Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Í dag er alþjóðlegi nýrnadagurinn en markmiðið með honum er að vekja athygli á mikilvægi nýrnanna, helstu áhættuþáttum nýrnasjúkdóma, for- vörnum og þeim áhrif- um sem nýrnabilun hefur á líf sjúklinga og aðstandendur þeirra. Nýrun gegna stærra hlutverki en margir gera sér grein fyrir. Flestir vita að þau hreinsa úr- gang úr blóðinu og mynda þvag en auk þess aðstoða þau við að stýra blóðþrýstingi, mynda D-vítamín og rauð blóðkorn, taka þátt í að stýra sýrustigi líkamans, viðhalda vökva- jafnvægi ásamt því að stýra magni ýmissa mikilvægra steinefna í blóð- inu. Ef nýrun bila fer ýmis önnur starf- semi líkamans úr skorðum sem hefur alvarlegar afleiðingar á heilsufar sjúklingsins. Ein algengasta ástæða nýrnabilunar á lokastigi á Íslandi er of hár blóðþrýstingur en það er ástand sem er tiltölulega auðvelt að greina og grípa inn í áður en há- þrýstingur fer að hafa áhrif á starf- semi nýrnanna. Að greinast með nýrnabilun Greining á alvarlegum sjúkdómi er að sjálfsögðu áfall en í kjölfar greiningar tekur heil- brigðiskerfið utan um sjúklinginn og fylgir honum eftir. Heilbrigð- isstarfsfólk fylgist náið með þróun sjúkdóms- ins og tryggir reglu- bundnar mælingar, lyfjagjafir og stöðuga aðlögun meðferðar að ástandi hins veika. Sjúklingurinn er í góð- um höndum og getur treyst því að faglega sé staðið að meðferð hans. Hlutverk Nýrnafélagsins Nýrnafélagið er góðgerðarfélag sem starfar utan heilbrigðiskerfisins og kemur sem viðbót við þá þjónustu sem þar má finna. Markmið félags- ins er að styðja og styrkja nýrna- sjúka og aðstandendur þeirra, gæta að hagsmunum þeirra og stuðla að fræðslu og öðrum félagsstörfum. Stjórnar- og félagsmenn hafa per- sónulega reynslu af sjúkdómnum og sjá því aðstæður nýrnasjúkra frá öðru sjónarhorni, sem getur reynst dýrmæt viðbót við þá faglegu umönnun sem býðst í heilbrigð- iskerfinu. Félagið vinnur að ýmsum málum til hagsbóta fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra og hér má sjá hluta af þeirri þjónustu sem fé- lagsmönnum stendur til boða. Upplýsingar og ráðgjöf Nýrnafélagið gefur út mán- aðarlegt fréttabréf, heldur úti heimasíðu (nyra.is), facebooksíðu og spjallhópi á Facebook (Nýrnaspjall) og kemur þannig fræðslu á framfæri til félagsmanna, s.s. fræðslu um heilsu og næringu fyrir einstaklinga sem eru með nýrnabilun, í skilun eða með ígrætt nýra. Félagið heldur einnig úti fræðslu- og skemmti- fundum og hefur nýlega hafið að streyma slíkum fundum fyrir fólk sem ekki á heimangengt eða býr á landsbyggðinni. Fjölskylduráðgjöf og jafningjastuðningur Félagið starfar með Gunnhildi Heiðu Axelsdóttur fjölskylduráð- gjafa sem veitir stuðning við að leysa úr málum sem snúa að vellíðan og daglegri virkni. Hægt er að panta tíma fyrir sjúklinginn, fjölskylduna eða pör, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Viðtölin eru gjaldfrjáls fyrir félaga í Nýrnafélag- inu. Félagið býður einnig upp á jafn- ingjastuðning þar sem þjálfaðir að- ilar sem sjálfir eru nýragjafar, nýra- þegar eða aðstandendur veita stuðninginn. Samtal