Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 NÝSKÖPUNARMÓT ÁLKLASANS í beinu streymi þriðjudaginn 16. mars kl. 14.00–15.30 Dagskrá Ágúst Valfells deildarforseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík Rúnar Unnþórsson deildarforseti iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar Háskóla Íslands Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Afhending nýsköpunarviðurkenninga Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi Diego Areces framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá DTE Joaquin J. Chacon forstjóri Albufera Energy Storage Kristján Friðrik Alexandersson framkvæmdastjóri Álvit Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík Kynning á verkefnum handhafa nýsköpunarviðurkenninga Fundarstjóri verður Steinunn Dögg Steinsen, framkvæmdastjóri öryggis- og umhverfissviðs hjá Norðuráli Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að aðalforsendur kerf- isbreytinganna, sem unnið er að við styttingu vinnutíma vaktavinnu- fólks, séu að launþegahóparnir lækki ekki í launum vegna kerfisbreyting- anna. Markmiðið er jafnframt aukið öryggi, betri heilsa og betra jafn- vægi á milli vinnu og einkalífs. „Það þarf að sníða kerfið út frá því og svo þarf auðvitað að horfa á starf- semina sjálfa og starfsmannahópinn og einstaklingana en þetta eru þau sjónarmið sem þurfa að mætast til þess að þetta gangi upp,“ segir hún. Fram kom í gær að tollverðir á Keflavíkurflugvelli gagnrýna fyrir- hugaðar breytingar á vaktavinnu og segja þær fela í sér kjaraskerð- ingu. Sonja bendir á að ekki er búið að leiða þetta til lykta. „Við höfum heyrt af óánægj- unni og það er nefnd að störfum um vinnutíma innan embættis- ins, sem er ekki búin að skila sínu þannig að það er ekki alveg komið í ljós hvernig þetta verður. Fyrsta skrefið er að leysa þetta innan vinnu- staðarins og ef það tekst ekki, þá er stýrikerfi í kringum kerfisbreyting- arnar og þá myndi þetta fara til samningsaðilanna í svokölluðum inn- leiðingarhópi,“ segir hún. Stytting vinnutíma dagvinnufólks hjá hinu opinbera tók gildi um ára- mót en stytting í vaktavinnu á að taka gildi 1. maí. Sonja segir þessar útfærslur flóknar. Ekki sé hægt að gefa eina línu fyrir alla vegna þess að starfsemin sé svo fjölbreytt á milli vinnustaða. Þess vegna þurfi þetta samtal um breytingar fyrst og fremst að eiga sér stað inni á vinnu- stöðunum sjálfum þar sem fundnar eru leiðir til að styttingin gangi upp. Hún er bjartsýn á að takast muni að innleiða styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki fyrir 1. maí. Hópar lækki ekki í launum Sonja Ýr Þorbergsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, fagnar á morgun 100 ára starfs- afmæli á Íslandi. Af því tilefni er al- menningi boðið í opin hús í húsa- kynnum reglunnar að Kirkjustétt 2-6 í Reykjavík, Óseyri 2 á Akureyri og Tjarnarási 6 á Egilsstöðum milli kl. 17 og 19 á morgun. Þar verður starfið kynnt. Fylgt verður sótt- varnareglum og er fólk hvatt til að nota sóttvarnagrímu og gæta að fjarlægðartakmörkunum. Magnús M. Norðdahl hæstarétt- arlögmaður er Voldugur stjórnandi Íslandssambands Alþjóðlegrar frí- múrarareglu karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN og æðsti stjórn- andi reglunnar hér á landi. Hann gekk í regluna árið 1991. Engin krafa gerð um trú „Sérstaða reglunnar felst helst í því að við viðurkennum bæði konur og karla sem meðlimi. Við gerum ekki heldur kröfu um að meðlimirnir aðhyllist tiltekin trúarbrögð eða að þeir séu trúaðir yfirhöfuð,“ sagði Magnús. Enginn greinarmunur er gerður á reglusystkinum