Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
afa. Kom nú oftast svöng og fékk
alltaf skyr með rjóma.
Mér fannst stærðfræðin erfið
en alltaf sat hún með mér og við
lærðum saman algebru sem hún
kunni ekkert í þegar við byrjuð-
um. Hún dreif í að læra hana sam-
tímis mér til þess að hún gæti
hjálpað mér. Og við náðum að
læra þetta saman og ég útskrif-
aðist með ágætiseinkunn. Sein-
ustu ár hef ég verið heppin með
einstaka vináttu við ömmu. Við
erum búnar að spjalla um heima
og geima. Það sem var svo gott
við ömmu var mikil réttlætis-
kennd. Oft kom ég svo reið út í
heiminn en við að ræða hlutina við
ömmu breyttist allt til betri veg-
ar. Skemmtilegu kósíkvöldanna
okkar mun ég sakna mest. Þá fór
ég og keypti hamborgara í Haga-
vagninum. Það líkaði henni einna
best.
Svo leigðum við okkur mynd og
hún sagði alltaf að ef myndirnar
væru bannaðar innan 16 ára þá
væru þær pottþétt bannaðar eldri
en 90 ára.
Ég kveð elsku ömmu mína og
bestu vinkonu með miklu þakk-
læti en jafnframt sorg í hjarta. Þú
munt alltaf lifa í minningu minni.
Elska þig svo heitt amma mín.
Pála Gunnarsdóttir.
Öll börn ættu að eiga ömmu
eins og okkar. Hvert einasta okk-
ar barnabarnanna vissum að við
vorum í uppáhaldi hjá ömmu og
hún sá okkur eins og við erum,
með kostum og göllum, styrkleik-
um og veikleikum og elskaði okk-
ur öll. Amma þekkti öll lang-
ömmubörnin sín, gladdist með
hverjum nýjum sprota og sýndi
okkur að ást er ekki fasti heldur
takmarkalaus. Við fylltum hana
stolti sem speglaðist til okkar og
sigrarnir okkar, stórir jafnt sem
smáir margfölduðust í hennar
augum og juku þannig sjálfs-
traust okkar og styrktu sjálfs-
mynd okkar. Það var gjöf ömmu
til barnabarnanna.
Þegar við vorum lítil þá sagði
hún okkur að kalla sig ungu
ömmu enda bæði ung og stór-
glæsileg en barnshugurinn
breytti þessu í ungaömmu enda
vakti hún yfir ungahópnum sín-
um. Hún kenndi ungahópnum
gildi fjölskyldu og arfleifð hennar
felst í samhentri fjölskyldu þar
sem elsti jafnt sem yngsti er
ávallt velkominn. Flest okkar
barnabarnanna og langömmu-
barnanna eigum okkar bestu vini
innan fjölskyldunnar og kunnum
að njóta samvista þvert á kyn-
slóðirnar. Amma kenndi okkur að
leita hvert til annars jafnt í gleði
sem í sorgum. Hún kenndi okkur
að marsera saman enda væri fátt
sálinni betra hvort sem maður
væri barnabarnið sem tekur við
stjórninni á marsinum, barna-
barnið sem óskaði sér marser-
ingu í brúðargjöf þegar hann gift-
ist ástinni sinni eða barnabarnið
sem fann huggun í marsinum
þegar minnast átti drengsins sem
dó. Marsera, syngja, leika, allir
leggjast á eitt til að styrkja og
gleðja, við erum öll einstök og við
sjáum að við erum einstök vegna
endurvarps augna ömmu okkar.
Við syrgjum og söknum, minn-
umst og gleðjumst yfir að eiga
hvort annað og hafa átt yndislega
ömmu því þannig kenndi amma
okkur að takast á við lífsins
áskoranir.
Öll börn ættu að eiga ömmu
eins og okkar.
Snjólaug, Kjartan Páll
og Jóhann Jökull Láru
og Sveinsbörn.
Mikið vorum við systkinin
heppin að eiga Unni langömmu.
Hún var svo lifandi persóna og
góð og vildi alltaf fylgjast með
okkur og því sem við vorum að
gera. Hún passaði líka alltaf upp á
að við hittumst stórfjölskyldan og
bauð okkur á tónleika og út að
borða á hverju ári fyrir jólin. Hún
hafði líka svo gaman af leikjum og
spilum. Kúluspilið er til dæmis
eitthvað sem við tengjum alltaf
við ömmu. Við fengum líka alltaf
falleg afmæliskort með persónu-
legri kveðju frá henni á hverju
ári. Það var svo rólegt og gott að
heimsækja hana og hún hafði svo
góðan tíma til að spjalla og vera
til staðar.
