Morgunblaðið - 11.03.2021, Síða 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
✝ Unnur Ágústs-dóttir fæddist í
Reykjavík 11. júlí
1927. Hún lést 26.
febrúar 2021. Faðir
Unnar var Einar
Ágúst Guðmunds-
son frá Ísafirði, f.
7.8. 1882, d. 16.3.
1965, hann starfaði
lengst af sem bíl-
stjóri.
Móðir Unnar var
Katrín Hreinsdóttir, húsmóðir
frá Kvíarholti í Holtum, f. 30.11.
1895, d. 6.5. 1994. Alsystir Unn-
ar var Ingigerður fóstra, f. 1923,
d. 2019. Hálfsystkini Unnar sam-
feðra voru Höskuldur, f. 1905, d.
1996, Þóra, f. 1907, d. 1977, Mar-
grét Sigríður, f. 1909, d. 1992,
25.1. 1951. Eiginmaður hennar
er Gunnar Þorvaldsson flug-
stjóri, f. 23.4. 1947. Börn þeirra
eru a) Linda, f. 1971 b) Katrín
Rós, f. 1975 c) Pála, f. 1982.
2) Lára félagsráðgjafi, f.
25.10. 1952. Eiginmaður hennar
er Sveinn Kjartansson barna-
læknir, f. 13.2. 1951. Börn þeirra
eru a) Snjólaug, f. 1973 b) Kjart-
an Páll, f. 1977 c) Jóhann Jökull,
f. 1989. 3) Ingibjörg ritari, f. 7.1.
1957. Eiginmaður hennar er
Gunnar Hermannsson raf-
magnsiðnfræðingur, f. 8.8. 1953.
Dóttir Ingibjargar er Unnur
Helgadóttir, f. 1988. Dóttir Ingi-
bjargar og Gunnars er Rakel
Rán, f. 1995. 4) Guðrún kennari,
f. 7.1. 1957. Eiginmaður hennar
er Þórir Baldursson tónlist-
armaður, f. 29.3. 1944. Dætur
þeirra eru a) Sóley, f. 1984 og b)
Sunna Margrét, f. 1992. 5) Unn-
ur kennari, f. 18.6. 1963. Eig-
inmaður hennar er Sigfús Bjarni
Sigfússon forstjóri, f. 5.12. 1968.
Börn Unnar eru Páll Ingi Kvar-
an, f. 1985 og Erla Hlíf Kvaran,
f. 1987. Synir Unnar og Sigfúsar
eru Sigfús Ragnar, f. 1993 og
Gunnar Sveinn, f. 2000. Barna-
barnabörn Unnar og Páls eru 22
talsins.
Unnur ólst upp í Reykjavík.
Árið 1946 fór hún í hússtjórn-
arskóla í Svíþjóð. Árið 1949 út-
skrifaðist hún sem íþróttakenn-
ari úr Íþróttaskólanum á
Laugarvatni. Hún starfaði sem
kennari við Barnaskóla Borg-
arness en frá 1959 kenndi hún
við Mýrarhúsaskóla á Seltjarn-
arnesi þar til hún fór á eftirlaun
1995. Unnur útskrifaðist sem
sérkennari frá KÍ 1971. Hún
stundaði framhaldsnám við Met-
ropolitan State College, Denver,
Colorado 1976-1977.
Útför Unnar verður gerð frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 11.
mars 2021, klukkan 15.
Slóð á streymi:
https://tinyurl.com/e3px86j6/.
Hlekk má finna á:
www.mbl.is/andlat/.
Steinunn, f. 1911, d.
2002, Nanna Helga,
f. 1912, d. 2011,
Ágústa, f. 1914, d.
1997, Guðmundur,
f. 1916, d. 1983,
Bolli, f. 1920, d.
2005.
Eiginmaður
Unnar var Páll
Guðmundsson
skólastjóri, f. 29.8.
1926, d. 13.2. 2015.
Þau gengu í hjónaband 11.7.
1950. Foreldrar hans voru Guð-
mundur G. Kristjánsson, f. 1893,
d. 1975 og Lára Ingibjörg
Magnúsdóttir, f. 1894, d.
1990.
Dætur Unnar og Páls eru: 1)
Katrín hjúkrunarfræðingur, f.
