Morgunblaðið - 11.03.2021, Side 55
MINNINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
an Guð að styrkja fólkið hennar
sem hún elskaði svo heitt, pabba
hennar, börn, barnabörn, systk-
ini og góðu vinkonurnar.
Elín Sigrún Jónsdóttir.
Við náðum saman í lagadeild-
inni. Við vorum eldri en flestir
hinna og úr varð góður vinskap-
ur sem hefur haldist þó að við
höfum siglt hver sinn sjó – stund-
um meira að segja ólgusjó og
ekki síst Katla. Frá upphafi dáð-
umst við að henni fyrir það hvað
hún var kraftmikil, áhugasöm,
klár, smart og skemmtileg. Hún
fékkst við áhugaverð og krefj-
andi viðfangsefni, leyfði sér ekki
að staðna, var með mörg járn í
eldinum, beitti sér þannig að hún
lét muna um sig, stofnaði fyrir-
tæki og fór á flug. Eljan enda-
laus. Hún lifði lífinu fallega og af
ástríðu, bæði fyrir og eftir
krabbameinsgreiningu. Hún fór í
gegnum meðferðina á hlaupum í
orðsins fyllstu merkingu. Vissu-
lega óvanalegt, sagði læknirinn
víst, en alls ekki slæmt. Hún
tókst á við verkefnið af þeim
kjarki og töffaraskap sem ein-
kenndu hana. Hún talaði um for-
eldra sína og systkini af virðingu,
stolti og hlýju en börnin og síðan
barnabörnin voru líf hennar og
yndi. Tveimur dætrum deildi hún
með annarri móður og um það
talaði hún alltaf eins og ekkert
væri eðlilegra. Síðast þegar hóp-
urinn hittist hafði meinið tekið
sig upp og ljóst hvert stefndi.
Hún talaði opinskátt um stöðuna
og hvaða tilfinningar hún væri að
upplifa.
Hún sagðist svo óendanlega
þakklát fyrir það að börnin henn-
ar væru öll á góðum stað í lífinu
en jafnframt sorgmædd yfir því
að fá ekki að fylgja þeim og
barnabörnunum lengur og gleðj-
ast með þeim á tímamótum eins
og fermingum og útskriftum. Þá
sagðist hún bæði í gríni og alvöru
eiginlega bara alveg bálreið yfir
því að fá ekki að eyða lífeyrinum
sem hún hefði hamast við að
leggja fyrir. Þetta lýsti henni allt
svo vel.
Þrátt fyrir veikindin og dóm-
inn sem hún hafði fengið horfði
hún engu að síður fram á við og
sagðist ætla með stóru fjölskyld-
una sína til Ítalíu og láta ekki
heimsfaraldurinn stöðva sig. Þar
átti að njóta samveru og lífsins
lystisemda.
Hún elskaði að ferðast og
leiddist ekki lúxus. Hún var
ákveðin í að njóta tímans sem
hún átti eftir og gerði það sann-
arlega. Það var enda ótrúlega
lýsandi, kærleiksríkt og fallegt
hvernig börnin minntust hennar
í andlátstilkynningu á facebook.
„Hún skilur eftir sig stórt skarð
og fimm afskaplega þakklát
börn.“
Við vinkonurnar höfum ekki
alltaf verið á lygnum sjó þennan
aldarfjórðung frá því við kynnt-
umst. En oftast hefur verið bjart
yfir og við höfum fylgst með
gleðilegum áföngum hver hjá
annarri.
Þegar hamingjan var við völd,
sem var sem betur fer oftar en
ekki, var Katla úr fjarlægð eins
og flögrandi fiðrildi. Við fengum
því miður ekki að knúsa hana og
faðma, eins og við hefðum gjarn-
an viljað þegar við hittumst síð-
ast en erum þakklátar fyrir að
hafa fengið að vera henni sam-
ferða tæplega hálfa ævina, oftast
gapandi af aðdáun yfir því hvern-
ig hún tæklaði lífið sem færði
henni gleði og sorgir og krefjandi
verkefni aftur og aftur.
Við sendum fjölskyldu Kötlu
og öðrum ástvinum innilegar
samúðarkveðjur.
Aagot, Gréta, Guðríður,
Hallgerður og Tinna.
Ég kynntist Kötlu árið 2004
þegar hún hóf störf sem fram-
kvæmdastjóri hjá Reykjavíkur-
deild Rauða krossins þar sem ég
starfaði. Katla kom fersk eins og
vorregnið inn í hreyfinguna og
það var gott að vinna með henni.
Hún náði að tengja stjórn,
starfsfólk og sjálfboðaliða vel
saman og reyndist líka glúrin
rekstrarmanneskja. Næstu árin
voru mikill gullaldartími í sögu
hreyfingarinnar.
Katla hafði sterkar skoðanir
sem hún leyndi ekki og húmor
hennar var ekki alltaf fyrir við-
kvæma. Það var aldrei neinn
tepruskapur í kringum hana.