Við munum sakna þín elsku
langamma okkar.
Birna Katrín, Húni Páll
og Ólafía Bjarney.
Það er með mikilli virðingu,
væntumþykju og þakklæti sem
ég minnist kærrar móðursystur
minnar Unnar. Við höfum alltaf
vitað það frændsystkinin að það
voru mikil forréttindi að alast upp
hjá foreldrum okkar, systurnar
fimm hjá Unni og Palla og við
systkinin þrjú hjá foreldrum okk-
ar Ingu og Steindóri (Deida).
Samgangurinn var langtímum
saman svo mikill og náinn á milli
fjölskyldnanna að það var eins og
að eiga tvö pör af foreldrum og
hvorum tveggja einstaklega
vönduðum þó ólík væru. Sam-
band Unnar og mömmu var alla
tíð náið og mikill vinskapur með
þeim. Þær voru hvor annarri
skemmtilegri og bökkuðu alltaf
hvor aðra upp í leikjum, glensi og
gríni. Það skyldi ætíð vera eitt-
hvað skemmtilegt og uppbyggi-
legt í gangi. Auðvitað lögðu Palli
og pabbi sitt til líka og voru fullir
þátttakendur í allri vitleysunni.
Unnur hefur alltaf í mínum huga
verið stór persóna. Hún var
glæsileg og falleg kona, fasmikil
og bar sig alltaf vel. Hún var
stemningsmanneskja og vildi að
lífið væri skemmtilegt, áhugavert
og innihaldsríkt. Unnur var ekki
mikið fyrir yfirborðshjal, hún
spurði krefjandi og innilegra
spurninga og hlustaði vel. Hún
vildi vita hvað þú værir að gera og
skilja það, hvað væri áhugavert í
því og síðan að finna leiðir til að
vera hvetjandi. Þegar ég var ung-
ur maður í framhaldsnámi er-
lendis þá skrifuðumst við á og það
var dýrmætt að finna hvað hún
hafði einlægan áhuga á að fylgj-
ast með bæði lífi okkar og því sem
ég var að fást við í náminu. Ég
veit að hún hefur verið í þessu
hlutverki fyrir svo marga af sín-
um afkomendum og reyndar líka
nemendur sína áður fyrr. Sá sem
skilur slíkar minningar eftir hef-
ur lifað vel. Ég þykist vita að sér-
staklega yngri kynslóðin í fjöl-
skyldunni sé ekki bara að missa
kæra ömmu eða langömmu, held-
ur einnig að missa kæran og mik-
ilvægan stuðningsmann.
Þeim sem og öðrum í nánustu
fjölskyldu, sem og nánustu vinum
sem eftir lifa, votta ég innilega
samúð.
Blessuð sé minning Unnar.
Baldvin Steindórsson.
Fallin er frá kær frænka mín,
Unnur Ágústsdóttir kennari.
Unnur var móðursystir mín og
fjölskyldurnar afar nánar. Unnur
og mamma mín Ingigerður voru
mjög samrýndar systur og eign-
uðust síðan eiginmenn sem
tengdust sterkum vinaböndum.
Nú hafa þau öll kvatt okkur eftir
langa og farsæla lífsgöngu.
Ég staldra við og hugsa aftur í
tímann. Minningar streyma fram
um ákveðna, stórbrotna og
skemmtilega konu sem alltaf bar
af hvar sem hún kom. Hún var
falleg, klár og glæsileg og með
mikla útgeislun. Hún var kröfu-
hörð bæði á sjálfa sig og aðra og
umbar enga leti eða hangs. Minn-
ingar um allar góðu stundirnar á
Unnarbrautinni þar sem alltaf
var mikið líf og fjör, enda dæt-
urnar fimm og bæði Unnur og
Palli mikið athafnafólk. Minning-
ar um útilegur og ferðalög bæði
innanlands og utanlands.
Ógleymanleg samvera í Dan-
mörku og síðan ævintýralegar
vikur saman í Colorado. Minning-
ar um svaml í sundlaugum lands-
ins þar sem frænkan kenndi mér
sundtökin. Minningar um
skemmtilegar skíðaferðir með
Unni og Palla, þar sem ein endaði
með fótbroti. Minningar um sum-
arbústaðaferðir og göngutúra.
Minningar um marga 11. júlí-af-
mælisdaga þar sem maður gat
treyst á að yrði mikið fjör og góð-
ur félagsskapur, það yrði sól og
gott veður og það yrði ratleikur.
