Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 46
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Allir sem ég hef tekið viðtöl við í hlaðvarp- inu mínu, þar á meðal Helen Hunt, tala um mikilvægi þess að tengjast öðrum lista- mönnum. www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 TILBOÐS- DAGARAMERÍSK ÞÆGINDI LARKINHURST Fallegt sófasett í ekta amerískum stíl. Úr jarðarlitu, þykku efni sem minnir á vintage leður, bólstraðir armar og útskornir fætur. Hannaður til að láta þér líða vel. Fæst sem 1-3ja sæta sófar en einnig sem (3ja sæta) svefn- sófi. Skrautpúðar fylgja. 2ja sæta sófi: 99 x 168 x 96 cm 159.990 kr. 179.990 kr. 3ja sæta sófi: 99 x 226 x 96 cm 179.990 kr. 199.990 kr. Hægindastóll: 101 x 109 x 101 cm 79.990 kr. 99.990 kr. 3ja sæta svefnsófi: 99 x 226 x 96 cm 249.990 kr. 269.990 kr. PINNANCLE LZB hægindastóll. Svart eða brúnt leður. Stærð: 97 x 86 x 109 cm 161.492 kr. 189.990 kr. ALLIR LA-Z-BOY STÓLAR OG SÓFAR Á TILBOÐI LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Líð á frettabladid.is allar um fólk, menningu, tísku, heilsu og margt eira. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook Anna Rósa nýtti tímann í Covid til að hrinda af stað verkefni þar sem hún fær listafólk til að tengjast og miðla þekkingu sinni. Í kringum verkefnið stofnaði hún hlaðvarp en í það kom engin önnur en Óskarsverð- launaleikkonan Helen Hunt. steingerdur@frettabladid.is Leikkonan Anna Rósa Parker er búsett í New York ásamt dóttur sinni og eiginmanni. Hún starfar einnig sem frumkvöðull, höfundur og er mikill mannréttindasinni. Hún hefur hrundið af stað verkefni sem aðstoðar fólk innan listageirans við að tengjast sín á milli og koma sé á framfæri. „Í dag vinn ég fyrir sjálfa mig með kúnnum víða úti um heim sem auglýsingatextahöfundur og vöru- merkjaráðgjafi.“ Hafðir þú alltaf haft áhuga á leik- list? „Já, það má segja það. Ég held að ég hafi verið 7 ára þegar ég lék í fyrsta skólaleikritinu. En ég hafði alltaf áhuga á að skrifa líka. Ég var hel- tekin af Guðrúnu Helgadóttur og ég reyndi sjálf að skrifa fyndnar sögur. Sem leikkonu voru mér stundum boðin verkefni sem ég hafði engan áhuga á, en fékk svo oft ekki þau verkefni sem mig langaði í. Þannig byrjaði ég að skrifa mitt eigið efni. Ég skrifaði einleik og nokkur leikrit sem öll hafa verið framleidd á ein- hvern hátt. Mér finnst þetta „game“ sem tilheyrir þessu starfi sérstak- lega í Bandaríkjunum mjög erfitt og leiðinlegt. Hurðir læstar og þú verður að spila ákveðinn leik til að komast inn,“ útskýrir Anna Rósa. Mikilvægt að fá stuðning Anna Rósa lærði leiklist í University of Washington í Seattle. „Sem var einn af bestu leiklistar- skólum innan háskóla í Bandaríkj- unum þegar ég var þar. Mér þótti áhugavert að ná mér í háskólagráðu á sama tíma og ég var í leiklistarnámi. Það er vitað að það er mjög sam- keppnishæft og erfitt að lifa af leik- list,“ segir Anna Rósa. „Ég hefði viljað tilheyra einhvers konar hópi eða samfélagi eins og Artist Inclusive er. Artist Inclusive er alþjóðlegt öruggt samfélag fyrir listamenn til að tengjast, deila hugarfari lista- mannsins og vinna saman. Ég fann mig bara oft eina án stuðnings. Ég held að það hafi hjálpað mér með því að vera með alls kyns lista- mönnum og leikstjórum í samfélagi sem er að hluta til þess vegna sem ég er að búa þetta til fyrir aðra.“ Viss endurspeglun Hvernig gengur þetta fyrir sig? „Þetta er net-rými fyrir lista- menn til að koma saman. Það er viss endurspeglun og nálgun. Listamenn geta búið til verkefni saman, sem getur síðan orðið að raunverulegri vinnu. Allir sem ég hef tekið viðtöl við í hlaðvarpinu mínu, þar á meðal Helen Hunt, tala um mikilvægi þess að tengjast öðrum listamönnum.“ Hver er kosturinn við að mynda sterkt tengslanet og fá aðstoð frá öðrum sem hafa verið í sömu stöðu? „Það er mjög mikilvægt að um- kringja sjálfan sig ólíku fólki með sama hugarfar. Samfélagið snýst líka um ábyrgð á hugsunum þínum og gjörðum þínum. Artist Inclusive er samfélag sem hjálpar listamönnum að bera ábyrgð, skýrleika og þannig skapa sér árangur.“ Hún segir það eitt og sér mjög gefandi að geta hjálpað öðrum lista- mönnum að tengjast og búa til sín eigin vörumerki. „Í lok dagsins er það um það sama og það kemur niður á hugarfar lista- mannsins. Það snýst um hvernig þú finnur þig í faginu og hver þú ert án starfsgreinarinnar. Þetta snýst um hvernig þú lítur á sjálfan þig. Hvernig þér líður þegar þú ert ekki með vinnu,“ segir Anna Rósa. Hún segist hafa mikinn áhuga á að fá íslenskt listafólk með í verk- efnið. „Ég myndi elska að hafa íslenska listamenn í samfélaginu og ég myndi taka viðtal við íslenska lista- menn fyrir hlaðvarpið Artist Inclu- sive. Það eru margir New York-búar í samfélaginu og ég veit að það gæti verið mjög skemmtilegt að búa til samstarf yfir Atlantshafið.“ Alltaf með eitthvað í gangi Segðu mér frá hlaðvarpinu ykkar. „Hlaðvarpið er annað form til að tengja við listamenn. Við ræðum við alls konar listamenn um lífs- hætti þeirra og hvernig þeir stunda listina.“ Hefur verið auðvelt að fá stjörnur til að deila sinni reynslu af brans- anum? „Hlaðvarpið snýst ekki aðeins um að fá stjörnur, þó að Helen Hunt hafi haft næga trú á samfélaginu okkar til þess að koma í viðtal. Við tölum við alls konar listamenn, höfunda, dansara, tónlistarfólk, sjónvarps- og kvikmyndaleikara. Það er gefandi að hlusta á söguna um feril þeirra og hvernig þeir þrífast í listinni,“ segir Anna Rósa. Anna Rósa vinnur nú að því að endurreisa eigið fyrirtæki eftir að haf misst meginþorra viðskiptavina sinna vegna heimsfaraldursins. „Ég var að vinna með viðskipta- vinum að skrifa texta í hótel- og ferðageiranum. Núna er ég að vinna með alls kyns frumkvöðlum úti um allan heim í ýmsum atvinnugrein- um. Mér finnst það mjög spennandi. Ég skrifaði einnig heimildamynd um Ellen Kristjánsdóttur í heims- faraldrinum.,“ segir hún glaðlega að lokum. n Alþjóðlegt samfélag fyrir listamenn til að tengjast Anna fékk meðal annars stórleikkonuna Helen Hunt í hlaðvarpið til sín. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 22 Lífið 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.