Morgunblaðið - 29.03.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 29.03.2021, Síða 4
ELDGOS Í FAGRADALSFJALLI4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '* -�-"% ,�rKu!, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að eldgosið í Geldingadölum í Fagradalsfjalli gefi tilefni til aukinnar bjartsýni þegar lit- ið er til framtíðar í íslenskri ferða- þjónustu. „Það er of snemmt að segja til um hvort þetta muni hafa áhrif á bókanir. Til þess er hreinlega of mikil óvissa með faraldurinn á okkar mörk- uðum og víða í gildi tilmæli um að ferðast ekki að ástæðulausu. Hins vegar höfum við allan tímann talað um að Ísland muni hafa mikil tæki- færi í kjölfar Covid-19. Auðvitað gef- ur eldgosið tilefni til aukinnar bjart- sýni í þeim efnum,“ segir Ásdís. Ljóst er að eldgosið hefur vakið at- hygli fjölmiðla víða um heim og myndefni frá gossvæðinu dreifist eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. „Þetta heldur Íslandi í umræðunni, sem er mjög mikilvægt. Þegar far- aldrinum lýkur verður mikil sam- keppni um að fá ferðamenn og það er frábært ef það er eitthvað sérstakt sem dregur fólk hingað,“ segir Ásdís. Flugfélagið er vegna ástandsins í lág- marksstarfsemi en hefur þó deilt myndböndum og fréttum af gosinu til fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum. Einhver brögð eru að því að fólk bóki sér flug um leið og það frétti af eld- gosi en Ásdís segir of snemmt að meta hvort það skili sér beinlínis í fleiri bókunum. Starfsemin er það lítil á þessari stundu og almennt er Ice- landair að bjóða upp á 1-3 flug á dag. snorrim@mbl.is Eldgosið heldur Íslandi í alþjóðlegu umræðunni Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Göngutúr Gossvæðið gæti orðið ferðamannastaður til lengri tíma. - Verður mikil- vægt þegar ferða- lög hefjast Snorri Másson snorrim@mbl.is „Meginþorrinn af hrauninu er í einni rás frá gígunum og rennur í norðvestur og sveigir síðan til suð- urs og er að dæla hrauni suður eftir Geldingadölunum. Mér þykir það líklegri leið, að það brjótist út þar. Ef þetta heldur áfram þykir mér líklegra að þetta fari út úr dalnum í suðri en austri,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Ef kvikuuppstreymið verður áfram samt við sig í Geldingadölum, um 5-7 rúmmetr- ar á sekúndu, tekur það að mati Jóhanns Helgasonar jarð- fræðings um þrjá mánuði að fylla lægðirnar í kringum Geld- ingadali. Þá gæti það farið að leita til sjávar. Þorvaldur seg- ir engin merki um að uppstreymið sé að minnka, enda sé það raunar svo að ef það minnkar svo nokkru nemi, er það líklegt til að hætta ein- faldlega. „Ef það fer niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu getur það átt erfitt með að halda eitthvað áfram,“ segir Þorvaldur. Menn hafa frá upphafi gossins haldið því fram á ólíkum tímapunktum að gosið sé ýmist að minnka eða aukast. Þor- valdur segir að þar verði að hafa í huga að þó að skorpan storkni utan á hrauninu og minna sjáist í glóandi kviku, geti hún enn sem fyrr verið alveg jafnvirk undir niðri. Verður frábær tilraunastofa Ef gosið heldur áfram myndast að lokum eins konar hrauntjörn sem miðlar síðan hrauni eftir rásum út á svonefnda vaxtarjaðra hrauns- ins, segir Þorvaldur. Þá getur hraunið haldið áfram göngu sinni yfir landslagið en um leið byggist smátt og smátt upp eldfjall. „Við höfum mörg svoleiðis eldfjöll en við getum ekki vitað hvað þetta verður stórt. Þetta eru mjög algengar eld- stöðvar hér á landi og Skjald- breiður er dæmi um svona dyngju,“ segir Þorvaldur. Dyngjugos geta varað í marga áratugi, eins og var raunin í Kilauea á Havaí, þar sem gaus í um 35 ár með smá hléum. Þar lærði Þorvald- ur að eigin sögn allt sem hann lærði um eldgos og hann segir að ef slíkt gos sé í vændum hér, geti það reynst hin besta tilraunastofa og muni hafa mikla þýðingu fyrir jarð- vísindi á Íslandi. „Vonandi fáum við slíkt gos hérna,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur að vel sé hægt að gera svæðið í kringum hraunið sjálfbært og skipulagt, þannig að margir geti heimsótt það þegar þegar fram í sækir. Þegar flutn- ingskerfi hraunsins þroskast og verður einangraðra, segir Þorvald- ur líka að hægt verði að ganga á hrauninu. „Ég hef gert það mörg- um sinnum á Havaí og það er ekk- ert því til fyrirstöðu að það verði hægt hér,“ segir Þorvaldur. Storkin skorpa getur villt mönnum sýn - Engin merki um minni gosvirkni - Eldfjallafræðingur vill langt gos Morgunblaðið/Eggert Hraun Mögulegt dyngjugos gæti var- að í áratugi, eins og dæmin sanna. Eldgos » Eldgosið hefur staðið yfir í 10 daga í Fagradalsfjalli með kviku- uppstreymi upp á 5-7 m3/sek. » Ef dregur úr virkni gossins leiðir það líklega til þess að það hætti, enda má það ekki vera mikið minna. » Sambærilegt gos á Havaí hefur staðið yfir í meira en 30 ár. Snorri Másson snorrim@mbl.is Tugir þúsunda gesta hafa lagt leið sína að eldgosinu í Fagradalsfjalli frá því að það hófst og var svæðið engan veginn undir slíka umferð búið. Smám saman hefur verið unnið að því að bæta aðgengi að svæðinu en betur má ef duga skal. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að tíu milljónir króna, sem ferða- málaráðherra boðaði fyrir helgi að veittar yrðu sveitarfélaginu til umbóta á svæð- inu, séu vel þegnar og komi að góðum notum. Að mörgu sé þó að hyggja og ljóst sé að kostnaðurinn við uppbygg- ingu innviða á svæðinu sé líklega þeg- ar kominn upp í tíu milljónir króna. „Þetta er það viðkvæmt svæði að það þolir engan veginn langvarandi ágang. Þetta er lítt gróið land og það var til bóta að leiðin hafi verið stikuð. En ef þúsundir og tugþúsundir halda áfram að koma þarf kannski að fara að hugsa þetta í stærra samhengi og það erum við að reyna að gera, að kortleggja svolítið framtíðina,“ segir Fannar. Þar sem ekkert lát virðist vera á gosinu, segir hann það tíma- bært. Fyrst og fremst beinist undirbún- ingur á svæðinu nú að páskahelginni fram undan. „Það er mikil ferðahelgi fram undan hvað varðar gestakomur. Inn í það blandast Covid-faraldurinn og sóttvarnalæknir hefur brýnt fyrir fólki að fara mjög gætilega á svæðinu. Þarna mega ekki koma of margir saman,“ segir Fannar. Gott veður sé þá tvíeggjað sverð, enda ljóst að logn skapar hættu á gasmengun. Yfir standa ýmiss konar fram- kvæmdir sem eiga að stuðla að skil- virkari ferðum fólks um svæðið. Malarplan hefur verið hannað við rætur fjallsins við Suðurstrandarveg, þar sem björgunarsveitin mun hafa athafnasvæði. „Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að leggja á björg- unarsveitirnar og það er risastórt verkefni að stýra þessu,“ segir Fann- ar. Ef vel tekst til við að byggja upp innviði á svæðinu segir Fannar að mikið tækifæri felist í gosinu fyrir Grindavíkurbæ. „Við viljum gera vel við okkar gesti og að þeir aðilar sem geri út á ferðaþjónustu njóti góðs af þessu. Það er mjög góður kostur að stoppa hjá okkur í Grindavík og njóta þar þjónustu,“ segir bæjarstjórinn. Ljósmynd/Ólafur Stephensen Túrismi Fagradalsfjall gæti orðið vinsæll ferðamannastaður. Í núverandi mynd þolir svæðið þó lítinn ágang. Leggja grunn að sjálfbæru svæði - Risastórt verkefni fyrir alla aðila sem koma að gossvæðinu Fannar Jónasson Björn Teits- son, kynning- arstjóri og áhugamaður um sam- göngumál, var staddur við gosstöðv- arnar í gær, þar sem bíla- stæðamál eru í vissum ólestri. Björn lýsir fimm kílómetra langri bílaröð, og engin stæði laus. Hann leggur til: „Grindavíkurbær gæti strax byrj- að að rukka 1.000 kall í stæði og það myndi þýða svona 5-10 millj- ónir á dag, sem væri hægt að nota í þjónustu. Nú er enginn að borga neitt nema frjáls framlög til björgunarsveita, sem er gott og blessað, en það munar engan um að borga líka 1.000 kall í stæði og allir eru til í það.“ Leggur til stöðugjöld BÍLASTÆÐAVANDINN Björn Teitsson Þorvaldur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.