Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Raðaðu saman þínum skáp Framleitt í eik nat, hvítaðri eik og svertuð eik TRIGANO fortjöld Nánari upplýsingar: kriben@simnet.is Sími 863 4449 hjolhysi.com 410 300Lima Lima Bali XL Hentar vel fyrir húsbíla Svefnkálfar Innritjald: 18.000 kr. Ytratjald: 41.000 kr. 183.000 155.000 145.000 hjolhysi.com Upplásnu fortjöldin frá TRIGANO væntanleg í maí byrjun Tökum á móti pöntunum Eftirfarandi aukahlutir fylgja með fortjöldunum: Dúkur, hælar, stangir, pumpa, svuntur, loftklæðning og taska. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Í dag eru tíu ár frá því mannskæður jarðskjálfti varð úti fyrir Norðaustur- Japan. Í kjölfarið skullu öflugar fljóð- bylgjur á ströndinni sem leiddu með- al annars til kjarnorkuslyss. Íslend- ingar og Japanir á Íslandi lögðu sitt af mörkum til hjálparstarfsins. Jap- aninn Takeyoshi Kidoura ætlar að launa Íslend- ingum greiðann í kjölfar hörmung- anna og gefa Ís- lendingum siglingaljósa- mastur á fyrrver- andi varðskipið Óðin. Egill Þórð- arson tók virkan þátt í hjálpar- starfinu hér heima og í Japan og kynntist í kjölfarið Kidoura. Árið 2011 fengu japanskar konur undir forystu Miyako Þórðarson stöllur sínar um allt land til að safna og prjóna ullarfatnað sem pósthúsin tóku við. Flíkurnar, sem voru um sex þúsund, voru flokkaðar og þeim pakkað í safnaðarheimili Grensás- kirkju. Pósthúsin tóku við og sendu síðan til Japans þeim að kostn- aðarlausu. Flíkurnar voru sendar til borganna Miyako og Kesennuma í Norðaustur-Japan. Jafnframt felldi Síminn niður gjaldtöku af símtölum til Japans í mars 2011. Egill Þórðar- son loftskeytamaður fór til Japans sumarið eftir og tók þátt í hjálpar- starfi. Söfnuðu ullarfötum Egill er búinn að vera með annan fótinn í Japan í 50 ár en hann er kvæntur japanskri konu að nafni Yoko A. Þórðarson. Eiginkona Egils og fleiri sem tengjast Japan ákváðu að safna ullarfötum og senda Jap- önum sem margir hverjir misstu heimili sín. Egill segir að nátt- úruhamfarirnar í Japan fyrir tíu ár- um hafi lagt byggð á 400 kílómetra langri strönd Norðaustur-Japans í rúst og 16 þúsund manns hafi farist. „Veðurlag þarna norður frá er mjög svipað og hérna í Reykjavík. Fólk varð náttúrlega heimilislaust. Ég hef enga tölu á því hvað mörg heimili fóru í rúst,“ segir Egill um ástæðu þess að ákveðið var að fá Ís- lendinga til að gefa ullarföt. „Allir skólar á þessu svæði eru á hæðum þannig að þeir urðu ekki fyrir flóðinu. Fólk leitaði skjóls í skólum og íþróttahúsum. Þær vissu hvernig að- stæður voru og vildu senda eitthvað hlýtt.“ Mikil hræðsla skapaðist Egill hjálpaði konunum að pakka fötunum og senda til Japans. Eftir hamfarirnar kom í ljós að kjarn- orkuver stórskemmdust með þeim afleiðingum að mikil hræðsla skap- aðist við svæðið. „Fólk fældist þetta svæði þannig að við ákváðum að fara til Japans og heimsækja fólkið okkar. Þegar ég var kominn til Kýótó þá fannst mér að maður þyrfti að fara þarna norður eftir. Maður fann að það kom lítið af fréttum þaðan. Það tókst að komast þarna norður eftir og þá sá maður hvers kyns var. Þessar tvær borgir sem við fórum til voru að mestu í rúst.