Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 43
43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
Öflugir fjarskiptainn-
viðir eru forsenda bú-
setu og fjölbreyttrar at-
vinnustarfsemi á
landsbyggðinni. Ísland
er í röð fremstu ríkja
heims í fjarskiptainn-
viðum samkvæmt mati
Alþjóðafjarskiptastofn-
unarinnar. Sú staða er
ómetanleg en enginn
endapunktur því
tækninni fleygir fram og nýjar áskor-
anir blasa við. Þörf er á metnaðarfullri
framtíðarsýn fyrir útbreiðslu og áreið-
anleika fjarskipta um land allt nú þeg-
ar landsátakinu Ísland ljóstengt, sem
á stóran þátt í þessari góðu stöðu, fer
að ljúka.
Landsátakið Ísland ljóstengt og
uppbygging opinberra aðila á fjar-
skiptaaðstöðu á undanförnum árum er
lýsandi dæmi um sérstaka fjármögnun
á vegum ríkis og heimafólks til að
jafna aðstöðumun milli dreifbýlis og
þéttbýlis. Með lokaúthlutun fjar-
skiptasjóðs seinna í þessum mánuði
hefur ríkið styrkt með beinum hætti
tengingu um 6.000 lögheimila og ann-
arra styrkhæfra staða í dreifbýli
landsins og stuðlað óbeint að tengingu
þúsunda sumarhúsa og annarra bygg-
inga. Þetta landsátak hefur þegar bylt
forsendum búsetu og atvinnurekstrar
í sveitum landsins.
Rúmt ár er síðan óveður afhjúpaði
veikleika í raforkukerfinu sem olli
truflun á fjarskiptum, einkum á Norð-
urlandi og Austurlandi. Brugðist var
hratt við og hafa stjórnvöld þegar m.a.
bætt varaafl á rúmlega 68 fjarskipta-
stöðum víða um land. Framhald verð-
ur á verkefninu í ár í samvinnu fjar-
skiptasjóðs sem leggur til fjármuni og
Neyðarlínunnar sem sér um fram-
kvæmdir. Öryggiskröfur samfélagsins
eru einfaldlega ríkari en það sem fjar-
skiptafyrirtæki eru skuldbundin til að
gera eða geta tryggt á markaðslegum
forsendum, einkum á landsbyggðinni.
Fyrirsjáanleiki aðalatriði
Fólk vill aðgang að nýjustu og bestu
fjarskiptaþjónustu hverju sinni og
gerir jafnframt kröfu um að þjónustan
sé áreiðanleg, örugg og á viðráðanlegu
verði. Regluverkið, með áherslu á
samkeppni og markaðslausnir, tryggir
það upp að vissu marki. Þolinmæði
gagnvart óvissu og bið eftir markaðs-
lausnum er þó á undanhaldi.
Áhyggjur íbúa utan helstu þétt-
býlissvæða hafa lengi snúist um hvort
ljósleiðarinn eða nýjar kynslóðir far-
neta verði yfir höfuð í boði. Vissan
fyrir því að ljósleiðarinn komi á
grundvelli Íslands ljóstengds, hefur
skapað ákveðna sátt og skilning
gagnvart því að slík uppbygging get-
ur ekki átt sér stað samtímis um allt
land. Einhver byggðarlög verða á
undan öðrum. Stóra málið er fyr-
irsjáanleiki um að ljósleiðarinn sé í
það minnsta á leiðinni.
Kveikjan að Ísland ljóstengt var
framtíðarsýn og markmið stjórn-
valda um að ljósleiðaravæða dreifbýl-
ið. Það er gleðiefni að sjá nú fyrir
endann á þessu samvinnuverkefni
sem hornsteinn var lagður að með
blaðagrein sem birtist 30. mars 2013
undir yfirskriftinni „Ljós í fjós“.
Landsdekkandi þráðlaus fjar-
skiptakerfi í opinberri eigu
Þó að 5G-uppbygging sé ekki mjög
brýn í þeim afmarkaða tilgangi að
auka bandbreidd hér á landi, er sann-
arlega tímabært að huga að almenn-
um markmiðum og aðgerðum til þess
að gera samfélagið í stakk búið til að
hagnýta þá fjölbreyttu þjónustu sem
5G gerir mögulega á næstu árum.
