Morgunblaðið - 29.03.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 29.03.2021, Síða 12
BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í nýju áhættumati Ríkislögreglu- stjóra vegna peningaþvættis og fjár- mögnunar fyrirtækja vekur athygli hve mikil áhætta er talin tengd pen- ingasendingum annars vegar og rekstri söfnunarkassa og happ- drættisvéla hins vegar. Í skýrslunni segir m.a. að vís- bendingar séu um að spilakassar séu þegar nýttir til peningaþvættis sem fer þá þannig fram að reiðufé er hlaðið í spilakassana, spilaðir örfáir leikir, vinningsmiði síðan prentaður út úr spilakassanum og innleystur hjá gjaldkera. Taka íslenskir spila- kassar að hámarki við 100.000 kr. í einu en hægt að endurtaka leikinn eins oft og vilji stendur til. Með þessum hætti getur handhafi pen- inga sem aflað var með ólöglegri iðju sagst hafa unnið þá með fullkomlega löglegum hætti í fjárhættuspili. Frekari ráðstafanir í bígerð Segir jafnframt í áhættumatinu að tilkynningum til Skrifstofu fjármála- greininga lögreglu (SFL) vegna meintra brota af þessu tagi hafi fjölgað síðastliðin tvö ár og grunur um að spilakassar hafi ítrekað verið notaðir við peningaþvætti. Spurð um viðbrögð við áhættumat- inu segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, for- stjóri Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), að félagið hafi þegar gert áhættumat fyrir starfsemina og með því skjalfest með hvaða hætti HHÍ uppfyllir skyldur sínar skv. gildandi reglum á hverjum tíma. „Í áhættumat- inu er gerð greining á þeim hættum, þ.e. ógnum og veikleikum, á sviði pen- ingaþvættis og fjármögnunar hryðju- verka sem kunna að steðja að starf- semi HHÍ. Þar er einnig samantekt á ráðstöfunum HHÍ til þess að stemma stigu við slíkri áhættu,“ segir hún. „HHÍ hefur þegar brugðist við ein- stakri greindri hættu og í bígerð er að innleiða frekari ráðstafanir í því skyni að draga úr greindri áhættu.“ Peningasendingar fyrir nærri 2,5 milljarða króna árlega Aðfinnslur Ríkislögreglustjóra um peningasendingar snúa m.a. að því að þar fara viðskipti iðulega fram með reiðufé og viðskiptasam- bönd eru oft ekki til staðar til lengri tíma. Er nær eingöngu um að ræða fjölda einstakra viðskipta þar sem framkvæmd er takmörkuð áreiðan- leikakönnun og mögulegt að þeir sem vilji t.d. senda peninga á milli landa geti villt á sér heimildir með notkun falsaðra persónuskilríkja. Hefur nokkur fjöldi tilkynninga bor- ist SFL vegna gruns um peninga- þvætti í gegnum peningasendingar. Á Íslandi má finna fjóra umboðs- aðila erlendra greiðslustofnana sem hafa heimild til að stunda peninga- sendingar en aðeins tveir þeirra eru virkir á þessum markaði Var heildarumfang peningasendinga í gegnum þessi félög 2,44 milljarðar króna á síðasta ári. Íslandspóstur er eitt þessara fyrirtækja og er umboðsaðili West- ern Union. Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að sem umboðsaðili sinni Íslandspóstur ekki sjálft peningasendingum. „Að- koma Íslandspósts er með þeim hætti að tilteknir starfsmenn fyrir- tækisins hljóta sérstaka þjálfun á vegum Western Union og þurfa að þreyta próf til að hljóta leyfi til að sinna móttöku og útgreiðslu pen- ingasendinga fyrir hönd Western Union, en þessi þjálfun gengur m.a. út á að koma auga á þau atriði sem nefnd eru í skýrslu [Ríkislögreglu- stjóra].“ Segir enn fremur í svari Íslands- pósts að samstarfið við Western Union hafi ekki staðið lengi en í að- draganda þess hafi verið ráðist í ítarlegt mat á þeirri áhættu sem vitað er að fylgi peningasendingum á alþjóðavísu. „Íslandspóstur hefði ekki tekið þátt í þessu samstarfi ef innan félagsins væri ekki full trú á því að félagið gæti staðið við sínar skyldur og stemmt stigu við því að slík áhætta muni raungerast. Skiptir þar miklu máli bæði sú þekking og geta sem Western Union býr yfir til að þjálfa, viðhalda og sí-prófa þá starfsmenn Íslands- pósts sem koma að þjónustunni, sem og náin samvinna Íslandspósts og Western Union. Western Union hefur starfsleyfi innan EES og sjálfur peningaflutningurinn fer fram í gegnum kerfi Western Union, en þeirra kerfi býr yfir greiningargetu sem stenst alþjóð- leg viðmið og getur þannig t.a.m. borið færslumynstur inn og út úr Íslandi [saman] við færslur um all- an heim.