Morgunblaðið - 29.03.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.03.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Skinneyjar - Þinganess hf. Aðalfundur Skinneyjar - Þinganess hf. fyrir árið 2021 verður haldinn í fundarsal félags- ins að Krossey, Hornafirði, miðvikudaginn 21.apríl 2021 og hefst hann stundvíslega kl. 13.30 Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein í samþykktum félagsins. 2. Önnur mál, löglega fram borin. Framboðum til stjórnar skal skila til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfundinn með þeim upplýsingum sem fram koma í 2. mgr. 63. gr. a í lögum um hlutafélög. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að taka við fundargögnum. Hornafirði, 26. mars 2021 Stjórn Skinneyjar - Þinganess hf. Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Leikfimi með Hönnu kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Enskukennsla kl. 14. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411 2600. Garðabæ Jónshús opið skráning í Jónshúsi, heitt á könnunni. Hópstarf og viðburðir falla niður. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Munið sóttvarnir, tveggja metra regluna og grímuskyldu. Gjábakki Kl. 8.30-10.45 er handavinnustofan opin fyrir handverk og spjall, Munið að tilkynna ykkur daginn áður (eða í lúgunni á leiðinni inn)! Kl. 8.45-10.45 postulínsmálun (fullbókað). Kl. 10.50-12.05 Jóga (fullbókað). Kl. 13.30-16 handavinnustofan opin fyrir handverk og spjall. Munið að enn gildir 2ja metra reglan og grímuskylda! Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 9.15. Minningahópur kl. 10. Jóga með Ragnheið Ýr á netinu kl. 11.15. Stólaleikfimi kl. 13.30. Gönguhópur – lengri ganga kl. 13.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga í Borgum kl. 8.30. Gönguhópar kl. 10. Gengið frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egilshöll, þrír styrk- leikar. Leikfimi með Elsu sjúkraþjálfara kl. 11 í Borgum. Prjónað til góðs og frjáls skartgripagerð kl. 13 í Borgum.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 og línudans með Guðrúnu kl. 14 í Borgum. Allir velkomnir, grímuskylda. Seltjarnarnes Vegna hertra sóttvarnarreglna þá fellur allt skipulagt félagsstarf niður fram yfir páska. Kaffikrókurinn er þó opinn alla virka morgna eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar. Með von um bjartari daga og betri tíð óskum við ykkur öllum gleðilegrar páskahátíðar. FINNA.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Færir þér fréttirnar mbl.is ✝ Sigríður Ingi- marsdóttir fæddist á Flugu- mýri í Skagafirði 5. júní 1935. Hún lést á Sjúkrahúsi Skag- firðinga 13. mars 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Ingimar Jónsson, f. 27.3. 1910 á Flugu- mýri, d. 4.12. 1955, og Sigrún Jóns- dóttir, f. 6.3. 1911 á Vatni á Höfðaströnd, d. 22.3. 1986. Sigríður ólst upp í stórum systkinahópi á Flugumýri og var elst í röð átta systkina en þau eru Jón, f. 19.1. 1937, Sig- urður f. 11.7. 1938, d. 21.12. 2017, Lilja Amalía, f. 24.7. 1939, Steinunn, f. 26.3. 1942, Guðrún, f. 1.6. 1943, Sigrún, f. 4.10. 1945, Synir hans eru: Logi Már, f. 12.7. 1989, móðir hans er Hrafn- hildur Kjartansdóttir, Jón Rún- ar f. 5.9. 2008, móðir hans er Lotte Christensen. Sigríður ólst upp á Flugumýri og gekk þar í flest störf en jafn- framt fór hún á vertíð til Vest- mannaeyja og Keflavíkur og þá var hún tvö sumar kokkur á síldarskipi. Hún sótti nám í hús- mæðraskólana á Löngumýri og Ísafirði. Eftir að hún hóf búskap á Sauðárkróki vann hún hjá Fiskiðjunni og Skildi, í mötu- neyti Sláturhúss KS og Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Þá rak hún um tíma verslun á Sauðárkróki. Hún var söngelsk og söng í Kirkjukór Sauðárkrókskirkju ásamt fleiri kórum. Útför Sigríðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 29. mars 2021, klukkan 14. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/v57u3u2d Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat og Ingimar, f. 16.4. 