Morgunblaðið - 29.03.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021
Undankeppni HM karla
J-RIÐILL:
Armenía – Ísland...................................... 2:0
N-Makedónía – Liechtenstein ................ 5:0
Rúmenía – Þýskaland .............................. 0:1
Staðan:
Þýskaland 2 2 0 0 4:0 6
Armenía 2 2 0 0 3:0 6
N-Makedónía 2 1 0 1 7:3 3
Rúmenía 2 1 0 1 3:3 3
Ísland 2 0 0 2 0:5 0
Liechtenstein 2 0 0 2 0:6 0
A-RIÐILL:
Serbía – Portúgal ..................................... 2:2
Írland – Lúxemborg................................. 0:1
_ Serbía 4, Portúgal 4, Lúxemborg 3,
Aserbaídsjan 0, Írland 0.
B-RIÐILL:
Georgía – Spánn ....................................... 1:2
Kósóvó – Svíþjóð ...................................... 0:3
_ Svíþjóð 6, Spánn 4, Grikkland 1, Georgía
0, Kósóvó 0.
C-RIÐILL:
Búlgaría – Ítalía........................................ 0:2
Sviss – Litháen ......................................... 1:0
_ Ítalía 6, Sviss 6, Litháen 0, Norður-Ír-
land 0, Búlgaría 0.
D-RIÐILL:
Kasakstan – Frakkland ........................... 0:2
Úkraína – Finnland.................................. 1:1
_ Frakkland 4, Finnland 2, Úkraína 2,
Bosnía 1, Kasakstan 0.
E-RIÐILL:
Hvíta-Rússland – Eistland ...................... 4:2
Tékkland – Belgía .................................... 1:1
_ Tékkland 4, Belgía 4, Hvíta-Rússland 3,
Wales 0, Eistland 0.
F-RIÐILL:
Danmörk – Moldóva................................. 8:0
Austurríki – Færeyjar ............................. 3:1
Ísrael – Skotland ...................................... 1:1
_ Danmörk 6, Austurríki 4, Skotland 2,
Færeyjar 1, Ísrael 1, Moldóva 1.
G-RIÐILL:
Svartfjallaland – Gíbraltar ...................... 4:1
Noregur – Tyrkland................................. 0:3
Holland – Lettland ................................... 2:0
_ Tyrkland 6, Svartfjallaland 6, Holland 3,
Noregur 3, Lettland 0, Gíbraltar 0.
H-RIÐILL:
Rússland – Slóvenía ................................. 2:1
Króatía – Kýpur ....................................... 1:0
Slóvakía – Malta ....................................... 2:2
_ Rússland 6, Slóvenía 3, Króatía 3, Sló-
vakía 2, Kýpur 1, Malta 1.
I-RIÐILL:
Albanía – England.................................... 0:2
Pólland – Andorra .................................... 3:0
San Marínó – Ungverjaland.................... 0:3
_ England 6, Ungverjaland 4, Pólland 4,
Albanía 3, Andorra 0, San Marínó 0.
EM U21 árs karla
A-RIÐILL:
Ungverjaland – Rúmenía ........................ 1:2
Þýskaland – Holland ................................ 1:1
_ Þýskaland 4, Rúmenía 4, Holland 2, Ung-
verjaland 0.
B-RIÐILL:
Slóvenía – Tékkland................................. 1:1
Spánn – Ítalía............................................ 0:0
_ Spánn 4, Tékkland 2, Ítalía 2, Slóvenía 1.
C-RIÐILL:
Ísland – Danmörk..................................... 0:2
Rússland – Frakkland ............................. 0:2
Staðan:
Danmörk 2 2 0 0 3:0 6
Frakkland 2 1 0 1 2:1 3
Rússland 2 1 0 1 4:3 3
Ísland 2 0 0 2 1:6 0
D-RIÐILL:
Króatía – Sviss.......................................... 3:2
Portúgal – England.................................. 2:0
_ Portúgal 6, Króatía 3, Sviss 3, England 0.
England
Manchester United – West Ham............ 2:0
- Dagný Brynjarsdóttir lék fyrstu 84 mín-
úturnar með West Ham.
