Morgunblaðið - 29.03.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Góð þjónusta í tæpa öld
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Tvær fyrstu verslanirnar í nýjum
verslunarkjarna, Norðurtorgi við
Austursíðu 2 á Akureyri, verða
opnaðar 1. júní næstkomandi.
Framkvæmdir við endurbætur og
stækkun á húsinu hafa staðið yfir
frá því í fyrrasumar og hafa á
bilinu 30 til 50 manns verið að
störfum þar undanfarna mánuði.
Lóðin við Austursíðu er alls fjórir
hektarar að stærð og er hún í eigu
félagsins Klettáss sem stendur fyr-
ir framkvæmdum við byggingu
verslunarkjarnans.
Pétur Bjarnason, annar af eig-
endum Klettáss, segir Sjafnarhúsið
við Austursíðu hafa verið illa nýtt
undanfarin ár. Húsið er kennt við
samnefnda efnaverksmiðju sem þar
starfaði í eina tíð, en undanfarin ár
hefur þar verið harla lítil starfsemi.
„Þetta er frábær staðsetning og
það var hún sem við horfðum fyrst
og fremst til þegar við hófum fram-
kvæmdir á lóðinni. Sem stendur er
hún norðarlega í bænum, en mun
innan fárra ára verða æ meira mið-
svæðis og við erum einmitt að
horfa fram í tímann með þessum
umfangsmiklu framkvæmdum,“
segir Pétur. Áætlun gerir ráð fyrir
að kostnaður við allar fram-
kvæmdir á húsnæði og lóð nemi um
2,7 milljörðum króna.
Áform um stóra
matvöruverslun
Þær verslanir sem verða opnaðar
í byrjun sumars eru Rúmfatalager-
inn og Ilva. Rúmfatalagerinn verð-
ur í um 2.200 fermetra húsnæði á
Norðurtorgi og Ilva, sem ekki hef-
ur verið starfandi á Akureyri áður,
í 1.200 fermetra plássi við hlið
Rúmfatalagersins. Ari Pétursson,
verkefnastjóri hjá Klettási, segir að
viðræður standi yfir við forsvars-
menn matvöruverslunar um leigu á
3.500 fermetra plássi sem til ráð-
stöfunar er á aðalhæð verslunar-
kjarnans.
„Við erum í viðræðum við
ákveðna aðila um það pláss og ýms-
ar hugmyndir eru í gangi um fjöl-
breytta starfsemi í því, bakarí eða
eins konar veitingasölu, apótek eða
hvaðeina sem gæti hentað að vera
með þar. Við gerum ráð fyrir að
niðurstaða liggi fyrir innan skamms
um hvað þarna verður,“ segir Ari.
Fjölmargir hafa að sögn feðg-
anna Ara og Péturs sýnt því áhuga
að koma með starfsemi inn í versl-
unarkjarnann og er þessa dagana
verið að skoða þær fyrirspurnir
sem borist hafa.
Húsnæðið allt er um 11 þúsund
fermetrar, þar af er aðalverslunar-
hæðin 7.000 fermetrar. Á efri hæð,
sem er yfir litlum hluta hússins, er
verkfræðistofan Verkís með skrif-
stofu og verður áfram. Verkís ann-
ast stjórn framkvæmda við Austur-
síðu 2. Á neðri hæð, undir hluta
verslunarhæðarinnar, verður lager
fyrir þær verslanir sem starfa í
húsinu og þaðan verða einnig af-
greiddar stærri vörur, húsgögn og
þvíumlíkt til viðskiptavina.
Húsnæðið var skipt upp í
fjöldann allan af hólfum, enda
byggt sem efnaverksmiðja á sinni
tíð. Allt hefur verið rifið niður og
gert að opnu rými. Fjöldinn allur af
veggjum hefur fokið, hurðir, hrein-
lætistæki, ofnar og fleira og segir
Pétur að reynt hafi verið að end-
urnýta sem allra mest með því að
gefa það áfram til þeirra sem hafa
not fyrir hlutina.
Rúmlega 400 bílastæði
og hraðhleðslustöð
Á bilinu 400 til 450 bílastæði
verða við Norðurtorg og þar verður
einnig hraðhleðslustöð fyrir Tesla-
bifreiðar. Hún verður tekin í notk-
un á sama tíma og fyrstu verslanir
verða opnaðar. Hraðhleðslustöðin
er sú fyrsta sem Tesla opnar á
Akureyri.
Eitt af því sem félagið hefur
áhuga á er að reisa heilsugæslustöð
á lóðinni og hefur viðrað þær hug-
myndir sínar við þá sem með málið
hafa að gera.
„Það er enn óljóst hvort af því
verður, við teljum að þessi stað-
setning henti einkar vel undir þá
starfsemi,“ segja þeir Pétur og Ari.
Opnað verður á Norðurtorgi í sumar
- Nýr verslanakjarni á Akureyri - Framkvæmdir upp á 2,7 milljarða - Allt að 50 manns unnið að
framkvæmdum í vetur - Ilva og Rúmfatalagerinn fyrst inn - Hraðhleðslustöð Tesla opnuð í júní
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Norðurtorg Húsnæðið er um 11 þúsund fermetrar að stærð og aðalverslunarhæðin um 7.000 fermetrar. Þar verða Rúmfatalagerinn og Ilva til húsa.
Feðgar Ari Pétursson verkefnastjóri og Pétur Bjarnason, annar af eig-
endum Klettáss, sem stendur fyrir framkvæmdum á Norðurtorgi.
Lóan er komin til landsins. Þetta staðfesti fuglaáhugamaðurinn Alex Máni
Guðríðarson við mbl.is í gær, en hann sá til hennar í fjörunni við Stokks-
eyri rétt fyrir hádegið.
Heiðlóan hefur lengi verið talin einn helsti vorboði hér á landi og eru það
því ætíð gleðifréttir þegar hún skýtur upp kollinum. Hún kveður burt snjó-
inn og leiðindin, það gerir hún, ef marka má vísu Páls Ólafssonar.
Alex Máni, sem er 24 ára, hefur haft áhuga á og ljósmyndað hina ýmsu
fugla síðan hann var 6 eða 7 ára gamall að eigin sögn. Hann hefur mest náð
því að mynda 160 fugla á einu ári.
Komin til að kveða burt leiðindin