1951. Hinn 3. júní 1961 giftist Sigríður Jóni Rögnvaldi Jósafats- syni frá Sauðár- króki, f. 19.3. 1936, d. 17.6. 1999. Synir þeirra eru: 1) Ingi- mar, f. 5.2. 1961, búsettur í Garða- bæ. Kona hans er Ingibjörg Rósa Friðbjörnsdóttir, f. 13.11. 1963. Synir þeirra eru Atli Björn, f. 2.11. 1987, kona hans Helga Hafdís Gunnarsdóttir, börn þeirra Bjartur Darri, Rut og Kara Lind. Jón Rúnar, f. 17.2. 1993, unnusta Ingibjörg Thelma Leopoldsdóttir. Davíð, f. 23.7. 1994. 2) Jósafat Þröstur, f. 16.7. 1965, búsettur á Sauðárkóki. Ætli maður missi ekki besta vin sinn einu sinni á lífsleiðinni, það er skrítin tilfinning, eiginlega óút- skýranleg. Að missa tilfinninguna að koma niður Vatnsskarðið fullur af tilhlökkun að komast í bústað- inn, sem magnaðist svo upp í líðan sem gaf sálarró, sem er sjaldgæf tilfinning í núverandi lífshraða, vitandi að amma beið, tilbúin með hlaðborð af öllu því besta, er það sem ég mun sakna hvað mest. Oft eftir margra mánaða bið að hitta þá gömlu, því það var ekkert eins gefandi fyrir hana og að fá strák- ana sína heim, ánægjan, brosið og hlýjan yfirgnæfandi.Við bræður og Logi frændi vorum hennar teymi, stolt og yndi og hún lét okk- ur svo sannarlega finna það alltaf, öll árin sem hún lifði, af gaum- gæfni sem erfitt er að lýsa. Amma var ekkert að flækja hlutina, hún þurfti lítið annað en íþróttir, prjóna og bústaðinn og vildi oftar en ekki vera ein með sjálfri sér, sem lýsir hennar persónu hvað best. Amma var gædd þeim yndis- lega kosti að vera mannþekkjari af bestu gerð og var oftar en ekki fljót að átta sig á því hvort hún ætti samleið með fólki, hún talaði íslensku og var ekkert að spara sínar skoðanir sem hún stóð með, sem er sjaldgæfur kostur í núver- andi samfélagi þar sem allir kapp- kosta að selja ímyndir af sjálfum sér yfir netið og aðra miðla. Amma var húmoristi af guðs náð. Þegar þú náðir henni yfir fréttum, eða í Nissaninum, þá lærði maður helst blótsyrði og annað slíkt en allra ánægðust var hún með þá fréttamenn/þulur sem klæddu sig sómasamlega og voru ekki alltaf í nýjum og nýjum flíkum. Að keyra í Reykjavík með ömmu var eins og að horfa á Gord- on Ramsey blóta ofsoðinni ýsu, þvílík veisla. Amma var heimsmeistari í flugnadrápi, enginn í sögunni hef- ur drepið fleiri með flugnaspaða, enda átti hún þá nokkra, fyrir hana var þetta listgrein, hún þrammaði jafnan um bústaðinn ef heyrðist í flugu með skýrt mark- mið, ég hugsa að hún hefði getað orðið stórkostlegur borðtennis- spilari, með úlnliðshreyfingar á við þá bestu. Ég er ólýsanlega þakklátur fyr- ir það að þú hafir náð að tengjast Rut og Bjarti svona vel, en fyrir þau, eins og okkur strákana, er bústaðurinn griðastaður, þeim líð- ur hvergi betur og finnst stór- furðulegt að amma Lilla sé ekki lengur til að taka á móti þeim með sama faðmi og við strákarnir höf- um upplifað gegnum árin. Sem betur fer keyrðu þau samt aldrei um Reykjavík með þér né horfðu á fréttirnar. Amma var búin að bíða eftir því að hitta afa lengi og talaði oft um það og þegar við fréttum, hinn 13. mars síðastliðinn, að henni færi fljótt hrakandi brunuð- um við Logi og Davíð norður, Jón komst því miður ekki enda fastur í Barcelona. Við fórum hratt yfir og náðum að eyða síðasta klukkutím- anum með henni, hún vissi klár- lega að við værum komnir og var að bíða eftir okkur, hún dó stuttu síðar, sátt með sínu teymi, þeim sem hún lifði fyrir, þessu gleymi ég aldrei því það var mikilvægt að fá að kyssa hana í síðasta skipt- ið.Takk amma, bið að heilsa afa, þú ert sú eina sanna. Atli Björn Ingimarsson. Laugardagskvöldið 13. mars lést Lilla systir mín. Var þá búin að dvelja á Heilbrigðisstofnun Norðurlands frá fyrri hluta síð- asta árs. Andlát Sigríðar, sem jafnan var kölluð Lilla, bar frekar brátt að en heilsu hennar hrakaði mjög í desember og má segja að eftir það hafi hún ekki náð heilsu. Lilla var elst systkina minna, þroskaðist fljótt og fór 15 ára gömul á húsmæðraskóla á Löngu- mýri