við einstakling sem hefur verið í sömu aðstæðum getur gert mikið til að lágmarka kvíða og draga úr áhyggjum. Ráðgjöf um hreyfingu og mataræði Félagið er í samstarfi við Björn Þór Sigurbjörnsson einkaþjálfara sem hefur reynslu af starfi með nýrnabiluðum og tekur að sér að leiðbeina um mataræði og hreyf- ingu. Félagið greiðir þriggja vikna kort hjá World Class fyrir þá sem þiggja ráðgjöfina og fá meðlimir fé- lagsins niðurgreidda ráðgjafartím- ana hjá Birni. Fullt tillit er tekið til þreytu og orkuleysis í ráðgjöfinni og áhersla lögð á að mæta hverjum og einum á þeim stað sem viðkomandi er. Sú hreyfing sem mælt er með getur verið allt frá örstuttum göngu- túrum eða teygjum í heimahúsi upp í æfingar í sal eða aðra skipulagða hreyfingu. Vikulegir göngutúrar í Grasagarðinum Reglubundin hreyfing er afar mikilvæg nýrnabiluðum en vegna þreytu og orkuleysis reynist mörg- um erfitt að koma sér í gang eða við- halda reglubundinni hreyfingu. Nýrnafélagið stendur fyrir 30 mín- útna löngum vikulegum göngu- túrum í Grasagarðinum fyrir fé- lagsmenn þar sem hægt er að spjalla við aðra einstaklinga sem eru í sömu sporum, deila ráðum og reynslu ásamt því að fá hreyfingu við hæfi hvers og eins. Þessar göng- ur hafa legið niðri í kjölfar samkomubanns vegna Covid en und- irbúningur er hafinn að því að hefja þær að nýju. Styrktarsjóður Nýrnafélagið heldur úti styrkt- arsjóði sem ætlað er að aðstoða nýrnasjúka vegna sértækra vanda- mála sem ekki fást styrkir fyrir ann- ars staðar. Úthlutað er úr sjóðnum árlega og hvetjum við félagsmenn til að senda inn umsókn eða fá nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Kynntu þér starfsemina Að greinast með alvarlegan sjúk- dóm er mikið áfall og til viðbótar við þá meðferð sem sjúklingar fá frá heilbrigðiskerfinu getur skipt sköp- um að hitta aðra einstaklinga sem eru eða hafa verið í sömu stöðu. Hjá Nýrnafélaginu getur þú fengið stuðning við að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru. Við í stjórn Nýrnafélagsins hvetjum nýrnasjúka og aðstandendur þeirra til að ganga í félagið og njóta góðs af því starfi sem þar á sér stað. Eftir Helgu Hallgrímsdóttur »Markmið Nýrna- félagsins er að styðja nýrnasjúka og aðstandendur þeirra, gæta að hagsmunum þeirra og stuðla að fræðslu og öðrum fé- lagsstörfum. Helga Hallgrímsdóttir Höfundur er stjórnarformaður Nýrnafélagsins. nyra@nyra.is Stuðningur til nýrnabilaðra og aðstandenda þeirra Verð: 24.995.- Stærðir: 36 - 41 Vnr. E-203173 Verð: 24.995.- Stærðir: 36 - 41 Vnr. E-203173 Verð: 24.995.- Stærðir: 36 - 41 Vnr. E-203113 Verð: 24.995.- Stærðir: 36 - 41 Vnr. E-203113 ECCO Chunky Sneaker - NÝ SENDING - Í grein sem und- irritaður ritaði í Mbl. 8. apríl 2013 kemur m.a. þetta fram: „Í dag er grunnnet fjar- skipta landsins byggt á ljósleiðara sem inni- heldur aðeins átta þræði en það tak- markar mjög sam- keppni, vöruframboð og síðast en ekki síst öryggi fjarskipta.