Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 29
Krabbameinsfélagið er með
25 aðildarfélög sem stað-
sett eru um allt land og
sinna þeim sem greinast
með krabbamein á sínum
svæðum.
Aðildarfélögin skiptast niður í 20
svæðafélög og fimm stuðnings-
félög sem eru með fókus á mis-
munandi krabbamein.
Eva Íris Eyjólfsdóttir, sérfræð-
ingur í málefnum aðildarfélaga
Krabbameinsfélagsins, segir að
meginhlutverk svæðafélaganna
sé að veita fólki fjárhagslegan
stuðning vegna ferðalaga. Fólk á
landsbyggðinni þarf oft að ferðast
langar leiðir til að fara í meðferð.
Einnig er það hlutverk svæðafélag-
anna að veita þeim sem greinast
með krabbamein og aðstand-
endum þeirra stuðning.
„Mörg svæðafélaganna eru með
stuðningshópa þar sem fólk getur
hist, annað hvort aðra aðstand-
endur eða aðra sem eru í krabba-
meinsmeðferð. Þeir eru hugsaðir
sem jafningastuðningur svo fólk
finni að það er ekki eitt í sinni
baráttu. Auk svæðafélaganna erum
við með sex þjónustuskrifstofur á
landsbyggðinni sem veita aukna
þjónustu. Þær eru á Ísafirði, Akur-
eyri, Skagafirði, Reyðarfirði, Selfossi
og Suðurnesjum,“ segir Eva Íris.
„Hægt er að fá meiri þjónustu
á þjónustuskrifstofunum en hjá
svæðafélögunum. Þar er jafnvel
hægt að fá að tala við einhvern með
reynslu eða menntun á þessu sviði.
Skrifstofurnar eru margar í góðu
samstarfi við heilbrigðisstofnanir á
sínu svæði og auðvelt er fyrir fólk að
leita til þeirra, jafnvel þó skrifstof-
urnar séu ekki í þeirra heimabæ.“
Eva Íris segir að þjónustuskrif-
stofurnar séu í góðu samstarfi við
Krabbameinsfélagið í Reykjavík.
Þær eru oft með tengsl við sálfræð-
inga og hjúkrunarfræðinga sem
fólk getur haft samband við þurfi
það á því að halda. Einnig getur
starfsfólk þjónustuskrifstofanna
leiðbeint fólki áfram og hjálpað til
við að finna þá þjónustu sem þarf.
Sjálfboðastarf til að jafna aðgengi
Flest félögin byggjast alfarið á
sjálfboðastarfi en Eva Íris segir að
einhver þeirra séu þó með starfs-
fólk, auk þess sem starfsfólk er á
þjónustuskrifstofunum.
„Félögin eru háð fjáröflunum og
stuðningi frá sínu nærsamfélagi til
að styrkja fólk sem þarf að ferðast í
meðferð, vegna þess að það er ekki
hægt að fá meðferð alls staðar á
landinu. Fólk sem býr úti á landi
þarf oft að ferðast einhverjar vega-
lengdir til að komast í meðferð og
jafnvel gista. Hvort sem það er til
Reykjavíkur eða Akureyrar eða á
næsta stóra stað. Eitt af stóru mark-
miðunum er að jafna út kostnað við
meðferð fyrir fólk úti á landi, svo
hann sé jafnari kostnaði hjá þeim
sem þurfa ekki að ferðast eins langt
og fólk finni minna fjárhagslega
fyrir því að greinast með krabba-
mein en ella,“ útskýrir Eva Íris.
„Svæðafélögin eru ekki studd af
hinu opinbera og reyna því oft að
sækja um styrki hjá fyrirtækjum
og bæjarfélögum. Þetta eru
sjálfstæð félög rekin af fólki sem
brennur fyrir málstaðinn.“
Eva Íris segir nauðsynlegt að
fólk fái stuðning óháð búsetu.
Að það geti leitað til síns svæða-
félag og geti leitað til einstaklinga
sem skilji hvað það er að ganga í
gegnum.
„Þetta er mikilvægt svo fólkið
upplifi ekki að það sé eitt í sinni
baráttu. Það er mjög auðvelt fyrir
bæði sjúklinginn sjálfan og nán-
ustu aðstandendur að einangrast
með verkefnið sem er fyrir hendi.
En það er mikilvægt að vita að það
er stuðning að fá,“ segir hún.
Svæðafélögin eru :
■ Akranes og nágrenni
■ Akureyri og nágrenni
■ Austfirðir
■ Austur-Húnavatnssýsla
■ Austurland
■ Árnessýsla
■ Borgarfjörður
■ Breiðfirðingar
■ Höfuðborgarsvæðið
■ Hvammstangi
■ Norðausturland
■ Rangárvallasýsla
■ Skagafjörður
■ Snæfellsnes
■ Suðausturland
■ Suðurnes
■ Ísafjörður
■ Suður-Þingeyingar
■ Vestmannaeyjar
■ Vestur-Skaftafellssýsla
Stuðningsfélögin fimm eru:
■ Brjóstaheill – Samhjálp kvenna
Stuðnings- og baráttuhópur
kvenna sem greinast með
brjóstakrabbamein.
■ Framför
Félag karla með krabbamein
í blöðruhálskirtli og aðstand-
endur.
■ Kraftur
Stuðningsfélag fyrir ungt fólk
sem greinst hefur með krabba-
mein og aðstandendur.
■ Ný rödd
Samtök fólks sem hefur misst
raddbönd vegna krabbameins.
■ Stómasamtökin
Hagsmunasamtök stómaþega. ■
Stuðningur í
heimabyggð
mikilvægur
Eva Íris Eyjólfsdóttir segir aðildarfélögin veita fólki á landsbyggðinni mikilvægan stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Þegar þú verslar í
vefverslun Krabbameins-
félagsins styrkir þú starf í
þágu þeirra sem greinast með
krabbamein og
fjölskyldna þeirra.
Kynntu þér úrvalið:
vefverslun.krabb.is
MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2021 11KR ABBAMEINSFÉLAGIÐ 70 ÁR A