í hálfan vetur. Seinna fór hún vestur á Ísafjörð í hússtjórnar- skóla eins og þá var nefnt. Mig langar að geta þess með Lillu hversu sjálfstæð hún var. Þegar kom að fermingu og átti að mæta til uppfræðslu á Miklabæ, þá keyrði hún sig sjálf. Pabbi átti flott- an Willys-jeppa sem hún fékk til af- nota. Þetta hefði ekki gerst í dag. Þegar Lilla var tvítug urðu mikil þáttaskil hjá fjölskyldunni. Faðir okkar kom veikur heim af hreppsnefndarfundi kvöldið fyrir 1. desember. Þau veikindi leiddu til andláts hans aðfaranótt 4. des- ember. Pabbi var aðeins 45 ára og má nærri geta að áfallið var mikið, átta börn, elst Lilla 20 ára og yngstur Ingimar fjögurra ára. Pabbi var mikill faðir og var búinn að ræða við okkur um menntun sem við yrðum að hugsa um. En stórt bú og stjórnlaust kallaði á okkur og reyndi á krafta þeirra elstu, Lillu og Jóns bróður, þannig að unglingsárin fóru í að hjálpa til svo menntun varð lítil nema lífsins skóli. Lilla var gæfumanneskja í lífi sínu þegar hún kynntist honum Nonna Jós. Jón var hæglátur maður í fasi en leyndi á sér og gat verið gleðipinni með húmor í lagi. Þau komu sér fljótt upp eign hús- næði og var þar oft gestkvæmt og naut ég oft sælustunda í því húsi. Á sextugsaldri Nonna fór að gæta sjúkleika sem tók langan tíma að greina en reyndist síðan vera mergkrabbamein. Þrettán ár stóð sú barátta og getur maður ímyndað sér hvaða áhrif það hefur haft á fjölskyldulífið hjá þeim. Nonni gaf samt ekki eftir þótt veikur væri, þau byggðu sér stórt einbýlishús og einnig sumarhús. Þetta er á æskustöðvum okkar Lillu og átti staðurinn stóran sess í okkar lífi endar oft búnar að taka til hendinni þar. Þar eigum við Bjössi líka bústað ásamt fleirum. Lilla systir var búin að vera ekkja í rúm 20 ár. Hún tókst á við þann tíma með miklum dugnaði og sá yfirleitt um allt sjálf. Ung fékk hún ráð í hendur og fannst mér oft eins og hún vildi eiga síðasta orðið sér og öðrum til handa. Lilla og Jón eignuðust tvo syni; Ingimar, Inga Rósa konan hans, og Jósafat Þröst, Lotte Christen- sen unnusta hans. Þeir eru báðir fjölskyldufeður og afar og eiga þau öll góðar minningar um móð- ur og ömmu. Lilla var mjög stolt af sínu fólki. Við Bjössi og fjölskylda þökk- um öll árin og samverustundir elsku Lilla. Elsku fjölskylda, við vottum ykkur öllum innilega samúð. Ingi, Inga, Atli Björn, Jón Rún- ar, Davíð, Jósi, Hrafnhildur, Logi, Mikael, Lotte og Jón Rúnar. Hún var sæl að fá að sofna. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd, geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vaka með sól Guð mun vitja um þitt ból. (Jón Sigurðsson) Lilja Amalía. Amma var af gamla skólanum og kenndi okkur strákunum margt, meðal annars nokkur blótsyrði. Hún hélt sérstakt bók- hald um vaxtarlag barnabarna sinna og var það iðulega fyrsta mál á dagskrá er við hittumst, sem var oftast með nokkuð löngu milli- bili. „Nonni minn, þú hefur fitn- að“, heyrði ég nokkrum sinnum á síðustu árum. Hún var engin venjuleg amma og öllum vinum okkar sem hittu hana þótti hún stórskemmtileg. Hún hafði tekið upp á því að fylgjast með fótbolta og hringdi oftast eftir Manchester United-leiki. „Okkar maður var flottur í dag,“ sagði hún alltaf ef uppáhaldsleikmaðurinn hennar, Ryan Giggs, kom við sögu eða „Giggsarinn“ eins og hún kallaði hann. Þegar amma kom í bæinn þá var fastur liður í okkar æsku að fara með henni á Stjörnutorg í Kringlunni þar sem hún keypti pítsur fyrir okkur. Hún rataði merkilega vel í minningunni, þó að stundum kæmi fyrir að við Davíð værum efins um leiðarvalið. Í seinni tíð vorum það svo við sem keyrðum hana um höfuðborgar- svæðið aðallega í leit að garni til að prjóna úr. Eitt eftirminnilegt atvik á akstursferli ömmu var þegar við vorum í bíl með henni á leið af Króknum yfir í Varmahlíð, þetta gerðist við píanóhúsið þar sem undirritaður er ekki sérstak- lega vel kunnugur staðháttum. Ömmu fannst bílstjórinn á undan keyra hálfhægt og við því var ein lausn, að taka