Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 1
Afganir leggja samfélaginu lið Bæta verkferla vegna myglu Fréttir ➤ 4 Skoðun ➤ 8 1 6 6 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 5 . Á G Ú S T 2 0 2 1 SKANNAÐU KÓÐANN OG SKOÐAÐU ÓTAL FRÁBÆR TILBOÐ ÚR BÆKLINGNUM OKKAR! Ný könnun fyrir Fréttablaðið sýnir að meirihluti vill að mun meira fé sé varið til reksturs Landspítalans en nú. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins eru líklegastir til að vilja að fjárveitingar til spítalans haldist óbreyttar. arib@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Meirihluti lands- manna vill að miklu meira fé verði veitt til reksturs Landspítalans en nú er. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið vilja 57 prósent þeirra sem taka afstöðu að veitt verði miklu meira fé til reksturs Landspít- ala, 28 prósent vilja að aðeins meira fé verði veitt til rekstursins og 13 prósent vilja að það haldist óbreytt. Tvö prósent vilja veita aðeins minna fé að miklu minna fé til rekstursins. Konur eru almennt hlynntari auknum fjárveitingum en karlar, 64 prósent kvenna vilja veita miklu meira fé í reksturinn á móti 50 pró- sentum karla. Lítill sem enginn munur er á milli höfuðborgarsvæðis- ins og landsbyggðarinnar. Fólk með 800 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun er líklegra til að vilja halda fjárveitingum til Landspítalans óbreyttum en fólk með lægri tekjur, um 25 prósent þeirra vilja að fjárveitingar haldist óbreyttar eða lækki. Lítill munur er á afstöðu þegar litið er til menntunar. Töluverður munur er á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum, meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill þó að meira fé verði veitt til rekstursins. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skera sig úr að því leyti að 42 prósent þeirra vilja að Landspítalinn fái óbreytt fé, 6 prósent þeirra vilja að fjárveitingar lækki, 20 prósent vilja að miklu meira fé verði varið í reksturinn og 32 prósent að aðeins meira fé verði veitt í reksturinn. Könnunin var gerð dagana 17. til 23. ágúst í könnunarvagni Prósents, svarhlutfall var 52 prósent og 1.251 tók afstöðu til spurningarinnar. SJÁ SÍÐU 6 Meirihluti vill meira fé til spítalans 57%28% 13% 1%1% n Miklu meira fé n Aðeins meira fé n Óbreytt fé n Aðeins minna fé n Miklu minna fé ✿ Hversu mikið fé á ríkið að veita Landspítala? thorsteinn@frettabladid.is FJARSKIPTI Enn er óljóst hvernig ljúka eigi ljósleiðaravæðingu þétt- býlissvæða. Síminn segir að eftirlits- stofnanir hafi ekki komið fram með neinar tillögur, forstjóri Fjarskipta- stofu segir stjórnvöld ekki hafa stigið til jarðar með það hvort um sé að ræða markaðssvæði eða ekki. Ráð- herra fjarskiptamála segir nokkrar leiðir standa til boða. „Hvað varðar þéttbýli úti á landi hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort það séu markaðslegar forsendur fyrir uppbyggingu,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjar- skiptastofu. SJÁ MARKAÐINN Enn óvissa um þéttbýlissvæðin Frönsku hjónin Valerie Viel og Francois Dupuis seldu húsið sitt fyrir níu árum og lögðu af stað í ævintýraferð, á bátnum sínum Cybelle 17, sem ætlar engan endi að taka. Þau hafa ferðast um Norður- löndin og segja frábært að búa í bátnum. Þau lögðu af stað í nýjustu ferðina í júlí og komu hingað frá Írlandi. Ætla þau að hafa vetursetu í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.