft- inu. Guðfræðin fellur vel að starfi stjórnmálamanns, er mikilvæg leið- sögn,“ segir Birgir að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vatnleysuströnd Birgir Þórarinsson þingmaður við kirkjuna sem hann hefur látið reisa. Keilir til hægri á myndinni. Setti kross á kirkju í miðri skjálftahrinu  Drottinn hemji náttúruöflin  Þingmaður reisir guðshús Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Almennt atvinnuleysi minnkaði lít- illega í seinasta mánuði frá mán- uðinum á undan og var 11,4% sam- anborið við 11,6% almennt atvinnuleysi í janúar. Er þetta í fyrsta skipti frá í maí á seinasta ári sem dregur úr almennu atvinnuleysi á milli mánaða. Vinnumálastofnun (VMST) spáir því nú að almennt at- vinnuleysi minnki áfram í yfirstand- andi mánuði og verði á bilinu 10,9% til 11,3%. Heildaratvinnuleysi á landinu í febrúar, að meðtöldum þeim sem eru í skertu starfshlutfalli og á hlutabótum, mældist 12,5% skv. yf- irliti Vinnumálastofnunar sem birt var í gær. Fram kemur að alls voru 21.352 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok febrúar og 4.331 í minnkaða starfshlutfall- inu, eða samtals 25.683 manns. At- vinnuleysi í minnkaða starfshlutfall- inu í febrúar var 1,1%. Fækkaði í flestum greinum Atvinnulausum fækkaði í flestum atvinnugreinum í febrúar, mest í sjávarútvegi og greinum tengdum veitingaþjónustu svo og í ferðaþjón- ustu sem er talið tengjast nokkurri afléttingu samkomubanns í febrúar. Atvinnuleysi jókst hins vegar lítils- háttar í verslun, upplýsingatækni og útgáfu í seinasta mánuði. Atvinnuleysið er sem fyrr lang- mest á Suðurnesjum en þar minnk- aði það þó lítillega á milli mánaða. Þar mælist 25,4% atvinnuleysi í febrúar en var 26% í janúarmánuði. „Næstmest var atvinnuleysið á höf- uðborgarsvæðinu þar sem það minnkaði úr 12,4% í janúar í 12,1% í febrúar, á Norðurlandi eystra úr 10,7% í janúar í 9,9% í febrúar og á Vesturlandi úr 9,5% í janúar í 8,9% í febrúar Minnsta atvinnuleysið var á Norðurlandi vestra 5,6% og á Vest- fjörðum 5,9%,“ segir í skýrslunni. Í ljós kemur að alls höfðu 4.719 al- mennir atvinnuleitendur verið án at- vinnu í meira en tólf mánuði í lok febrúar. Fjölgað hefur í þeim hópi en langtímaatvinnulausir voru 4.508 í janúarlok. Til samanburðar þá voru þeir sem höfðu verið í atvinnu- leit í meira en tólf mánuði 1.893 tals- ins í febrúarlok fyrir ári síðan. Hef- ur þeim því fjölgað um 2.826 milli ára. Þeim sem hafa verið atvinnu- lausir í 6-12 mánuði fer einnig fjölg- andi, voru 8.042 í lok febrúar en 7.233 í lok janúar. 8.671 einstaklingur af erlendum uppruna var án atvinnu í lok febrúar og fækkaði um 122 frá janúar. Atvinnuleysi örlítið á niðurleið  Almennt atvinnuleysi minnkaði milli mánaða í fyrsta sinn frá maí í fyrra  Áfram fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra Almennt atvinnuleysiÞróun eftir svæðum, apríl '20 til feb. '21 Alls 11,6% 11,4% Höfuð- borgarsv. 