Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 22
Áttavitinn er umfangsmesta könnun sem gerð hefur verið á Íslandi um upp- lifun krabbameinssjúkl- inga af greiningu sinni og meðferð. Við óskum Krabbameinsfélagi Íslands til hamingju með 70 ára afmælið C75 M10 Y0 K0 C80 M50 Y20 K10 R0 G174 B230 R59 G108 B148 V E R K V I T • H U G V I T • E I N I N G 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGUR4 KR ABBAMEINSFÉLAGIÐ 70 ÁR A Þótt það kunni að hljóma ótrú- lega þá er Krabbameinsfélagið að fullu starfrækt fyrir styrktarfé frá almenningi og fyrirtækjum á Íslandi. Þar skipta stóru söfnun- arátökin miklu máli og þar hefur íslenska þjóðin margoft sýnt að hún er tilbúin til að taka þátt í starfi Krabbameinsfélagsins. Styrkasta stoð starfseminnar um allt land eru þó Velunnarar, mánaðarlegir styrktaraðilar félagsins, en þeir eru rúmlega 17 þúsund talsins um þessar mundir og hefur þeim fjölgað um rúm- lega 1.300 á þessu ári. Reglu- legir styrktaraðilar gera félaginu kleift að fjármagna rannsóknir á krabbameinum, rekstur á ráð- gjafarþjónustu um allt land, ef la forvarnir og fræðslu og styðja við fólk á landsbyggðinni sem sækir meðferð með aðgengi að íbúðum í Reykjavík. Sigríður Thorlacius tón- listarkona er einmitt Velunnari. Aðspurð hvers vegna sagði hún í viðtali á þessu ári að það væri einfalt: „Því ég treysti Krabba- meinsfélaginu til að nýta mína fjármuni þar sem þörfin er mest í þessum mikilvæga málaflokki. Það er svo einfalt.“ n Velunnarar mynda styrkustu stoðina Sigríður Thorlacius er einn af velunnurum Krabbameinsfélagsins. Ráðgjafarþjónusta Krabba- meinsfélagsins hóf störf árið 2001 og er í dag hornsteinn í starfi félagsins. Þar má nálgast fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Ráðgjafarþjónustan stendur fyrir reglulegum viðburðum og námskeiðum þar sem krabba- meinsgreindir og aðstandendur geta nálgast aðra í sambærilegum aðstæðum og fengið þannig dýr- mætan jafningjastuðning. Boðið er upp á fjarviðtöl í gegnum netið og símaviðtöl en einnig ferðast sál- fræðingar, hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar á vegum Ráðgjafar- þjónustunnar reglulega um landið til að mæta þörfum fólks sem er búsett á landsbyggðinni. Ráðgjafarþjónusta Krabba- meinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík og er opin virka daga frá kl. 9-16. Ráðgjafarþjónustan er öllum opin og hægt er að koma án þess að gera boð á undan sér eða hafa samband við starfs- menn Ráðgjafarþjónustu Krabba- meinsfélagsins í síma 800 4040 alla virka daga frá kl. 9-16 eða senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins f ljótt og hægt er. n Hornsteinn í starfi félagsins Hjá Rannsóknar-og skrán- ingarsetri Krabbameins- félagsins hefur Krabba- meinsskrá verið starfrækt frá árinu 1954. Krabbameinsskrá Íslands er ein af heilbrigðisskrám landlæknis og er skráningin í samræmi við leið- beiningar Evrópusamtaka krabba- meinsskráa. Ásamt krabbameinsskrám ann- arra Norðurlanda eru þær taldar sinna krabbameinsskráningu eins og best gerist í heiminum og er Krabbameinsskrá Íslands ein frumforsenda þess að unnt sé að stunda hágæða krabbameinsrann- sóknir á Íslandi. Lengi vel var skráningu á gæðum íslenskrar heilbrigðisþjónustu ábótavant og átti það einnig við um greiningu og meðferð krabba- meina. Árið 2017 var hins vegar hafin gæðaskráning og í íslenskri krabbameinsáætlun 2015-2020 sem hefur gildistíma til 2030 er gæðaskráning sett í forgang. Sterkar vísbendingar eru nú þegar komnar fram um að gæðaskrán- ingin sé farin að koma læknum og krabbameinssjúkum að gagni með markvissari greiningu og réttari meðferð. Í samvinnu við Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir Rannsóknar- og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins gæðaskrán- ingu og eru valdar niðurstöður aðgengilegar á vef Krabbameinsfé- lagsins. Rétt er að minnast einnig á Áttavitann, umfangsmestu könn- un sem framkvæmd hefur verið á Íslandi um upplifun krabbameins- sjúklinga af greiningu sinni og meðferð. Niðurstöður Áttavitans geta þannig gefið dýrmætar vís- bendingar um hvernig enn meiri framfarir í greiningu og meðferð megi verða á næstu árum. n Gæðaskráning í forgang Laufey Tryggvadóttir, Helgi Birgisson og Elínborg Jóna Ólafsdóttir eru meðal öflugra starfsmanna Rannsóknarseturs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.