Morgunblaðið - 29.03.2021, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Á Alþingi áföstudag áttisér stað stutt
en afar athyglisverð
umræða um þings-
ályktunartillögu frá
meiri hluta Íslands-
deildar Norður-
landaráðs um „viðbrögð við upp-
lýsingaóreiðu“. Tillagan gengur
út á að fela forsætisráðherra að
skipa starfshóp „til að móta stefnu
um viðbrögð við upplýsinga-
óreiðu“ sem skila skuli tillögum að
ári liðnu. Tilefnið er að aðgangur
að traustum upplýsingum sé for-
senda vandaðrar umræðu en að
undanfarin ár hafi „borið meira á
því að villandi og fölskum upplýs-
ingum, svokölluðum falsfréttum,
sé dreift og með tilkomu sam-
félagsmiðla og aukinni notkun
þeirra fer vandinn ört vaxandi.“
Þrátt fyrir það hve þýðingar-
mikið þetta mál getur verið og
margslungið tók, fyrir utan fram-
sögumanninn, Silju Dögg Gunn-
arsdóttur, aðeins einn þingmaður
þátt í umræðunni, Birgir
Ármannsson. Hann tók undir að
margt væri að varast og að hætta
væri á að röngum upplýsingum
væri dreift, en sagði svo: „Ég verð
hins vegar að slá þann varnagla
þegar hugmyndir af þessu tagi
koma fram að ríkisrekin viðleitni
til þess að tryggja að sjónarmið og
upplýsingar sem fram koma á
opinberum vettvangi séu réttar er
varasamt. Það er varasamt að rík-
ið setji sig í þau spor að það geti
sorterað út hvað eru réttar upp-
lýsingar og hvað eru rangar og ef
ekki er farið gætilega í sambandi
við mál af þessu tagi þá geta menn
farið að nálgast ritskoðun mjög
hratt.“ Og hann bætti við: „Ég
verð að játa það að ég fæ alltaf dá-
lítið kaldan hroll þegar ég heyri
hugmyndir um það að ríkisvaldið
ætli að setja sig í dómarasætið um
það hvaða upplýsingar og hvaða
skoðanir mega koma fram. Hvaða
upplýsingar og skoðanir eru rétt-
ar og hvað eru rangar upplýs-
ingar.“
Birgir lagði áherslu á að í um-
fjöllun þingsins um málið yrði að
horfa á þetta út frá tjáningar-
frelsis- og málfrelsissjónarmiðinu
og væri uppi vafi yrði að standa
með tjáningarfrelsinu, gegn rit-
skoðuninni.
Birgir ítrekaði síðar í um-
ræðunni að hann væri sammála
því að um vandamál gæti verið að
ræða, „en það að opinberir aðilar,
opinber nefnd, opinber stofnun
eða einhver ætli sér að fara að
sortera út hvað eru réttar upplýs-
ingar, leyfilegar upplýsingar og
upplýsingar sem mega ekki koma
fyrir augu almennings, það finnst
mér mjög ógeðfelld tilhugsun og
mundi alltaf taka afstöðu gegn
slíkum tillögum.“
Að lokum sagði Birgir þetta um
málið: „Allar skerðingar á tján-
ingarfrelsi og allar skerðingar á
mannréttindum yfirhöfuð, þegar
um þær er að ræða í löndum í
kringum okkur, byggja á því að
það sé verið að tryggja réttar upp-
lýsingar. Stjórnvöld, hvort sem
var í Sovétríkjunum, nú í Kína,
Tyrklandi undir nú-
verandi forystu Er-
dogans, takmarka
opinbera umræðu,
takmarka málfrelsi á
þeirri forsendu að
þau séu að reyna að
stoppa rangar upp-
lýsingar, forða því að það sé hægt
að rugla í fólki með falsfréttum.