Minningar um öll skemmtilegu
jólaboðin og áramótaboðin þar
sem þær systur stjórnuðu leikj-
um og dansi í kringum jólatréð,
skollaleik o.fl., stundum við mis-
góðar undirtektir ungdómsins.
Minningar um spjall um lífið og
tilveruna þar sem frænkan gaf
sér alltaf tíma til að hlusta, sýna
áhuga og sýna skilning.
Þakkir fyrir samfylgd í 57 ár.
Þakkir fyrir að vera flott fyrir-
mynd okkar sem höfum deilt með
þér lífinu. Þakkir fyrir alla
tryggðina, hlýjuna og leiðbeining-
arnar. Þakkir fyrir allar frábæru
frænkurnar sem þú gafst mér.
Ég kveð elsku frænku mína
með hlýju í hjarta.
Anna María.
Í dag kveðjum við elsku Unni,
móðursystur mína. Þær mamma
voru mjög samrýndar og var mik-
ill samgangur á milli heimilanna.
Í mínum huga vorum við ein stór
fjölskylda.
Það var gott að koma til Unnar
og Palla og dætranna fimm á
Unnarbrautina, því þar var tekið
vel á móti manni og þar var líf og
fjör. Þangað fór ég eins oft og
færi gafst, jafnvel þó að ég þyrfti
að taka tvo strætisvagna. Þar
lærði ég parís og teygjutvist og
fleiri stelpuleiki með tvíburunum.
En þegar átti að senda mig í ball-
ett þá sagði ég stopp og fór að æfa
fótbolta.
Hún Unnur frænka mín var
einstaklega hlý og gefandi, kát og
skemmtileg manneskja. Hún
hafði gaman af því að hafa fólk í
kringum sig og halda veislur. Á
því sviði var hún sérfræðingur, að
skipuleggja leiki svo sem ratleiki
og náði mjög oft að koma manni á
óvart með alls kyns sprelli.
Eftir að ég mannaðist tókst
með okkur kær vinátta sem entist
út lífið og ég verð ævinlega þakk-
látur fyrir.
Blessuð sé minning Unnar
Ágústsdóttur.
Snorri Steindórsson.
Hjartkær vinkona okkar, Unn-
ur, er látin. Fyrir örfáum dögum
sátum við í stofunni hjá henni,
drukkum kaffi og spjölluðum um
liðna tíma, börnin okkar og fjöl-
skyldur, atburði líðandi stunda,
eins og við gerðum á öllum okkar
ótal samverustundum. En allt í
einu er hún farin frá okkur, okkar
yndislega og kæra vinkona. Fram
á síðasta dag var Unnur skýr í
hugsun og tali, áhugasöm og
skemmtileg, sannkallaður gleði-
gjafi.
Við áttum því láni að fagna að
eignast frábæra vini í Unni og
Palla snemma á lífsleiðinni. Í rúm
60 ár áttum við vináttu sem aldrei
féll skuggi á og eftir að Palli lést
fyrir sex árum, hefur vinátta okk-
ar við Unni verið áfram mikilvæg
í lífi okkar. Á samverustundum
okkar, einkum nú síðustu árin,
höfum við gjarnan rifjað upp at-
burði liðinna ára eins og öll ferða-
lögin okkar, bæði innanlands og
utan, ýmist fjögur saman eða í
okkar góða vinahópi, „Græn-
landshópnum“. Upphaf hans var
vikuferð til Grænlands sumarið
1989 undir leiðsögn vinar okkar
Ingva Þorsteinssonar. Sá hópur
fór síðan á hverju sumri í vikuleg-
ar skoðunarferðir um landið okk-
ar. Þessar ferðir voru vel skipu-
lagðar með fararstjórn,
skemmtistjórn og matreiðslu-
stjórn. Á kvöldvökum okkar naut
Unnur sín vel með sína fallegu
sópranrödd og kunnandi alla
söngtexta. Við upprifjun okkar á
þessum ferðum skolaðist oft eitt-
hvað til en þá fór Unnur í dag-
bækur sínar og málin leystust.
Það sem upphaflega tengdi
okkur saman voru störfin okkar
og áhugi á mennta- og uppeldis-
málum, þeir störfuðu sem skóla-
stjórar, Páll í Mýrarhúsaskóla og
Ásgeir í Hlíðaskóla, Unnur var
sérkennari og Sirrý kennari og
síðar námsstjóri. Umræður voru
endalausar um ástand og úrbæt-
ur í skólamálum og oft sóttum við
endurmenntun saman hér og er-
lendis. En áhugamálin voru
íþróttir, t.d. stunduðum við sam-
an badminton, blak ásamt vina-
hópi og golf, dans og bridds til
fjölda ára. Hvað við gátum
skemmt okkur!