“ Egill og Yoko störfuðu í nokkra daga sem sjálfboðaliðar á svæðinu. Verkefnin fólust í því að hreinsa ljós- myndir. Reynt var að bjarga öllu því sem töldust persónulegir munir þar á meðal ljósmyndum. Ljósmyndirnar voru flokkaðar, hreinsaðar og síðan reynt að koma þeim til fólks. Egill fór næstum því árlega aftur til Japans árin eftir og kynntist þá skipasmiðnum Takeyoshi Kidoura. Egill hefur mikinn áhuga á skipa- smíðum og fundu þeir félagar sam- eiginlegt áhugamál. Kidoura er nú forstjóri nýju Mirai-skipasmíðastöðv- arinnar í Kesennuma sem gefur mastrið. „Við höfum verið í sambandi og Ki- doura hefur komið hingað. Ég fór með hann 2013 um borð í gamla varð- skipið Óðin, sem er búið að vera safn- skip í 15 ár og liggur við Óðins- bryggju á Grandagarði. Ég starfa þar um borð núna. Við erum að stefna að því að gera skipið haffært og erum að vinna í viðgerðum um borð. Meðal annars er siglinga- ljósamastur sem er illa ryðgað. Krist- inn Halldórsson teiknaði það upp í haust og fengum við verð í smíðina bæði hér heima og frá Póllandi. Af rælni sendi ég smíðalýsinguna líka til Kidoura. Hann svaraði mér um hæl hvað það myndi kosta og bætti svo við að vegna vinskapar okkar og þess hvernig Íslendingar hjálpuðu þeim á hörmungatímum ætlaði hann að gefa okkur mastrið,“ segir Egill. „Við get- um ekki prjónað vettlinga en við get- um smíðað mastur,“ sagði Kidoura við Egil. - Hvað þýðir það fyrir ykkur að fá þetta mastur? „Það verður að endurnýja það til að fá skipið haffært. Það gefur okkur virkilega byr undir vænginn og svo þurfum við ekki að sníkja þessa pen- inga annars staðar,“ segir Egill sem ætlaði ekki að trúa góðmennsku vin- ar síns. Á sama tíma og tíu ár eru frá hörmungunum í Japan eru jarðhrær- ingar á Íslandi. Allt tengist þetta fyrrverandi varðskipinu Óðni. „Óðinn var búinn að vera varðskip í 46 ár og styðja fólk á Íslandi í svona náttúruhamförum meðal annars. Hann var til dæmis lengi við Vest- mannaeyjar þegar gaus þar 1973, sem stuðningur við þá vinnu sem þar fór fram. Hann flutti björgunarfólk í brjáluðu veðri þegar snjóflóðið varð á Flateyri 1995. Hann tengist svona hamförum. Ég sem gamall sjómaður og varðstjóri á stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar 1995 þegar snjóflóðin urðu í Súðavík og á Flateyri veit því hvað gerist bak við tjöldin í svona hamförum. Það var líka þess vegna sem ég varð að fara þarna norður eft- ir, eftir hamfarirnar 2011. Ég er tengdur þessu. Þetta skildi vinur minn þarna í Japan allt saman, þótt það hafi ekki verið um það talað. Það skapast samkennd. Ástæðan fyrir því að allar þessar konur á Íslandi sendu föt er samkennd og það er sú sam- kennd sem hann vildi sýna þakklæt- isvott. Það vill nú svo til að nú er jörð- in að skjálfa,“ segir Egill. Japanir þakka Íslendingum aðstoðina  Tíu ár í dag frá mannskæðum jarðskjálfta og kjarnorkuslysi í Japan  16 þúsund manns fórust  Japani vill launa Íslendingum fyrir aðstoð í hjálparstarfinu  Gefur mastur í varðskipið Óðin Morgunblaðið/Árni Sæberg Japansvinur Egill Þórðarson um borð í Óðni, gamla mastrið í bakgrunni fær að víkja fyrir hinu nýja frá Japan. Egill tók þátt í hjálparstarfinu hér. AFP Hamfarir Gríðarleg eyðilegging varð í kjölfar flóðbylgju eftir jarðskjálft- ann mikla 11. mars 2011. Neðri myndin er tekin á sama stað tíu árum síðar. Takeyoshi Kidoura Lengri útgáfa af viðtalinu verður birt á mbl.is. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.