Við tengdasynir Unnar
Ágústsdóttur komum inn í fjöl-
skyldu hennar á sínum tíma hver
á fætur öðrum. Öllum var okkur
mjög vel tekið. Unnur og Páll
bjuggu á Unnarbraut 10, hún
kennari og hann skólastjóri, með
fimm dætrum sem voru hver ann-
arri myndarlegri. Þau sýndu okk-
ur öllum ætíð mikla umhyggju og
virðingu og virðingin var vissu-
lega gagnkvæm. Þau hjónin sáu
til þess að halda fjölskyldunni
saman á einkar ástúðlegan hátt
og voru alltaf fremst í flokki bæði
í gleði og sorg. Saman áttum við
ógleymanlegar stundir bæði inn-
anlands og erlendis í fjölmörgum
ferðum og veislum.
Eftir að Páll andaðist í febrúar
2015 lét Unnur ekki bugast held-
ur hélt sínum sessi sem ættar-
móðir og ef satt skal segja þá
efldist hún að mörgu leyti. Unnur
var glaðlynd en ákveðin og hafði
sterkar en sanngjarnar skoðanir
á mönnum og málefnum. Réttsýn
og þoldi ekki illt umtal. Tók æv-
inlega upp hanskann fyrir þá sem
minna máttu sín. Áhugasöm, for-
vitin og fróðleiksfús alveg fram í
andlátið. Sá til þess að halda
þéttu og góðu sambandi við vini
og ættingja, dætur og tengda-
syni, barnabörn og barnabarna-
börn.
Við eigum ótal minningar um
og með Unni. Sú síðasta tengist
kvöldstund sem við áttum saman,
dæturnar fimm og tengdasynir,
einni viku fyrir andlátið. Unnur
var hress í bragði og gleðigjafi
eins og venjulega. Kom með hatta
og söngbækur. Dansaði við okkur
og söng, kunni enda öll lögin.
Nokkrum dögum síðar fékk hún
heilablóðfall og skömmu eftir það
lést hún í faðmi dætra sinna.
Unnur lifði og dó með reisn.
Við trúum því að hún hafi fengið
þann dauðdaga sem hún hefði
helst kosið sér. Að leiðarlokum
þökkum við Unni tengdamóður
okkar fyrir samfylgdina í lífinu og
munum sakna hennar sárt.
Sigfús Bjarni Sigfússon,
Gunnar Hermannsson,
Sveinn Kjartansson,
Gunnar Þorvaldsson,
Þórir Baldursson.
Elsku hjartans amma mín og
nafna. Sú tilhugsun að þú myndir
einhvern tímann kveðja þetta líf
var mér ótrúlega fjarri. Það er
auðvitað pínuskrýtið að hugsa
svoleiðis þar sem það er algildur
sannleikur að allir munu fara fyrr
eða síðar.
Það var bara öðruvísi með þig,
það var eins og þetta lögmál ætti
ekki við í þínu tilviki. Kjarni þess-
arar hugsunar hjá mér var sá að
þú varst svo ótrúlega mikill þátt-
takandi í lífinu. Þú hafðir skoð-
anir á öllu, hafðir gaman af því að
ræða allt á milli himins og jarðar,
gast auðveldlega miðlað af
reynslu þinni og gefið af þér á svo
jákvæðan og magnaðan hátt. Þó
svo að þú hafir verið vel á veg
komin með aldar afmæli þá
barstu það ekki með þér. Sífellt
að velta fyrir þér nýjum hlutum,
vera meira sjálfbjarga, hlusta,
læra og efla þig á allan hátt. Það
sem var einkennandi fyrir þig var
jákvæðnin, gleðin, áhuginn,
þrautseigjan, viskan og það allra
besta var húmorinn. Þú sýndir
það svo sannarlega að húmorinn
getur komið manni ansi langt.
Það eru ótal minningar sem
standa upp úr þar sem við hlógum
saman að bröndurunum þínum
eða krefjandi aðstæðum sem þú
náðir með ótrúlegum hætti að
gera fyndnar og skemmtilegar.
Ein af þessum minningum er þeg-
ar ég átti samtal við þig í lok síð-
asta árs.
Þá var ég að segja þér frá
framkvæmdum í íbúðinni okkar
Björns, sem við höfðum nýlega
fest kaup á. Ég sagði þér að fram
undan væru margar stórar
ákvarðanir sem við Björn þyrft-
um að taka og við værum nú ekki
alltaf sammála í öllu. Þetta fannst
þér nú ekkert stórmál og bauðst
til þess að lána mér gamla box-
hanska sem afi hafði átt. Ég gæti
notað þá til þess að banka aðeins í
Björn þegar hann væri ósammála
mér. Við sprungum auðvitað báð-
ar úr hlátri og héldum svo áfram
að ræða hvort það væri betra að
mála fyrst eða setja parkett. Þú
hafðir svo sannarlega skoðanir á
því.
