Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er verk sem gerist eftir heims- endi. Það er um fimm manneskjur, hvíta Íslendinga, fjölskyldu sem held- ur til á botni gamallar tómrar sund- laugar í Reykjavík eftir að mann- kynið hefur að öðru leyti farist,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, höfundur leikritsins The Last Kvöldmáltíð sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. „Þetta er einn möguleiki þess sem getur gerst ef fólk lifir slíkt af, menning- arlega séð, strúkt- úrlega og sam- félagslega,“ bætir hún við um verkið og að kannski megi segja að mannleg hegðun sé við þessar að- stæður tekin úr samhengi. The Last Kvöldmáltíð er sett upp af leikhópnum Hamfarir. Leikstjóri er Anna María Tómasdóttir og leik- arar í verkinu eru Albert Hall- dórsson, Ásthildur Úa Sigurðar- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Ólafur Ásgeirsson. Kolfinna er fjölhæfur listamaður og hefur víða komið við á því sviði, sem leikstjóri, leikkona, handritshöf- undur og liðsmaður rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra. The Last Kvöld- máltíð er hennar fyrsta leikrit og birtir, eins og hún segir, vissa nötur- lega heimsenda- og framtíðarsýn. Þar sem fjölskyldan í verkinu hefst við á botni tómrar sundlaugarinnar reynir hún að halda í hefðir sam- félagsins sem þau tilheyrðu áður, jafnvel þó að þau muni ekki endilega hvernig það samfélag var. Þau gera allt til þess að horfast ekki í augu við sjálfan sig og hvaða áhrif gjörðir þeirra hafa haft á heiminn. Hvort er betra að stytta sér stundir eða stytta sér aldur? Eina leiðin út er sögð vera algjör breyting á hugsun og lífs- háttum. Geta þessar fimm mann- eskjur farið að lifa lífinu á annan og nýjan hátt og þar með bjargað mann- kyninu og heiminum? Óeðli eða vöntun á eðli „Undir smásjá áhorfenda kemur viss fáránleiki í ljós í aðstæðum fólks- ins í verkinu,“ segir Kolfinna. „Í ljós kemur að einhver tilgangur hefur týnst og kannski sjáum við um leið einhvern sannleika um okkur sjálf. Ég vona það að minnsta kosti, þótt það sé ekki mitt að segja neitt um það.“ – Afhjúpast eitthvað um mannlegt eðli við þessar örvæntingarfullu að- stæður? „Kannski frekar um óeðli. Og um vöntun á eðli. Það er skemmtilegt og stórfyndið. Það má segja að persón- urnar séu misheppnaðar og geri allt vitlaust. Mér finnst að þær séu dugleg- ar við að reyna að vera manneskjur en þær eru samt lélegar í því. Og ég tengi sjálf vel við það,“ segir hún og hlær. „Það er snert á ýmsu í leikritinu, meðal annars um tungumálið, ís- lensku sem deyjandi mál. Ætli um sextíu prósent þess sem fólkið segir sé ekki enska, þau sletta meira ensku en tala á íslensku. Mér fannst fyndið að leika mér með það þegar ég var að skrifa verkið og átti svo samtal við systur mína sem var 17 ára og þá tal- aði hún svona! Spurði: Are you not in the djók? Kannski er verið að spyrja spurninga um slíka notkun málsins en það kemur líka inn á þjóðernis- rembu og hvað þjóðarstolt sé í raun. Hvað gerist þegar það er tekið út fyr- ir ramma líðandi stundar og sett í samhengi við heimsendi? Ég er mikið fyrir að skammast og finnst það sexí en ég verð að elska líka og í þessu verki er botnlaus ást á manneskjunni.“ – Er það ekki rétt að leikritið hafi verið lokaverkefni þitt á sviðshöf- undabraut Listaháskóla Íslands árið 2017? „Reyndar, jú, ég samdi leikritið þá fyrst en það hefur samt tekið á sig talsvert aðra mynd núna. Ég hef heilað það og læknað, og tímaáttað það. En það var við leiklesturinn á verkinu í skólanum á sínum tíma sem Anna María, leikstjórinn, fékk áhuga á því. Síðan hefur verið langt ferli við að koma verkinu á koppinn og það er ótrúlegt að það sé að gerast núna og frumsýning fram undan – þetta er hárrétt tímasetning, segja menn.