“ Spilakassar og peninga- sendingar fá falleinkunn Morgunblaðið/Eggert Spilakassar Ekki er flókið að nota íslenska spilakassa til að þvætta illa fengið fé. Úrbætur eru fyrirhugaðar. - Telja mikla hættu á peningaþvætti - Fjöldi tilkynninga hefur borist lögreglu Glufur » Spilakassa má hlaða með reiðufé og jafnharðan útleysa sem vinning » Takmörkuð áreiðanleika- könnun framkvæmd í kringum peningasendingar » HHÍ hyggst grípa til frekari ráðstafana í spilasölum » Íslandspóstur segir kerfi Western Union greina færslu- mynstur á heimsvísu 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsl a Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið 29. mars 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.15 Sterlingspund 175.2 Kanadadalur 101.13 Dönsk króna 20.145 Norsk króna 14.801 Sænsk króna 14.701 Svissn. franki 135.08 Japanskt jen 1.1584 SDR 180.62 Evra 149.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.9388 Hrávöruverð Gull 1727.85 ($/únsa) Ál 2208.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.01 ($/fatið) Brent Le Monde greinir frá að Evrópusam- bandið og ríkisstjórn Frakklands séu nálægt samkomulagi um þá skilmála sem gilda munu um fjárhagsaðstoð við ríkisflugfélagið Air France. Samsteypa Air France og KLM var rekin með 7,1 milljarðs evra tapi á síðasta ári en fékk 10,4 milljarða stuðning frá franska og hollenska ríkinu í formi lána og skuldar- ábyrgðar. Er nú unnið að því að breyta þessum lánum að hluta í jafn- greiðslulán og víkjandi langtímalán en til þess þarf blessun ráðamanna í Brussel. Er m.a. deilt um hvort að Air France þurfi að láta af hendi lending- artíma á flugvöllum Parísarborgar en ESB telur eðlilegt að flugfélagið missi tiltekna lendingartíma á Orly- flugvelli, að sögn Reuters. ai@mbl.is Deilt um björgun Air France « Bandaríski skrifstofuhúsnæðis- sprotinn WeWork hefur fallist á sam- runa við fjárfestingarfélagið BowX Acquisition Corp og mun með þeim hætti komast á hlutabréfamarkað. Að sögn Reuters er WeWork metið á níu milljarða dala samkvæmt sam- runasamningnum og hefur lækkað mik- ið í verði frá árinu 2019 þegar félagið var metið á 47 milljarða í fjármögn- unarlotu sem leidd var af japönsku samsteypunni SoftBank. Sama ár freistaði WeWork þess að fá kauphall- arskráningu og stefndi á 96 milljarða verðmat en stjórnendur ákváðu að stöðva skráningarferlið vegna efa- semda fjárfesta um ágæti viðskipta- módels fyrirtækisins og áhyggja af stjórnunarháttum stofnandans Adam Neumann. Lét Neumann síðar af störf- um og tók Sandeep Mathrani við for- stjórastólnum. BowX er svokallað SPAC-félag (e. special purpose acquisition company) eða n.k. skúffufyrirtæki rekið með það að markmiði að renna saman við efni- legt félag sem vill fá skráningu á hluta- bréfamarkað án þess að fara í gegnum hið hefðbundna skráningarferli. WeWork er ungt félag, stofnað árið 2010, en hefur vaxið með ógnarhraða. Fyrirtækið sérhæfir sig í að kaupa skrif- stofuhúsnæði víða um heim og leigja síðan út skrifstofubása eða smáskrif- stofur til einyrkja og sprotafyrirtækja. WeWork væntir um 900 milljóna dala taps á þessu ári en vonast til að rekst- urinn skili 500 milljóna dala hagnaði árið 2022. ai@mbl.is WeWork fer krókaleið inn á hlutabréfmarkað Þurrkur WeWork hefur ekki átt sjö dagana sæla í veirufaraldrinum. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.