Morgunblaðið - 11.03.2021, Síða 65
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
sýnd með íslensKu, ensKu og pólsKu talı
Skáldsagan Berlin Alexander-platz eftir Alfred Döblinkom út árið 1929 þegar dag-ar Weimar-lýðveldisins
voru að líða undir lok og ógnarstjórn
þriðja ríkisins skammt undan. Bókin
er almennt talin til lykilverka mód-
ernískra bókmennta og jafnframt
helsta stórvirki þeirra á þýskri
tungu.
Sagan segir frá Franz Bieberkopf,
morðingja sem er nýsloppinn úr
fangaklefum Tegel-hegningarhúss-
ins. Bieberkopf hefur gert sam-
komulag við alvaldið um að vera loks-
ins heiðvirð og almennileg
manneskja („ein anständinger
Mensch zu sein“). Sem persóna er
Bieberkopf óstöðugur og fljótandi,
lætur mótast eftir veðri og vindum
sem gengur gegn hefðum um virka
söguhetju. Berlin Alexanderplatz
hverfist þó ekki síður um borgina og
borgarlífið sjálft – og notar Döblin
m.a. veðurlýsingar, lagabúta, ræður
og dagblaðatexta til þess – en allt á
þetta jafn ríkt erindi innan textans.
Þessi sérstæða skáldsaga hefur nú
þrívegis verið aðlöguð að kvik-
myndaforminu. Sú fyrsta kom út árið
1931 og þótti sníða efniviðnum harla
hefðbundinn stakk þrátt fyrir dýna-
míska upphafssenu sem miðlar vel
firringu og asa nútímans í spor-
vagnsreið aðalpersónunnar úr fang-
elsinu. Hinn goðsagnakenndi kvik-
myndahöfundur Rainer Werner
Fassbinder gerði sína útgáfu árið
1980 – og titlaði hana „kvikmynd í
þrettán hlutum með epilóg“ – en
þessi 900 mínútna aðlögun var fram-
leidd og sýnd af þýsku sjónvarps-
stöðinni WDR og er orðin sígild í
dag. Fassbinder var afar trúr frum-
textanum og veitti sjónvarpsþátta-
formið svigrúm til þess að senda
áhorfandann niður ranghala og
skúmaskot borgarfrásagnar jaðar-
fólksins. Ný kvikmyndaðlögun Bur-
hans Qurbanis, sem nú er sýnd á
Þýskum kvikmyndadögum, notar
þetta textasafn áður þekktra verka
kenndra við Alexandertorg sem
stökkpall til að færa okkur neonlagða
og ofbeldisfulla sýn af stöðu innflytj-
endanna í Þýskalandi nútímans.
Áhorfanda er dembt beint á bóla-
kaf, hraður andardráttur einkennir
hljóðrásina og ástarorðum er hvíslað
á portúgölsku. Blóðrauð/fjólublá
mynd af tveimur svörtum mann-
eskjum í baráttu við brimrótið birt-
ist. Við, líkt og þau, erum örvingluð
og sjáum verurnar á hvolfi er þau
halda á neyðarblysi. Þetta er örlaga-
stund sem huglæg frásögnin hverfur
aftur og aftur til á meðan fléttu
myndarinnar vindur fram. Sögu-
hetjan Francis, áður Bieberkopf, er
hér fæddur á ný sem vesturafrískur
maður sem freistar þess að ná yfir
hafið til Evrópu. Þessi grundvallar-
munur í gerð persónunnar gerir
hana vitanlega mun geðfelldari en
þær sem áður fóru. Þó eiga þær það
sameiginlegt að samfélagsgerðin
stýrir örlögum þeirra frekar en fagr-
ar fyrirætlanir. Fórnarlambið og
samferðakonan Ida er dregin niður á
hafsbotninn – sektarkennd og áfalla-
streituröskun einkenna söguhetjuna
en atburðirnir eru gjörólíkir ofbeld-
inu sem fyrirmyndirnar frömdu. Þýð
rödd kvensögumanns setur hjól for-
laganna í gang og minnir á góðan
ásetning aðalpersónunnar. Upphafið
er feiknasterkt og hefur efnistök-
unum verið líkt við Terrence Malick.
Óð Qurbanis er skipað niður í
fimm hluta og niðurlag, á sjálf-
meðvitaðan hátt að hætti Fassbind-
ers. Francis kemur til Þýskalands og
byrjar á botninum. Enn einn maður
að reyna að breyta rétt en hrað-
brautin er full af hindrunum. Francis
kynnist Reinhold, slóttugum fýr, sem
er ekki allur þar sem hann er séður.
Eva, nígerísk-þýskur næturstaðar-
eigandi, tekur ástfóstri við Francis
og varar hann við vinskapnum við
þorparann Reinhold. Allt kemur fyr-
ir ekki og hetjan endar með hníf-
skaftið í síðunni en sleikir sárin á
heimili vændiskonunnar Mieze og
um síðir fella þau hugi saman.
Glæpagengið dregur Francis þó allt-
af aftur inn. „Þangað leitar klárinn
sem hann er kvaldastur“ er leiðar-
stef og fært beint í orð og mynd í
fjólubláum endurlitum af naut-
gripum á leið til slátrunar.