Erdogan lokaði fyrir internetið
um tíma til að hægt væri að
stoppa rangar upplýsingar. Í
kosningum í Úganda nú fyrir fá-
einum vikum var internetinu lok-
að í nokkra daga fyrir kosningar
af því að þáverandi stjórnvöld
töldu að stjórnarandstaðan væri
að nota internetið og samfélags-
miðla til að koma á framfæri röng-
um upplýsingum. Þannig að við
erum á alveg svakalega hálum ís
ef við tölum um einhverjar að-
gerðir sem takmarka málfrelsi að
þessu leyti.“
Þingmenn ættu að þekkja það
að hægt er að hafa ýmsar og ólík-
ar skoðanir á málum og þær geta
allar byggst á ólíkum stað-
reyndum. Ólíkar skoðanir þurfa
ekki að byggjast á ósannindum
eins og sannleiksást annars. Þing-
menn deila iðulega hart, jafnvel
um staðreyndir, en sjaldnast er
það vegna þess að sumir skrökvi
og aðrir segi satt, þó að það sé
ekki óþekkt. En þá skiptir mestu
að allir hafi rétt til að tjá sig og
setja fram mótrök sín og stað-
reyndir sínar og loks er það ann-
arra og almennings að leggja mat
á málflutninginn. Það er ekki ein-
falt og það er alls ekki öruggt í
hverju máli að sannleikurinn verði
ofan á, en með því að takmarka
tjáningarfrelsið og fela ein-
hverjum opinberum aðilum að
ákveða hvaða skoðanir mega
heyrast og hvaða upplýsingar fá
að koma fram, er næsta öruggt að
sannleikurinn verður meðal
fórnarlambanna. Eftir því sem
lengra er gengið eru líkur á að
fleiri staðreyndir falli í valinn og
þá er ekki víst að aftur verði snú-
ið. Þegar upp væri staðið væri
raunveruleg hætta á að Sann-
leiksráðuneyti Orwells hefði tekið
við.
Eina færa leiðin til að takast á
við rangar upplýsingar er að
tryggja að þær réttu eigi greiða
leið til almennings. Á Vestur-
löndum hafa fjölmiðlar einkum
gegnt því hlutverki að verða sá
milliliður sem helst er hægt að
treysta á í þessum efnum. Fjöl-
miðlar eru vissulega ekki óskeik-
ulir og fjöldi dæma til um mistök
þeirra og jafnvel misnotkun. En
traustir ritstýrðir fjölmiðlar eru
engu að síður það besta sem við
höfum til að tryggja að almenn-
ingur hafi aðgang að réttum upp-
lýsingum. Hafi ríkisvaldið áhyggj-
ur af upplýsingaóreiðu og
falsfréttum sem flæða um vara-
sama samfélagsmiðla ætti það að
leitast við að tryggja að hefð-
bundnir fjölmiðlar geti áfram
rækt það hlutverk sitt að flytja
fréttir og veita almenningi upp-
lýsingar, en forðast allar aðgerðir
sem flokkast gætu undir rit-
skoðun.
Þingmönnum ber
að standa vörð um
mannréttindi, ekki
síst tjáningarfrelsið}
Upplýsingaóreiðan
F
orsætisráðherra og heilbrigðis-
ráðherra hafa hvað eftir annað
sagt þjóðinni að bólusetning
hennar yrði sem næst í höfn um
mitt ár. Orðfærið hefur þó tekið
breytingum. Framan af var sagt að þorri þjóð-
arinnar yrði bólusettur fyrir mitt ár. Svo var
tekið að segja að meirihluti hennar yrði bólu-
settur fyrir mitt ár. Nú síðast var sagt að mikill
meirihluti yrði bólusettur fyrir mitt ár.
Engar skýringar hafa verið gefnar á hvað
liggur að baki þessum fullyrðingum eða á
breyttu orðalagi sem felur í sér umtalsverða
efnislega breytingu. Þögnin felur í sér að gefið
sé í skyn að meira búi að baki sem ekki er unnt
að greina frá. Samt læðist að sá grunur að ekk-
ert sé þarna handan við, ekki sé frá neinu að
segja.
Þetta virtist staðfest í umræðu á Alþingi á föstudaginn
þegar heilbrigðisráðherra gaf skýrslu um sóttvarnir og
svaraði spurningum alþingismanna. Hún sagði í svari við
spurningu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að góðra
tíðinda væri að vænta síðar um daginn af bóluefni frá
Johnson og Johnson. Þegar Sigmundur gekk á hana í síð-
ari spurningu gaf hún upp tölurnar. Um óverulegt magn
er að ræða.
