Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 28
Ég fór á mínum hraða, mest labb- andi og tók því rólega. Kærastinn gekk með og var með hjólabretti meðferðis ef ég yrði of þreytt til að ganga. Lára Guðrún Jóhönnudóttir var 32 ára þegar hún greind- ist með brjóstakrabbamein. Hún gekkst undir brjóst- nám og lyfjameðferð í kjöl- farið og taldi sig heppna hve snemma meinið var greint. Eftir að meðferð var lokið tók síðan við annar kafli í lífi Láru, önnur bylgjan í bataferlinu, sem er að ná aftur vopnum sínum hægt og rólega. Að greinast með krabbamein breytir lífi fólks á varanlegan hátt og segir Lára að varasamt geti verið að fara of geyst af stað. Hún hefur bent á „afreks­ væðingu“ krabbameinsgreindra, þar sem fjölmiðlar fara oft mikinn í að fjalla um stórkostleg afrek þeirra sem lokið hafa við krabba­ meinsmeðferð. Þótt þau afrek séu frábær og aðdáunarverð, eigi f lest þeirra sem ljúka svo erfiðri með­ ferð nóg með að fara á fætur og klæða sig í föt. Hvíldin er dyggð, rétt eins og afrekin. Mamma lést 40 ára gömul Lára var aðeins 16 ára þegar móðir hennar greindist með brjósta­ krabbamein. Hún var þá einstæð, þriggja barna móðir. „Mamma mín deyr svo 40 ára gömul. En þegar hún greinist, eins mikill skellur og það var, þá var gott að eiga Krabbameinsfélagið að. Að geta nálgast ráðgjafar­ þjónustuna skipti okkur fjöl­ skylduna mjög miklu, að taka þátt í hvers kyns námskeiðum þar sem þú hittir annað fólk á jafningja­ grundvelli, fólk sem er eða hefur gengið í gegnum sama og þú, hvort sem það eru krabbameins­ greindir eða aðstandendur.“ Greining móður Láru hafði lík­ lega mikið að segja en í raun var það alger hending að mein hennar sjálfrar var greint. „Ég hafði haft tilfinningu fyrir því að það væri eitthvað að, þrátt fyrir að ég hafi í raun verið algerlega einkennalaus. En þessi tilfinning varð til þess að ég dreif mig til kvensjúkdómalæknis sem taldi loks ástæðu til að skoða mig betur, og hefur greining móður minnar þar haft mikið að segja. Ég er síðan greind með krabba­ mein sem var milli rif beinanna, mein sem hefði verið með erfitt að greina í hefðbundinni brjósta­ skoðun.“ Ekki öll sem klífa fjöll og hlaupa maraþon Lára minnist þess að hún tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni árið 2016 en þá var hún enn að ná vopnum sínum eftir brjóstnám og lyfja­ meðferð. Þátttaka hennar vakti athygli en það var ekki síst fyrir þær sakir að hana langaði að taka þátt, safna fyrir gott málefni en gera þetta á sínum forsendum. „Þarna fannst mér mikilvægt að það eru engar reglur. Ég fór á mínum hraða, mest labbandi og tók því rólega. Kærastinn minn gekk með og var meira að segja með hjólabretti meðferðis í tösku, ef ég yrði of þreytt til að ganga. Ég vildi gjarnan taka þátt og láta gott af mér leiða – en á þeim hraða sem passaði mér sem er einmitt eitt­ hvað er gott að hafa í huga. Hvað er það sem passar þér?“ Afreksfólkið er ótrúlegt Með þessu er Lára þó alls ekki að segja að eitthvað sé athugavert við að fólk setji sér háleit markmið og nái ótrúlegum afrekum að með­ ferð lokinni. „Nei, alls ekki. Ég hreinlega dáist að fólki sem tekst að gera svona ótrúlega hluti, vinna líkamleg og andleg afrek. Þau eru nær alltaf unnin til fjáröflunar og styðja því líka við góðan mál­ stað. Þannig eru svona hetjusögur mikilvæg auðlind, til dæmis fyrir félög eins og Krabbameinsfélagið eða Kraft. En oft virðast stór og mikil afrek fá alla athygli fjöl­ miðla, sem getur um leið skapað óraunhæfar væntingar fyrir fólk sem er að ljúka meðferð um eigin heilsu. Það getur verið erfitt fyrir „venjulegt“ fólk að rekast á vegg, að upplifa að hvorki hugur né lík­ ami er tilbúinn í slík átök sem er hampað í fjölmiðlum. Þess vegna væri gaman að sjá meira jafnvægi í blöðunum um fólk sem hefur greinst með krabbamein. Ég væri svo til í að lesa viðtal með fyrir­ sögninni „Hvíldi sig til bata“, því það er svo mikil dyggð í hvíldinni. Hvíld er aldrei tímasóun. Þú ert ekki latur þótt þú slakir á og góð hvíld er fjárfesting í eigin heilsu.“ n Hvíldi sig til bata Lára segir mikla dyggð felast í hvíld, rétt eins og afrekum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGUR10 KR ABBAMEINSFÉLAGIÐ 70 ÁR A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.