Við þessi tímamót er viðeigandi að
setja fram nýja framtíðarsýn sem er
verðugur arftaki „Ljós í fjós“.
Neyðarlínan, sem er í opinberri
eigu, á og rekur landsdekkandi neyð-
arfjarskiptakerfið TETRA fyrir
neyðar- og viðbragðsaðila af miklum
myndarskap. Hugað er nú að end-
urnýjun eða arftaka þess kerfis hér á
landi, í Noregi og víðar.
Rekstur fjarskiptaaðstöðu og
sendakerfa reynist Ríkisútvarpinu
umtalsverð áskorun og tímabært er
fyrir félagið að huga að endurnýjun/
arftaka eigin og útvistaðra senda-
kerfa.
Margt bendir til þess að 5G-
tæknin geti hæglega leyst þarfir
þeirra sem nýta TETRA og RÚV til
framtíðar er varðar þráðlaus fjar-
skipti eða útsendingar. Í því felast
tækifæri til tækniuppfærslu og hag-
ræðingar. Fátt bendir til þess að
skynsamlegt sé fyrir opinbera aðila
að reka mörg sjálfstæð þráðlaus fjar-
skiptakerfi með háu öryggisstigi til
framtíðar á sömu svæðum.
Ljósleiðari og 5G
í byggðakjörnum
Ljósleiðaravæðing landsins heldur
áfram og eru það eingöngu byggða-
kjarnar á landsbyggðinni sem búa nú
við óvissu um hvort eða hvenær röðin
kemur að þeim og á hvaða for-
sendum. Búast má við að fyrirhugað
útboð á tveimur NATO-ljósleiðurum
verði útfært m.a. með aukna sam-
keppni á landshringnum í huga og
hvata til ljósleiðarauppbyggingar
fjarskiptafyrirtækja í byggða-
kjörnum. Sú ljósleiðaravæðing, og
þar með landsins alls, gæti því verið
langt komin fyrir lok næsta kjör-
tímabils.
Líklegt er að uppbygging 5G
gagnvart helstu þéttbýlissvæðum
fari fram á markaðslegum for-
sendum og án sérstakra opinberra
hvata. Slík uppbygging er hafin. Fyr-
irsjáanleiki í uppbyggingu markaðs-
aðila á 5G gagnvart litlum byggða-
kjörnum og utan þéttbýlis er hins
vegar minni.
Ísland fulltengt – ljósleiðari
og 5G óháð búsetu
Á kjörtímabilinu hefur margt
áunnist, hvort tveggja er varðar upp-
færslu regluverks fjarskipta og net-
öryggis og uppbyggingu fjar-
skiptainnviða. Tímabært er að leggja
línur fyrir nýja framsókn í fjar-
skiptum. Ísland fulltengt – ljósleiðari
og 5G óháð búsetu.
Með slíkri framtíðarsýn og tilheyr-
andi aðgerðum væri óvissu eytt um
það hvort fólk, óháð búsetu, fái notið
þeirrar þjónustu sem verður for-
senda og hvati samfélagslegra fram-
fara og nýsköpunar um land allt í fyr-
irsjáanlegri framtíð. Standi hún til
boða er eðlilegt að hún verði jafn-
framt áreiðanleg, örugg og á sann-
gjörnu verði.
Á svæðum þar sem forsendur fyrir
samkeppni í innviðum eru ekki til
staðar virðist vera skynsamlegt að
byggja og reka eitt gott dreifikerfi
sem bæði opinberir aðilar og mark-
aðsaðilar geta nýtt. Hagkvæmni í
innviðauppbyggingu skiptir máli.