fram úr. Amma var þá sennilega þegar komin í fimmta gír á Almerunni sem taldi ekkert sérlega mörg hestöfl og mjakaðist löturhægt fram úr bíln- um sem gaf ekkert eftir. Framar á veginum, kom bíll úr gagnstæðri átt sem nálgaðist afar hratt. Í minningunni munaði hálfri sek- úndu á því að bílarnir skyllu sam- an og urðum við farþegarnir mjög skelkaðir. Amma var steinhissa á þessari vitleysu og minnti okkur á að hún hefði keyrt í nærri sextíu ár. Hún var rosalega ánægð með barnabörn sín og studdi okkur allt- af í öllu sem við gerðum. Hún var sérlega ánægð með það að við strákarnir spiluðum flestir á hljóð- færi og hafði oft orð á því hvað afi hefði verið stoltur af okkur, bæði fyrir það og annað. Á síðustu árum var hún dugleg að spyrja hvort ég ætlaði nú ekki að drífa mig að gifta mig, eignast börn eins og Atli og hvern andskotann Davíð og Logi Már væru nú að gera konulausir. Að segja okkar skoðun á málunum er eitthvað sem ég held að við strákarnir höfum frá ömmu að miklu leyti. Hún varð sjaldan reið eða þreytt á okkur og leyfði okkur að brasa við flestallt þegar við vor- um hjá henni. Amma var besti vin- ur okkar og eigum við henni mikið að þakka. Það verður mikill sökn- uður að henni en fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir allar stund- irnar með henni. Nú, 22 árum eftir að afi Nonni fór, þá sameinast þau á ný. Þegar þetta er skrifað styttist í að ég fljúgi yfir eldgosið sem ný- lega hófst. Það er táknrænt að vita af jörðinni opna sig, hún þurfti greinilega að rýma til fyrir og búa til pláss fyrir stóran karakter. Amma var engin venjuleg kona. Hún var elst átta systkina, var kokkur úti á sjó og sá United vinna Newcastle 6-1 á Old Trafford. Meira á www.mbl.is/andlat Jón Rúnar Ingimarsson. Stóra systir mín kvaddi 13. mars sl., södd lífdaga og þrotin andlegum og líkamlegum styrk. Lilla var elst í hópi átta systkina sem öll ólust upp á Flugumýri og oft kennd við þann bæ, þótt flest hafi hleypt heimdraganum fyrir löngu. Hún var tvítug þegar faðir okkar dó aðeins 45 ára gamall og móðir okkar stóð eftir með þennan stóra barnahóp. Það má leiða að því líkur að þarna hafi Lilla og hin elstu systkinin þurft að axla mikla ábyrgð og sinna margvíslegum störfum sem tilheyrðu búrekstri og mannmörgu heimili; allir hlutu að leggjast á eitt og eflaust hefur það sett sitt mark á þau til lífstíðar. Systir var skelegg til orðs og æðis; hún vílaði ekki hlutina fyrir sér, sagði sína skoðun umbúðalaust og gat verið hvöss í orðum en alltaf var stutt í fallegt bros og glettn- isglampa í augum. Henni var lagið að brúa bil kynslóða, ömmustrák- arnir og fleiri ungmenni sóttu til hennar, höfðu gaman af eldmóðin- um og kjarnyrtu málfarinu, deildu með henni áhuganum á enska fót- boltanum þar sem hún var vel heima og gaf umsagnir um leik- menn á hreinni íslensku og skóf ekki utan af því. Gráa Toyotan var hennar fararskjóti allt til enda. Hún var hörkubílstjóri og keyrði meðan hún hafði þrek til og kannski rúmleg það, en bíllinn tók loks í taumana. Allir mælar í mæla- borðinu lögðu niður störf og þar á meðal bensínmælirinn. Þetta fannst henni ekki tiltökumál, hún gæti mælt bensínið með því að reka prik í tankstútinn, „það var alltaf gert í gamla daga“ sagði hún. En svo kom það líka í ljós að hún hafði ekki sinnt því að endurnýja ökuskírteinið og hafði keyrt próf- laus í eitt ár og þar með varð ekki lengra komist á Grána gamla. Römm er sú taug o.s.frv. segir mál- tækið. Þau Lilla og Nonni Jós. byggðu sér sumarhús á Flugu- mýri, norðan undir Sjónarhólnum og plöntuðu trjám. Nú er þarna fal- leg sumarhúsabyggð og trjágróð- urinn hefur dafnað vel, sannkölluð sumarparadís, þar sem Lilla undi sér vel sumarlangt, margir lögðu leið sína til hennar og oft var glatt á hjalla. Það er komið að leiðarlokum. Við Kolla þökkum samfylgdina í gegnum árin og sendum hennar nánustu samúðarkveðju. Ingimar Ingimarsson. Sigríður Ingimarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.