Dýrmætastur af öllu fannst
mér vinskapurinn okkar. Það var
svo yndislegt að eiga svona gott
og fallegt samband við þig. Fram-
koma þín og væntumþykja í garð
Elísu Bjargar og Þórhildar var
með ótrúlegum hætti þar sem þú
hafðir svo mikinn áhuga á að
fylgjast með þeim vaxa og dafna.
Það er sárt að hugsa til þess að
þið litli kútur náið ekki að hittast,
en við munum hugsa svo mikið til
þín og ég veit líka að þú munt
fylgjast vel með.
Lífið verður ekki eins án þín.
Eitt af því sem þú hefur kennt
mér er að lifa lífinu lifandi og það
mun ég svo sannarlega gera. Ég
mun hugsa til þín þegar ég kaupi
rósir, sólin skín eða þegar fugl-
arnir syngja. Ég mun alltaf hugsa
til þín, amma mín. Takk fyrir að
vera þú.
Þín nafna, vinkona og barna-
barn,
Unnur.
Í dag opnast himnarnir fyrir
einni af minni uppáhaldsman-
neskjum í lífinu, Unni ömmu.
Amma kallaði mig alltaf Rósina
sína og þótti mér afar vænt um
það. Við amma áttum alltaf ein-
stakt samband sem einkenndist
af mikilli virðingu, væntumþykju
og gleði.
Þegar ég var tíu ára var ég
beðin að koma í krakkaútvarps-
þátt á Rás 1. Ég hafði unnið sund-
mót og var komin til að ræða
sundíþróttina. Fyrsta spurningin
sem ég fékk var: „Katrín, hvað
ætlar þú nú að verða þegar þú ert
orðin stór?“ Ég var ekki lengi að
svara: „Ég ætla að verða drottn-
ing eins og amma mín.“ Það kom
aðeins á útvarpsmanninn við
þetta svar mitt, en ég meinti að
ég ætlaði að verða sunddrottning
eins og amma. Í dag, þegar ég
hugsa til baka, þá var þetta svar
mitt alveg laukrétt. Auðvitað hef
ég alltaf viljað verða drottning
eins og amma mín, því það var
hún svo sannarlega allt fram á
síðasta dag.
Ég var á svipuðum aldrei þeg-
ar við Heiðrún vinkona mín kom-
um til ömmu og hún sagði:
„Stelpur mínar, syngið nú aðeins
fyrir mig.“ Við Heiðrún vorum nú
til í það og byrjuðum að syngja
fyrir ömmu „Í bljúgri bæn“. Þeg-
ar við vorum búnar með fyrsta
erindið sagði amma: „Rósin mín,
þú skalt bara hreyfa varirnar en
Heiðrún, syngdu aðeins hærra.“
Eftir á sagði hún svo við mig:
„Rósin mín, þínir hæfileikar
liggja ekki í söng, en þú hefur svo
marga aðra sem þú skalt rækta.“
Einhverjum árum síðar tók þessi
vinkona mín þátt í Eurovision en
ég hef sannarlega ræktað aðra
styrkleika mína.
Amma var mjög söngelsk og
elskaði söng. Alltaf þegar stór-
fjölskyldan kom saman var sung-
ið. Amma var líka meistari í að
búa til ratleiki og við fjölskyldan
nýttum öll tækifæri til að „mars-
era“ en þá stýrði amma, fyrst
með afa, svo með Gullu dóttur
sinni. Ég veit að við munum
halda þessari hefð við í minningu
ömmu og afa.
Síðustu stundir okkar ömmu
saman eru mér ómetanlegar. Við
hittumst nokkrum dögum áður
en amma kvaddi, drukkum eitt
glas af góðu sérríi og ræddum
málin. Ég mun aldrei gleyma því
sem hún sagði við mig þennan
dag og ég lofa að fylgja því máli
eftir.
Daginn áður en amma fékk
vængina sína hittumst við í
göngutúr í yndislegu veðri. Sóley
mín var að æfa sig fyrir fimleika-
mót og náði aldrei að klára eitt
stökkið sem hún átti að gera.
