Morgunblaðið - 29.03.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.03.2021, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021 GLEÐILEGA PÁSKA - SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® VIÐ MÆTUM AFTUR 15. APRÍL EÐA FYRR EF AÐ COVID LEYFIR. Risa Páskaknús á ykkur öll og hlökkum til að hitta alla í bíó aftur. VÆ NT AN LEG Í B ÍÓ VÆNTANLEG Í BÍÓ ÓSKARS- TILNEFNINGA MYNDIRNAR MÆTA AFTUR Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Dansararnir Ástrós Guðjónsdóttir og Sólbjört Sigurðardóttir, sem helst eru þekktar fyrir frammi- stöðu sína með hljómsveitinni Hat- ara, segjast enn vera að vinna úr því sem þær gengu í gegnum með hljómsveitinni á Eurovision í Ísrael árið 2019. Sólbjört segir þversagn- arkennt að ekki megi blanda pólitík í keppnina, eins og Hatari gerði. „Glimmerið og það sem sást var ekki það sem var í gangi á bak við tjöldin,“ segir Ástrós. Þær Sólbjört eru gestir í nýjasta þætti Dagmála. Heimildarmynd um ferlið Heimildarmynd um ferlið var gefin út nýverið en hún ber heitið A Song Called Hate. Anna Hildur Hildibrandsdóttir leikstýrði mynd- inni. Sólbjört segir að það hafi ver- ið erfitt að horfa á myndina og rifja ferlið upp. „Við erum enn þá að vinna úr þessu. Í fyrsta skipti um daginn byrjuðum við að tala um þetta eins og við gætum talað um að þetta hafi gerst. Þetta er svolítið óraun- verulegt enn þá stundum,“ segir Ástrós. Hatari komst á heimskortið í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, ekki bara fyrir óvenjulega Eurovision-lagið „Hatr- ið mun sigra“, heldur einnig fyrir að nýta dagskrárvaldið með póli- tískum hætti þegar hljómsveitin dró upp borða með fánalitum Pal- estínu í beinni útsendingu við stigagjöf. Pólitík er með öllu óheimil í keppninni og það segir Sólbjört kaldhæðnislegt. „Það að það megi ekki draga pólitík inn í þessa keppni er bara pólitískt. Það er svo mikil þversögn í því,“ segir Sólbjört. Eftir atvikið fengu þær Ástrós fjölda hatursfullra skilaboða. Síma- númerin þeirra fóru í dreifingu og fengu þær í um mánuð eftir keppn- ina símtöl frá fólki sem var ósátt við framkomu Hatara. Þær segjast þó báðar hafa fundið fyrir miklum stuðningi í garð hljómsveitarinnar eftir uppákomuna. Pólitískt að banna pólitík - Eru enn að vinna úr ferðinni til Ísraels Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Mogensson Dansinn Sólbjört Sigurðardóttir og Ástrós Guðjónsdóttir eru gestir í nýj- asta þætti Dagmála. Þar ræða þær m.a. um danssenuna hér á landi. Í Beijing í Kína hefur verið opnuð sýning á rafrænni myndlist undir enska heitinu Virtual Niche: Have You Ever Seen Memes in the Mir- ror? Vekur framkvæmdin athygli enda er um að ræða myndverk sem alla jafna ferðast um stafræna heima sem nú eru komin í hefðbundna sýningarsali. Meðal annars eru sýnd verk eftir einn umtalaðasta lista- mann samtímans, hinn bandaríska Mike Winkelmann sem kallar sig Beeple. Mikla athygli vakti þegar á dögunum var seld á uppboði JPG- myndaskrá hans, „Everydays — The First 5000 Days“, fyrir sann- kallað metfé, 69 milljónir dala, rúm- lega 8,8 milljarða króna. Í verkinu eru 5.000 myndir sem Beeple hefur gert á jafn mörgum dögum, eina á dag, en á sýningunni í Beijing má sjá margar ævintýralegra rafteikninga hans sem vísa iðulega í dægurmenn- ingu og vísindaskáldskap. AFP Umtöluð Sýningargestur virðir fyrir sér verk eftir hinn umtalaða Beeple á vefverkasýningunni í Beijing. AFP Stafrænt Sýningargest ber við stafrænt „málverk“ listamannsins Liu Gang. Sýna rafræn myndverk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.