Sigríður Á. Andersen spurði hvort ekki mætti leita til
þjóða sem veigra sér við að nota bóluefni frá AstraZeneca
og fá það tímabundið að láni. Heilbrigðisráðherra tók
þessari spurningu ekki vel, talaði um að „seilast í“ bóluefni
annarra og þjóðir hefðu sjálfdæmi um ákvarð-
anir um bólusetningu. Með þessum ummælum
gerði ráðherra Sigríði upp skoðanir og réðst á
hana fyrir þær. Hér er beitt kunnu pólitísku
bragði sem maður hefði haldið að ætti að liggja
utan við umræðu af þessu tagi.
Heilbrigðisráðherra tókst þó með þessum
svörum að draga fram að það er ekkert að
frétta af hennar vettvangi um útvegun bólu-
efnis.
Ísraelar hafa bólusett þorra þjóðarinnar,
Bretar yfir 40% og Bandaríkjamenn meira en
þriðjung. Chile og Sameinuðu arabísku fursta-
dæmin eru komin vel á veg. Þessi dæmi sýna
að pólitískt framtak skiptir máli. Við sitjum
aftast í vagni ESB og máttum taka við skila-
boðum um að verða fyrir útflutningshömlum
vegna deilna ESB við Breta. Samt gengur
heilbrigðisráðherra fremstur ráðherra á Vesturlöndum
við að verja klúðrið sem ESB hefur ratað í þegar hann er
ekki að verja árangursleysi ríkisstjórnarinnar við að út-
vega þjóðinni bóluefni.
Ekki er að sjá af svörum ráðherra að neinir uppburðir
séu fyrir hendi, hvergi nein pólitísk sambönd né skipuleg
beiting annarra tengsla sem gætu gagnast við að útvega
bóluefni. Dugmikið fólk væri búið að skila þjóðinni meiri
árangri.
Ólafur
Ísleifsson
Pistill
Dauft yfir vötnum við útvegun bóluefnis
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
olafurisleifs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
B
ið eftir liðskiptaaðgerðum
hér á landi hefur lengst og
ljóst er að enn bíður meiri-
hluti sjúklinga of lengi
eftir aðgerð. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í skýrslu Svandísar
Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra
um liðskiptaaðgerðir sem lögð var
fram á Alþingi fyrir helgi. Skýrslan
var unnin að beiðni Ásmundar Frið-
rikssonar og fleiri alþingismanna en
óskað var eftir samantekt á stöðu
mála og leiðum til úrbóta svo auka
megi þjónustu við þá sem eru í
brýnni þörf fyrir slíkar aðgerðir.
Í skýrslunni er borinn saman
fjöldi aðgerða hér á landi við önnur
lönd og tilgreint að Ísland sé að nálg-
ast hinar Norðurlandaþjóðirnar hvað
varðar fjölda framkvæmdra aðgerða
á hvern íbúa. Farið yfir þá þætti sem
hafa áhrif á lengd biðtíma og bent á
að ýmislegt bendi til þess að ekki sé
verið að fullnýta ýmis meðferðar-
úrræði sem til eru áður en fólki er
vísað í aðgerð.
Miðgildi biðtíma þeirra sem fóru
í liðskiptaaðgerð á mjöðm árið 2020
var 29 vikur á Landspítala, 20 vikur á
Sjúkrahúsinu á Akureyri, 26 vikur á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands og 3
vikur á Klíníkinni. „Fjöldi fram-
kvæmdra aðgerða á árinu var 743 og
því ljóst að margir biðu umfram
ásættanlegan biðtíma,“ segir í
skýrslunni. Þar kemur jafnframt
fram að fækkað hafi á biðlistum í
kjölfar biðlistaátaks árið 2016 en
fjölgun hafi orðið á ný í fyrra.
Miðað er við að ásættanleg bið
eftir aðgerð sé 90 dagar frá greiningu
en þá er ótalin bið eftir að komast að
hjá sérfræðingi sem greinir vandann.