C-deild:
Blackpool – Plymouth............................. 2:2
- Daníel Leó Grétarsson lék seinni hálf-
leikinn með Blackpool.
D-deild:
Exeter – Salford ...................................... 1:0
- Jökull Andrésson lék allan leikinn með
Exeter.
Frakkland
Reims – Le Havre .................................... 2:1
- Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Anna
Björk Kristjánsdóttir og Andrea Hauks-
dóttir léku allan leikinn með Le Havre.
Þýskaland
Duisburg – Bayern München ................. 0:6
- Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á
sem varamaður á 63. mínútu hjá Bayern.
Ítalía
Napoli – Empoli ....................................... 3:3
- Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með
Napoli, Lára Kristín Pedersen kom inn á
sem varamaður á 83. mínútu.
Holland
B-deild:
Excelsior – Helmond Sport .................... 0:3
- Elías Már Ómarsson kom inn á sem
varamaður á 60. mínútu hjá Excelsior.
Portúgal
SL Benfica – Albergaria......................... 1:0
- Cloé Lacasse lék allan leikinn með SL
Benfica.
50$99(/:+0$
ÍSLAND – DANMÖRK 0:2
0:1 Gustav Isaksen 5.
0:2 Mads Bech 18.
M
Ari Leifsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mikael Anderson
_ Lið Íslands: (4-3-3) Patrik Sigurður
Gunnarsson – Hörður Ingi Gunnarsson,
Ari Leifsson, Ísak Óli Ólafsson (Finnur
Tómas Pálmason 77), Kolbeinn Finnsson
– Stefán Teitur Þórðarson (Valdimar Þór
Ingimundarson 85), Alex Þór Hauksson
(Andri Fannar Baldursson 68), Willum
Þór Willumsson (Ísak Bergmann Jó-
hannesson 68) – Mikael Anderson,
Sveinn Aron Guðjohnsen (Brynjólfur
Willumsson 85), Jón Dagur Þorsteinsson.
_ Lið Danmerkur: (4-3-3) Oliver Chris-
tensen – Mads Roerslev, Victor Nelsson ,
Mads Bech, Carlo Holse – Morten
Hjulmand, Magnus Kofod Andersen
(Victor Jensen 74), Nikolai Laursen –
Gustav Isaksen (Anders Dreyer 60), Ni-
kolai Frederiksen (Wahidullah Faghir
46, Jesper Lindström 81), Mohamed Da-
ramy (Jacob Bruun Larsen 60).
Gul spjöld: Jón Dagur 26., Nelsson 26.,
Hörður Ingi 54., Kofod Andersen 58.,
Bech 63., Mikael 65., Hjulmand 73.,
Sveinn Aron 78.
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Halil Ümut Meler, Tyrklandi.
Áhorfendur: Engir.
_ Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leik-
mannahópi Íslands vegna veikinda.
_ Ísland mætir Frakklandi á miðviku-
daginn kemur.
EM U21 ÁRS
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Ísland tapaði í gær sínum öðrum leik
í röð í lokakeppni EM U21-árs lands-
liða karla í knattspyrnu í Ungverja-
landi og Slóveníu. Íslenska liðið laut
að þessu sinni í lægra haldi gegn
Danmörku, 0:2, í C-riðli mótsins.
Líkt og í 1:4-tapinu gegn Rússlandi
síðastliðinn fimmtudag fór afleitur
stundarfjórðungs kafli með íslenska
liðið í leiknum í gær. Þá skoruðu
Rússar þrjú mörk á síðustu 15 mín-
útum fyrri hálfleiks og komust í 0:3
en í leiknum gegn Danmörku seig
mun fyrr á ógæfuhliðina hjá Íslandi.
Danir tóku forystuna strax á 5.
mínútu leiksins með sínu fyrsta skoti
í leiknum. Eftir góða sókn fékk Gust-
av Isaksen, sem virtist tæpur á að
vera rangstæður, boltann á hægri
kantinum, hann lék á Kolbein Birgi
Finnsson og skoraði með laglegu
skoti.
Á 18. mínútu tvöfölduðu Danir for-
ystu sína. Það sem virtist vera sak-
leysisleg sending inn á vítateiginn fór
af Ara Leifssyni og þaðan til Mads
Bech, sem var einn í teignum og skor-
aði með góðu skoti niður í hornið.