eftir kyni gagnvart framgangi í embætti. Þannig hafa tvær konur og tveir karlar gegnt embættinu á undan honum. Voldugur stjórnandi er kjör- inn til fimm ára í senn og má gegna embætti samfellt í tvö kjörtímabil. Hann á jafnframt sæti í aðalstjórn reglunnar í París. Tíu stúkur starfa á landinu Fyrsta stúkan, Ýmir nr. 724, var stofnuð í Reykjavík 12. mars 1921. Nú starfa hér tíu stúkur. Sjö eru í Reykjavík, tvær á Akureyri og ein á Egilsstöðum. Fjölgunin hefur verið hæg og sígandi í áranna rás. Í regl- unni eru nú upp undir 400 manns á Íslandi. Þorri reglusystkina er mið- aldra eða eldri. Reglan starfar í um 60 þjóðlöndum og eru reglusystkini alls um 32.000 talsins. Reglusystkini hér geta sótt fundi reglunnar í öðr- um löndum og eins er nokkuð al- gengt að útlend reglusystkini komi á fundi hér á landi. Til að geta sótt um inngöngu þarf viðkomandi að hafa hreint sakavott- orð og að hafa náð 18 ára aldri. Ár- gjaldið er 36.500 kr. og vígslugjald 18.250 kr. Óskað er eftir því að fund- armenn séu dökkklæddir og snyrti- legir til fara á fundum. Reglan styrkir mannúðleg málefni um hver áramót og safnar sérstaklega til þess. Til dæmis hafa Pieta-samtökin og Rauði krossinn notið styrkjanna. „Við störfum eftir því sem heitir Hið forna og viðurkennda skoska siðakerfi. Það byggir á 33 stigum. Fyrstu þrjú stigin, sem eru kjarninn í starfinu, köllum við bláar stúkur og eru þær tíu hér á landi. Þær funda hálfsmánaðarlega frá hausti til vors. Ekki er skyldumæting en ætlast er til þess að ný systkini sæki fundi reglulega fyrstu þrjú árin. Síðan er unnið á níu öðrum stigum auk þess 33.,“ sagði Magnús. Stúkusystkini þurfa að stoppa á hverju stigi og kynna sér það áður en sótt er um að fara áfram kjósi fólk að gera það en þau þrjú síðustu eru boðin. En um hvað snýst starfið? Reyna að gera heiminn betri „Tilgangurinn er að aga okkur sjálf til þess að reyna að gera heim- inn svolítið betri. Til þess beitum við ákveðinni aðferðafræði. Við setjum á svið tilteknar aðstæður sem eiga að vekja skilning á ákveðnum þáttum í innra lífi okkar. Þetta byggist allt á táknfræði. Við erum að byggja and- legt musteri, stórt hús, flókna bygg- ingu þar sem taka þarf tillit til margra hluta. Við erum hvert og eitt litlir steinar í þessu musteri og við þurfum að slípa af okkur kantana og gera okkur slétt til að falla inn í þá byggingu. Við notum regluna til að byggja okkur sjálf upp og vonum að þannig getum við orðið betri sam- félagsþegnar og haft áhrif til góðs á samfélagið,“ sagði Magnús. Hann sagði að reglusystkini hafi mikið frelsi til að ná þessu fram og gerð sé krafa til þess að fólk hugsi frjálst og að starfið sé vettvangur til þess. „Einkunnarorð reglunnar eru „Frelsi, jafnrétti og bræðralag“. Um þessa þrjá þætti þarf fólk að vera vel meðvitað til að geta byggt upp sam- félag bræðralags og réttlætis, að sögn Magnúsar. Höfuðstöðvar í París Reglan á Íslandi er hluti af hinni Alþjóðlegu frímúrarareglu karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN. Hún var stofnuð af Georges Martin og Marie Deraisme í París 1893. Höf- uðstöðvar reglunnar eru í París. Reglan starfaði áður undir nafninu Samfrímúrarareglan en nafni henn- ar var breytt til samræmis við al- þjóðlega nafnið. Nánar er hægt að fræðast um regluna á heimasíðu hennar, https:// ledroithumain.is/. Ljósmynd/Aðsend Núverandi og fyrrverandi stjórnendur F.v. Kristín Jónsdóttir, Njörður P. Njarðvík, Magnús M. Norðdahl og Una Ásgeirsdóttir. Frímúrarar af báðum kynjum  LE DROIT HUMAIN-reglan 100 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.