Hún hafði lent í mörgu og vissi
vel hvað lífið er brothætt enda
vildi hún alltaf lifa hverja stund
til fullnustu. Kona sem kunni að
gleðjast og sýna samlíðan. Að
sama skapi kunni hún vel að
meta ýmsar lífsins lystisemdir
og gaf engan afslátt af kröfum
um gæði þegar matur, vín og
fatnaður var annars vegar. Í
hennar félagsskap stækkuðu all-
ar stundir. Katla var þó ekki
skaplaus og það gat setið í henni
ef henni misbauð. Hún var lög-
fræðingur af ástríðu, elskaði lög-
fræði og átti sér draum um að
skrifa einhvern tíma lögfræðibók
um málefni innflytjenda og um-
sækjenda um alþjóðlega vernd..
Fyrir fáeinum vikum hittumst
við nokkrir gamlir samstarfs-
menn og vinir og var þá mjög af
henni dregið, miskunnarlaust
meinið búið að dreifa sér um allt.
Það var þó augljóst að hún ætl-
aði sér að vera við stjórnvölinn
að því marki sem kostur var og
njóta tímans með sínum nán-
ustu. Ég held að henni hafi tekist
það.
Veru kærust kvödd, elsku
Katla.
Hrafnkell Tumi Kolbeinsson.
Elsku Katla okkar er fallin
frá, allt of allt of snemma. Katla
var ekki bara samstarfskona
okkar á Útfararstofu kirkju-
garðanna, heldur einnig vinkona
okkar allra. Katla var góður
vinnufélagi sem sinnti starfi sínu
af alúð og var alltaf tilbúin til að
hjálpa okkur samstarfsfólkinu
sem og þeim sem hún þjónust-
aði. Hún var samviskusöm,
traust, bóngóð og vinnusöm.
Katla var einstaklega hláturmild
og skemmtileg kona sem var
fljót að kynnast fólki og þótti öll-
um strax vænt um hana. Hún
var einstaklega góður sögumað-
ur og eigum við samstarfsfélag-
arnir margar minningar af okk-
ur skellihlæjandi yfir sögunum
sem Katla sagði.
Katla var ein mesta ferða-
fluga sem við höfum kynnst.
Hún elskaði að ferðast og vildi
alltaf eiga alla vega einn farseðil
í skúffunni, helst fleiri. Katla
hafði það fyrir sið að mála á sér-
stök ferðaglös fyrir sig og ferða-
félaga sína og fóru glösin með í
allar hennar utanlandsferðir.
Katla var einnig alveg einstak-
lega fróð um hina ýmsu staði og
útbjó hún ferðahandbækur fyrir
margar borgir sem við vinnu-
félagarnir nutum góðs af þegar
við ferðuðumst þangað.
Hvort sem það voru góð hótel,
veitingastaðir, samgöngur, söfn
eða áhugaverðar staðreyndir þá
var Katla með það á hreinu.
Katla gafst aldrei upp sem
sýndi sig best í baráttu hennar
við krabbameinið, hún ætlaði að
hafa betur.
Hún bar veikindin ekki utan á
sér, var alltaf skvísa, og þannig
vildi hún hafa það allt fram á
hinstu stund. Hún var stolt kona
og var sérstaklega stolt af fjöl-
skyldunni sinni. Katla elskaði að
hafa allan hópinn sinn saman-
kominn í mat þar sem mikið væri
talað og hlegið eins og í ekta
ítalskri fjölskyldu.
Við vottum fjölskyldu hennar
okkar dýpstu samúð og þökkum
fyrir allar góðu minningarnar
um Kötlu okkar sem munu ylja
okkur á þessum erfiða tíma.
Hvíl í friði elsku vinkona.
Þínir samstarfsfélagar á Út-
fararstofu kirkjugarðanna,
Ellert, Emilía,
Guðmundur, Guðný,
Helga, Jón, Lára,
Magnús og Sigurður.
✝ Georg StanleyAðalsteinsson
skipstjóri fæddist í
Reykjavík 1. des-
ember 1936. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Ási í
Hveragerði 26.
febrúar 2021.
Hann var búsettur
í Vestmannaeyjum
öll sín hjúskaparár.
Foreldrar
Georgs Stanleys voru Að-
alsteinn Hólm Þorsteinsson vél-
stjóri og járnsmiður frá Hlið-
snesi, f. 22.8. 1914, d. 4.5. 1961,
og Helga Guðbjörg Kristjáns-
dóttir frá Búðum í Eyrarsveit,
Snæfellsnesi, f. 29.4. 1919, d.
19.12. 1943.
Systkini Georgs Stanleys
eru: Martha María Kalmann, f.
5.10. 1935 d. 2.5. 2010; Elín Sig-
rún, f. 10.6. 1938,
d. 28.11. 1985; Kar-
lotta, f. 21.11.
1939, d. 1.3. 1979;
Þorbjörg Sonja, f.
15.2. 1949; Guðjón
Örn Vopnfjörð; f.
10.11. 1950; Birgir
Dýrfjörð, f. 1.10.
1955; Hafliði Helgi
Albertsson, f.
25.10. 1941, d. 13.7.
2008.