Amma stóð og hvatti hana áfram
með orðunum: „Stattu upp
stelpuskott og reyndu þangað til
þú nærð þessu.“ Amma hefði ver-
ið stolt af henni þegar Sóley klár-
aði stökkið á fimleikamóti nokkr-
um dögum seinna.
Elsku amma, það eru sann-
kölluð forréttindi að hafa fengið
að alast upp og fullorðnast undir
þinni vernd og leiðsögn og í því
fjölskylduumhverfi sem þú og afi
áttuð svo mikinn þátt í að skapa.
Þið kennduð okkur öllum að stór-
fjölskyldan á alltaf að standa
saman. Þú minntir mig reglulega
á það og því mun ég aldrei
gleyma. Ég kveð þig með miklum
söknuði en þakklæti. Mikið getur
þú verið stolt af öllu því sem þú
hefur skapað og skilur eftir þig.
Nú ertu komin með vængina
þína, fljúgðu nú elsku amma.
Rósin þín,
Katrín Rós
Gunnarsdóttir.
Það eru forréttindi að eiga
ömmu þegar maður er komin á
fimmtugasta aldursár. Og ekki
bara ömmu heldur manneskju
sem var virkur þátttakandi í öllu
mínu lífi. Ég á ótal margar minn-
ingar frá mínum æskuárum þar
sem ég var umvafin athygli og
ástúð ömmu og afa enda elsta
barnabarnið og átti því athyglina
óskipta í nokkur ár. Þegar ég var
á tíunda ári fékk ég það tækifæri
að búa hjá ömmu og afa eina
skólaönn vegna fyrirhugaðs
flutnings foreldra minna á milli
skólahverfa. Í nýja skólanum
mínum var afi skólastjóri og
amma kennari. Varla hægt að
hugsa sér betri stuðning þegar
skipt er um skóla á viðkvæmum
aldri.
Amma braust til mennta þrátt
fyrir að vera komin af ómenntuðu
fólki sem hafði takmarkað á milli
handanna. Hún útskrifaðist frá
íþróttakennaraskólanum á
Laugavatni og stundaði sund- og
íþróttakennslu í mörg ár. Hún og
afi fóru til Colorado 1976 til frek-
ara náms. Amma valdi sér-
kennslu sem sitt fag og hafa ótal
mörg börn hlotið hennar aðstoð
við lestrarkennslu. Amma var
ekkert sérstaklega þolinmóð að
eðlisfari en þegar kom að þessum
málum virtist þolinmæðin óþrjót-
andi og trúin á að viðkomandi
nemandi gæti náð færni alltaf til
staðar og notaði hún leik og það
sem taldist óhefðbundnar aðferð-
ir þess tíma til að ná því mark-
miði.
Amma var framúrskarandi í
víðum skilningi þess orðs. Hún
var einstaklega glæsileg og hafði
fallega framkomu og hlýja nær-
veru. Hún átti auðvelt með að
halda uppi innihaldsríkum sam-
ræðum, elskaði söng og dans, að
ógleymdum leikjum af öllum
gerðum. Þau afi náðu að byggja
upp samrýnda fjölskyldu með
dætrum sínum fimm og öllum
þeirra börnum og barnabörnum
þar sem kvenkynið hefur vissu-
lega verið ríkjandi í fjölda.
Amma var kvenskörungur og
hafði áhuga og skoðun á öllu.
Minningarnar streyma fram.
Fyrst amman sem rak stórt heim-
ili auk þess að vera útivinnandi og
frumkvöðull í sérkennslu barna.
Síðan handavinnuamma sem var
alltaf að sauma og prjóna og
reyndi mjög mikið en án árangurs
að miðla þeim áhuga og þekkingu
til næstu kynslóða. Amma sem
elskaði skrautskrift og allir fengu
skrautskrifuð kort við öll tæki-
færi með sérsniðnum heilræðum.
Amma sem dreif alla í heima-
gerða ratleiki á hverju sumri og
sá til þess að stórfjölskyldan hitt-
ist mjög reglulega og ræktaði
garðinn. Amma sem við eyddum
öllum jólum hjá þar til ég var far-
in að halda mitt eigið heimili.
Amma sem stýrði marseringu við
öll möguleg og ómöguleg tæki-
færi og þá fyrst með afa sér við
hlið og svo dætur og barnabörn.
Amma að baka kleinur. Amma
sem hafði tíma til að spjalla um
lífið og tilveruna. Amma sem
gafst aldrei upp á að reyna að ala
mig upp og siða mig aðeins til
þótt ég væri komin á fimmtugs-
aldur. Amma sem gaf ást og alúð
og hlýju bæði til mín, Gulla og
barnanna okkar. Amma sem ég
mun sakna mjög mikið nú þegar
hún er farin og amma sem kenndi
mér svo margt sem ég vil miðla til
næstu kynslóða.
Elsku fjölskylda, missir okkar
er mikill en hún Unnur amma
sáði fræjum sem við búum að til
framtíðar. Hvíldu í friði elsku
amma mín.
Linda Gunnarsdóttir.
Á Unnarbraut átti maður allt-
af annað heimili og þangað var
alltaf gott að labba inn. Amma
kannski nýbúin að baka, hlust-
andi á Rás 1 og tilbúin að ræða
það nýjasta. Gunnar Sveinn,
yngsta barnabarnið, minnist þess
að þegar hann vantaði eitthvað,
var leiður, vildi tala við einhvern,
var með rifnar buxur eða vildi
bara félagsskap, þá var amma
alltaf til staðar.
Hún hafði óbilandi áhuga á öllu
fólkinu sínu og fylgdist vel með
öllu sem gekk á í okkar lífi. Hún
hafði einstakan hæfileika til að
láta okkur líða eins og við værum
einstök og að hvert og eitt okkar
væri í sérstöku uppáhaldi. Lík-
lega líður hinum barnabörnunum
nákvæmlega eins.
Þegar Erla kláraði sína fyrstu
lopapeysu var amma svo stolt að
hún krafðist þess að halda peys-
unni eftir til að sýna prjóna-
klúbbnum sínum og mögulega
einhverjum fleirum. Erla veit
ekki hvort nokkur hafi séð peys-
una á endanum en henni leið auð-
vitað eins og um væri að ræða
flottustu peysu sem prjónuð hef-
ur verið.
Á sömu nótum minnast bræð-
urnir þess hve innilegan áhuga
amma hafði á öllu sem þeir voru
að gera og hafði óbilandi trú á
getu okkar til að gera hvað sem
er. Sigfús minnist þess að þau
höfðu bæði mikinn áhuga á tón-
list og hlustuðu saman. Þegar
hann var í barnaskóla tók hún
eftir því að hann trommaði mikið
með og hvatti hann til að læra,
sem hann svo gerði. Páll Ingi var
á meðan lengi í sérkennslu hjá
ömmu þar sem hann reyndi að
læra handskrift. Amma mútaði
honum með gúmmíböngsum
þrátt fyrir að hann væri tíu ára
gamall, en bæði gáfust þau á end-
anum upp og lærðu saman að
spila skák í staðinn – sem hann
gerir ennþá.
Amma var ekki að reyna að
gera okkur að einhverju sem við
ekki vildum verða, heldur hvatti
okkur til að finna okkar eigin
hæfileika og áhugamál. Hennar
verður sárt saknað.
Elsku amma vildi alltaf hafa
alla hjá sér og í síðustu heimsókn
Erlu til hennar kvaddi hún með
orðunum „þú kemur of sjaldan og
stoppar of stutt“.
Páll Ingi, Erla Hlíf, Sigfús
Ragnar og Gunnar Sveinn.
Njóttu, lifðu, lærðu.
Þessi orð gafstu mér í vega-
nesti þegar ég flutti út í nám er-
lendis. Þú talaðir af reynslu og
mun ég ávallt hugsa til þín þegar
ég stend á krossgötum í lífinu.
Annars hugsa ég mikið oftar til
þín en það. Amma mín, ég sakna
þín svo ógurlega mikið að orðin
týnast í þoku hjartans. En að
þessu sinni haldast sorgin og
gleðin í hendur, því þú naust og
þú lifðir og þú lærðir. Svo deild-
irðu því með okkur öllum og við
erum ævinlega þakklát fyrir. Við
heyrum þig syngja með fuglun-
um það sem eftir er.
Sunna Margrét Þórisdóttir.
Það er komið að ferðalokum
hjá ástkæru ömmu minni. Það er
ennþá óraunverulegt að sitja hér
og reyna að koma hugsunum
mínum á blað til minningar um
hana, því ég á erfitt með að tala
um hana í þátíð. Ég fékk að njóta
tilvistar hennar í rúm 36 ár, en ég
get ómögulega náð utan um að nú
sé komið að kveðjustund.
