Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 29
Lestu nánar á midflokkurinn.is
Frjálslyndi
Frjálslyndi og önnur grunngildi samfélagsins eiga undir högg að sækja.
Tjáningarfrelsi og opin skoðanaskipti hafa farið halloka fyrir nýjum
rétttrúnaði þar sem yfirborðsmennska og ímyndarsköpun ráða för.
Miðflokkurinn telur að frjáls tjáning og opin skoðanaskipti séu forsenda
framfara. Við erum óhrædd við að fara gegn hóphugsun stjórnmálanna og
berjast fyrir því sem við teljum að þurfi að breyta en verja það sem hefur
reynst vel.
Öryggi
Það er frumskylda ríkisvaldsins að vernda öryggi borgaranna.Miðflokkurinn
hefur beitt sér fyrir því að lögregla og landamæraeftirlit fái úrræði og
fjármagn til að beita sér gegn skipulagðri glæpastarfsemi og að gerðar verði
ráðstafanir til að bregðast við skýrslu Ríkislögreglustjóra um stóraukin
umsvif afbrotahópa á Íslandi. Liðsmönnum erlendra glæpagengja á að vísa
úr landi.
Eldri borgarar
Árið 2014 var eldri borgurum veitt fyrirheit um að þegar búið væri að
endurreisa efnahagslíf landsins fengju þeir að njóta þess í bættum kjörum.
Endurreisnin náðist hraðar og betur en flestir bjuggust við en eldri borgarar
bíða enn og búa við ósanngjarnar skerðingar sem draga úr vilja til að spara
og vinna. Miðflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að staðið verði við
fyrirheitin við eldri borgara.
Ísland allt
Miðflokkurinn berst fyrir stórtækustu áætlun sem kynnt hefur verið til að
efla byggðir landsins alls. Þar helst allt í hendur, heilbrigðismál, menntun og
önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, skattalegir hvatar, atvinnuuppbygging,
orkumál, fjarskipti og annað sem varðar daglegt líf fólks. Grunnhugmyndin
er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömuþjónustu og lífsgæðumóháð búsetu.
Með heildaráætluninni „Ísland allt“ verjum við byggðir landsins og aukum
værðmætasköpun samfélaginu öllu til hagsbóta.
Það sem við segjumst ætla að gera gerum við
- vertu í okkar liði, vertu með í Miðflokknum
Þetta snýst allt um heimilin
Allt snýst þetta um að verja heimilin og bæta hag þeirra. Við stórtækar
aðgerðir á borð við skuldaleiðréttinguna og uppgjör föllnu bankana var
markmiðið alltaf að verja og bæta kjör alls almennings. Það sama á við um
baráttu Miðflokksins nú. Hún miðar öll að því að nýta tækifæri samfélagsins
og tryggja að ávinningurinn skili sér á sanngjarnan hátt til allra landsmanna.