Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 50

Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Mjög gott úrval af gæðakjöti María Gomez er hér með uppskrift að fullkomnum gauffres en það eru fáir sem standast henni snúning í eldhúsinu. Hún segir alvöru belg- ískar vöfflur vera mun þyngri í sér en vöfflur úr hefðbundnu íslensku vöffludegi sem sé bakað í belgísku vöfflujárni. Þær séu líka aðeins harðari undir tönn og harðni þegar þær kólni ólíkt því sem við erum vön. „Það er langbest að neyta þeirra beint úr vöfflujárninu en ekki láta þær standa mikið áður. Svo er hægt að taka afgangsvöfflur og hita í 40 sekúndur í örbylgju til að mýkja þær upp aftur og fá eins og nýjar,“ segir María og bætir við að það geti verið nokkuð snúið að fá perlusykur hér á landi. „Ég fann þennan í Fjarð- arkaupum og hann heitir svensk pärlsocker og er svona hvítar perl- ur eins og er stundum notað á kan- ilsnúða. Ef þið finnið hvergi perlu- sykur má nota grófan hrásykur í staðinn, í aðeins minna magni, en ég gef það upp sem valkost í hrá- efnislistanum. Mér finnst langbest að bera þær fram með upphituðu súkkulaði- smjöri eins og Nutella eða öðru sem ykkur finnst best og þeyttum rjóma. Ef þið eruð vön að nota hefðbundið vöffludeig munuð þið taka eftir að þessar eru meira eins og sætt brauð eða stökkar að utan og mjúkar innan í. Alvöru belgískar vöfflur 500 g hveiti ½ tsk. fínt borðsalt 1 tsk. sykur 10 g pressuger eða 1 tsk þurrger (mér finnst pressuger betra) 2 dl ylvolg nýmjólk 225 g mjúkt smjör skorið í teninga 2 egg 1 tsk. vanilludropar 150 g perlusykur eða 110 g grófur hrásykur (verður að vera grófur eins og t.d frá Dansukker og fæst í Bón- us, notið samt bara ef þið finnið ekki perlusykur) Setjið hveiti og salt saman í hrærivélarskál og blandið létt með króknum Setjið svo ylvolga mjólk, ger og 1 tsk sykur saman í aðra skál og látið standa í eins og fimm mínútur. Bætið svo eggjum og vanillu- dropum saman við germjólkina og hrærið vel saman með písk eða gaffli Kveikið svo á hrærivélinni og hellið gerblöndunni út í hveitið meðan það hnoðast. Setjið svo smjörið í teningum smátt og smátt saman við deigið og hnoðið þar til allt er vel hnoðað saman (athugið að deigið er frekar klístrað og blautt og þannig á það að vera, ekki bæta við það hveiti). Látið deigið hefast í 30 mínútur í skálinni undir stykki. Þegar deigið hefur hefast er perlusykurinn eða hrásykurinn, hvort sem þið notið, settur saman við og hnoðað í örlitla stund (ég gerði það bara með höndunum ofan í skálinni). Deigið á að duga í 8-10 vöfflur svo takið eins og kúlu á stærð við litla brauðbollu og setjið hana á járnið og bakið. Þetta deig er lengur að bakast en venjulegar vöfflur en þær eiga að vera fallega gylltar að lit. Berið fram með öllu því sem ykk- ur dettur í hug en með upphituðu súkkulaðismjöri og þeyttum rjóma er laaaangbest. Alvöru belg- ískar vöfflur – gauffres Það eru margir sem vita ekki að alvöru belgískar vöfflur eða gauffres eins og það er kallað eru ekki gerðar úr hefðbundnu vöffludeigi eins og við þekkj- um það. Í alvöru-gauffres er notað gerdeig með perlusykri sem bráðnar svo í deigið og gerir eins og sæta húð á vöfflurnar sem gerir þær stökkar. Ljósmynd/María Gomez Ljúffengar Vöfflurnar eru langbestar beint úr vöfflujárninu," segir María Gomez. Breska snakkið PROPER er nú fá- anlegt hér á landi en vöxtur fyrir- tækisins í heimalandinu hefur verið með ólíkindum og hefur slegið út sambærilegar vörur. Það sem gerir PROPER-snakkið svo skemmtilegt er að meginhráefnið eru próteinrík- ar linsubaunir auk þess sem mikið er lagt upp úr öðrum hráefnum og þá ekki síst hreinleika þeirra. PRO- PER-snakkið inniheldur hvorki rot- varnarefni né viðbætt aukaefni og hver skammtur inniheldur minna en 100 hitaeiningar. Almennt séð inni- heldur PROPER-snakkið 30% minni fitu en sambærilegar vörur og vör- urnar eru bæði vegan og glúten- lausar. Bragðið þykir líka afar gott sem útskýrir væntanlega vinsældir þess en hér er á ferðinni valkostur fyrir þá sem vilja heilsusamlegra og hita- einingasnauðara snakk án þess að fórna bragðgæðunum. Próteinríkt PROPER-snakkið er próteinríkt enda unnið úr linsubaunum. Hitaeiningasnauða snakk- ið sem slegið hefur í gegn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.