Þegar við hittumst fyrst voru
tvær dömur komnar í heiminn hjá
Unni og Palla og síðar bættust
þrjár við, en við eignuðumst þrjár
dætur. Öll börnin okkar tóku þátt
í okkar samskiptum á uppvaxtar-
árunum og góð tengsl mynduð-
ust. Alla tíð héldu Unnur og Palli
af mikilli alúð utan um barnahóp-
inn sinn, sem fór ört stækkandi,
hlúðu að öllum og áttu þátt í
þroska þeirra og menntun. Sam-
heldni hópsins var og er einstök.
Eftir að Palli lést hélt Unnur
áfram að láta sér annt um alla
sína mörgu afkomendur og var
augljóst að börnin elskuðu hana
og sóttu til hennar. Hún var ekki
aðeins frábær uppalandi og kenn-
ari, hún var einnig glæsileg kona
og hélt sinni reisn til síðasta dags.
Hennar er sárt saknað og við og
fjölskyldur okkar sendum dætr-
um hennar, tengdasonum og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur.
Sigríður og Ásgeir.
Mig langar að kveðja elsku
Unni, minnast hennar og þakka
fyrir samveruna, en vegir okkar
hafa legið saman frá því að ég
man eftir mér. Unnur og Palli
voru bestu vinir foreldra minna
og nánast allt í uppvextinum
tengist þeim og dætrunum. Við
systur að skottast hjá þeim í
gamla skólahúsinu við allskonar
íþróttaæfingar og leik og foreldr-
arnir ýmist að ræða nýjar skóla-
stefnur, að hjálpast að við bygg-
ingu heimila sinna eða taka
slaginn eftir góðan kvöldverð
saman.
Unnur var glæsileg og falleg
kona, alltaf vel tilhöfð, hlý og
skemmtileg. Það var svo gaman
að hittast og spjalla, hún fylgdist
vel með, hafði einlægan áhuga á
öllu og öllum og mundi allt. Ég
var svo heppin að hitta Unni fyrir
stuttu á heimili foreldra minna
þar sem hún var sjálfri sér lík og
vildi fá fréttir af skólastarfinu,
gamla kennarahópnum og svo
fylgdist hún alltaf með mínum
börnum. Við tengdumst líka í
Trimmklúbbi Seltjarnarness en
Unnur er einn af stofnendum
fyrsta hlaupaklúbbs á Íslandi og
að sjálfsögðu heiðursfélagi.
Mig langar sérstaklega að
þakka Unni vinkonu minni fyrir
samveruna og samstarfið í Mýr-
arhúsaskóla, en þar var gott að
koma, óskaplega mikill kraftur og
öflugt skólastarf. Unnur hélt utan
um kennarahópinn og opnaði
heimili þeirra heiðurshjóna fyrir
okkur um hver jól og skólalok á
vorin og svo miklu oftar. Það eru
ógleymanleg spilakvöldin á heim-
ilinu þar sem spiluð var félagsvist
á allt að 10 borðum og dekrað við
okkur í mat og drykk og voru
makarnir alltaf hvattir til að
mæta.
Ekki má gleyma vorferðunum
þar sem farið var í einhvern sum-
arbústað eða skála og farið í leiki,
grillað og sungið og makarnir
urðu partur af þessum samstillta
og skemmtilega hópi. Þarna þró-
aðist vinátta sem varð til þess að
við héldum áfram þessum ferðum
með Unni og Páli eftir að þau
hættu að vinna.
Gamlir kennarar í Mýró halda
áfram að hittast og er alltaf gleði
og mikið hlegið að allskyns uppá-
tækjum frá fyrri árum. Það er
líka stórkostlegt að eiga minning-
ar um hvetjandi og faglegt skóla-
starf við tilraunakennslu nýs
námsefnis í samvinnu við náms-
efnishöfunda og þróunarstarf
margs konar. Unnur hefur verið
með okkur fram að þessu og verð-
ur hennar saknað og minnst af
mikilli virðingu, hlýhug og vænt-
umþykju.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar, elsku systur og makar,
börn og barnabörn og barna-
barnabörn.
Brynhildur Ásgeirsdóttir.
Þegar ég nú kveð skólasystur
mína og vinkonu til rúmlega sjö-
tíu ára er margs að minnast og
þakka. Við vorum samnemendur í
Íþróttakennaraskóla Íslands á
Laugarvatni 1948-1949. Á heima-
vistarskólanum myndaðist órjúf-
anlegt vináttusamband á milli
nemenda, samband sem entist til
hinstu stundar.