Stórvirki Döblins er hér brotið
niður í grófar einingar og spýtt út í
kunnuglegu formi riss og falls lítil-
magnans – eins konar grískur harm-
leikur borgarljósa. Skuld Qurbanis
við Fassbinder liggur í augum uppi
en augljósast er það þó í holdgerv-
ingu Albrechts Schuchs á Reinhold
sem stelur gripum og hljómagangi
frá stamandi forveranum Gottfried
John í skemmtilegri frammistöðu.
Welket Bungué er einnig frábær í
aðalhlutverkinu, þrátt fyrir efnivið
og handrit sem gerir honum ekki
auðvelt fyrir. Frásögnin tekur áhorf-
andann nefnilega í þriggja tíma
ferðalag en dansar alltént á glans-
andi yfirborði. Mikilfenglegt sjónar-
spil fagurfræði neonlita minnir á
myndir Danans Nicolas Wendings
Refns og sjóveikisleg hasaratriði
endurvekja anda Leðurblökumanns
Christophers Nolans. Persónusköp-
unin er þó einum of grunn og yfir-
færsla aðstæðna vinnur á köflum á
móti styrkleikum sápuóperunnar.
Smáatriðin og sérstæðu skortir til að
magna metaforíska vídd sem myndin
reynir linnulaust að ná. Hlutgerving
kvenna og endurteknar klisjur um
glæpalífið og strippstaði grafa undan
og eru nokkuð beint fengnar úr
myndum Scorseses og eftirmyndum
þeirra. Sú mynd af Berlín nútímans
sem er gefin er heldur takmörkuð og
óraunsæ, sem er örlítil synd miðað
við frumtextann. Nauðsynlegt er að
hrósa því sem vel er gert og stendur
kraftmikil tónlist Döschu Dauen-
hauer, sem spannar breidd tónsviðs
íðilfagurra kórradda og nútímalegra
bassadruna, upp úr.
Berlin Alexanderplatz er hress-
andi ræma sem þorir að láta vaða –
og vindhöggin eru þar af leiðandi
nokkur. Myndin notar grófa drætti
klassísks verks til að rissa upp inn-
flytjandasögu á risavaxinn striga.
Þetta er stórmynd sem margir ættu
að hafa gaman af.
Fjólublá ljós í Berlín
Lætur vaða Berlin Alexanderplatz er hressandi ræma sem þorir að láta
vaða – og vindhöggin eru þar af leiðandi nokkur, skrifar gagnrýnandi.
Bíó paradís
Berlin Alexanderplatz bbbnn
Leikstjórn: Burhan Qurbani. Handrit:
Martin Behnke, Burhan Qurbani. Kvik-
myndataka: Yoshi Heimrath. Klipping:
Philipp Thomas. Aðalleikarar: Welket
Bungué, Albrecht Schuch, Jella Haase,
Annabelle Mandeng. Þýskaland/
Frakkland/Holland, 2020. 183 mín.
Sýnd á Þýskum kvikmyndadögum.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR
Sænski hjúkr-
unarfræðing-
urinn Lisa En-
roth, sem hlaut
þann heiður að
vera eini áhorf-
andinn á Kvik-
myndahátíðinni í
Gautaborg í ár,
taldi A Song
Called Hate,
heimildarmynd
Önnu Hildar Hildibrandsdóttur um
Eurovision-þátttöku Hatara, þá
bestu. Enroth eyddi viku á eyjunni
Pater Noster og horfði á 30 myndir
og í útvarpsviðtali við kanadísku
útvarpsstöðina CBC sagði hún að A
Song Called Hate hefði staðið upp
úr hjá sér.
„Þessi íslenska mynd sem fjallar
um ákvörðun íslensku hljómsveit-
arinnar í Eurovision 2019 að veifa
palestínska fánanum talaði sterkast
til mín,“ sagði Enroth í viðtalinu.
Hatara-mynd hreif
hjúkrunarfræðing
Anna Hildur
Hildibrandsdóttir
Fjórar konur eru
meðal tilnefndra
fyrir bestu leik-
stjórn hjá
BAFTA, bresku
kvikmynda- og
sjónvarpsverð-
laununum, og
auk þess eru þrír
af sex tilnefnd-
um leikstjórum
frá löndum þar sem töluð eru önnur
tungumál en enska. Er þetta öfugt
við það sem var í fyrra þegar
BAFTA-verðlaunin voru harðlega
gagnrýnd fyrir einsleitni, bæði
hvað varðar kyn, kynþætti og þjóð-
erni tilnefndra.
Leikstjórarnir tilnefndu eru
Chloé Zhao, Lee Isaac Chung,
Thomas Vinterberg, Shannon
Murphy, Jasmila Zbanic og Sarah
Gavron. Kvikmyndir sem eru til-
nefndar sem besta kvikmynd eru
The Father, The Mauritanian,
Nomadland, Promising Young
Woman og The Trial of the Chicago
7. Flestar tilnefningar hljóta kvik-
myndirnar Rocks og Nomadland,
sú fyrrnefnda átta og hin sjö.
Óvenjumikil fjöl-
breytni hjá BAFTA
Chloé Zhao