Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2021
KOMIN
AFTUR!
Verkstæði Borgarbókasafnsins
bjóða reglulega upp á opið hús sem
nefnast Fiktdagar. MYND/AÐSEND
starri@frettabladid.is
Verkstæði Borgarbókasafnsins
bjóða reglulega upp á opið hús sem
nefnast Fiktdagar en þar er öllum
velkomið að kíkja í heimsókn og
rækta ýmsa kunnáttu með fikti í
einrúmi eða í góðum félagsskap.
Fiktdagurinn í dag ber nafnið
Viltu fikta í frábærum forritum?
og er haldinn á Verkstæðinu sem
staðsett er í Grófinni, Tryggvagötu
15, 101 Reykjavík, klukkan 15-18.
Þar verður meðal annars boðið
upp á að fikta í forritum á borð við
tónlistarforritin Logic Pro, Ableton
Live, Reaper og Garageband auk
myndvinnsluforritanna Final Cut
Pro, Adobe (Photoshop, InDesign,
Illustrator, Premiere Pro og fleiri)
og iMovie. Á staðnum verður einn-
ig grænskjár (e. green sceen).
Allir eru velkomnir óháð kunn-
áttu, ungir sem aldnir. Yngri en 13
ára þurfa þó að vera í fylgd með
fullorðnum.
Þátttakendur mega gjarnan
mæta með eigin fartölvu og verk-
efni, en á staðnum eru fjórar veg-
legar iMac-tölvur. Best er að mæta
snemma en hægt er að bóka sæti á
vef Borgarbókasafnsins.
Hvert Verkstæði Borgarbóka-
safnsins er með sína eigin dagskrá,
en almennt eru Fiktdagar haldnir
vikulega í Grófinni, aðra hvora
viku í Gerðubergi og mánaðarlega
í Árbæ. n
Sjá nánari upplýsingar á
borgarbokasafn.is.
Fiktað í frábærum
forritum
Magnea Huld Aradóttir glímdi lengi við gömul íþróttameiðsl en verkurinn hvarf þegar hún fór að taka inn kollagen frá Feel Iceland. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Fagnar rútínunni á haustin
Þökk sé Feel Iceland-kollageni kennir Magnea Huld Aradóttir, íslenskufræðingur og kennari,
sér nú einskis meins eftir að hafa í áratugi glímt við verki í hné. Hárið hefur líka þykknað og
húðin er orðin svo silkimjúk að maðurinn hennar Magneu klappar henni eins og kisu. 2
Heilbrigð melting er
grunnur að góðri heilsu
Heilsan er dýrmætust
www.eylif.is