“ Og skiljanlega, á tímum heimfaraldurs veirunnar. Leikstýrir sjálf óperu Kolfinna segir að í þessu langa ferli síðan hún skrifaði leikritið upp- haflega hafi hún hafnað því á tímabili. „En ég fæddi þetta barn og það lenti í fanginu á Önnu Maríu og hún hélt á því. Í nokkur ár fannst mér ég ekki þekkja barnið. En núna hef ég aftur tekið það í sátt og verið með það – þótt það sé með gríðarlega höfn- unarkennd, greyið…“ – Hvað gerðist í því ferli? Tókstu verkið aftur upp, endurskrifaðir og breyttir mikið? „Ég fékk á þessum tíma mikla reynslu sem listamaður. Ég vann og vann og vann og skil betur strúktúr leikrita og sviðslist í sjálfu sér. Það varð okkur til happs því gæði verks- ins hafa aukist. Að mörgu leyti er handritið hefð- bundið í uppsetningu og formi – við skoðum stóra hringinn, mannkynið, í gegnum litla hringinn, fjölskylduein- ingu. Og þar koma inn hlutverk og vald, allt þetta klassíska í klassískri nálgun. Og mér finnst það jákvætt og gott. Í okkar samfélagsramma er mikil krafa um hraða í framleiðslu á öllu en þetta verk hefur fengið góðan hefunartíma.“ Um samstafið við leikstjórann við uppsetninguna segist Kolfinna hafa verið með í byrjun æfingatímans, þegar verið var að greina verkið, svo hafi hún aftur komið á æfingar um miðbik undirbúningsins og loks hafi hún aftur verið með á æfingum nú undir lokin. „Það þarf bara að vera djúpt traust í þessu ferli, svo allt gangi vel,“ segir hún. Kolfinna er sjálf að leikstýra svið- setningu sinni á óperunni KOK sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu eftir tvær vikur. Tónskáldið Þórunn Gréta Sigurðardóttir hefur samið verkið sem byggist á samnefndri ljóða- og myndlistarbók Kristínar Eiríksdóttur. Tónlistin er samin fyrir hörpu og fiðlu og Hanna Dóra Sturlu- dóttir syngur. Þrátt fyrir fjölhæfnina segist Kol- finna miða að því að sérhæfa sig meira. „Ég þarf að finna hvar ég er best geymd!“ segir hún og hlær. „Ég hef valið leikstjórnina, hún er fyrir mig eins að drekka vatn, en svo slengir lífið líka í mig höfundarverk- efnum og þá tek ég upp pennann. En því fylgir samt meiri sársauki en að leikstýra.“ Ljósmynd/Margreet Seema Takyar Í lauginni Persónurnar í The Last Kvöldmáltíð hafa lifað af heimsendi og hafast við í gamalli sundlaug. „Einhver tilgangur hefur týnst“  Leikritið The Last Kvöldmáltíð eftir Kolfinnu Nikulásdóttur frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld  Nöturleg heimsenda- og framtíðarsýn  Mannleg hegðun tekin úr sambandi, segir höfundurinn Kolfinna Nikulásdóttir Ljósmyndarinn Elías Arnar opnar fyrstu einkasýningu sína, Árstíðir birkisins, í Núllinu galleríi, Banka- stræti 0, í dag. Elías sýnir tólf inn- rammaðar ljósmyndir af íslenska birkinu í öllum árstíðum og er sýn- ingin sögð eins konar samþætting á landfræðilegum og heimspeki- legum nálgunum á trjátegund sem hafi leikið stórt hlutverk í íslenskri menningu, sögu og umhverfi. „Ætlunin er að varpa ljósi á mikilvægi birkisins og hlutverk þess í íslenskum vistkerfum og á sama tíma ýta undir frekari vernd og/eða endurheimt á þeim vistkerf- um sem einkenndu Ísland fyrir landnám,“ segir m.a. í tilkynningu. Elías Arnar er sjálfstætt starf- andi ljósmyndari, landvörður og landfræðinemi við Háskóla Íslands og sækir í listsköpun sinni inn- blástur í landfræðileg fyrirbæri sem varpa ljósi á samspil manns og náttúru. Vill hann vekja fólk til um- hugsunar um útivist, náttúruteng- ingu og umhverfismál. Sýningin Árstíðir birkisins í Núllinu Sýnandi Elías Arnar ljósmyndari. Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is 06.03.–19.09.2021 Sigurhans Vignir Hið þögla en göfuga mál www.borgarsogusafn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.