Morgunblaðið - 11.03.2021, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra tilkynnti á blaða-
mannafundi nýverið þá ákvörðun rík-
isstjórnarinnar að kaupa nýtt varð-
skip í stað Týs, sem þarfnast svo
dýrra viðgerða að ekki er talið for-
svaranlegt að ráðast í þær þegar mið
er tekið af aldri skipsins.
Áslaug Arna hefur sýnt í verki að
hún leggur
áherslu á jafnrétti
og því kom ekki á
óvart að hún
gerði tillögu um
að nýja skipið
fengi nafnið
Freyja. Í sögu
Landhelgisgæsl-
unnar hefur að-
eins eitt skip bor-
ið kvennafn,
María Júlía. Öll önnur varðskip hafa
borið karlanöfn úr norrænni goða-
fræði.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hér í Morgunblaðinu kom nýlega
í ljós alvarleg bilun í vél Týs. Fram
kom í tilkynningu dómsmálaráðu-
neytisins að Landhelgisgæslan eigi
ekki nauðsynlega varahluti, smíði
þeirra sé tímafrek og ekki yrði um
varanlega viðgerð að ræða. Einnig
kom í ljós við slipptöku Týs í janúar
að tveir af tönkum skipsins eru ónýt-
ir sökum tæringar og sjókælikerfi
skipsins lekur. Slíkur leki ógni ör-
yggi skips og áhafnar.
„Varðskipið Týr er 46 ára gamalt
og ástand þess orðið bágborið.
Ómögulegt er að sjá fyrir næstu al-
varlegu bilanir. Kostnaður við að
gera skipið siglingarhæft er talinn
nema meiru en sem svarar verðmæti
skipsins eða um 100 milljónum
króna,“ segir á vef ráðuneytisins.
„Það er ekki forsvaranleg meðferð á
opinberu fé að eyða mörg hundruð
milljónum í viðgerð á svona gömlu
skipi,“ segir Áslaug Arna. Staða á
mörkuðum fyrir kaup á nýlegum
skipum, t.d. þjónustuskipum úr olíu-
iðnaðinum, er talin einkar góð um
þessar mundir. Um er að ræða skip
sem henta vel til að sinna verkefnum
Landhelgisgæslunnar með mikla
dráttargetu, góða stjórnhæfni, gott
dekkpláss og fullkominn slökkvibún-
að. Skip þessi eru vel útbúin til
björgunarstarfa og til aðstoðar við
almannavarnir. Þá eru þau mun um-
hverfisvænni en eldri skip. Talið er
að hægt verði að fá gott skip fyrir 1-
1,5 milljarða króna.
Ekki er talið forsvaranlegt að
Landhegisgæslan búi aðeins yfir
einu nothæfu varðskipi, Þór. Í ljósi
þess um hve brýnt mál er að ræða
sem varðar þjóðaröryggi, almanna-
varnir, öryggi sjófarenda og auð-
lindagæslu samþykkti ríkisstjórnin á
fundi sínum 5. mars sl. tillögu dóms-
málaráðherra þess efnis að þegar
verði hafist handa við kaup á nýlegu
skipi. Starfshópur þriggja sérfræð-
inga, sem skipaður verður fulltrúum
dómsmálaráðuneytis, Landhelgis-
gæslunnar og Ríkiskaupa, mun vinna
að undirbúningi og framkvæmd
kaupanna. Starfshópurinn mun hefja
störf fljótlega enda er stefnt að því að
nýtt varðskip verði komið í þjónustu
Landhelgisgæslunnar í vetrarbyrjun
2021.
Sem fyrr segir hafa nöfn karla ver-
ið nánast allsráðandi á varðskipum
Íslendinga. Undantekningin er
María Júlía, sem var í þjónustu
Landhelgisgæslunnar frá 1950 til
1969. Þetta var eikarskip smíðað í
Frederikssund í Danmörku og er 137
tonn að stærð.
María Júlía var fyrsta björgunar-
skip Vestfirðinga og fékk sömuleiðis
hlutverk sem eitt af varðskipunum í
landhelgisstríðinu við Breta, sem
hófst árið 1958. Stærðarmunurinn
var gríðarlegur þegar siglt var í ná-
munda við breskar freigátur, eins og
meðfylgjandi mynd Ólafs K. Magn-
ússonar, ljósmyndara Morgunblaðs-
ins, sýnir glöggt.
María Júlía var keypt með söfn-
unarfé Vestfirðinga og stærsta gjöfin
kom frá hjónunum Maríu Júlíu Gísla-
dóttur og Guðmundi Br. Guðmunds-
syni, kaupmanni á Ísafirði. Þegar
kom að því að gefa skipinu nafn þótti
vel til fundið að nefna það eftir Maríu
Júlíu. Fyrst eftir að skipið var selt
1969 var það gert út til fiskveiða.
Undanfarin ár hefur það legið í Ísa-
fjarðarhöfn og þarfnast það mikilla
viðgerða. Um síðustu helgi var stofn-
fundur Hollvinasamtaka um Maríu
Júlíu haldinn á Ísafirði. Markmiðið
er að María Júlía öðlist endurnýjun
lífdaga og verði táknmynd hugsjóna
sem einkenndu upphafi lýðveldisins.
Saga skipsins er merkileg, t.d. er
talið að áhafnir þess hafi bjargað um
tvö þúsund manns.
Leit hefst að varðskipinu Freyju
Starfshópi falið að finna heppilegt þjónustuskip María Júlía það eina sem borið hefur kvennafn
Morgunblaðið/sisi
Varðskipið Týr Miklar skemmdir komu í ljós þegar skipið var tekið upp í
Slippinn í Reykjavík. Óljóst er hvort það fari til gæslustarfa á nýjan leik.
Mynd/Atlantic Shipping
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Mikill stærðarmunur Varðskipið María Júlía og bresk freigáta á Íslands-
miðum í september 1959. Þá stóð yfir fyrsta þorskastríðið við Breta.
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Þjónustuskip Eitt skipanna sem boðin eru til sölu hjá skipasölum erlendis. Myndin sýnir dæmigert útlit slíkra skipa.
Allt frá því fyrsta varðskip Íslend-
inga, Þór, var tekið í notkun árið
1920 hafa varðskipin verið kennd
við karla. Eina undantekningin er
María Júlía. Hins vegar hafa flug-
vélar og þyrlur Landhelgisgæsl-
unnar aðallega verið kenndar við
konur.
Gæslan á skráð einkaleyfi á
skipanöfnunum Þór, Týr, Ægir,
Baldur og Óðinn hjá Samgöngu-
stofu. Hún á hins vegar ekki skráð
einkaleyfi á nafninu Freyja. En með
heimild einkaleyfishafa á nöfnum er
hægt að gefa öðrum skipum sama
nafn, samkvæmt upplýsingum Ás-
geirs Erlendssonar, upplýsingafull-
trúa Gæslunnar. Í skipaskrá er ekki
að finna skip með nafninu Freyja.
Skráð loftför Gæslunnar eru: TF-
EIR, TF-GRO, TF-LIF og TF-SIF.
TF-GNA er svo væntanleg um mán-
aðamótin. Dæmi eru um að loftförin
hafi verið nefnd karlnöfnum, t.d.
TF-HUG og TF-MUN (Huginn og
Muninn), segir Ásgeir. Þetta voru
Bell-þyrlur sem notaðar voru á ár-
unum 1973 og 1974.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðskipin þrjú Þór er eina varðskipið sem er sjóhæft nú um stundir.
Varðskipin kennd við
karla en loftför konur
Gæslan á einkaleyfi á fimm nöfnum