Stefna stjórnvalda er að 80% sjúk-
linga fái meðferð innan áðurnefnds
tíma. Raunin er sú að vel yfir 60%
þurfa að bíða lengur en þrjá mánuði
eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm og hef-
ur hlutfallið aukist milli ára.
Enn verri sögu er að segja af lið-
skiptaaðgerðum á hné. Miðgildi bið-
tíma var 43 vikur á LSH, 24 vikur á
SAk, 32 vikur á HVE og 3 vikur á
Klíníkinni. Fjöldi framkvæmdra að-
gerða var 760 í fyrra. Hlutfall þeirra
sem þarf að bíða lengur en þrjá mán-
uði hefur aukist milli ára og er nú
76%.
Í skýrslunni er þess getið að
tekist hafi að viðhalda þeim árangri
sem náðist með biðlistaátakinu frá
2016 enda hafi fengist áframhaldandi
fjármagn til þess fyrir árin 2019-
2021. Árangurinn haldi þó ekki í
aukningu sem hafi orðið vegna fjölg-
unar aldraðra og fjölgunar þeirra
sjúkdóma sem valda sjúkdómum í
liðum, eins og til dæmis offitu. Inn-
leiðing svokallaðs DRG-fjármögn-
unarkerfis muni auðvelda umsjón og
yfirsýn stjórnvalda með framleiðslu
þjónustuaðila í heilbrigðisþjónustu
hér á landi auk þess að hvetja til auk-
innar framleiðni. Þróun miðlægs bið-
lista muni sömuleiðis bæta utan-
umhald.
Síðustu ár hefur nokkur fjöldi
Íslendinga valið að fara utan í lið-
skiptaaðgerðir þar eð biðtími eftir
slíkri aðgerð hér á landi hefur verið
óásættanlegur. Á árunum 2015-2020
greiddu Sjúkratryggingar Íslands
fyrir meðferðir 91 Íslendings í út-
löndum, 59 vegna liðskipta á hné en
32 vegna liðskipta á mjöðm. Heildar-
kostnaður við þessar meðferðir nam
rétt tæpum 160 milljónum króna.
Meðalkostnaður við hverja slíka
meðferð er umtalsvert hærri en ef
sambærileg aðgerð væri gerð hér á
landi, enda er greitt fyrir ferðir,
uppihald og jafnvel fylgdarmann. Í
fyrra var kostnaður við hverja lið-
skiptaaðgerð á mjöðm rúmar tvær
milljónir króna ytra en rétt rúm ein
milljón hér á landi.
Bið eftir liðskiptaað-
gerðum lengist á ný
Morgunblaðið/Ásdís
Aðgerð Árangur sem náðist með biðlistaátaki árið 2016 heldur ekki í
aukna þörf á liðskiptaaðgerðum, svo sem vegna fjölgunar aldraðra.
Í skýrslunni er rifjað upp að heil-
brigðisráðherra hafi samþykkt
árið 2019 að koma á fót lið-
skiptasetri við Heilbrigðis-
stofnun Vesturlands á Akranesi.
Segir að áætlað sé að það geti
hafið starfsemi í mars árið 2022
og hefja eigi starfsemi á nýrri
skurðstofu þar í febrúar 2023.
„Með liðskiptasetri og viðbót-
arskurðstofu sem eingöngu
sinnir liðskiptaaðgerðum skap-
ast aðstaða til að fjölga aðgerð-
um sem á sama tíma verða ekki
fyrir truflun vegna bráðra að-
gerða. Framkvæmdir eru hafnar
við stofnunina sem m.a. fela í
sér að viðbótarskurðstofu verð-
ur bætt við þær tvær sem fyrir
eru. Markmiðið er að þar verði
hægt að framkvæma 430 lið-
skiptaaðgerðir á ári, sem er um
60% aukning miðað við að-
gerðafjölda undanfarinna ára.
Fjármögnun þeirrar viðbótar
hefur verið tilgreind í fjárlögum
fyrir árið 2021.“
Aðgerðum
verði fjölgað
LIÐSKIPTASETUR Á HSV