11,1% 11,0% Suðurnes 24,5% 24,0% Vesturland 8,5% 8,0% Vestfi rðir 5,1% 5,0% Norðurl. vestra 4,9% 4,7% Norðurl. eystra 9,5% 8,9% Austur- land 7,9% 7,9% Suðurland 11,0% 10,7% apríl september janúar febrúar jan. feb. Heimild: Vinnumálastofnun Matvælastofnun hefur sent frá sér aðvörun vegna hraðrar útbreiðslu í Evrópu á alvarlegum smitsjúkdómi í hrossum af völdum hestaherpes (týpu 1) sem magnaðist upp á stóru móti í hindrunarstökki í Valencia á Spáni í síðasta mánuði. Strangar reglur gilda hér á landi um varnir gegn sjúkdómum af þessu tagi og biður Sigríður Björnsdóttir, dýra- læknir hrossasjúkdóma, hestafólk að virða reglur og vera á varðbergi. Veiran smitast helst með veikum hrossum en getur einnig borist með sæði og fósturvísum, fólki, fatnaði og hvers kyns búnaði. Bannað er að flytja til landsins hross, sæði, fóst- urvísa og notaðan búnað. Einnig not- aða reiðhanska. Eftir stendur þá fólk og fatnaður. Notaður reiðfatnaður skal þveginn í þvottavél og þurrk- aður fyrir komuna til landsins. Reiðskó, hjálma og annað sem ekki getur farið í þvottavél skal sápuþvo, þurrka og úða með sótthreinsiefni, einnig fyrir komuna til landsins. Sigríður biður hestamenn sem eru að fara í vinnuferðir til útlanda að vera sérstaklega á varðbergi við komuna til landsins. Einnig fólk sem kemur til að vinna við hesta hér á landi eða tekur á móti hestafólki. Sigríður segir að á netinu sé mikið af sölusíðum með notaðan búnað. Þetta sé alþjóðlegur markaður og kaupandinn viti ekki alltaf frá hvaða landi búnaðurinn kemur. Rifjar hún upp að bannað sé að flytja notaðan búnað til landsins. Telur hún líkleg- ast að hrossasjúkdómar sem hér hafa komið upp á undanförnum ára- tugum hafi borist til landsins með reiðtygjum eða öðrum búnaði. Frelsið myndi skerðast Ísland er líklega eina landið í heiminum sem er laust við hestaher- pes (týpu 1) og telur Sigríður mikil- vægt að svo verði áfram. Hún segir ekki gott að spá fyrir um hvað muni gerast ef sjúkdómurinn berst í ís- lenska hrossastofninn. Hugsanlega myndi hann valda miklum veikind- um. Allavega mætti búast við smit- andi fósturláti og líklega kæmu fram einkenni frá miðtaugakerfinu. „Hér á landi höfum við haft full- komið frelsi til að flytja hross á milli landshluta og á mót og heim aftur. Þann dag sem sjúkdómurinn berst hingað verður þessi veruleiki úr sög- unni og allt mun breytast. Setja þyrfti upp miklu strangari heilbrigð- isskoðanir inn á mót og út af mótum og menn gætu ekki farið strax heim með hestana. Það hefði í för með sér skerðingu á frelsi og aukinn kostn- að,“ segir Sigríður. helgi@mbl.is Hestafólk beðið að vera á verði  Hestasjúkdómur breiðist um Evrópu Ísland er ofarlega á lista OECD sem birtur var í gær og sýnir at- vinnuleysi í 37 aðildarlöndum í janúar. Í sjö löndum mældist meira atvinnuleysi en hér á landi. Atvinnuleysi var 6,8% í janúar að meðaltali í OECD- löndunum. Hér á landi er at- vinnuleysið samkvæmt útreikn- ingum og viðmiðum sem OECD notar sagt hafa verið 7,2%. Í löndum ESB var atvinnuleysið að meðaltali 7,3% og 8,1% á evrusvæðinu. Atvinnuleysið var 6,1% í Danmörku og 8,9% í Sví- þjóð. Það mældist 6,3% í Bandaríkjunum, 7,9% í Frakk- landi og 4,6% í Þýskalandi. Ísland í átt- unda sæti ATVINNULEYSI Í OECD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.