Erfiður stundarfjórðungur að baki
og fór spilamennska íslenska liðsins
batnandi eftir hann. Á 37. mínútu
fékk Ísland vítaspyrnu þegar Ísak Óli
Ólafsson komst fram fyrir Oliver
Christensen í marki Dana, náði að
skalla boltann yfir markið á meðan
Christensen keyrði inn í hann og víta-
spyrna því dæmd.
Sveinn Aron steig á vítapunktinn
og þrumaði að marki en Christensen,
samherji hans hjá OB í Danmörku,
varði slappa spyrnuna með fótunum
og út í teiginn.
Gott tækifæri í súginn
Íslenska liðið lítur eflaust á þennan
leik við Dani sem gott tækifæri til
þess að gera sig gildandi í baráttunni
um að komast í átta liða úrslit móts-
ins. Danir héldu jú boltanum mjög vel
og lengi en sköpuðu sér ekki sérlega
mörg færi. Til marks um það áttu
Danir sex skot í leiknum og Ísland
fimm.
Fyrra markið var vel útfært hjá
Dönum en seinna markið fengu þeir
gefins. Íslenska liðið lét þrátt fyrir
erfiða stöðu ekki deigan síga en þeg-
ar lið eru með bakið uppi við vegg
mega dauðafæri eins og vítaspyrnur
ekki fara forgörðum.
Ísland hefði hæglega getað skorað
í leiknum og hefði verið forvitnilegt
að sjá hvernig leikurinn hefði þróast
ef Sveinn Aron hefði skorað úr víta-
spyrnunni. Eins fékk Stefán Teitur
Þórðarson dauðafæri á 76. mínútu
eftir frábæran undirbúning Jóns
Dags Þorsteinssonar fyrirliða en
Carlo Holse varði skot hans á mark-
línunni. Hefði þá sömuleiðis verið
nægur tími til þess að knýja fram
jöfnunarmark.
En þær systur ef og hefði breyta
því ekki að staðan er orðin slæm fyrir
Ísland eftir tvö töp í tveimur leikjum.
Eftir að Frakkar unnu Rússa í C-
riðlinum í gær þarf margt að ganga
upp til þess að íslenska liðið komist
upp úr riðlinum og tryggi sér sæti í
átta liða úrslitum mótsins. Til að
byrja með þyrfti Ísland að vinna
Frakkland næstkomandi miðvikudag
og þá þyrfti íslenska liðið í leiðinni að
reiða sig á að Danmörk sigraði Rúss-
land á sama tíma.
Draumur um 8
liða úrslit svo
gott sem úti
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Svekktur Ísak Bergmann Jóhannesson gengur niðurlútur af velli eftir 0:2-
tap íslenska U21-árs landsliðsins gegn því danska í lokakeppni EM í gær.
- Tvö töp í tveimur leikjum - Vondur
stundarfjórðungur liðinu aftur að falli
Serge Gnabry var hetja Þjóðverja í 1:0-sigri á Rúmeníu í
J-riðli Íslands í undankeppni heimsmeistaramóts karla í
fótbolta í gærkvöldi. Gnabry skoraði sigurmarkið á 16.
mínútu og sá til þess að Þýskaland væri með fullt hús
stiga eftir tvo leiki. Norður-Makedónía náði í sinn fyrsta
sigur í riðlinum er liðið burstaði Liechtenstein á heima-
velli 5:0. Svíþjóð, Ítalía, Sviss, Danmörk, Tyrkland,
Svartfjallaland, Rússland, England, Þýskaland og Arm-
enía eru öll með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.
England vann 2:0-útisigur á Albaníu þar sem Harry
Kane skoraði eitt mark og lagði upp annað. Á sama tíma
valtaði Danmörk yfir Moldóvu á heimavelli, 8:0. Zlatan
Ibrahimovic er mættur aftur í sænska landsliðið og hann lagði upp eitt
mark í 3:0-sigri á Kósóvó á útivelli. Þá skoruðu Andrea Belotti og Manuel
Locatelli mörk Ítalíu í 2:0-útisigri á Búlgaríu. Stórþjóðirnar Frakkland og
Spánn unnu sína fyrstu leiki í gær, Frakkland vann 2:0-útisigur á Kasakst-
an og Spánn marði Georgíu, 2:1, með sigurmarki í blálokin.