Við skólasystkinin, tólf talsins,
náðum að tileinka okkur íþrótta-
fræðin og heilsusamlegt líferni en
ekki síst að þróa vináttu og lífs-
hamingju sem þetta skólaheimili
veitti okkur. Við höfum notið þess
að halda þessari vináttu alla tíð og
notið þess að hittast og rifja upp
“Hin gömlu kynni“ við fjölmörg
tilefni.
Það var áhugavert í upphafi
námsins að kynnast skólasystkin-
um sínum og bakgrunni þeirra.
Hvers vegna var þessi hópur
saman kominn á þessum stað?
Voru einhver sameiginleg áhuga-
mál hjá okkur? Hjá flestum voru
þau tengd einhverri grein íþrótta,
sundi, dansi, skautum, skíðum
eða frjálsum íþróttum. Fljótlega
kom í ljós að Unnur var ókrýnd
prinsessa í þessum hópi í sund-
greininni. Þeim titli fékk hún að
halda hjá okkur allan veturinn.
Þegar líða tók á veturinn birtist
henni áhugaverður prins og lífs-
förunautur. Þar var á ferðinni
Páll Guðmundsson, skólabróðir
okkar, sem hreif huga hennar.
Þetta var upphaf á ævilangri og
farsælli samferð þeirra.
Farsælt lífshlaup Unnar,
kennsluferill og hamingjusamt
fjölskyldulíf verður ekki rakið hér
til hlítar en ég var lánsamur að fá
að teljast til þeirra vina. Í mörg ár
var ég tíður gestur á heimili
þeirra hjóna, fyrst í Borgarnesi
og síðan á Seltjarnarnesi.
Félagsleg tengsl okkar skóla-
systkinanna voru ætíð sterk og
sérstaklega milli skólasystranna.
Oft voru dagleg samskipti og rætt
um lífið og tilveruna. Síðasta sam-
tal okkar Unnar var einlægt og
innilegt og enginn kvíði var fram-
undan gagnvart þeirri stund sem
við munum öll standa frammi fyr-
ir.
Eftirfarandi kveðju fékk Unn-
ur á 70 ára afmælinu frá okkur.
Í aftansól, að sönnu máli,
sumarbólið gistir.
Á unaðs róli er með Páli
Unnur skólasystir.
Við skólasystkinin þökkum
liðnar samverustundir og sendum
innilegar samúðarkveðjur til
dætranna og fjölskyldna þeirra.
Hjörtur Þórarinsson.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
SJÁ SÍÐU 58
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs bróður okkar, mágs og frænda,
BJARNA BRANDS MATTHÍASSONAR
húsgagnasmiðs.
Jensína Matthíasdóttir Ásgeir Torfason
Erna Matthíasdóttir Gunnar Ingi Gunnarsson
Jónas Hafsteinn Matthíasson
og frændsystkini
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og systur,
KOLBRÚNAR SIGRÍÐAR
HILMARSDÓTTUR,
Hringbraut 71, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk bráðamóttöku og krabbameins-
deildar LSH og þeir sem komu að útför Kolbrúnar; Árni
Harðarson, Páll Rósinkranz, Tómas Guðni Eggertsson,
Seltjarnarneskirkja, Útfararþjónusta kirkjugarðanna, Karlakórinn
Fóstbræður og séra Bjarni Karlsson. Ykkar hjálp og stuðningur
hefur verið ómetanlegur.
Árný Sigríður Daníelsdóttir Hörður Harðarson
Brynja Daníelsdóttir
Daníel Sigurður Eðvaldsson Tómas Atli Harðarson
Orri Harðarson Darri Harðarson
Árný Helga Daníelsdóttir
og systkini hinnar látnu
Kæri vinur og frændi
ANTON JÓHANNSSON
fyrrverandi kennari og skólastjóri
Siglufirði
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Siglufirði 5. mars. Útförin fer fram frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn 13. mars klukkan 11. Útförinni
verður streymt á slóðinni https://youtu.be/LjEsV7ju0fo.
Þeir sem vilja minnast hans er bent á Skógrækt Siglufjarðar.
Inger Krogsgaard
Gunnlaugur Sigurðsson Gunnlaug Jakobsdóttir
Jón Sigurðsson Kalla Malmquist
Margrét Eyjólfsdóttir Ómar Sveinsson
Gísli Bjarnason
og fjölskyldur