Kominn er tími til að opinberir aðilar
sem eiga og reka fjarskiptainnviði
ræði uppbyggingu fjarskiptainnviða
til framtíðar og ákveðið verði hvernig
hið mikilvæga hlutverk þeirra og
samspil verður útfært með hliðsjón af
heildstæðri framtíðarsýn og áherslu á
byggðasjónarmið. Þar gæti komið til
greina full sameining eða verulega
aukið samstarf fjarskiptainnviðafyr-
irtækja í opinberri eigu.
5G verður bráðlega nauðsynleg
innviðaþjónusta gangi spár eftir.
Verður nokkurs konar grunnþjón-
usta og því enn ríkari ástæða til þess
að setja fram heildstæða nálgun þess
hvernig við ætlum að tryggja þá
grunnþjónustu íslensku samfélagi til
hagsbóta, óháð búsetu. Sundabraut
verður ekki byggð á einum degi og
það sama á við um 5G-þjónustu um
land allt, en framtíðarsýnin og mark-
miðin þurfa að vera skýr.
Verkefnið hlýtur að vera að
tryggja fyrirsjáanleika í aðgengi, ör-
yggi og verðlagningu 5G-þjónustu
gagnvart byggð, atvinnulífi, sam-
göngum og samfélagslega mik-
ilvægum svæðum á landsbyggðinni
sem og annars staðar. Einn lykill að
þeirri vegferð er að nýta tækifæri til
uppfærslu og langtímahagkvæmni í
fjárfestingum og rekstri landsdekk-
andi þráðlausra fjarskiptakerfa op-
inberra aðila, þ.m.t. Neyðarlínu og
Ríkisútvarps. Annar lykill er að auka
samvinnu og samþætta starfsemi
fjarskiptainnviðafyrirtækja í op-
inberri eigu þannig að styðji við þessa
vegferð, þ.m.t. að efla fjarskiptaað-
stöðu og ljósleiðarastofnnet um land-
ið.
Valkostir við uppbyggingu
á landsbyggðinni
Fyrir liggur hvert viðfangsefnið er
en ekki hvernig eigi að leysa það. Líkt
og oftast eru valkostir í þeim efnum.
Nýstárlegur valkostur væri að efla
Neyðarlínuna og fela henni að byggja
og reka 5G-kerfi, a.m.k. á markaðs-
brestssvæðum, sem leysti af TETRA
og kerfi RÚV á þeim svæðum. Með
því gæti skapast möguleiki fyrir
markaðsaðila að semja um aðgang að
öruggum 5G-sendum Neyðarlín-
unnar og möguleiki fyrir Neyðarlín-
una að semja um aðgang að öruggum
5G-sendum markaðsaðila á markaðs-
svæðum þeirra.
Aðrir hefðbundnari valkostir koma
til greina, t.d. væri hægt að bíða og
sjá hvað markaðsaðilum hugnast að
gera á næstu árum. Þar má horfa til
aukins samstarfs og samnýtingar við
innviðauppbyggingu og jafnvel bjóða
út 5G-þjónustu svæðisbundið. Einnig
mætti fela markaðsaðilum með út-
boðsleið að leysa verkefni Neyðarlín-
unnar og RÚV heildstætt um allt
land með 5G og svo framvegis.
Það eru sem sagt fleiri en einn val-
kostur um leiðir og gaumgæfa þarf
útfærslu þeirra. Aðalatriðið er að
sammælast um það markmið að ná
samlegð, hagræði og auknu öryggi
með þróun kerfa RÚV og Neyðarlín-
unnar í ljósi þeirrar 5G-uppbygg-
ingar sem fyrir dyrum stendur, al-
menningi í landinu öllu til heilla.
Áfram veginn
Greina þarf og bera saman mis-
munandi leiðir til að ná fram þeirri
framtíðarsýn sem lögð er hér fram,
Ísland fulltengt – ljósleiðari og 5G
óháð búsetu. Þær hafa tiltekna kosti
og galla, mismunandi eftir því hver
metur. Hér er ekki talað fyrir al-
mennri ríkisvæðingu fjarskipta, held-
ur raunsæi gagnvart þeim fyr-
irsjáanlega markaðsbresti sem
verður m.a. í uppbyggingu framtíð-
arkerfa og ekki síst 5G-innviða. Þró-
unin er ör og mikilvægt er að taka
verkefnið traustum tökum. Endur-
skoðun fjarskiptaáætlunar er hafin
og því er tímabært að ræða um sam-
eiginlega framtíðarsýn fyrir sam-
félagið og færar leiðir.
