Morgunblaðið - 29.03.2021, Page 19

Morgunblaðið - 29.03.2021, Page 19
Kveðja frá Menntavísinda- sviði Við kynntumst Ingva fyrst vorið 2019 þegar hann sótti um í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði Háskóla Ís- lands. Ingvi bar það með sér við fyrstu kynni að vera ein- staklega skemmtilegur, með húmorinn á réttum stað, rögg- samur, hnyttinn, ljúfur og góð- ur félagi. Þessir eiginleikar hans áttu svo sannarlega eftir að koma betur í ljós þegar hann hóf nám við skólann. Ingvi var á tómstundalínu í náminu og hafði mikinn áhuga á ýmsu sem tengdist þeim vettvangi. Hann var spenntur fyrir að byrja í starfsnámi en vegna covid hafði hann ekki tök á að fara í fyr- irhugað starfsnám hjá íþrótta- félaginu Fylki. Áhugi hans lá einnig í útivist og við eigum góðar minningar frá því í haust þegar hann sótti námskeiðið Útikennsla, útinám og heilsa. Þar blómstraði hann og leiddi meðal annars hóp nemenda í göngu um Elliðaár- dalinn enda öllum hnútum kunnugur þar. Hann fór einnig í fleiri styttri ferðir með nem- endahópnum og naut þess í botn. Það var unun að hlusta á Ingva tala um ferðalög og ævin- týri sem hann hafði upplifað með sínu fólki. Það var greini- legt hvað það hafði mikil og góð áhrif á hans líf að ferðast og upplifa nýja hluti. Hans mikli áhugi á útiveru og auðsjáanleg unun af því að vera úti og upp- lifa náttúruna í allri sinni mynd hreyfði við okkur og er okkur mikil hvatning. Ingvi naut vinsælda og virð- ingar meðal nemenda og kenn- ara og hafði góða nærveru. Hann var stór karakter, lét verkin tala og hikaði aldrei, hvort sem það tengdist verk- efnavinnu eða öðru. Oft þurfti að hafa sig allan við til að halda í við hann þegar hann tók af stað og var hann yfirleitt fyrst- ur allra á áfangastað. Það voru forréttindi að kynn- ast Ingva og við minnumst hans með þakklæti. Hans verður sárt saknað. Ingvi hafði gott bakland, bæði í fjölskyldu og aðstoðarfólki, og vottum við þeim okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd kennara og starfs- fólks á námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði, Helena Gunnarsdóttir og Ágústa Björnsdóttir. Við eigum góðar minningar úr háskólanum með Ingva. Við fórum til dæmis saman í heim- sóknir á félagsmiðstöðvar, fór- um í skemmtilegar ferðir í úti- vistarnámskeiði og tókum þátt í eftirminnilegum smiðjum sem tengjast útivist. Það var skemmtilegt saman í hrekkja- vökupartíinu haustið 2019. Það var gott og mjög gaman að vinna með Ingva í verkefnum, hann var bæði skemmtilegur fé- lagi og hugmyndaríkur. Hann kom sterkur inn í skipulagningu á málþingi og honum fannst mikilvægt að vekja fólk til um- hugsunar um aðgengis- og rétt- indamál. Eftirminnileg er ný- nemaferðin sem við fórum í saman til Hveragerðis. Það var alltaf gaman að heyra áhuga- verðar sögur frá Ingva. Hann dreymdi um að vinna við eitt- hvað sem tengdist flugi eða verða flugmaður. Við viljum þakka fyrir allt það góða sem við höfum lært af Ingva. Hann hefur alltaf verið góður vinur og skólafélagi. Hans verður sárt saknað. Sendum fjölskyldu og vinum Ingva innilegar samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd nemenda í starfs- tengdu diplómanámi, Birkir, Aldís, Róbert, Hrannar, Nikola, Dalrós, Felix, Kristjana og Sveinbjörn. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021 ✝ Guðbjörg Guð- rún Greips- dóttir fæddist í Reykjavík 11. nóv- ember 1949. Hún lést 19. mars 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Greipur Kjartan Krist- jánsson lög- regluþjónn, f. 31. mars 1914, d. 4. október 1988, og Guðleif Helgadóttir húsfreyja, f. 27. desember 1909, d. 27. desem- ber 2009. Systkini Guðbjargar eru: Hall- grímur, f. 9. maí 1943, eiginkona hans var Signe Sirnes, f. 26. mars 1944, d. 25. maí 1987. Dætur þeirra eru: Anne Greipsson Oml- and, f. 15. febrúar 1966, og Linda Sirnes Greipsson, f. 1. júní 1968. Núverandi eiginkona Hallgríms Guðbjörg giftist 1967 Krist- jáni Jónssyni, f. 26. febrúar 1942, d. 28. desember 2015, þau slitu samvistir. Dóttir þeirra er Guðleif Jóna, f. 29. september 1967, eiginmaður hennar er Andreas Schulz. Börn þeirra eru: Kristján Breki Schulz, f. 27. apríl 1993, og Sóley Schulz, f. 21. júní 1999. Guðbjörg giftist 1976 Óskari Rafni Þorgeirssyni, f. 15. sept- ember 1941, d. 12. febrúar 2009, þau slitu samvistir. Dæt- ur þeirra eru: Guðrún Ósk, f. 30. mars 1975. Lísa Sigríður Greipsson, f. 20. júlí 1971, eig- inmaður hennar er Rafn Haf- berg Guðlaugsson, f. 28. júlí 1968. Börn þeirra eru: Greip- ur, f. 9. febrúar 1999, og Ingi- björg, f. 27. desember 2001. Guðbjörg giftist 1991 Jóni Sigþóri Sigurðssyni, f. 3. októ- ber 1946, þau slitu samvistir. Streymt verður frá útför: https://tinyurl.com/wtfd3raa Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat er Eli Paulsen f. 2. maí 1944; Kristján Helgi, f. 17. febrúar 1948, eiginkona hans er Borghildur Ragnarsdóttir, f. 15. nóvember 1952. Dætur þeirra eru: Agla Þyri, f. 16. des- ember 1973, Elfa Björk f. 16. apríl 1978, og Íris Dröfn, f. 23. maí; hálfbróðir Haukur Hall- grímsson, f. 20. ágúst 1932, d. 18. september 2009, eiginkona hans var Pálína Lórenzdóttir, f. 14. september 1928, d. 20. júlí 2010. Börn þeirra eru: Aðalheiður Guðrún, f. 7. ágúst 1955, Hall- grímur Leifur, f. 15. mars 1957, og Ása f, 10.október 1959; hálf- bróðir Jón Hallgrímsson, f. 6. júní 1937, d. 6. maí 1945. Elsku besta mamma okkar. Við sitjum hér saman systurnar með brostin hjörtu og veltum því fyrir okkur hvernig við eigum að koma orðum að því hvað við elsk- um þig og söknum þín mikið. Hvernig kveður maður mömmu- drekann með stóra hjartað? Þú varst svo ótal mörgum kostum búin, svo falleg og skemmtileg og klár. Við munum aldrei eftir að hafa heyrt þig hall- mæla einum einasta manni eða slúðra. Það var bannað að slúðra heima hjá okkur. Ef við duttum óvart í það að hafa eitthvað eftir varst þú snögg að spyrja: „Varstu á staðnum þegar það gerðist? Heyrðir þú hana/hann segja það?“ Þegar búið var að svara að við hefðum ekki verið á staðnum eða hefðum vitneskjuna frá fyrstu hendi, spurðimamma alltaf eitthvað á þá leið hvort við vildum þá ekki bara hætta að vera gaspra um eitthvað sem við viss- um ekkert um. Mamma var algjör dreki. Dreki í þeirri merkingu að hún fór sínar eigin leiðir í lífinu, dvaldi ekki í því sem var liðið og datt ekki í hug að láta það hafa áhrif á sig hvað öðrum fannst eða hugsuðu. Þá beið hún heldur aldrei með hlutina. Þegar við spurðum hana hvenær hún vildi gera þetta eða hitt, var svar mömmu ávallt að við mættum ráða hvort við gerðum þetta núna eða strax. Þá var hún einnig með risastórt hjarta og var góð við menn og málleysingja. Heima í sveitinni var alltaf fullt hús af börnum og í minningunni skín sólin alla daga og það var stans- laust stuð og stemming í Stóra- Lambhaga, eða Hotel Happiness eins og það var svo oft kallað. Elsku besta mamman okkar. Við söknum þín svo mikið en er- um á sama tíma svo þakklátar fyrir að þú sért nú komin í sum- arlandið þar sem allt er gott og fólkið þitt beið þín og tók svo glatt á móti þér. Þú barðist eins og þú