Gnabry hetja Þjóðverja
Serge
Gnabry
Emil Hallfreðsson skoraði sitt
þriðja mark á leiktíðinni í ítölsku C-
deildinni í fótbolta er hann gerði
fyrsta mark Padova í 3:0-sigri á Ra-
venna í gær. Emil var í byrjunarliði
Padova og kom sínu liði yfir á 28.
mínútu. Hann var tekinn af velli á
89. mínútu. Er þetta í fyrsta skipti
sem Emil skorar þrjú mörk á einu
tímabili síðan tímabilið 2012/13.
Padova er í toppsæti síns riðils í C-
deildinni með 70 stig eftir 33 leiki,
fimm stigum á undan Südtirol í
öðru sæti og í hörðum slag í barátt-
unni um sæti í B-deildinni.
Kom Padova
á bragðið
Morgunblaðið/Eggert
Skotskór Emil Hallfreðsson var á
skotskónum um helgina.
_ Mauricio Pochettino, knattspyrnu-
stjóri Frakklandsmeistara Paris SG,
hefur mikinn áhuga á að fá markvörð-
inn unga Illan Meslier frá Leeds. Daily
Mail greinir frá. Meslier, sem er 21 árs,
hefur staðið sig vel í ensku úrvals-
deildinni með Leeds og haldið átta
sinnum hreinu.
_ Körfuknattleiksdeild Hrunamanna
tilkynnti á laugardag að hún hefði sent
þá Corey Taite og Karlo Lebo heim
vegna óvissunnar sem nú ríkir, en allt
mótahald er sem stendur á ís vegna
kórónuveirunnar. Taite hefur verið
einn besti leikmaður 1. deildarinnar í
vetur og skorað 34,3 stig að meðaltali,
tekið 5,6 fráköst og gefið 5,5 stoð-
sendingar í leik. Lebo er með 16,3 stig
og 8,8 fráköst að meðaltali. Hruna-
menn eru í áttunda sæti af níu liðum 1.
deildarinnar með sex stig eftir tólf
leiki.
_ Júdómaðurinn Sveinbjörn Iura náði
góðum árangri þegar hann komst í 16-
manna úrslit á sterku móti í Tibilisi,
höfuðborg Georgíu, á laugardag.
Sveinbjörn varð að sætta sig við tap
gegn sterkum belgískum keppanda í
16-manna úrslitunum, en Belginn stóð
að lokum uppi sem sigurvegari móts-
ins. Sveinbjörn, sem ætlar sér á Ól-
ympíuleikana í Tókýó, fór upp um níu
sæti á heimslistanum eftir mótið og er
hann nú í 61. sæti.
_ Luka Modric, miðjumaður króat-
íska landsliðsins í knattspyrnu og Real
Madríd, sló leikjamet landsliðsins þeg-
ar það vann nauman sigur gegn Kýpur
í undankeppni HM 2022 á laugardag.
Modric hefur nú spilað 135 landsleiki
fyrir Króatíu frá árinu 2006 og er þar
með kominn upp fyrir Darijo Srna,
sem lék 134 landsleiki frá 2002 til
2016.
_ Tvö Íslendingalið tryggðu sér á
laugardag sæti í undanúrslitum
sænska bikarsins í fótbolta. Rosen-
gård fór áfram eftir fjörugt 3:3-
jafntefli við Kristianstad. Rosengård
komst í 3:0 en Kristianstad neitaði að
gefast upp. Glódís Perla Viggósdóttir
lék allan leikinn með Rosengård og
Sveindís Jane Jónsdóttir allan leikinn
með Kristianstad. Elísabet Gunnars-
dóttir þjálfar Kristianstad. Diljá Ýr Zo-
mers kom inn á sem varamaður á 72.
mínútu hjá Häcken sem tryggði sér
sæti í undanúrslitum með 5:2-sigri á
Eitt
ogannað