Eftir Sigurð Inga
Jóhannsson og Jón
Björn Hákonarson
» Tímabært er að
leggja línur fyrir
nýja framsókn í fjar-
skiptum. Ísland full-
tengt – ljósleiðari
og 5G óháð búsetu.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Sigurður Ingi er samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra.
Jón Björn er bæjarstjóri Fjarða-
byggðar og formaður fjarskiptaráðs.
Ísland fulltengt – ljósleiðari og 5G óháð búsetu
Jón Björn
Hákonarson
Gagnrýnin hugsun
er undirstaða framfara
og drifkraftur stjórn-
málanna. Við megum
aldrei taka neinu sem
gefnu heldur verðum
við sífellt að meta sam-
tíma okkar og málefni
líðandi stundar með
gagnrýnum huga og
komast að niðurstöðu
sem grundvallast á
rökum. Þess vegna
fagna ég því að í dag fer fram sérstök
umræða á Alþingi um grundvall-
armálefni sem þó er of sjaldan rætt á
þeim vettvangi: aðildina að Atlants-
hafsbandalaginu.
Samstaða lýðræðisþjóða
Markmiðið með starfi Atlantshafs-
bandalagsins hefur ávallt verið að
stuðla að friði og öryggi í Evrópu.
Það var stofnað í kjölfar seinna stríðs
í þeim tilgangi að tryggja frið,
styrkja samstarf meðal ríkja banda-
lagsins og verja frelsi þeirra.
Þegar Bjarni Benediktsson, þá-
verandi utanríkisráðherra, undirrit-
aði stofnsáttmála Atlantshafs-
bandalagsins í Washington 4. apríl
1949 tók Ísland sér formlega stöðu
með þeim vestrænu lýðræðisríkjum
sem standa vörð um einstaklings-
frelsi, lýðræði, mann-
réttindi og réttarríkið
andspænis alræðisöfl-
unum. Saga bandalags-
ins í meira en sjö ára-
tugi, endalok kalda
stríðsins, fall járn-
tjaldsins og friður í
Evrópu endurspegla
heilladrjúga samvinnu
og styrk Atlantshafs-
tengslanna.
Herlaus en ekki
varnarlaus
Atlantshafs-
bandalagið er varnarbandalag.
Ákvarðanir eru teknar af fulltrúum
aðildarríkjanna á grundvelli sameig-
inlegra öryggishagsmuna. Þar á Ís-
land sæti við borðið. Styrkur banda-
lagsins felst í samstöðunni og þeirri
vissu að þar er einn fyrir alla og allir
fyrir einn. Sú skuldbinding er greypt
í 5. grein Atlantshafssáttmálans sem
kveður á um að árás á eitt ríki banda-
lagsins jafngildi árás á þau öll. Ekk-
ert annað samstarf hefur viðlíka
tryggingu.
Ekkert ríki og engin þjóð lætur
sér varnir og öryggi í léttu rúmi
liggja. Flestar þjóðir, líka hinar
smærri, verja gríðarlegum fjár-
munum í varnir sínar. Við Íslend-
ingar erum herlaus þjóð og viljum
vera það. En við viljum líka búa við
öryggi og varnir sem stólandi er á.
Með aðildinni að Atlantshafs-
bandalaginu njóta Íslendingar,
ásamt milljarði annarra jarðarbúa,
verndar öflugasta varnarbandalags
sögunnar. Ásamt varnarsamn-
ingnum við Bandaríkin, tryggir að-
ildin þannig varnir okkar og öryggi
og gerir okkur um leið kleift að vera
áfram herlaus þjóð.