ein gast fyrir lífi þínu og komst öllum, sérstaklega lækn- unum þínum, á óvart með óþrjót- andi lífsvilja þínum. Við systur hvílum öruggar í þeirri vitneskju að þið pabbi ríðið nú út í sum- arlandinu og sólin brosi við ykkur. Bless í bili, elsku mamma okk- ar, við sjáumst seinna. Þangað til, þáhugsum við til þín með enda- lausri ást, þakklæti fyrir allt sem þú kenndir okkur og virðingu fyr- ir þeirri mögnuðu konu sem þú varst og munt ávallt vera í okkar hjörtum og hugum. Þínar elskandi dætur, Guðleif Jóna (Jonna), Lísa og Guðrún Ósk (Gunna). Þann 19. mars síðast liðinn lést Stella systir mín, Guðbjörg Guð- rún Greipsdóttir, eftir nokkuð langvinn og erfið veikindi. Þó svo andlátið hafi verið henni líkn þá er söknuðurinn mikill og minn- ingar frá liðinni tíð sækja að. Við fæddumst í Sigtúni í Laug- arneshverfinu og ólumst þar upp þegar það var í uppbyggingu. Í næsta nágrenni við okkur voru sveitabæir þar sem stundaður var hefðbundinn búskapur með tilheyrandi búfénaði. Mínar fyrstu minningar um Stellu syst- ur úr Sigtúninu eru endalausir leikir úti í náttúrunni þar sem hún sýndi þegar í stað þann dugnað og seiglu sem einkenndi hana alla tíð. Hún gaf okkur strákunum ekkert eftir, klifraði yfir girðingar og upp á skúrþök jafnt á við okkur. Það kostaði að vísu fótbrot og fleiri skrámur en það þótti eðlilegur fylgifiskur þess frelsis sem börn bjuggu við í þá daga. Fastir liðir í okkar æsku voru ferðir austur að Felli í Bisk- upstungum til afa og ömmu. Þangað fórum við systkinin í páskafríum ár eftir ár og dvöld- um þar einnig yfir sumarmánuð- ina ásamt Halla eldri bróður okk- ar. Við nutum þess að leika okkur þar ásamt því að sinna ýmsum störfum sem hentuðu okkar aldri svo sem að sækja kýrnar, reka fé úr túninu og ýmislegt fleira. Lilla frænka okkar átti mikið safn af Æskunni sem við lásum svo á kvöldin eftir amstur dagsins. Stella átti til að vera svolítið hvatvís og fór gjarnan sínar eigin leiðir. Hún var aðeins 18 ára þeg- ar hún giftist Kristjáni Jónssyni og eignaðist sína fyrstu dóttur. Það hjónaband entist ekki og hún giftist síðar Óskari Þorgeirssyni. Áhugi þeirra á hestum var sam- eiginlegur og varð meðal annars kveikjan að því að þau keyptu Stóra Lambhaga í Skilmanna- hreppi í Hvalfirði. Þar var gott að heimsækja Stellu og njóta gest- risni hennar. Hún var frábær kokkur og einstaklega lagin við að töfra fram kræsingar án nokk- urs fyrirvara. Það var því ekki al- veg að ástæðulausu að hún var fengin til að sjá um rekstur veiði- hússins við Laxá í Leirársveit sem hún sinnti af alúð í nokkur ár við góðan orðstír. Aldrei minnist ég þess að Stella hafi orðið veik og legið í rúmi nema þegar hún fótbrotnaði eða þegar botnlanginn var fjar- lægður. Ég held að henni hafi nánast aldrei orðið misdægurt fyrr en krabbameinið kom til sög- unnar fyrir u.þ.b. tveimur árum. Hún mætti því verkefni af æðru- leysi og barmaði sér ekki. Stella hafði nýverið byggt upp sitt ann- að heimili ásamt sínu fólki við hliðina á okkur hjónunum í Bisk- upstungum þar sem rætur okkar systkinanna liggja. Samgangur- inn hefur því verið meiri síðustu árin. Ég hefði svo sannarlega vilj- að eiga fleiri góðar stundir með systur minni á þessum góða stað. Ég bið allar góðar vættir að vaka yfir systradætrum mínum, mökum þeirra og börnum og veita þeim styrk í sorginni. Megi minning Stellu lifa hjá okkur öll- um. Og Jörðin vaknar, opnar augu sín, um andlit hennar leikur daggar- sindur, um glóbjart hárið blómasveig hún bindur, um brjóst og arma fellir himinlín. (Dagur, Gunnar Dal) Takk kæra systir mín fyrir samfylgdina. Kristján Greipsson. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast Guðbjargar Greips- dóttur, föðursystur minnar sem lést á líknardeild Landspítalans þann 19. mars síðastliðinn. Guð- björg eða Stella eins og hún var alltaf kölluð tengdist mér á svolít- ið sérstakan hátt þar sem ég flutti nokkuð óvænt til hennar sumarið 1993 þegar ég var 14 ára gömul. Ég var hjá henni það sum- ar og næstu tvo vetur þar á eftir í Stóra Lambhaga í Skilmanna- hreppi þar sem hún bjó ásamt þá- verandi manni sínum. Ég á marg- ar góðar minningar frá þeim tíma og er stöðugt að átta mig betur á hvað ég hef tileinkað mér margt sem ég lærði af þeirri dvöl. Í dag er ég á svipuðum aldri og Stella var þá og það er óneitanlega margt í mínu fari sem ég get tengt við frænku mína, hvort sem það er skyldleikinn okkar á milli eða sú fyrirmynd sem hún var get ég ekki dæmt um en líklega er það sitt lítið af hvoru. Stella var mikið á ferðinni og oft í alls kyns ólíkum verkefnum. Hún kunni svo sannarlega að bjarga sér. Mér er það sérstaklega minnis- stætt þegar við vorum tvær einar heima og ég spurði hvað væri í matinn. Hún átti til að svara: „Æ, eigum við ekki bara að hafa eitt- hvað einfalt?“ Eitthvað einfalt hjá Stellu gat verið sannkölluð veislumáltíð. Hún hafði einstakt lag á að gera veglega máltíð úr ómerkilegu hráefni enda var hún mikill bragðkokkur. Ég held ég hafi aldrei séð hana opna upp- skriftabók þó hún hafi verið mjög iðin í eldhúsinu, hvort sem það átti við um bakstur eða elda- mennsku. Ég fór í mína fyrstu hestaferð með Stellu og hennar vinafólki. Við riðum frá Stóra Lambhaga vestur á Kaldármela á nokkrum dögum. Ég man að í þessari ferð fékk ég mitt fyrsta rasssæri enda var ég á ungum fola sem kunni lítið annað en að brokka. Stella stakk þá upp á að ég fengi að prufa Glampa gamla sem var svona sparihestur og alls ekki hver sem er sem fékk að sitja þann gæðing. En mikið var gott að klára þá dagleið á silkimjúku tölti. Það var akkúrat þá sem hestaáhuginn kviknaði hjá mér fyrir alvöru. Þegar ég hugsa um Stellu frænku þá sé ég hana ljóslifandi fyrir mér hlæjandi og þar sem hún situr á gömlum pottofni í eld- húsinu í Stóra Lambhaga. Ég skildi ekki þegar ég var ungling- ur af hverju hún sat ekki á stól eins og hinir en það er gaman að segja frá því að síðar meir keypti ég gamla bæinn í Stóra Lamb- haga og pottofninn varð minn staður í eldhúsinu. Það var ein- faldlega vegna þess að það var svo kalt í húsinu en það hafði ég ekki upplifað sem unglingur. Ég á Stellu margt að þakka. Ég hef sem betur fer fengið tæki- færi til að segja henni það en það er sárt að hugsa til þess að hún sé farin og muni ekki fá að njóta þess að vera í sveitinni sinni þar sem hún hefur byggt sér fallegt heimili ásamt dætrum sínum og tengdasyni. Ég trúi því raun- verulega að eitthvað annað taki við og að amma Guðleif og afi Greipur hafi nú tekið á móti Stellu. Ég votta dætrum hennar, mökum og börnum þeirra mína dýpstu samúð. Þau voru öll sér- lega náin og skarðið sem fráfall Stellu myndar verður aldrei fyllt. Megi minningin um Stellu frænku lengi lifa. Íris Dröfn Kristjánsdóttir. Föstudaginn 19. mars kvaddi Stella frænka mín eftir erfið veik- indi sem sviptu hana getunni til að lifa lífinu til fulls. Hún hafði alla tíð farið sínar eigin leiðir, gerði oft bara það sem henni datt í hug, það sem var skemmtilegt og spennandi. Eitt af því var að flytja í sveitina góðu með stelp- unum og Óskari heitnum. Stóri Lambhagi varð uppáhaldsstaður