“ Í sömu grein legg ég einnig til að lagðir verði 288 ljósleiðara- þræðir um landið. Þessi tillaga á enn við og raunar er slík fram- kvæmd meira áríðandi í dag en árið 2013. Hér skal því áréttað mikilvægi þess að lagður verði ljósleiðari með 288 ljósleiðara- þráðum sem nýr stofnstrengur fyrir grunnnet fjarskipta á Ís- landi. Framkvæmdin ætti að vera þannig að plægt yrði ídráttarrör og ljósleiðara síðan blásið í rörið. Það ætti ekki að þekkjast að ljósleið- arar séu plægðir beint í jörð. Það er sóun á fé vegna þess hversu hátt hlutfall kostnaðar við lagn- ingu ljósleiðara er bundið í jarðvinnunni. Byggja þarf tengihús á leið ljósleiðarans á réttum stöðum. Ljós- leiðarinn og tengi- húsin eiga að vera í eigu ríkisins. Ríkið ætti ekki að reka neinn virkan búnað, aðeins leigja aðganga að svokölluðum „dark fibers“. Ástæð- an fyrir mikilvægi eignarhalds rík- isins er að tryggja samkeppni á heildsölumarkaði fjarskipta í dreifbýli. Aðgangur fyrir ljósleið- arapar á að vera fastur og óháður vegalengd (sbr. þegar landið var gert að einu gjaldsvæði varðandi símtöl). Ef miðað er við 2000 km má gera ráð fyrir 2-2,5 milljarða kostnaði. Það er lág fjárhæð í samanburði við þá styrkingu byggðar í dreifbýli sem slík fram- kvæmd hefði í för með sér. Með því að gera fjarskiptafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum kleift að leigja þræði á föstu verði óháð vegalengd er samkeppni tryggð til framtíðar. Til að reka fyrirtæki í dag, stórt eða smátt, er aðgangur að ljósleið- ara forsenda reksturs. Eina heild- stæða ljósleiðarakerfið á landsvísu er umræddur NATO-ljósleiðari. Fimm af átta þráðum eru í eigu Mílu. Míla hefur nánast einokun á fjarskiptamarkaði þegar kemur að heildsölu fjarskiptatenginga utan suðvesturhornsins. Undirritaður hefur fengið að reyna hversu hamlandi það getur verið eftir að hafa komið að hönnun og bygg- ingu tveggja ljósleiðarakerfa í dreifbýli, í Öræfum 2007-2010 og í Mýrdal 2013-2014. Vel hefur verið staðið að lagn- ingu ljósleiðara í dreifbýli landsins sl. ár. En betur má ef duga skal. Enn á eftir að ljósleiðaravæða þéttbýlisstaði utan suðvest- urhornsins og enn á eftir að leggja nýjan stofnstreng fjar- skipta um landið sbr. hér að ofan. Hinn 28.10. 2007 skrifaði und- irritaður grein í Mbl. þar sem m.a. þetta kom fram: „Ég vil benda á að lagning ljósleiðara utan þétt- býlissvæðisins á suðvesturhorninu er ein öflugasta styrking við byggðir landsins sem hugsast get- ur.“ Þessi orð eiga enn vel við í dag. Það tók átta ár frá því að þetta var skrifað þar til fjar- skiptasjóður fór að útdeila fé til að styrkja sveitarfélög til að leggja ljósleiðara til heimila og fyr- irtækja í dreifbýli. Vonandi tekur ekki svo langan tíma fyrir stjórn- völd að setja fé í nýjan stofn- streng fjarskipta sem myndi leysa af hólmi NATO-leiðarann. Um endurnýjun svokallaðs NATO-ljósleiðara Eftir Ingólf Bruun Ingólfur Bruun »Hér skal því áréttað mikilvægi þess að lagður verði ljósleiðari með 288 ljósleiðaraþráð- um sem nýr stofn- strengur fyrir grunnnet fjarskipta á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri fjarskipta ehf. ib@betrifjarskipti.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendi- kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.