Gagnkvæm afvopnun eina leiðin
Kjarnorkuafvopnun er mikilvægur
þáttur í sögu bandalagsins. Þegar
kalda stríðið stóð sem hæst voru yfir
sjö þúsund bandarísk kjarnavopn í
Vestur-Evrópu en eru nú um 150-
200. Markmið Atlantshafsbandalags-
ins er að heimurinn verði kjarna-
vopnalaus og bandalagið vinnur stað-
fastlega að því að skapa skilyrði fyrir
því. Á sama tíma hefur Rússland þró-
að nýjar tegundir kjarnavopna og
endurnýjað þau sem fyrir eru. Frek-
ari fækkun kjarnavopna þarf að taka
mið af alþjóðlegu öryggisumhverfi. Á
meðan Rússland, Kína, Norður-
Kórea og fleiri ríki búa yfir kjarna-
vopnum verða bandalagsríkin að
gera það líka. Einhliða kjarnorku-
afvopnun er firring og glapræði. Ein-
ungis með gagnkvæmri afvopnun er
öryggi tryggt.
Blikur á lofti
Þáttaskil urðu í öryggis- og varn-
armálum í okkar heimshluta við ólög-
mæta innlimun Rússlands á Krím-
skaga árið 2014.
Hernaðaruppbygging Rússa og
minnkandi gagnsæi um hvað þeir að-
hafast í okkar nærumhverfi er ein
meginástæða þess að bandalagið hef-
ur í auknum mæli beint sjónum að
öryggi og vörnum á Norður-
Atlantshafi.
Umfang starfseminnar á öryggis-
svæðunum í Keflavík endurspeglar
þessa þróun. Aðbúnaður hér á landi
til að ríki bandalagsins geti sinnt
varnartengdum verkefnum á þessu
svæði er eitt meginframlag Íslands
til sameiginlegra varna bandalags-
ins, í samræmi við alþjóðlegar skuld-
bindingar. Áþreifanlegt dæmi er loft-
rýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins
sem flugsveit norska hersins sinnir
um þessar mundir.
Innan bandalagsins er einnig horft
til framtíðar, hvernig bregðast megi
við fjölþáttaógnum, nýjum ógnum
sem örar tækniframfarir fela í sér og
áhrifum loftslagsbreytinga á örygg-
ismál, svo dæmi séu nefnd. Starf
bandalagsins tekur þannig mið af
þeim breytingum sem orðið hafa á
öryggisumhverfi okkar.
Lykilstoð í þjóðaröryggi
Aðildin að Atlantshafsbandalaginu
hefur verið hornsteinn íslenskrar ut-
anríkisstefnu í rúma sjö áratugi.
Stuðningur við aðildina endurspegl-
ast með afgerandi hætti í þjóðarör-
yggisstefnunni sem samþykkt var á
Alþingi árið 2016 mótatkvæðalaust.
Þar segir að aðild Íslands að Atlants-
hafsbandalaginu verði áfram lykil-
stoð í vörnum Íslands og meginvett-
vangur vestrænnar samvinnu sem
Ísland tekur þátt í á borgaralegum
forsendum til að efla eigið öryggi og
annarra bandalagsríkja. Í stjórn-
arsáttmála núverandi ríkisstjórnar
eru tekin af öll tvímæli um að rík-
isstjórnin fylgi þjóðaröryggisstefn-
unni sem hvílir ekki síst á aðildinni á
Atlantshafsbandalaginu.
Sú mikla eindrægni og samstaða
sem ríkir um aðildina að Atlantshafs-
bandalaginu er ánægjuleg og mik-
ilvæg. Það er einnig mikilvægt að
eiga málefnaleg skoðanaskipti um
öryggis- og varnarmál því okkur
hættir til að taka öryggi okkar og
friðvænlegum aðstæðum sem sjálf-
sögðum hlut. Ég fagna því þeirri um-
ræðu sem fram fer á Alþingi í dag.
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson » Við Íslendingar
erum herlaus þjóð
og viljum vera það.
En við viljum líka búa
við öryggi og varnir
sem stólandi er á.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er utanríkis- og þróunar-
samvinnuráðherra.
Öflugar varnir eru undirstaða friðar