Hún amma var eiginlega sjálf-
stætt starfandi félagsmiðstöð,
það var alltaf nóg að gera hjá
henni og hún passaði ótrúlega vel
upp á alla í fjölskyldunni. Amma
var „larger than life“, kjarnak-
vendi og algjör nagli. Hún var
samt síðust allra til að hrósa
sjálfri sér eða finnast hún vera
eitthvað merkileg, hún vildi bara
vera góð manneskja og láta gott
af sér leiða. Og það var hún, sú
allra besta.
Síðustu daga stend ég mig að
því að vera í aðstæðum þar sem
mig langar að hringja og segja
henni frá einhverju sem er að
gerast. Því hún vildi vita allt, hvað
var í gangi með stelpurnar og
hvernig gekk með hitt og þetta.
Ef það var langt síðan við sáumst
síðast, þá rukkaði hún mig. Hún
hafði svo einlægan og djúpan
kærleik á okkur barnabörnunum
og börnunum okkar. Amma var
með stærsta hjartað, hlýjasta
faðminn. Sagði bestu sögurnar og
hlustaði af næmni, skilningi og án
þess að dæma. Hún leiðbeindi,
gagnrýndi og hafði svo sannar-
lega skoðanir á öllu mögulegu og
ómögulegu. Hún var svo fyndin
að stundum verkjaði okkur í mag-
ann, við hlógum svo mikið. Við
frænkurnar stofnuðum meira að
segja aðdáendaklúbbinn „Amma-
best of á Facebook“ því hún fór
oftar en ekki á kostum við að
skrifa athugasemdir hjá sínu
fólki, beittur penni og oftar en
ekki að gera grín að okkur.
Hún var svo blíð og hafði svo
mikið að gefa að ég held að ég viti
engan sem var eins ósérhlífinn og
góður og hún. En hún var líka
þver og staðföst á sínum skoðun-
um, það var hrikalega gaman að
rökræða við hana og það er ofar
mínum skilningi hvernig er hægt
að hafa svona mikinn áhuga á öllu
milli himins og jarðar. Hvort sem
það var kynningarblað um konur í
atvinnulífinu eða nýjustu þætt-
irnir á Netflix. Amma var með
puttann á púlsinum, og maður lif-
andi hvað var gaman að fara yfir
þetta helsta með henni. Það hlýt-
ur svo að geta talist til afreka að
þrjóskast við að reyna að kenna
mér skrautskrift mörg ár í röð, nú
eða að kenna mér sömu hekl-
lykkjurnar aftur og aftur. Amma
var nefnilega með eindæmum
metnaðarfull og gafst eiginlega
aldrei upp á neinu sem hún byrj-
aði á.
Þessa dagana nýt ég þess að
skoða myndir og rifja upp minn-
ingar um einstaka konu sem ég
var svo ótrúlega heppin að eiga
fyrir ömmu. Þvílíkur fjársjóður.
Nú hefst nýtt ferðlag yfir í
sumarlandið. Þar bíður hennar
úrvalsfélagsskapur og ég veit að
endurfundirnir verða góðir. Ég
kveð þig, elsku amma mín, með
litlum fugli sem ég braut saman
fyrir þig, það er þjóðtrú að hvítu
vængirnir beri andann yfir í
næsta líf. Ég mun sakna þín alla
daga og passa upp á fuglana.
Takk fyrir allt.
Þín elskandi,
Sóley.
Í dag er ég ekki bara að kveðja
yndislega ömmu heldur líka einn
besta vin sem ég hef átt. Nú sit ég
ég við eldhúsborðið og reyni að
skrifa minningargrein um hana.
Það er erfitt. Einmanaleiki og
tómleikatilfinning í hjartanu og
tárin leka niður. Það er líka svo
sérstakt að geta ekki farið með
textann til ömmu og beðið hana
að hjálpa mér og lesa hann yfir og
betrumbæta orðfærið og staf-
setninguna sem hún gerði svo oft.
Við amma vorum tengdar sterk-
um böndum. Ég var svo heppin að
ganga í Mýrarhúsaskóla á sama
tíma og Páll afi var þar skólastjóri
og amma að kenna.
Þegar ég byrjaði í Valhúsa-
skóla fór ég alltaf tvisvar í viku til
þess að læra heima hjá ömmu og
Unnur
Ágústsdóttir