minn á allri jörðu. Þar fékk ég að koma á hverju sumri og taka þátt í sauðburði og hestamennsku sem átti hug minn allan. Ég fékk að vinna allskyns störf í Lamb- haga með þeim Jonnu, Lísu og Gunnu. Við slógum tún, hirtum hey, máluðum hús og girðingar og fengum stundum aukavinnu í veiðihúsinu þar sem Stella galdraði fram dýrindis mat fyrir veiðimennina. Í sveitinni fékk ég að kynnast svo mörgum hliðum lífsins. Þar var alltaf svo margt fólk og mér fannst ég svo heppin að geta var- ið sumrunum mínum með frænk- um mínum sem voru svo nálægt mér í aldri. Stundum vorum við yfir tíu á heimilinu þegar allt var talið. Stella og Óskar, systurnar þrjár ásamt mér, Kristjáni frænda, Líneyju og Fríðu, Björgu, Rabba og fleirum. Hver dagur var ævintýri. Stundum kom maður heim með nýfætt lamb neðan úr haga og Stella kenndi mér að blanda mjólk og hvernig átti að venja lömbin und- ir. Svo voru farnar hestaferðir í Ölver og á hestamót á Kaldár- melum. Ég fékk að prófa allskyns hross með Jonnu frænku minni sem var alltaf mín fyrirmynd. Ég eignaðist minn fyrsta hest eftir sumarvinnu í veiðihúsinu með Jonnu. Það voru mörg verk- in sem þurfti að sinna í sveitinni og við stelpurnar gengum óhikað í þau verk. Maður vann fram í myrkur með blöðrur á höndum því það var það sem þurfti að gera. Hjá Stellu lærði ég það að gera hlutina sjálf, það var enginn annar sem gerði þá fyrir þig. Að því bý ég enn þann dag í dag og hika ekki við að ganga í allskyns verk. Fyrir það er ég þakklát. Þau voru líka skemmtileg kvöldin þegar fjölskyldan safnað- ist saman í sófanum í risinu og við horfðum saman á hryllings- og spennumyndir, drukkum Egils- djús og poppuðum. Stephen King var í uppáhaldi en ég þekki fáa sem hafa lesið eins mikið og hún Stella. Hún las allar bækur sem hún komst yfir og var ótrúlega viðræðugóð þegar kom að alls- kyns bókmenntum. Stelpurnar hennar hafa líka tileinkað sér þennan ótrúlega mikla lestrar- áhuga sem ég held að komi frá ömmu Guðleif því hún var alltaf lesandi, hvort heldur það var á ensku, dönsku eða íslensku. Ég er þakklát Stellu fyrir að hafa tekið á móti mér í sveitina ár eftir ár. Það voru forréttindi að fá að kynnast sveitalífinu með öllu því frjálsræði sem því fylgdi sem og ábyrgðinni að hugsa um skepnur og bú. Frænkuböndin styrktust og ég hef oftar litið á þær Jonnu, Lísu og Gunnu sem systur mínar frekar en frænkur. Það er ómetanlegt að eiga stóra og góða fjölskyldu. Takk fyrir samveruna í 48 ár elsku Stella. Fagra haust þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (Steingrímur Thorsteinsson) Agla Þyri Kristjánsdóttir. Guðbjörg Guðrún Greipsdóttir Okkar ástkæra ÞÓRLEIF G. ALEXANDERSDÓTTIR, Tóta, Hlíðarvegi 45, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Siglufirði hinn 22. mars sl. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju hinn 31. mars kl. 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina, en henni verður streymt í gegn um mbl.is/andlat Daníel P. Baldursson Baldur Jörgen Daníelsson Sigurbjörg Daníelsdóttir Halldór Ó. Sigurðsson Daníel Pétur Daníelsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Stakkadal, Rauðasandi, lést á Hrafnistu í Laugarási föstudaginn 19. mars. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 29. mars klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Magnús Sigurðsson Kristín B.K. Michaelsen Anna G. Sigurðardóttir Ólafur B. Guðnason Sigríður Sigurðardóttir Halldór S. Sigurðsson Maria Lorena Rimpas Tolo Esther Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.