Georg Stanley kvæntist Arn-
dísi Pálsdóttur, f. 29.9. 1938, d.
20.4. 2009, hinn 31.12. 1964.
Synir þeirra eru Páll Arnar, f.
4.3. 1958, d. 12.2. 2012, og
Helgi Heiðar, f. 8.3. 1959. Son-
ur Georgs Stanleys er Páll
Tómasson, f. 4.6. 1956.
Útförin fer fram frá Hvera-
gerðiskirkju í dag, 11. mars
2021, klukkan 14.
Elsku frændi, nú ert þú kominn
í sumarlandið til hennar Dúddu
þinnar og Palla en þú ert búinn að
bíða eftir því í langan tíma að hitta
þau. Ég veit að systur þínar, þar
með hún Ella mamma mín, munu
taka vel á móti þér og nú verður
heldur betur spjallað, skrafað og
hlegið í himnaríki.
Frændi, þú varst stór partur af
mínu lífi og uppeldi. Það var alltaf
mikið húllumhæ á Író þegar
Dúdda og Stanley komu upp á
land. Ævintýrin og uppátækin þín
voru margvísleg, hvort sem það
var að kaupa flotta bíla eða eitt-
hvað annað. Frændi, þú varst mik-
ill sögumaður og þeim hæfileikum
gæddur að sveipa þær miklum
ævintýraljóma, hvort sem þær
voru sannar eða ekki. Líf þitt var
nú ekki alltaf dans á rósum. Þið
systkinin urðuð viðskila snemma í
æsku vegna fráfalls elsku Helgu
ömmu sem kvaddi ykkur alltof
ung. Þið fóruð hvert í sína áttina í
fóstur en til mikillar lukku hélduð
þið saman þú, mamma, Martha og
Lottý. Þú varst þeim góður bróðir
sem ávallt var hægt að teysta á.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem ég hef átt með þér eftir að þú
komst heim frá Noregi og dvaldir
hjá Björk systur og hennar fjöl-
skyldu. Heimsóknirnar í Hvera-
gerði eftir að þú fékkst inni á
Hjúkrunarheimilinu Ási voru góð-
ar og þar áttum við oft mikið og
skemmtilegt spjall saman. Viðtal-
ið sem ég tók við þig um þitt ævi-
skeið var ómetanlegt fyrir mig og
vakti það mikla athygli kennarans
míns í háskólanum sem sagði að
þetta væri saga sem vert væri að
skrifa um. Ég vil þakka starfsfólk-
inu á Ási fyrir góða umönnun með-
an á dvöl þinni stóð þar, þú talaðir
alltaf um hvað þú varst heppinn að
lenda þarna.
Takk elsku frændi fyrir allt og
minning þín mun lifa með mér alla
ævi.
Þín frænka,
Þuríður Helga.
Georg Stanley
Aðalsteinsson
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og langafi,
HARALDUR JÚLÍUS SIGFÚSSON,
lést 26. febrúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 15. mars klukkan 13.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Munum sóttvarnir og skráningu í kirkjunni.
Anna Haraldsdóttir Sveinn Jóhannsson
Guðný Haraldsdóttir Ólafur Jóhannesson
Haraldur Haraldsson Ester Bjargmundsdóttir
Steinunn Haraldsdóttir Grétar Mar Hreggviðsson
barnabörn og barnabarnabörn
AUÐUR HALLDÓRSDÓTTIR,
sem lést 6. mars, verður jarðsungin frá
Háteigskirkju mánudaginn 15. mars
klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verður útförinni
streymt á slóðinni: www.sonik.is/audur
Ingólfur H. Eyfells Hrafnhildur Eyfells
Ólafur Lúðvíksson Gunnhildur Viðarsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
KOLBRÚN HJARTARDÓTTIR,
kennari og sagnfræðingur,
Hólabergi 84,
lést sunnudaginn 28. febrúar á líknardeild
LSH. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Hermann Hjartarson
Elísabet Guðný Rune
Sveingerður Hjartardóttir Guðmundur Einarsson
Margrét Jónsdóttir
Nína Hjartardóttir
Helga Guðmundsdóttir
Sveinn Hjörtur Hjartarson Sigurveig H. Sigurðardóttir
og fjölskyldur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæru
GUÐNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR.
Friðjón Hallgrímsson
Bent Russel Helga Ingibjörg Reynisdóttir
Rúnar Russel Tuti Ruslaini
Frank Russel
Ólafur Björn Ólafsson Jolanta Marzina Glaz
Þorsteinn Bjarki Ólafsson Tatiana Malai
Helga Kristín Friðjónsdóttir Mike Klein
Rannveig Þöll Þórsdóttir Ólafur Sveinbjörnsson
Solveig Björk Sveinbjörnsd.
ömmubörn og langömmubarn
Útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ERNU SIGURBALDURSDÓTTUR
frá Ísafirði,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
12. mars klukkan 13.
Allir velkomnir en í ljósi aðstæðna eru gestir beðnir um að hafa
með sér á blaði nafn, kennitölu og símanúmer.
Hólmfríður S. Sigurðardóttir Ragnar Stefánsson
Pétur Örn Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn